Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐItí, MIÐVIKUDAGUR :i0. JANÚAR 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 18 K: Létuð þér hana hafa peninga? M: Nei, aldrei. K: Hvers vegna ekki? M: Hún sagði strax, að hún þyrfti ekki á neinum peningum frá mér að halda. Þá sjaldan við fórum út saman, borgaði hún alltaf fyrir sig. K: Og þegar þið hættuð að vera saman, hvaðgerði hún þá? M: Ég veit það ekki. Ég sá hana ekki framar. Skömmu seinna fékk ég aðra stöðu og fluttist þá hingað. K: Hvernig mynduð þér lýsa henni? M: Eins og ég sagði var hún mjög sjálfstæð. Heiðarleg og ákaf- lega eðlileg. Hún notaði aldrei snyrtivörur og bar aldrei skart- gripi. Hún virtist ákaflega róleg og í góðu jafnvægi. Þó sagði hún einu sinni, að hún vildi ekki hitta mig of oft, því að hún vissi, að þá færi ég_að fara í taugarnar á henni. Henni leiddist fólk, sem hún þurfti að umgangast of mikið sagði hún. (þögn) K: Eg bið yður að svara næstu spurningu, enda þótt yður kunni að virðast hún frekjuleg. M: Égskalsvara. K: Hafið þér nokkra hugmynd um, hversu oft þið voruð saman? M: Já. Éjörutíu og áttasinnum. K: Þér vitið það svona upp á hár? M: Já. í hvert skipti sem við höfðum verið saman, merkti ég við á almanakinu mínu. Rétt áður en ég fleygði því taldi ég skiptin. K: Notuðuð þið getnaðarvarn- ir? M: Rosenna tók pilluna. K: Rædduð þið kynferðismál eða talaði hún um fyrri reynslu sína. M: Aldrei. K: Ogþér? M: Einu sinn iaði ég að því. Hún hafði engan áhuga á því og ég endurtók það ekki. K: Hvað töluðu þið um? M: Allt milli himins og jarðar. En mest svona um daginn og veginn, vænti ég. K: Hverja .umgekkst hún, að yður undanskildum? M: Enga. Hún átti þó vinkonu, sem vann með henni á bóka- safninu, en þær voru sjaldan saman utan vinnutima. Hún hafði mikið yndi af því að véra ein. K: En hún fór þó I þetta sam- kvæmi sem þið hittust í? M: Já. Þvi að hana langaði að hitta karlmann. . . sagði hún. .. Hún hafði ekki verið með karlmanni lengi og. . . K: Sagði hún yður það? M: Já. K: Hve lengi? M: í sex vikur K: Af því sem þér hafið nú sagt mér hef ég á tilfinningunni, að það hafði venjulega verið þér, sem höfðuð frumkvæði um að hittast. Þér hringduð og annað- hvort vildi hún að þér kæmuð eða ekki og sagði, að þér skylduð hringja seinna. Það var sem sagt hún sem ákvað hvort og hvenær þið skylduð hittast? M: Já, það má víst segja það. K: Gerðist það aldrei að hún hringdi til yðar og bæði yður að koma? M: Jú, fjórum, fimm sinnum kannski. (þögn) K: Var erfitt að missa hana? M: Já. K: Þér hafið verið mjög ein- lægur. Ég þakka yður fyrir. M: Ég vona að þetta verði trúnaðarmál. Eg hitti konu um sfðustu jól og við giftumst í febrúar. K: Auðvitað. Ég sagði strax, að þetta yrði trúnaðarmál. M: Kannski þér viljið þá slökkva á segulbandstækinu? K: Já. Mai’tin Beek lagði skýrsluna frá sér og þerraði ihugull á svip svitann af enninu. Áður en hann las hina skýrsluna gekk hann fram á snyrtiherbergið og baðaði andlit sitt köldu vatni og fékk sér vatn aðdrekka. lXkafli Hin skýrslan var ekki nærri eins löng og sú fyrri. Auk þess kvað