Morgunblaðið - 30.12.1973, Blaðsíða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1973
Þórarinn Þórarinsson
formaður þingflokks Framsóknarflokksins
1. Eg tel líklegt, að málum verði
þannig háttað á framhaldsþing-
inu, að stjórnin hafi nægan þing-
meirihluta. Fjárlög hafa verið af-
greidd og fullnægjandi tekju-
stofnar i sambandi við þau. Um
aðkallandi mál, sem liggja fyrir
þinginu, tel ég líklegt að geti
náðst meira eða minna samkomu-
lag við stjórnarandstöðuna, eða
einhvern hluta hennar. 1 þessu
sambandi má benda á, að ríkis-
stjórnir þær, sem nú fara með
völd í Danmörku, Noregi og Svi-
þjóð, hafa allar mun minni þing-
stuðning en vinstri stjórnin hér.
2. Þróun efnahags- og verðlags-
mála hefur verið mjög óhagstæð
undanfarið vegna verðhækkana á
erlendum vörum. Vísitölufyrir-
komulagið veldur því, að slíkar
verðhækkanir koma ekki aðeins
einu sinni inn í verðlagið, heldur
mörgum sinnum, eða fyrst sem
verðhækkun, síðan sem kaup-
hækkun, sem aftur leiðir til verð-
hækkunar, og þannig koll af kolli.
Til viðbótar erlendu verðhækkun-
unum hefur svo komið mikil
þensla innanlands, m.a. vegna
Heimaeyjargossins. Síðustu
mánuðina hefur svo komið til
sögu síhækkandi olíuverð, sem á
þó eftir að verða miklu meira og
hafa margvíslegar verðhækkanir
í för með sér. Allt þetta hvetur til
mikkillar varfærni í efnahagsmál-
um næstu mánuðina. Samtök op-
inberra starfsmanna hafa sýnt
glöggan skilning á þessari óhag-
stæðu þróun með því að semja
aðeins um verulega kauphækkun
til handa þoim lægstlaunuðu.
Verði þvi fordæmi fylgt, ætti að
verða hægt að ná betri tökum á
efnahagsmáiunum en ella.
3. I samræmi við það, sem rakið
er hér á undan, geri ég mér
fyllstu vonir um, að verkalýðs-
hreyfingin semji á svipuðum
grundvelli og BSRB og leggi fyrst
og fremst áherzlu á bætt kjör lág-
launafólks.
4. Ég hefi treyst á, að samkomu-
lag geti náðst við Bandaríkin um
brottför hersins fyrir tiltekinn
tíma og mun halda þeirri von í
lengstu lög.
5. Það tel ég hiklaust, ef ekki
næst samkomulag við Bandaríkin
um nýja samninga eða breytingu
á varnarsáttmálanum, sem felur í
sér brottför hersins fyrir tiltek-
inn tíma. Mfn skoðun hefur verið
sú, að í því sambandi skipti ekki
ártalið öllu máli, heldur hitt, að
ákveðið og endanlegt timatak-
mark verði sett.
6. Ég tel ekki hyggilegt að
ákveða nú, að fiskveiðilögsagan
verði færð út í 200 mílur fyrir
árslok 1974. Það myndi kosta nýtt
strið við nágranna okkar, sem ég
tel óþarft á þessu stigi. Hins vegar
tel ég, að á framhaldsþinginu eigi
að setja heimildarlög um 200
mílna efnahagslögsögu. Jafn-
framt eigum við að vinna að við-
tækum samtökum strandríkja,
sem feli það í sér, að viðkomandi
ríki muni strax færa efnahagslög-
söguna út i 200 milur, ef ekki fæst
samkomulag um það á hafréttar-
ráðstefnunni. Slíkt samkomulag
gæti haft mikil áhrif á ráð-
stefnuna.
7. Árangurinn af útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar hefur þegar
orðið mikill. Allar aðrar þjóðir en
Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa
viðurkennt hin nýju mörk. Bretar
hafa samið um að draga stórlega
úr veiðum sínum tvö næstu árin
og m.a. fallizt á að útiloka öll
stærstu skipin. Horfur eru á, að
Vestur-Þjóðverjar fallist á svipað
samkomulag, þótt þeir vilji enn fá
leyfi fyrir verksmiðjuskip, sem
ómögulegt ér fyrir Islendinga að
fallast á. Rétt er líka að geta þess.
að Vestur-Þjóðverjar hafa þegar
dregið mikið úr veiðum sínum. Ef
fiskveiðilögsagan hefði ekki verið
færð út, væri nú hvarvetna fjöldi
erlendra veiðiskipa utan við tólf
mflna mörkin.
