Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973 47 -KFUM Framhald af bls. 45 Fjölþætt starf I áratugi var Mánaðarblað KFUM gefið Ut. Það kostaði víst aðeins fáeina aura í upphafi. Und- arlegt var líka upphaf þess. Séra Friðrik þurfti að láta prenta söngva. En svo var rétt pappírs- stærð ekki til, aðeins stærri. Renningarnir, sem skárust af, voru nýttir undir fundarboð og ýmsar fréttir til félagsmanna. Því þá ekki að breyta því í blað? Það var gert. Síðan hefur söngbók KFUM verið gerð í stærra formi, og fleira af því tagi komið út. Sömuleiðis hefur ýmislegt tekið við af Mánaðarblaðinu. Slíkt tek- ur breytingum með nýjum þörf- um í hverri kynslóð. Fyrir löngu hefur félagið eignazt ágæta fjöl- ritunarstofu, ,,þar sem gera má hér um bil hvað sem er“ í þarfir félagsins á þessu sviði. í húsakynnum KFUM hefur um langan aldur þróazt starf margra áhugahópa, sem ýmist hafa mynd- að sérhópa innan félags ellegar verið sjálfstæð félög, sem KFUM hefur skotið skjólshúsi yfir. Sem dæmi má nefna: Samtök bibliu- skólanna, Kristilegt stúdentafé- lag, Kristilegt félag hjúkrunar- kvenna, Kristniboðsflokka KFUM og KFUK og síðast eri ekki sízt Kristileg skólasamtök, sem síðari árin er hiklaust ein þróttmesta, kristilega æskulýðshreyfing á Is- landi bæði hvað snertir lifandi árvekni í starfi og árangur, sem birtist i heilbrigt hugsandi kristn- um einstaklingum. Margt af því unga skólafólki tekur á einhverju timabili virkan þátt í félagsstarfi KFUM og K. — Ekki má það gleymast, að systurfélagið KFUK er meðaðili að mörgu því, sem gert er, og hefur svo verið langa hríð. Upptalning og sundurlausar myndir úr 75 ára sögu segja næsta fátt. Innan rammans er lífið sjálft. I þessum afmælisþætti er stiklað á stóru og mörgu sleppt úr með öllu. En hvernig er þetta félag nú? Hvað. er verið að gera þarna? Hvernig fara fundir og annað fram? Alla daga er eitthvað að gerast í flestum húsum KFUM og K. Fyrir hádegi á sunnudögum er sunnudagaskóli: Drengjadeildirn- ar, G.D. og V.D. halda fundi, sums staðar eftir hádegi á sunnudög- um, annars staðar á öðrum tíma. Unglingadeildirnar eiga sinn sér- staka fundatíma og aðaldeildin (A.D.) heldur sig við fimmtu- dagskvöldin eins og i upphafi. A sunnudagskvöldum eru fjölsóttar almennar samkomur. Aðra daga vikunnar eru sveitafundir eða hinir og þessir hópar hittast. A einum stað eru tómstundakvöld, iþróttaæfing úti eða inni í húsinu við Holtaveg. Kannski situr skíða- félagið Éljagangur niðri á Amt- mannsstíg og ráðgerir för á Hell- isheiði, við Laugagerði er á sama tíma dálítill hópur með trommur og gitara að æfa kristilega söngva í „poppstíl", einhvers staðar sitja alvörugefnir ungir menn við að raða saman efni í Kristilegt skóla- blað eða U.D.