það heldúr betur við annan tón: Yfirheyrð er Mary Jane Peterson, þann 10. október. Yfir- heyrslu stýrði Kafka lögreglu- foringi. Til aðstoðar: Rommey lögreglufulltrúi. Rommey: Hér er Mary Jane Peterson. Ógift. Tuttugu og átta ára gömul. Hún vinnur á borgar- bókasafninu i Lincoln. Kafka: Gerið svo vel og fáið yð- ur sæti, ungfrú Peterson. Mary Jane: Þökk. Hvers vegna er ég kölluð hingað? K: Okkur langar að spyrja nokkurra spurninga. MJ: Um Roseönnu MeGraw? K: Alveg rétt. MJ: Eg veit ekki meira en þaf sem ég hef sagt. Eg fékk eitt póstkort frá henni. Það er allt og sumt. Hafið þið látið trufla mig i vinnutímanum bara til að endur taka það? K: Voruð þið Roseanna vinkon ur? MJ: Já. K: Bjugguð þið saman, þangað til Roseanna hafði útvegað sér íbúð sjálf? MJ: Já. í fjórtán mánuði. Hún kom hingað frá Denver og átfi ekki að neinu að hverfa, svo að ég leyfði henni að t)úa hjá mér. K: Skiptuð þið með ykkur út- gjöldum við heimilishaldið? MJ: Auðvitað. K: Hvenær fluttist hún burtu? MJ: Það eru rösklega tvö ár síðan. Vorið 1962. K: En þið hélduð kunnings- skap? MJ: Við hittumst daglega á bókasafninu. K: V'oruð þið stundum saman á kv.öldin? MJ: Ekki var það oft. Við feng- um nóg af hvor annarri i vinnu- tímanum. K: Hvaða skoðun hafið þér á Roseönnu McGraw? Þú ættir nú að heilsa frænku áður en þú byrjar að leita að karamellunum, Siggi minn! VELVAKAINOI . Velvakandi svarar í síma 1 0-1 00 kl. 10’30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Lítið lagðist fyrir kappann Stefán Skarphéðinsson bað Velvakanda fyrir eftirfarandi: ,.Þiikk sé sjónvarpinu fyrir að leyfa alþjöð að sjá þann ..karakt- er“, seni hei.tir Dagur Þorleifsson. Suntir. eru dæmdir af dómstól- um, aðrir af almenningsálitinu, og enn aðrir af sjálfu sér, eins og átti sér stað með Dag í sjönvarps- þættinum s.l. föstudag. Þó mun dómur almenningsálits- ins ávallt verða talinn þ.vngstur. I máli dþ eru forsendur fyrir dómsorðinu i dómi almennings- álitsins þær, að brotnar hafi verið leikreglur lýðræðisins, sent eru frjáls tjáning einstaklingsins og virðing fyrir skoðanafrelsi. Frjálsari tjáningu eru viss tak- niörk sett eins og öðrunt þáltum mannlegs lífs. Samkvæmt íslenzk- urn lögurn bera menn ábyrgð á orðum sínum fyrir dómstólum. Þetta er rétt að hafa í huga, þegar litið er yfir ritstörf dþ, er var í varnaraðstöðu á skjánunt þann 25. janúar s.l.-Hann var í varnar- aðstöðu vegna eigin skrifa. Hann reyndi að ,.klóra yfir skít- inn“ (svo notuð séu hans eigin orð), en sat eftir i skítahrúgunni. Varnarmeðulin áttu að vera til- vitnun í orð eins ágæts borgara, en þegar til átti að taka, hafði tilvitnunin gufað upp. Hún var höfð eftir öðrum, og tilvitnandinn hafði aðeins merkinguna á til- finningunni. Þetta er „karakter", sent byggj- andi er á. Rétt er að benda Degi á það, að orðið ..karakter", sem virðist honum svo tamt, er tekið beint frá þeim dönsku, sem hann vill kenna sumum samborgurum sínum andlegan skyldleika við. Það heföi verið æskilegt að fjalla um sjónvarpsþáttinn i heild, en það væri lítillækkandi fyrir þá borgara, sem þátt tóku í umræðúnum, að fjalla ura mál- flutning þeirra í sama pistli og orðræöur þeirra Ragnars Arnalds og Dags Þorleifssonar eru reif- aðar. Stefán Skarphéðinsson." 