Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 14
14 Svcrrir Herinainisson Á D.VGSKRÁ saincinaðs þings í gær koin tillaga til þings- ályktunar, scm flutt er af Sverri Hermannssyni <S) og þreinur öðruin þingmönnuui og fjallar uin, að Áiþingi álykti að hrinda þeirri ákvörðun að fella niður /. í íslenzku ritmáli. Mælti Sverrir fyrir tillögunni með ítarlegri ra'ðu um þróun stafsetningar- reglna og vitnaði til .vinissa mál- fræðinga mál i sínu til stuðnings. Þá tók Magnús Torfi Ólafsson til máls og mælti gegn tillögu þeirra Sverris. Leitaði ráð- herrann heiinilda allt aftur á söguöld til stuðnings ináli sínu. Vuk þeirra talaði Jónas Árna- son < Vli) við umræðuna og lýsti sig samþykkan tillögunni, en hana flytja, auk Sverris, þing- inennirnir Helgi F. Seljan <Ab), Ellert B. Sehram (S) og Bjarni Guðnason (Ff). Sverrir Herinan nsson sagði, að tilkynningin frá menntamála- ráðuneytinu i byrjun september sl. uin að fella z úr rilináli hefði komið eins ogþruma úr heiðskíru lofti. Um leið hefði verið tilkynnt, að i mai hefði verið skipuð nefnd til , að endurskoða ritreglur islenzks máls. Spurði hann ráð- herra, hverjir skipuðu nefndina og hvaða laun hún þægi fyrir störf sín. Taldi hann, að mikil hula hefði hvílt yfír nefnd þessari og svo virtist sem hér væri vegið að islcnzku ntmáli úr launsátri. 1 viðtali við Morgunblaðið hefði formaður nefndarinnar, líalldór Halldórsson, sagt, að samkomuiag hefði orðið innan nefndarinnar um að gera þessa breytingu strax, en hefði jafnframt tekið fram, að lurnn hygðist ekki sjállur tileinka sér nýbreytni nefndarinnar. Kvaðst þingmaðurinn vilja spyrja, hvort nægílegt væri, að samstaða yrði innan einhverrar huldunefndar til að óhjákvæmi- lega yrðí gerð breyting á islenzku ritmáli, sem mótað hefðí verið af hinum mætustu mönnum og mikill styr staðið um. Þá sagði hann inenntamálaráðherra hafa AIMnCI sagt í viðtali í sama blaði, að ákviirðun hefði verið tekin um að fella z niður strax til þess að ekki vrði farið aftan að kennuruin og nemendum með því að gera skólunum skylt að kenna z einn vetur I viðbót. Væri það að fara aftan að kennurum og nemendum þó að þeir yrðu að fjalla um z einn vetur í viðböt við þá 44, sem hún hefði verið kennd? Kvaðst þing- inaðurinn ekki út af f.vrir sig vera á móti endurskoðun ritreglna, en ekkí sæi hann ástæðuna fyrir þessari breytingu. Taldi hann, að hér lægi meira að bakí. .Mæst ætti að fella niður y og síðan yrði að því stelnt, að íslenzkt ritmál yrði algjörlega eftir framburði. Sverrir Hermannsson rakti nú þróun stafsetningarreglna og sagði það mikinn misskilning ef menn héldu, að z væri ný í málinu. Væri hún til i elztu ritum MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1974 Umræður um z á Alþingi og væri t.d. notuð í Nýja testa- menti Odds Gottskálkssonar, sem væri fyrsta prentaða bókin á ís- landi frá miðri 16. öld. Þá vék hann að ritunarreglum Rasmuss Kristjáns Rasks, Konráðs Gislasonar og þeirra Fjölnismanna, Jóns Sigurðssonar forseta og þróuninni á þessari öld. Auglýsing um núgildandi staf- setningarreglur hefði verið gefin út 1929 og hefði siðan ekki verið við henni hreyít nema 1934, þegar undanþága hefði verið gefin frá því að kenna z i barna- skóluin, sem aldrei skyldi verið hafa. Núverandi reglur væru niðurstaða þrætu um ritmálið, sem staðið hefði í 1‘4 öld og lægju beztu inanna r.áð þeim til grund- vallar. Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra sagði það grund- vallaratriði þessa máls, að íslenzk tunga héldist óbjöguð. Væri hún jafn óbjöguð, hvort s-hljóðið væri skrifað með s z. Z hefði aldrei táknað sérstakt hljóð í íslenzku máli. Tungan kæmi ekki fram i rittáknum, heldur hljóðtáknum. Eðli tungunnar væru hljóðtáknin, beygingar orðanna og skipan þeirra í setningar. Hljóðtáknin Væru buningurinn um þetta. Ráðherrann sagði getsakir framsögumanna um tilætlanir nefndarmanna ósæmilegar, þar sem þeir hefðu ekki möguleika á að svara fyrir sig. Það væru láta- læti í þingmanninum að segja, að það hefði komið almenningi á óvart sl. haust, að breytingar á stafsetningu væru á döfinni. Nefnd hefði verið skipup 11. maí og hefðu verið sendar um það fréttatilkynningar til fjölmiðla. Nefndina skipuðu: Halldór Halldórsson formaður, Baldur Ragnarsson, Gunnar Guðmunds- son, Indriði Gislason og Kristinn Kristmundsson. Allir væru þessir menn vel menntaðir og þraut- reyndir móðurmálskennarar. Ástæðan fyrir því, að z hefði verið tekin sérstaklega út úr væri sú, að hún nyti algjörrar sérstöðu, þar sem hún hefði aldrei staðið fyrir sérstakt hljóð í málinu. Þá sagði ráðherra, að z hefði 1929 verið nýbreytni i málinu, þar sem fyrr hefðu ekki verið gefnar út opinberar auglýsingar um hana. Því væri nú verið að hverfa frá nýbreytni, sem hefði sýnt sig í því að gefast ekki vel. Þá kvað ráðherrann rangt, að Alþingi færi að skipta sér af ákvörðunuin um stafsetningar- reglur. Slikt hefði aldrei komið í hlut þingsins, enda væri málíð þess eðlis, að slíkt ætti ekki við. Að lokum rakti liann nokkuð þróunina í ritmálinu og vitnaði m.a. til rits, sem kallað heíur verið Fyrsta málfræðiritgerðin og talið ritað 1125 — 1175 af Halli Teitssyni. Væri þetta mjög merk ritgerð, og hefði hún verið gefin út um víða veröld. Höfundur hennar hefði viljað vísa z frekar úr máli voru og stafrófi. Kvaðst ráðherra mundu greiða atkvæði gegn tillögunni. Jónas Árnason þakkaði ræðu- mönnum góðar og þjóðlegar ræð- ur. Ekki hefði komið svo mjög á óvart, að menntamálaráðherra hefði haft svo mikið vit á málinu, en hitt hefði komið á óvart, að viðskiptafræðingurinn og hlut- hafinn í tveimur togurum, Sverrir Hermannsson, hefði flutt svo fróðlegt erindi um íslenzkt mál. Greinilegt væri, að islenzkir togaraeigendur væru allt öðru visi en þeir brezku. Þingmaðurinn kvaðst styðja til- löguna og tala þar sem gamall kennari. Væri slæmt fyrir möður- málskennsluna ef slakað væri á kröfunum frá því, sem nú væri. Þá þrengdist tilefni kennarans til að leggja út af þvi, sem hann væri að kenna nemendunum, og tengja það þjóðfélagslegum efnum. Sér hefði t.d. komið í hug nafnið hirzla, sem komið væri af hirða, en ekki hurð (þá Skriíað með y). Þetta leiddi hugann að öðrum orð- um, eins og hjörð, hirðir og öðrum miður skemmtilegum, eins og her. Ut af öllu þessu gæti kennarinn siðan lagt við nemendur sína. Frekari umræðum um tillöguna var frestað. Á að leyfa fr jálsa mjólk- Ellert B. Schram á fundi sameinaðs þings í gær koin á dagskrá fyrirspurn frá Ellert B. Schram (S) til land- búnaðarráðhcrra um mjólkur- sölumál, en varðandi það mál hef- ursölu? ur um nokkurt skeið verið starf- andi nefnd. í svari ráðherra kom fram, að nefndin hefur ekki enn skilað áliti, þó að störfum hennar sé að mestu lokið. Vildi ráðherra ekki segja til um, hverjar niður- stöður nefndarinnar væru, en neitaði ekki staðhæfingum EHerts um, að nefndin hefði náð samkoinulagi um að leggja til, að mjólkursala yrði gefin frjáls I stað þess að vera eingöngu í hönd- um mjólkursamlaga, eins og verið hefur. Fyrirspurn Ellerts var svohljóð- andi: Ilvað líður störfum mjólkur- sölunefndarínnar? Rakti þing- maðurinn í framsöguræðu sinni, hver forsaga þessarar nefndar- skipunar hefði verið. Kvaðst hann á tveimur undanförnum þingum hafa flutt frumvörp til Iaga um breytingu á lögum um frain- leiðsluráð landbúnaðarins í þá átt, að einkasala á mjólkurvörum yrði felld niður og salan gefín frjáls. Frumvörpin hefðu mætt nokkurri mótstöðu i þinginu, en í fyrra hefði niðurstaðan orðið sú, að nefnd hefði verið skipuð til að gera tillögur í málinu. Kvaðst þingmaðurinn hafa heyrt, að nefndin hefði nú nýverið komizt að samkomulagi um tillögur sfnar f málinu, og væri fyrirspurnin borin fram til að fá það fram hjá landbúnaðarráðherra, hverjar þær niðurstöður væru. Halldór E. Sigurðsson sagði, að nefndin hefði verið skipuð 21. marz 1973 og hefði verkefni henn ar verið að kynna sér fyrirkomu- lag á dreifingu mjólkurvöru í þéttbýli og gera