8. Allt kjörtímabilið. Næstu
kosningar skera svo úr því, hvort
hún situr lengur.
Hannibal Valdimarsson
formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna
Svör mín við spurningum
Morgunblaðsins, sem eru anzi
einhæfar, eru á þessa leið:
1. Dómur þjóðarinnar í seinustu
kosningum var ótvíræður. Styrk-
leikahlutföll stjórnarliðs og
stjórnarandstöðu snerust alger-
lega við. Fyrrverandi ríkisstjórn
studdistvið 32 þingmenn og stjórn-
arandstöðuna skipuðu 28 þing-
menn. Fyrrverandi stjórnarand-
stæðingar hlutu svo í kosningun-
um 32 þingmenn og fráfarandi
stjórnarlið 28 þingmenn. Ekkert
hefur ennþá gerzt, sem bendir til
þess, að þessi styrkleikahlutföll
hafi raskazt. Það, sem stjórnar-
andstæðingar telja sér til tekna í
þessu sambandi, er það eitt, að
umkomulaust sprek, sem flokkur
minn skolaði inn fyrir dyr Alþing-
is, hefur tekið út og það rekið á
fjörur stjórnarandstæðinga.
Stjórnin nýtur þannig stuðnings
31 þingmanns gegn 29 að sprek-
inu meðtöldu.
Ríkisstjórnin hefur því þingleg-
an meirihluta og sé stjórnarand-
staðan þjóðholl og ábyrg, meti
meira þjóðarhag en flokkshags-
muni, á að vera hægt að fá sam-
komulag um framgang allra nauð-
synlegra þjóðþrifamála f þinginu.
Víst er siglingaleið ríkisstjórnar
við svo tæpan meirihluta vandröt-
uð, svo er liðhlaupanum fyrir að
þakka, en sé stjórnarandstöðunni
sýnd full sanngirni ber henni að
una hlutskipti minnihlutans og
láta málefni ein ráða.
2. Nei, vissulega ekki ánægður.
En hvaða ríkisstjórnir og hvaða
stjórnmálaflokkar geta hrósað
sigri í viðureign sinni við verð-
bólgu og dýrtíð? — Nöfnin á
þeim þekki ég ekki.
3. Mér virðast samningamál Al-
þýðusambandsins og atvinnu-
rekenda ennþá mjög skammt á
veg komin og því erfitt að spá í
þau leikslok. En ég fæ ekki betur
séð en sá meginsvipur BSRB-
samninganna, að þeir lægst
launuðu fái mestar kjarabætur,
en síðan minnkandi upp eftir
launastiganum, sé mjög f sam-
ræmi við kröfugerð verkalýðs-
félaganna og Alþýðusambands-
ins.
Annars held ég, að launastétt-
irnar séu farnar að skilja það, að
launabætur í smærri skrefum
geta orðið eins notadrjúgar, þegar
á lengri tíma er litið, eins og stóru
stökkin í kaupgjaldsmálum með
þeirri röskun, sem þau geta
valdið í atvinnu- og peninga-
málum. Einnig held, ég að oftrýin
á vísitölumælingu launanna,
a.m.k. í því formi, sem hér gildir,
sé í rénun meðal Iaunþegastétt-
anna.
4. Ennþá er viðræðunum um
endurskoðun varnarsamningsins
ekki lokið. Um það, hvort sam-
komulag kunni að nást um nýjan
endurskoðaðan samning, er því
ómögulegt að segja fyrr en
Bandaríkjamenn hafa sagt sitt
síðasta orð og heildarmyndin
blasir við af því, hverra kosta
íslendingar eigi völ.
Öllu máli skiptir, að þetta mál
sé skoðað í heild af rósemd og
gjörhygli ofan í kjölinn, öfga-
laust, með framtiðarheill lands og
þjóðar að leiðarljósi.
Mér virðist, að þau tilboð, sem
frétzt hefur, að Bandaríkjamenn
hafi til þessa lagt fram í við-
ræðunum, svo sem veruleg
fækkun i liðinu, algjör búseta
innan vallarsvæðisins og fullkom-
in aðgreining farþegaflugs og
hernaðarflugs, með tveimur flug-
stöðvabyggingum á vellinum,
sýni, að Bandaríkjamenn gefa
kost á ýmsum breytingum, sem
teljast verða til bóta frá sjónar-
miði þeirra, sem yfirleitt geta
hugsað sér framlengingu samn-
ings í breyttri mynd. Þó má vafa-
laust knýja meiri breytingar fram
í lokaþætti endurskoðunarvið-
ræðna.