0 Póstflutningar til Stykkishólms Ólafur Markússon í Stykkishólnii skrifar: „Svo báru lil tiðir, að í erfiðum samgöngum milli landshluta á síð- ustu dögunt s.l. árs, gerðust snjóa- lög mikil og voru samgönguerfið- leikar víða um land. Af þessu ntá segja nokkra sugu. Svo sem allir landsntenn vita. er póstþjónusta íslands einstök í sinni röð. Samgöngur við Snæ- fellsnes hafa stundum verið mikl- um erfiðleikum háðar og sjaldan öruggar, síðustu ár. hvorki á sjó. landi eða lofti. Upphefst nú sagan: Laugardaginn 29. desember 1973 var samkvæmt útgefinni áætlun sérleyfishafa áætluð póst- og fólksflutningaleið til Snæfells- ness að vanda. Vegna snjóþyngsla og annarra umferðarerfiðleika féll sú ferð niður. Flugfélagið Vængir h.f. hefur um nokkurt skeið rekið áætlunarflug til Snæ- fellsness og annarra staða út um land. Snæfellingar eru mjög þakklát- ir og hvetjandi þeirra samgangna. Við Stykkishólm er nú nýr og góður flugvöllur. Samkvæmt gefnum upplýsingum frá póst- stöðinni á Umferðarmiðstöðinni þann sama dag sem áður er getið, kl. 11.15, var með santþykki póst- stjörnar og sérleyfishafa sam- þykkt að fyrirliggjandi póst mætti senda með áætlunarflugi Vængja h.f. Samkvæmt sömu heimild var haft simsamband við póstmeistar- ann í Slykkishólmi og hann spurð- ur um það. hvort hann væri reiðu- búinn að taka á móti og afgreiða pöst, sem fluttur yrði flugleiðis til Stykkishólms. Pöstmeistari spurði, um hvers konar pöst væri að ræða, og var honum sagt, að það væri bæði böggla- og bréfa- póstur. Hreytti hann þá út úr sér eitthvað á þá leið, að það skaðaði vist ekki, þótt bögglunum seink- aði. Samkvæmt þessu samtali við póstmeistarann í Stykkishólmi var allur bréfapóstur, sent fyrir lá i pósthúsi Umíerðarmiðstöðv- arinnar í Reykjavík sendur með flugferð Vængja daginn eftir. nema bögglapósturinn. Því má ekki gleyma. að póstmeistarinn í Stykkishólmi sagði, að næsfa póst- ferð til Stykkishölms yrði mið- vikudaginn 3. janúar, en hún varð ekki fyrr en föstudaginn 5. janúar. Eins og sést af framansögðu var framkonta póstmeistarans í Stykkishólmi fyrir neðan allar hellur. Ekki gat hann vitað hvað væri i póstbögglum til viðtak- enda, nteðan þeir voru i Reykja- vík. Var ekki hugsanlegt. að í þessum bögglum væru til dæmis nteðul eða annað nauðsynlegt. sent viðtakendum lá á að fá sem fyrst? Ég vona fastlega. að póststjórn- in sjái um, að svona vitaverð framkonta endurtaki sig ekki. því hún er þarflaus og öþolanleg. og kemur sér mjög illa fyrir flesta og er afleit til afspurnar. Ólafur Markússon." 