Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAGUR 30. JANUAR 1974 5 OKKAR c* MARGVIÐURKENNDA SLÆR ÖLLUM ÖÐRUM ÚTSÖLUM VIÐ — HEFST Á MORGUN í ÞREM VERZLUNUM SAMTIMIS. ■j 40%—60% AFSLÁTTUR. c Kristbjörg Kjeld, Krlingur Gíslason og Þóra Friðriksdóttir í hlulverkuin slnuin. ALLT NÝJAR OG NÝLEGAR VÖRUR Þjóðleikhúsið: — ÓTRÚLEG KJÖR. Liðin tíð Höfundur: Harold Pinter Þýðandi: Örnólfur Árnason Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd og bún.: Ivan Török Höfundur, kóminn'yfir fcrlugt, skrifar leikrit um jafnaldra sína: hjön, sem Inia úti í sveit, fá gest, vinkonu frúarinnar, sem hún hef- ur ekki séð i um tuttugu ár. ViíS komu hennar rifjast auðvitað upp ýmislegt frá þessum liðnu árum, þegar allir þátttakendur voru um tvítugt. Það er gömul re.vnsla, að minn- ingar eru ekki alltaí áreiðanlegar, hæði gleynia tnenn ýmsu, sem gerðist, og svo muna menn Ifka ýmislegt, sem aldrei gerðist nema i ímyndun þeirra sjálfra, eitthvað, sem þeir sáu fyrir sér og átti að gerast. Margt gerðist líka, sem menn kæra sig ekki um að muna, og með árunutn verða minningar um það óljósar og jafnvel tnjög bre.vttar Irá því, sem gerðist í raunveruleikanum. Sem sagt minningar fólks um fertugt um það, sem gerðist, þegar það var um tvítugt eru margrætt og við- sjált fyrirbrigði. Leikritið Liðin tið eftir Harold Finter er tilraun tii að fjalla um þetta efni og þykir almennt hafa tekizt mjög vel, leik- ritið mun vera margverðlaunað og lofað og vonandi er það með réttú. Pinter er tnjög raunsær hi)f- undur án þess að vera nokkur þræll yfirhorðsraunsæisins. Hann skrifar samtöl, sem gerast dýpra inni í persónunum en venjuleg samtöl, þau hera meira en al- mennt er gert i samtölum og ein- mitt vegna þess, henda þau til enn stærri vídda, sem þagað er um, en tilvist þeirra má samt sk.vnja mjög greinilega — þvi, eins og meistari Beeket sagði, þá getum við i rauninni ekki skipzt á neinum raunverulegum upplýs- ingum, málið nær alls ekki yfir það, sem við vilduin segja, en við höfum ekkert nema orðin og því verðum við að halda okkur við þau. Ef til vill er samt hægt með einhverjum hrögðum að láta þau segja meira en hingað til hefur tekizt — eitt slíkt hragð er fyrir- fram ákveðin orðleysa, þögn á eft- ir ákveðnum orðum, sem á að leiða til þess, að þögnin tali á því máíi, sem er ofar (eða neðar) sviði málsins. Þessu hragði heitir Finter vísvitandi og sennilega á réttum stöðum — og það er ein- mitt þessi stækkun sviðs tjáning- arinnar, sem gerir þetla verk merki' að öðru leyti er það mjög i. uiidið stað sinum og tima og persónur þess ekki sérlega spennandi. Hvernig hefur nú tekizt til við að koina þessu erfiða verkefni á svið? Ég get ekki betur séð en það hafi tekizt mjög vel. Undir var- færnislegri, en ljósri og ákveðinni stjórn Stefáns Baldurssonar hafa leikarurnir fundið hina réttu tóna, hæði tón liins eðlilega sam- tals og svo hinn, tón undirsamtals- ins, þ.e.a.s. orðanna, — sem eru ulan hins venjulega samtals og síðast en ekki sizt her að lota þá fyrir hina fylltu þögn, sem talaði sínu skýra máli, en sá þáttur leiksins er sennilega erfiðastur. Þýðing Örnólfs Arnasonar he.vrðist mér góð. Leikmynd og húningar ivans Török voru mjög lállausir og drógu á engan liátt athyglina frá því, sem er aðalinnihald verksins — sem sagt hvort tveggja mjög gott Aðstandendur allir eiga þakkir skilið fyrir þessa ágætu sýningu — hitt er svo aniiað mál, að kjall- arinn þyrfti að hatna enn til þess að allir áhorfendur væru sæmi- lega ánægðir, en þrátt fyrir það skulum við gleðjast yfir þessu nýja sviði, sem auðgar leikhús- lífið í borginni. Þorvarður llelgason. AÐEINS í NOKKRA DAGA! TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS Utjp KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.