Þá hef ég ekki ennþá heyrt
neitt um kröfur af hendi íslend-
inga, varðandi úrslitaatriði af
þeirra hendi um, hvort þeir gætu
hugsað sér endurnýjaðan samn-
ing eða ekki. Slikt þyrfti þó að
liggja fyrir áður en endur-
skoðunarviðræðum lýkur.
1 samningaviðræðum er oft
vandséð til seinustu stundar,
hvort samningar takist eða ekki.
Svo er það einnig í þessu máli.
5. Að uppsagnarþættinum kem-
ur því aðeins að endurskoðun hafi
ekki leitt til endurskoðaðs samn-
ings. Á afstöðu þingmeirihlutans
til uppsagnar reynir þá fyrst, er
endurskoðunarþætti er lokið án
árangurs. En þá virðist þingmeiri-
hluti fyrir uppsögn líka ráðinn.
6. Já, ég tel sjálfsagt, að ísland
skipi sér við hlið og i framsveit
þeirra þjóða, sem mestar kröfur
gera um viðáttu fiskveiðilögsögu.
í því efni á engin þjóð i heimi
ríkari rétt en íslendingar, vegna
lífshagsmuna sinna.
7. Ég get ekki ímyndað mér, að
íslendingar hafi búizt við, að full-
ur sigur væri strax unninn í land-
helgismálinu með undirritun
reglugerðar um 50 mílna fisk-
veiðilögsögu.
Ég bjóst alltaf við hörðu og
langvinnu striði, sérstaklega við
Breta, út af þeirri ákvörðun.
Markmið þess stríðs af okkar
hendi taldi ég alltaf það, með
hvaða hætti við gætum bezt
verndað hinn aðþrengda þorsk-
stofn á Islandsmiðum, eða raunar
komið í veg fyrir gjöreyðingu
hans.
Með samkomulaginu við Breta
var valin sú leið, sem veitti þorsk-
stofninum hér við land meiri
vernd en með áframhaldandi
stríði. Þá er ekki minna um það
vert, að með samkomulaginu við-
urkenna Bretar í reynd yfirráða-
rétt íslendinga yfir 50 mílna fisk-
veiðilögsögu við strendur lands-
ins.
Ég tel því, að íslendingar hafi
nú þegar að mestu — og algjör-
lega innan tveggja ára — náð
þeim árangri, sem þeir gátu gert
sér vonir um með útfærslunni.
8. Ég tel, að ríkisstjórnin muni
sitja — og eigi rétt á að sitja —
meðan hún hefur ekki orðið í
minnihluta á Alþingi um eitt-
hvert meiriháttar stefnumál sitt.
— Þar til á og verður stjórnarand-
staðan að una minnihlutahlut-
skipti, þó að henni e.t.v. þyki
biðin löng.
Að lokum vil ég svo segja þetta:
Þjóðin býr við mikla velsæld. Víst
bregður ýmsum blikum á loft við
þessi áramót — blikum, sem
valda kvíða víða um heim. Og það
vitum við, að ekki fara þær hjá
okkar garði, án þess að við verð-
um þeirra varir. En samt tel ég,
að Islendingar hafi flestum þjóð-
um síður ástæðu til svartsýni.
ar muni —
vinnulífs og atvinnuleysi. Það
þurfum við ekki að óttast á næsta
ári. Við munum hins vegar halda
áfram að f jargviðrast yfir vaxandi
verðbólgu og dýrtíð. En margt
bendir til þess, að atvinnulíf okk-
ar muni — þrátt fvrir mikla að-
steðjandi erfiðleika — standa
með fullum blóma. Við mun-
um annað hvort með ákvörðun
Alþingis eða við þjóðaratkvæða-
greiðslu leysa varnarmál ísland á
farsælan hátt. Vel getur svo farið,
að við stígum á næsta ári
stærra og örlagaríkara
skref í landhelgismálum okkar en
nokkru sinni fyrr. Mér finnst lík-
legt, að Alþingi það, sem nú situr,
afgreiði nýja skólalöggjöf. Og ef
til vill verður á þessu komandi ári
lagður grunnur að endurskoðaðri
stjórnarskrá hins unga lýðveldis.
Ég held — það er hugboð mitt
— að árið 1974 verði gott og far-
sælt ár, og að mörgu leyti merkis-
ár í sögu tslands. — Ég leyfi mér
að óska landsmönnum öllum árs
ogfriðar.
Ragnar Arnalds
formaður Alþýðubandalagsins
Eruð þér ánægðir með þróun
efnahags- og verðlagsmála?
