Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1974 Leitarflokkar safnast saman til leitarinnar. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Víðtæk leit að 18 ára pilti FEL.VG.VR í 12 björgunarsveit- iuii SVFÍ og hjálparsveitum skáta á höfuðborgarsvæðinu og al' Suðurnesjum leituðu í gær á svæðinu frá Hafnarfirði yfir að Blesugróf í Reykjavfk að 18 ára pilti, sem ekkert hefur frétzt af frá því aöfararnótt sl. sunnu- dags. Pilturinn heitir Guð- inundur Fiiiarsson, til heimilis að Ilraunprýði í Blesugróf Hann fór á laugardagskvöldið á dansleik í Alþýðuhúsinu f Uafnarfirði og hefur síðast spurzt til hans um kl. 02 um nóttina á Strandgötu í Hafnar- firði. Þar var hann í fylgd með öðrum pilti, sennilega nokkru eldri, seni var dökkskolhærður og í gulri skyrtu, jakkalaus. Sá piltur er beðinn að hafa sam- band við lögregluna til að veita henni upplýsingar. Guðmundur var klæddur doppóttum jakka, grænleitum buxutn og brúnum skóm. Hann er 180 sm á hæð og samsvarar séf vel, dökkhærður híeð hár niður á herðar. Lýst var eftir Guðmundi i út- varpi í gær og um hádegið hófu leitarílokkar leit og leituðu fram til myrkurs, en án árang- urs. Þyrla Landhelgisgæzlunn- ar og SVFÍ, TF—GNA, var einnig fengin til leitarinnar. Leitað var í Haínarfirði og nágrenni og eínnig I Garða- hreppi, Kópavogi og nágrenni, Guðmundur Einarsson. með það i huga, að Guðmundur kynni að hafa ætlað að ganga heim til sín að dansleiknum loknum. Þá voru íbúar húsa í Iíafnarfirði og Garðahreppi beðnir að leita í kringum hús sín. * KLms AS.Í OC- <AUPV\>-00»\ V * »- Stjórn FÍR vítir árás- irnar á Solzhenitsyn MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun frá stjórn Félags ísl. rithöfunda: Stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda vítir árásir stjórnvalda Sovétríkjanna á Alexander Solzh- enitsyn. Slíkar árásir sámrýmast ekki hugmyndum manna um tjáning- arfrelsi, sem hverjum höfundi er lífsnauðsynleg og hverri þjóð leið- arljós. Stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda harmar, að meirihluti stjórnar Rithöfundasambands ís- lands skuli .ekki hafa talíð ástæðu til að víta aðförina að Solzhenit- syn. Réttur þessa-rússneska ríthöf- undar er rétlur allra rithöfunda, hvár sem þéir búa. Þrír fundir í Kópavogi S.I.VLFST EÐISFÉLÖGIN f Kópa- vogi efna til þriggja funda á na-stu þreinur mánuðuin um bæj- armál Kópavogs. FyrSti fundur- inn verður haldinn hinn 5. febrú- ar n.k. í félagsheimilinu. Þar tala Asthildur Pétursdóttir vara- bæjarfulltrúi og Kristján Guð- inundsson félagsmálast jóri um lélagsmál. Næsti, fundur verður haldinn 5. marz. Þar munu Sig- urður Helgason bæjarfulltrúi og Ingimar Ilansson rekstrarstjóri ra‘ða uin rekstur strætisvagna Kópavogs, gatnagerð, skólamál , o.fl. Og þriðji fundurínn verður haldinn 2. apríl. Þar munu Axel Jónsson bæjarfulltrúi og Björg- vin Sæmundsson bæjarstjóri ra‘ða um stjórnun og I'jármál bæj- arins. Þá barst Morgunbiaðinu i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Rithöfundasambndi íslands: Vegna fréttatilkynningar frá stjórn Félags íslenzkra rithöf- unda þess efnis, að meirihluti stjórnar Rithöfundasambands ís- iands hafi ekki fengizt til að mót- mæla meðferð sovézkra stjórn- valda á Alexander Solzhenitsyn, skal upplýst, að á síðasta fundi sambandsstjórnar, 21. janúar, var alger eínhugur um, að iög Rithöf- undasambands íslands heimíliðu ekki afskipti stjórnarinnar af slíkum málum, en eðlilegt væri, að rithöfundafélögin fjölluðu um málið. Hins vegar skal tekið fram, að undirritaðir einstaklingar létu uppi hug sinn um þetta mál og fordæmdu ofsóknir sovézkra stjórnvalda á hendur Solzhenit- syn, enda hafa þeir staðið að sam- — Línurit þetta sýnir samanburð á nýjastal tilboði vinnuveitenda, samningum BSRB og kröfum ASl eins og þær eru nú. A línurit- inu kemur