-blaðið. Tilefnin eru mörg. Unga fólkið vinnur að þessu af áhuga og langmest í sjálfboðavinnu. Og víst er margt óþarfa tómstundagamanið til en það. A sumrin eru haldin kristileg stórmót í Vatnaskógi og ekki má heldur gleyma skólamótunum og ferðalögum. í sumarbúðum í Vatnaskógi voru um 700 piltar sl. sumar og líklega hafa um 20.000 dvalið þar frá þvi fyrst var byrjað 1923. A hverjum vetri eru haldnar æskulýðsvikur og salarkynnin við Amtmannsstíg rúma ekki alltaf þá, sem þangað koma. Flestir forystumenn starfsins nú eru aldir upp í félaginu og þekkja þar „hvern krók og kima“. Þeir kunna því áreiðanlega til verka. Þó mundu þeir aldrei þakka sér árangur né atorku í starfi. Þetta er sjálfsögð þjónusta í riki Guðs á Islandi. Öumdeilanleg eru góð og mann- bætandi áhrif KFUM á bæjarlífið liðna áratugi. Fjoldi manns hefur notið þar hollra áhrifa í æsku, miklu fleiri en þeir sem ílentust sem félagsmenn. Enda hafa yfir- 75 ára völd Reykjavíkur oft sinnis vottað félaginu. viðurkenningu af þess- um sökum. Um langt skeið var ekkert annað kristilegt æskulýðs- félag til, sem starfaði á sama hátt, enda þótt svipað starf og áhugi ætti að blómstra í hverjum söfn- uði kirkjunnar. A fundum og samkomum KFUM er oft haft uppi til skemmtunar margt, sem kætir og vekur. Glöð bros og glymjandi hiátur, fjörugur leikur og þróttmikill söngur. Allt þetta á sífellt heima í KFUM. Þó er þetta ekki kjarninn. KFUM á sér eink- unnarorð: „Allir eiga þeir að vera eitt“. En í lögum félagsins er starfseminni lýst svo, að KFUM vill safna saman ungum mönnum, sem trúa á Jesúm Krist sem Frels- ara sinn og leitast við að ávinna aðra til sömu trúar. Þetta er kjarni myndarinnar I rammanum öll þessi 75 ár. Og öll þessi ár hefur leyndardómur starfs og árangurs verið sá, að bæði ein- staklingar og hópar hafa verið biðjandi menn, sem reiknuðu með bænheyrslu Guðs og krafti. An þess hefði þetta starf aldrei orðið lífvænlegt. Utan Reykjavíkur er KFUM i Hafnarfirði og Kópavogi, á Akur- eyri, Akranesi og í Vestmannaeyj- um. Þarna er enn mikil saga í mótun og heilladrjúgt starf á ferð, sem of langt yrði að rekja hér. En allt eru þetta afsprengi elzta félagsins i Reykjavík. Félög- in hafa myndað með sér Lands- samband KFUM. Innan íslenzku kirkjunnar hef- ur KFUM viljað standa vörð um hreina boðun fagnaðarerindisins. Að sjálfsögðu varð það aldrei ann- arrra að dæma um, hversu tekizt hefur. Ef til vill tekst KFUM ekki að forðast allar þær hættur, sem fylgja því að vera sterk og þrótt- miki) hreyfing, sem er sjálfri sér nóg. Þó er það afmælisósk þessu síunga 75 ára félagi til handa, að það takist hér eftir sem hingað til. Enginn, sem þekkir til, ímyndar sér t.d., að KFUM vilji vera eitt- hvert „númer" eða klofnings- hreyfing í kirkjulífi þjóðarinnar, til þess stendur það of traustum rótum á evangelísk-lúterskum grunni hinnar íslenzku þjóð- kirkju. Innan þess ramma var því ætlað að vera salt og ljós. Vonandi verður svo áfram. Og þessi orð, sem vissulega mega kallast lofs- yrði, eru þó aðeins staðreynd, sem ekki verður á móti mælt. Þrátt fyrir það er svo ágæt hreyfing aldrei hafin yfir gagnrýni. Vitan- lega getur KFUM gert mistök. Auðvitað gerir kristin kirkja mis- tök. En hvorki KFUM né kirkjan sem heild eru heldur endanlega háð því, sem manna er, og þess vegna er ekkert starf á þeim vett- vangi unnið í nafni séra Friðriks né nokkurs manns honum til