Þróun efnahagsmála hefur í
stórum dráttum verið ánægjuleg
á liðnu ári og afkoma þjóðarbús-
ins með ágætum. Atvinna hefur
verið mikil og góð og framkvæmd-
ir með eindæmum miklar. Gerð
varanlegra mannvirkja er nú
meiri en nokkru sinni fyrr og
íbúðarhúsabyggingar í algeru há-
marki. Framkvæmdir í skólamál-
um, heilbrigðismálum og sam-
göngumálum hafa aldrei verið
meiri. Stærstu stökkin eru þó í
uppbyggingu atvinnulífsins, bæði
á sjó og landi. Nýir og fullkomnir
skuttogarar hafa siglt að landi
næstum í hverjum mánuði ársins,
og unnið hefur verið að stórfelld-
um nýbyggingum og endurbótum
í frystiiðnaði um land allt sam-
kvæmt hraðfrystihúsaáætlun
Framkvæmdastofnunarinnar.
Framleiðslan hefur gengið með
ágætum og þrátt fyrir minnkandi
þorskafla munu þjóðartekjur auk-
ast á árinu að magni til um 7.5%.
Enginn vafi er á því, að kaup-
máttur launa hefur aldrei verið
meiri en á liðnu ári. Launþegar
hafa fengið dýrtíðina jafnóðum
bætta með verðlagsuppbótum, og
vegna strangra verðlagshafta
hafa atvinnurekendur ekki getað
velt launahækkununum jafnóð-
um út í verðlagið eins og tfðkaðist
í tið fyrri rikisstjórnar. Það er
góðs viti, að sparifjármyndun í
bankakerfinu hefur aukizt meira
á þessu ári en nokkurn tíma áður
í sögunni, eða um 3884 milljónir
króna á fyrstu 11 mánuðum árs-
ins, en jókst á sama tima í fyrra
um 1660 milljónir króna. Astæða
er einnig til að fagna því, að gjald-
eyrisvarasjóðurinn hefur aukizt
um 1002 milljónir króna frá árs-
byrjun og var kominn í 6589
milljónir króna í nóvemberlok,
hefur hann aldrei verið meiri.
Eins er með verðjöfnunarsjóð
fiskiðnaðarins, sem stjórnarand-
stæðingar hafa stöðugt haldið
fram, að rikisstjórnin væri að
koma fyrir kattarnef; hann hefur
vaxið á árinu úr rúmlega 1000
milljónum króna í um 1455
milljónir króna, og eru allar þess-
ar samanburðartölur varðandi
báða sjóðina að sjálfsögðu miðað-
ar við núverandi gengi.
Hitt skal fdslega viðurkennt, að
verðbólga hefur verið töluverð á
árinu. En ekki má gleyma því, að
verðhækkanir á innfluttum vör-
um hafa verið meiri á þessu ári en
nokkru sinni fyrr um áratuga
skeið. íslendingar eru háðari inn-
fluttum vörum en flestar aðrar
þjóðir, óg við erum þvi að flytja
inn verðbólgu á hverjum degi.
þegar miklar verðhækkanir verða
i viðskiptalöndum okkar. Á tima-
bilinu 1950—1970 urðu litlar sem
engar hækkanir erlendis á al-
gengustu hráefnum, og verð
þeirra var meira að segja lægra
árið 1968 en 1952 samkvæmt út-
reikningum erlendra stofnana,
sem birt hafa tölur um þetta efni
árum saman. A sama tíma var
hins vegar mjög mikil verðbólga
hér á landi eða að meðaltali
11—12%, enda var gengi krón-
unnar fellt fjórurh sinnum á þess-
um 20 árum. Nú hefur það aftur á
móti gerzt, að verðvísitala hráefn-
is á heimsmarkaðnum hefur
hækkað um meira en 100% á
rúmu einu ári. Það þarf því engan
að undra, þótt talsverð verðbólga
hafi orðið hér á landi að und-
anförnu.
Ég held, að ríkisstjórnin hafi
gert flest það, sem í hennar valdi
hefur staðið, til að hamla gegn
innlendri verðbólgumyndun. Hún
hefur beitt eins mikilli hörku og
hugsazt getur til að halda niðri
verði á vörum og þjónustu, enda
hafa atvinnurekendur kvartað
sáran yfir meðferðinni og sumir
þeirra eru vafalaust á mörkum
taps og gróða. Jafnframt hefur
hún hækkað gengi islenzku krón-
unnar tvisvar á þessu ári, svo að
krónan er nú um 4% hærri gagn-
vart dollar en hún var fyrir geng-
islækkunina í fyrra.
Framhald á bls. 47