0 Samið við Vængi h.f. um flntning á pósti vestur Velvakandi hafði samband við Arna Helgason. póstmeistara Stykkishölmi, og bar undir hann efni bréfsins. Sagðist Arni ekki kannast vif að hafa átt orðastað við Otaf Markússon. og kannaðisl reyndai ekki við hann. Ilins vegar sagð liann, að það væri rétt, að pöst samgöngur hefðu verið erfiðai unt það leyti. sem Ólafur talai um. Arni sagði. að það væri ekki sínum verkahring að ákveða me< hvaða hætti póstur frá Reykjavik væri fluttur til Stykkishólms heldur sæi póstþjónustan Reykjavík um að konta pósti það an, en hann afgreiddi aftur á möt póstinn til viðtakenda, þegai hann væri kominn vestur. Árni ságðist hafa orðið var vií það, að margir hefðu verið orðnii langeygir eftir pósti sínum fr; Reykjavik um þetta leyti, ekk sízt þeir, sem áttu von á pöst kröíusendingum frá A.T.V.R. fyr ir áramótin. Arni sagði ennfremur. að ni nýlega hefðu tekizt samningai póststjörnarinnar og Vængja h.f um póstflutninga til Stykkis hölms og stæðu nú vonir til þess að þessir flutningar gengju betui eftirleiðis. Félagslíf j Helgafell 59741207. — V1.2. I.O.O.F. 9 ~ 15513081/2 ^ NK. I.O.O.F. 7=1551307 = Þ.B. Kristniboðssambandið Aímenn samkoma verður i Kristni- boðshúsinu Betaniu, Laufásvegi 13, í kvöld kl 8 30 Jóhannes Sigurðsson, prentari, talar Allir velkomnir. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund í félagsheimi linu i kvöld, miðvikudagmn 30 janúar kl 8 30 e.h. Dr. Jakob Jónsson flyturávarp Formaður sóknarnefndar Her- mann Þorsteinsson, talar um mál- efni Hallgrímskirkju. Kaffi Stjórnin. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavik heldur skemmtifund í kvöld, mið- vikudaginn 30 janúar kl 8 sið- degis i Tjarnarbúð Spiluð verður félagsvist og fleira verður til skemmtunar Allt Fríkirkjufólk \æl- komið Stjórnin Hjálpræði sherinn Miðvikudaginn talar LTN ODD TODAL frá ísafirði Fimmtudag, föstudag og laugar dag talar brigader ODD Tellefsen frá Noregi Allir velkomnir. Hörgshlíð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagn- aðarerindis i kvöld, miðvikudag kl 8. Ármann knattspyrnudeild heldur aðalfund smn fimmtudag- inn 31 janúar kl 20.30 í félags- heimilinu viðSigtún Félagar fjölmennið Stjórnin Kvenfélag Laugarnessóknar Aðalfundur verður haldinn mánu- daginn 4 febrúar kl. 8 30 i fund- arsal kirkjunnar Mætið vel. Stjórnin. Handavinnukvöldin eru á miðvikudögum kl. 8. e.h. að Farfuglaheimilinu Laufásvegi 4 1 Kennd er leðurvinna og smelti. Nánari uppl. i síma 24950 á mið- vikudögum milli kl. 8— 1 0 e .h Farfuglar. Styrktarfélag Vangefinna Kvikmyndasýning verður í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 30. janúar kl. 20,30. Sýndar verða myndirnar Ikke som os andre og Det er tilladt at Væra Ándsvag. Umræður á eftir 600 tonn af loðnu til Fáskrúðsfjarðar Fáski úósi'irÖi — 2<s. janúai' TYO skip lönduðu hér i dag um 600 lestum. Er þá hcildarloðnu- löndunin orðin hér um 3700 lost- ir. Að sögn framkvæindastjóra frystihússins hér á staðnuin er loðnan nú orðin frystingarhæf, en sökuin anna í fiskvinnslu var ekki ha-gt að taka loðiui af þessuin bátuin til vinnslu. Skuttogarinn Ljósafell landaði hér á miðvikudag i sl. viku um 100 lestum af þorski. Hann kom hér aftur inn í dag til að sækja is og var þá þegar eftir þriggja daga útivist búinn að fá 90 tonn. 1 þessari veiðiferð inun hann selja erlendis, þar sem nú mun frysti- húsið einbeina sér að loðnufryst- ingu. — Albert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.