veg- semdar. Kristur er Drottinn. Starfið er hans. Dýrðin ber hon- um einum. Megi þessi afstaða vera leiðarijós KFUM áfram. Við Lækjargötuna, rétt neðan við Amtmannsstíg, stendur stytta af séra Friðrik Friðrikssyni, og við kné hans er drengur. — Frá- bær táknmynd um æskulýðsleið- togann af Guðs náð. En um leið áminning til afmælisbarnsins um hið sifellda verkefni, sem aldrei tekur enda. Leiðtogar og starfs- menn koma og hverfa. Nöfn þeirra innan KFUM eru orðin mörg í 75 ára sögu. Verkefnið er sífellt hið sama: að ávinna ís- lenzka æsku fyrir Krist. Megi þetta 75 ára félag haldast siungt í því starfi í krafti hans, sem verk- inu ræður. Lárus Halldórsson. — Alyktun Framhald af bls. 35 Stjórn S.U.S. vill ennfremur minna á, að Ríkisútvarpið á ekki að vera tæki neinnar einnar stjórnmálastefnu eða þjóðfélags- kenningar. Ríkisútvarpið á að veita upplýsingar, túlka allar hliðar hvers máls, vera fræðandi og jafnvel gagnrýnið, en láta hlustendum eftir að velja og hafna. Skoðanakynning á að fara þar fram, en ekki skoðanamótun. Svör við get- raunum á bls. 22-23-24-25 Rétt svör við innlendri fréttaget- raun eru þessi: 1) b, 2) c, 3) a, 4) d, 5) b, 6) a, 7) b, 8) d, 9) b, 10) d, 11) b, 12) a, 13) c, 14) d, 15) d, 16) a, 17) c, 18) a, 19) d, 20) a, 21) b, 22) c, 23) a, 24) b, 25) b, 26) c, 27) a, 28) c, 29) d, 30) d, 31) a, 32) c, 33) a, 34) c, 35) b, 36) d, 37) b, c ogd, 38) d, 39) b,40) c. myndir: 1) Goðinn leggur af stað til út- landa með togarann Hafliða frá Siglufirði. 2) Árásin á brezka sendiráðið í sumar. 3) Myndin er úr nýbyggingu Hótels Holts. 4) Danskir ljósmyndarar setja myndavélar sínar í götuna í Reykjavíkurhöfn til þess að mót- mæla lélegri aðstöðu til mynda- töku. 5) Helgi Bergs formaður Viðlaga- sjóðs tekur við 38 lyklum að við- lagasjóðshúsum í Eyjabyggð. 6) í Reykjavik — myndin er af bíl Nixons Bandaríkjaforseta. 7) Lokun Austurstrætis. 8) Grænlenzk. 9) Á myndinni eru frá vinstri: Richard M. Nixon, Frederiek ír- ving sendiherra Bandaríkjanna , herra Kristján Eldjárn og Harald- ur Kröyer sendiherra islands í Bandaríkjunum. 10) Uhro Kekkonen Finnlands- forseta. Rétt svör við erlendri fréttaget- raun eru þessi: 1—c 2—c; 3- —a; 4—d 5—b 6—d; 7—b; 8- -b; 9—a; 10—c 11—a; 12—d; 13— b; 14—b 15—a; 16—c; 17—d; 18—d 19—a; 20—c; 21—b; 22—d 23—c; 24—a; 25—a. 1) Grimsby 2) Spiro Agnew fyrrum varafor- seti 3) Argentínu 4) Súes-skurðinn Lausn á íþróttafréttargetraun. 1. b, 2. c, 3. c, 4. a, 5. d, 6. c, 7. a, 8. a og d, 9. d, 10. a, 11. c, 12. c, 13. a, 14. c, 15. a, 16. b, 17. c, 18. b, 19. c, 20. a, 21. d, 22. a, 23. a, 24. b, 25. c. Myndir: 1. Geir Hallsteinsson i leik við Frakka 2. Austur-Þjóðverja hófst 3. Kfnverjarnir sem hingað komu er leika tvíliðaleik — Ragnar Arnalds Framhald af bls. 11 Gerið þér ráð fyrir, að verka- lýðsfélögin semji á svipuðum grundvelli og BSRB? Verkalýðsfélögin munu Ieggja áherzlu á minnkandi launamis- mun og hækkun lægstu launa, eins og BSRB gerði í'sínum samn- ingum, en kröfugerðin er um margt ólíkt, og ég vil því engu um það spá, á hvaða grundvelli samið