tillögur til úrbóta í þeim efnum, ef ástæða væri til. I nefndinni hefðu átt sæti fulltrúar frá landbúnaðarráðuneyti, heil- brigðisráðuneyti, Neytendasam- tökunum, Kaupmannasamtökun- um, Stéttarsambandi bænda, Mjólkursamsölunni og Sambandi Sagði ráðhérra, að starf nefndarinnar væri komið á loka- stig, en ekki hefði hún enn skilað nefndaráliti til ráðuneytisins. Væri álitið væntanlegt mjög fljót- lega og yrði það þá tekið til með- ferðar og málið til ákvörðunar. Ellert B. Schram sagði, að sér væri kunnugt um, aðsamkomulag hefði orðið í nefndinni um rnálið. Vafalaust væri ráðherra einnig um það kunnugt. Væri það lítil kurteisi ráðherra við þingmenn að gefa engar upplýsingar um efni þess máls, sem spurt væri um, þó að hann vafalaust hefði þær upplýsingar. Kvaðst Ellert hafa talið eðlilegt að gefa ráð- herranum kost á að kynna tillög- ur nefndarinnar og þvf hefði hann borið upp fyrirspurnina. Þá sagði þingmaðurinn, að i til- lögum nefndarinnar væri gert ráð fyrir, að mjólkursamiög létu af dreifingu mjólkur og hún yrði gefin frjáls. Væri þetta í meginat- riðum sama tilhögun og hann hefði lagt til í framangreindum lagafrumvörpum sínum. Ilalldór E. Sigurðsson kvað það ekki hafa verið kurteisi hjá sér ef hann hefði skýrt frá niðurstöðu nefndarinnar, áður en hún hefði gengið frá nefndaráliti og skílað þvi til ráðuneytisins. Orðhvatur dóm- ari varð að biðja forláts London, 29. jan. NTB. BREZKUR dómari í skilnaðar- máli hefur hleypt enn meiri illsku í verkamenn í kolanámum þar i landi með yfirlýsingu, sem hann gaf, allóheppilega.ídómssal í dag þar sem hjónaskilnaðarmál var tekið fyrir. Konan fór fram á skilnað, vegna þess að eigin- maðurinn hefði sparkað í sig. ,,Ég hefði getað skilið þetta, ef i hlut hefði átt kolanámumaður frá Wales,“ sagði hinn óheppni dómari, ,,en hér er um sið- menntað fólk að ræða,“ klykkti hann út með. Er þetta spurðist, vakti það mikla ólgu meðal kola- námumanna frá Wales, og hefur dómarinn nú opinberlega harmað að hafa sagt þessi orð. íslenzkra samvinnuíélaga. Prestssetur Frumvarp til laga frá Ellert B. Schram (S) og þremur öðr- um þingmönnum um breyt- ingu á lögum um fbúðarhús- næói í eigu rikisins á þá leið, aðvl? liigi n bætist bráðabirgða- ávkæði, sem mæli fyrir um, að söluandvirði prestssetra í þétt- býli, sent ekki séu í eigu rikis- sjóðs, skuli renna óskipt í sér- stakan sjóð, sem notaður skuli til að veita þeim söfnuðum st.vrk, er sjálfir vilja tryggja sóknarpresti sinum húsnæði. Málflytjendur Endurflutt er stjórnarfrum- varp til laga um málflytjend- ur; frumvarp þetta var einmg flutt á síðsta þingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Eru nú gerðar smávægilegar breytingár á því ákvæði frumvarpsins, sem fjallar um, hvað þurfi til að lögfræðingar öðlist rétt til mál- flutnings í héraði. Fiskiskipaflotinn IV rirspurn frá Bjarna Guðnasyní (Ff) tii sjávarút- vegsráð herra, svoh 1 jöðand i: 1) Hver var vátryggingar- fjárhæð alls íslenzka fiski- skipaflotans 31. des. 1973? 2) Hve hárri fjárhæð sam- tals námu skuldir meðlima L.I.U. 3i. des. 1973, sem tryggöar voru með veðum í sama fiskiskipaflota og nefnd- ur er í fyrri spruningunni? Formaður stjórnarnefndar Fyrirspurn til heilbrigðis- ráðherra frá Bjarna Guðna- syni, svohljóðandi: Hvaða rök llggja til þess, að ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu er skipaður for- maður stjórnarnefndar ríkis- spítalanna? Rækja við Húnaflóa Svohljóðandi fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra frá Steingrími Hermannssyni (F): 1) Hvað hefur sjávarútvegs- ráðuneytið gert til þess að skipuleggja rækjuveiðar og rækjuvinnslu á Húnaflóasvæð- inu með tilliti til þess, sem rækjustofnin er talinn þola, og til byggðasjónarmiða? 2) Hvað getur sjávarútvegs- ráðuneytið gert til þess að koma í veg fyrir, að fleiri rækjuvinnslustöðvar en nú er verði starfræktar á svæðinu, og hyggst ráðuneytað beita sér gegn slíku?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.