fram, að skv. síðasta tilboði Ví hækka laun viðsemj- enda þeirra fyrst í stað meira en rfkis- starfsmanna í BSRB. 3" - I l% 1 l TAtJ Tilboð vinnuveitenda: ÁÞEKKT KJARA- SAMNINGUM BSRB þykktum um sama efni á öðrum vettvangi. Eru það þvf eindregin tilmæli okkar, að stjórn Félags islenzkra rithöfunda leiðrétti þær rang- færslur, sem fram koma í frétta- tilkynningu hennar. Asi í Bæ. Jónas G uðinundsson. Sigurður A. Magnússon. Thor Vilhjálmsson. Armann Kr. Einarsson. FYRIR nokkrum dögum lögðu I fulltrúar vinnuveitenda í yfir- standandi kjarasamninguin fram nýtt kauptilboð og buðu 5% hækkun á alla launastiga auk 1200 kr. hækkunar, svo og 3% | hækkun á grunnlaun hinn 1. marz 27 mínútur - 11 mínútur! Morgunblaðinu hefur borizt yfir- lýsing frá Svölu Thorlacius fréttamanni vegna umræðna á Alþingi í fyrradag um sjónvarps- þáttinn Landshorn. Kemur þar fram, að hinir þrír talsmenn stjórnarflokka og herstöðvaand- stæðinga höfðu samtals til um- ráða í þtettinum 27 mínútur og 43 sekúndur. En Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Hörður Einarsson lögfræðingur höfðu samtals 11 mínútur og 5 sekúndur til umráða f þættinuin. Yfirlýsing Svölu Thorlacius er svohljóðandi: ,,Vegna ummæla Jónasar Árnasonar á Alþingi í gær um þáttinn Landshorn sl. föstudag, tel ég rétt að fram komi, hvernig tími þátttakenda í þættinum skiptist niður: Ragnar Arnalds 11 mín., 10 sek. Einar Ágústsson 8 mín., 15 sek.^. Geir Hallgrímsson 8 mín., 5d sek. Hörður Einarsson 2 mín., 50 sek. Dagur Þorleifsson 8 mfn., 20 sek. Þá vil ég benda á, að tveir full- trúar ríkisstjórnarinnar voru í þættinum, en einn fulltrúi frá stjórnarandstöðunni. Vinsam- legast birtið þessa yfirlýsingu i blaði yðar, en hún er send öllum dagblöðunum og fréttastofu út- varpsins. Virðingarfyllst, Svala Thorlacius umsjónarmaður Landshorns;' 1975. Nemur þetta tilboð vinnu- veitenda tæplega 13% kauphækk- un án nokkurrai- skerðingar á hærri launastigum, og telja vinnuveitendur, að þeir hafi nú boðið kjarabætur, sem séu injög áþekkar þeim kjarabotum, er samið var um í samningum ríkis og BSRB. Verkalýðsfélögin hafa hins veg- ar hafnað þvf boði vinnuveitenda, að hækkunin komi á alla launa- stiga og hafa óskað eftir því, að prósentuhækkunin stöðvist við 31.000 kr. laun, en að laun, sem þar eru fyrir ofan, hækki um sömu krónutölu og lægri launin. Tilboð vinnuveitenda. — Gagntilboð ASÍ Fulltrúar vinnuveitenda hafa í yfirstandandi kjarasamningum Framhald á bls. 18 HERNAMSANDSTÆÐINGAR ÞURFA SÍZTAÐ KVARTA SAMTÖK herstiiðvaandstæö- inga hafa veitzt mjög að frétta- stofu sjónvarpsins, sakað um „óheiðarlega og hlutdræga fréttamiðlun" og kært hana fyrir útvarpsráði. Þessar at- hafnir eru furðulegar í ljósi þess, að hægt er að færa sönnur á óeðlileg áhrif hinna svo- nefndu herstöðvaandstæðinga á fréttaflutning ríkisfjöliniðla. Kom þetta berlega fram í fréttaflutningi hljóðvarps af fundi þeim í Súinasal Hótel Sögu, sem samtökin „Varið land'' efndu til hinn 21. jan. sl. I fréttum útvarpsins kl. 22 þann dag var lesin svohljóðandi frétt um þennan fund: „Síðdeg- is í dag efndu nýstofnuð sam- tök, „Varið land ", til fundar í Súlnasal Hótel Sögu. Þar voru flutt ávörp og fundargestum gefinn kostur á að skrifa nöfn sín á lista og láta með því móti í ljós þá skoðun sína, að Island ætti að eiga aðild að yVtlants- liafsbandalaginu og varnir landsins yrðu tryggðar með svipuðum hætti og nú er. A fundinum voru um 1000 manns og létu sumir í ljós með hrópum og kiillum áhuga sinn á þvf, að íslendingar segðu sig úr Atlantshafsbandalaginu og að varnarliðið færi brott. Fundarstjóri var Þór Vil- hjálmsson prófessor og skýrði hann m.a. frá því, að samtökin eða einstakir áhugamenn hefðu nú opnað skrifstofur, þar sem Framhald á bls. 18 Hækkun í tíð vinstri stjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.