verður. Búizt þér við, að samkomulag náist við Bandaríkjamenn og NATO um endurskoðun varnar- samningsins? Nei, ég á ekki von á því. Mér hefur ekki virzt, að Bandaríkja- menn væru reiðubúnir að fallast á stefnu ríkisstjórnarinnar um brottför hersins á kjörtfmabilinu, og samkomulagsgrundvöllur virð- ist þvi ekki vera fyrir hendi. Er þingmeirihluti fyrir upp- sögn varnarsamningsins? Að sjálfsögðu get ég ekkert um það fullyrt með vissu, fyrr en á það reynir. Það er stefna rikis- stjórnarinnar, að náist ekki samn- ingar við Bandarikjamenn um brottför hersins, verði flutt þings- ályktunartillaga á Alþingi um heimild fyrir ríkisstjórnina til að segja samningnum upp. Ég álít persónulega, að þessi tillaga verði samþykkt. Styðjið þér útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 200 mílur fyrir árs- lok 1974? Eins og kunnugt er hefur sendi- nefnd tslands á fundum hafs- botnsnefndarinnar haldið fram þeirri stefnu fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar frá upphafi að lögfesta bæri 200 sjómílna auð- lindalögsögú sem alþjóðlega reglu. Utfærsla fiskveiðilögsög- unnar i 50 mílur var skref að þessu marki, sem stigið var strax fyrir tveimur árum, vegna þess að við treystum okkur ekki til að biða í mörg ár eftir niðurstöðu alþjóðlegu hafréttarráðstefnunn- ar. Það var einmitt kjarninn í deilunum um landhelgismálið í alþingiskosningunum 1971, að fráfarandi stjórnarflokkar vildu engar ákvarðanir taka og kölluðu það siðleysi og ævintýramennsku að gera það, sem gert hefur verið í landhelgismálinu: að færa út landhelgina með einhliða aðgerð- um. En núverandi stjórnarflokk- ar vildu ekki biða og tryggðu með sigri sínum i kosningunum, að þetta mikilvæga skref var stigið i átt til aukinnar friðunar. Nú er þessi margumtalaða hafréttarráð- stefna loksins að hefjast, en hún verður haldin í sumar í Caracas. Stjórnarflokkarnir hafa ákveð- ið að undirbúa með lagasetningu útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 sjómilur og flutt var stjórnar- frumvarp um það efni í nóvember í haust, sem sjálfsagt verður sam- þykkt af öllum alþingismönnum. Siðar verður svo ákveðið, hvenær útfærslan kemur til fram- kvæmda, enda vilja menn sjálf- sagt sjá, hvaða stefnu hafréttar- málin taka á alþjöðlegum vett- vangi á síðara hluta næsta árs. Teljið þér, að sá árangur hafi náðst af útfærslunni í 50 mílur, sem Islendingar vonuðu? Við Alþýðubandalagsmenn telj- um, að hyggilegra hefði verið að freista þess að ná betri samning- um við Breta en buðust okkur í október. Hitt er annað mál, að þrátt fyrir þessa gölluðu samn- inga, hafa öll þau meginmarkmið náðst, sem stjórnarflokkarnir settu sér, þ.e. að ónýta samning- inn við Breta frá 1961, sem var okkur fjötur um fót, endurheimta þannig einhliða rétt Islendinga til útfærslu landhelginnar og minnka verulega ásókn erlendra veiðiskipa á fiskstofnana við strendur landsins. Teljið þér ríkisstjórnina styðj- ast við starfhæfan meirihluta á Alþingi? Eftir að Bjarni Guðnason sner- ist í lið með stjórnarandstæðing- um, hefur ríkisstjórnin þann minnsta meiri hluta, sem unnt er að styðjast við, 31:29. Að sjálf- sögðu getur orðið erfitt að stjórna fjármálum þjóðarinnar og við- halda nauðsynlegu jafnvægi i efnahagsmálum í eitt og hálft ár, þegar stjórnarflokkarnir hafa ekki hreinan meiri hluta i báðum deildum þingsins og stjórnarand- staðan notar sérhvert tækifæri til að koma ríkisstjórninni á kné án tillits til málefna. En og þrátt fyrir allt er þó þessi stjórn betur sett en rfkisstjórnirnar í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð, sem allar skortir meiri hlutann og verða því að skáskjóta málunum i gegnum þingið. Við erum því þrátt fyrir allt með meiri hluta, og þess vegna held ég, að þetta bjargist. Hve lengi teljið þér, að ríkis- stjórnin muni sitja? Spurningin á undan fjallaði nánast um það sama og þessi með þeim mismun, að í síðari spurn- ingunni gætir nokkurrrar óþolin- mæði. Ríkisstjórnin situr að sjálf- sögðu svo lengi sem hún hefur meiri hluta á Alþingi, og ég trúi ekki öðru en það verði fram til næstu kosninga. Hitt er fremur spurning, hvenær til þeirra verð- ur efnt. Nú eru uppi ýmsar hug- myndir um þingrof og nýjar kosn- ingar. eins og oft vill verða og að sjálfsögðu er það hugsanlegt, að kosningum verði eitthvað flýtt. Bjarni Guðnason gerir einmitt allt, hvað hann getur til að knýja fram kosningar sem fyrst, enda er hann hræddur um, að hann sé að missa athygli almennings, og hin- um finn'st meiri hætta á, að f kosningum til bæjarstjórna yrði nýi flokkurinn hans drepinn i fæðingu. ÞeSs vegna vill hann fá alþingiskosningar á undan sveitarstjórnarkosningum. Það er hins vegar min skoðun, að allt of snemmt sé að kalla þjóðina til kosninga á næstunni. Ríkisstjórnin á margt ógert áður en til kosninga kemur, meðal ann- ars þarf hún að gera hreint fyrir sínum dyrum í herstöðvamálinu. Meiri hluti stjórnarflokkanna verður þvi að duga i vetur, og Bjarní Guðnason verður að bíðá rólegur, þangað'til kallið kemur. Tími til kosninga getur varla orð- ið fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Eg vil að lokum óska lesendum Morgunblaðsins og landsmönnum öllum gæfu og gengis á nýju ári. — Spánn Framhald af bls. 1 hefur morðið á forsætisráð- herranum varpað á þennan mál- stað nokkrum skugga og dregið athyglina frá réttarhöldunum. Lögfræðingar sakborninga segjá, að morð forsætisráðherrans hafi átt sinn þátt í, hve dómarnir urðu þungir; það hafi komið í veg fyrir, að dómarar sýndu nokkra miskunn. t dag verður væntanlega valinn nýr forsætisráðherra Spánar í stað Blancos. Er líklegast talið, að Fernandez Miranda verði fyrir valinu, — hann hefur gegnt emb- ætti forsætisráðherra til bráða- birgða frá því Blanco var drepinn. Gleðllegt nýlt ár og þökkum viðskiptin á liðnu ári. Offsetprent h.f. Smiðjustíg 11, sími 15145. Hrólfur Benediktsson. mQewmtm Brautarholti 20 20 gerðir al fiugeldum Margar gerðir af stjörrsuljósum, blysum og skrautblysum. Gamlársdag opiö 9-16 * * * * Flugeldasalan, Brautarholti 20 (Á horni Brautarholts og Nóatúns) * Opið frá 1 0—22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.