Morgunblaðið - 30.01.1974, Page 12

Morgunblaðið - 30.01.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUOAGUR 30. JANUAR 1974 Hvaða flugsveitir eru ekki „hreyfanlegar”? ÞAU undur og stórmerki hafa orðið, að Einar Ágústsson utanrlkisráð- herra hefur lagt fram „tillögur" í varnarmá'-H" Þetta eru merk tíðindi vegna þess, að hingað til hefur ráðherrann sýnt þess merki, að eiga þá ósk heitasta, að þetta mál hverfi með einhverjum hætti burt úr hans Iffi án þess, að hann neyðist til að taka afstöðu. En nú liggja „tillögur" utanríkisráðherrans f.vrir og þá er sjálfsagt að taka þær til efnislegrar meðferðar að svo miklu leyti, sem hægt er, þar sem eingöngu er að byggja á ófullkominni frásögn hans sjálfs um megin- efni tillagna hans. Fyrstu hugmyndir framsóknarmanna Aður en vikið er að þeini tillög- um, sem Einar Ágústsson kynnti í sjónvarpinu sl. föstudagskvöld, er rétt að rifja upp þær hugmyndir um lausn varnarmálanna, sem framsóknarménn reifuðu við sam- starfsflokka sína í byrjun janúar- mánaðar. Þá hafði 6 manna nefnd Framsóknarflokksins setið á rök- stólum og komið með ákveðnar tillögur, sem kynntar voru full- trúum samstarfsflokkanna. í stuttu máli voru þær á þess leið: Q Fækkað skyldi í varnar- liðinu um 2000 manns, og skyldi þessi fækkun framkvæmd á árun- um 1975, 1976 og 1977 □ Eftir yrði um óákveðinn tíma u.þ.b. 1300 manna varnarlið á Keflavíkurflugvelli, sem skiptist þannig: a) um 450 manna flugsveit b) um 450 manna lið flugvirkja og annarra tæknimanna c) um 400—500 manna liðskjarni, þ.e. vopnað landvarnarlið, sem yrði til varnar mannvirkjum og öðrum búnaði á flugvellinum. Svo virðist, sem umræður um þessar hugmyndir hafi gufað upp áður en nokkur „ndanleg afstaða var tekin til þeirra. Tillögur Einars Ágústssonar Eins og utanríkisróðherra kynnti tillögur sínar í sjónvarp- inu og samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem fyrir liggja, eru þær þessar: 0 Varnarliðið skal hverfa af landi brott á árunum 1974, 1975 og 1976 0 Til þess að fullnægja skuld- bindingum gagnvart Atlantshafs- bandalaginu eiga: a) Hreyfanlegar flugsveitir Bandaríkjanna eða NATO að fá lendingarleyfi á Keflavíkurflug- velli. b) Hópur óeinkennisklæddra flugvirkja verði á flugvellinum til þess að annast viðhald og eftir- lit flugvélanna. c) Löggæzlu verði haldið uppi til þess að gæta mannvirkjanna þar. Eins og sjá má eru þessar tillög- ur opnar í báða enda og ótal spurningar vakna, þegar um þær er fjallað. Fyrsta spurningin er auðvitað sú, hve mikill fjöldi bandarískra varnarliðsmanna verði á Keflavíkurflugvelli til þess að annast þau störf, sem þar á að vinna til að fuilnægja skuld- bindingum við NATO skv. tillög- um utanrikisráðherra. Að sjálf- sögðu vill ráðherrann ekkert segja um fjöldann. Hann segir, að það sé samningsatriði við Banda- ríkjamenn. í því sambandi hafa í stjórnarherbúðum verið nefndar tölur allt frá 500 Bandaríkja- mönnum, sem sagt er, að komm- únistar geti hugsanlega sætt sig við og allt upp í 2000 menn, sem er tala, sem sumir framsóknar- menn nefna. Hvað eru „hreyfanleg- ar“ flugsveitir? Margir hafa velt því fyrir sér, hvað átt er við með „hreyfanleg- um “ flugsveitum og spurt hvers konar flugsveitir það séu, sem ekki eru „hreyfanlegar". Það er von að spurt sé. En hér mun að jafnaði vera við það átt, að í þessu tilviki yrði bandarísk flugsveit með fast aðsetur á Keflavíkurflug- velli í t.d. 6 mánuði. Að þeim tíma liðnum hyrfi hún á brott, en samdægurs kæmi ný flugsveit, sem hefði hér fast aðsetur í næstu 6 mánuði og svo koll af kolli. Ef átt er við þetta fyrirkomulag í tillögum utanríkisráðherra er erfitt að skilja hvað þessi skoila- leikur á að þýða. Þá væri í raun- inni enginn efnislegur munur á staðsetningu þessara „hreyfan- legu“ flugsveita og þeirra flug- sveita, sem nú eru fyrir. En eins og ráðherrann kynnti tillögur sín- ar í sjónvarpinu liggur ekkert fyrir um það, hvort hann stefnir að óbreyttu ástandi, en dulbúnu. Ef svo er ekki, hvað.er þá átt við með „lendingarleyfi" fyrir „hreyfanlegar flugsveitir“. Er átt við það, að flugsveitir NATO- ríkja, sem eru á flugi yfir N- Atlantshafi, geti lent á Kefla- víkurflugvelli til þess að taka eldsneyti? Er átt við það, að NATO-flugvélar geti fengið við- haidsþjónustu ef nauðsyn krefur á Keflavíkurflugvelli? Hvað er utanrikisráðherra eiginlega að fara? Og hvaða flugvélar er um að ræða? Nú eru á Keflavíkurflug- velli orrustuþotur, sem fljúga í veg fyrir sovézkar sprengjuflug- vélar, senr koma upp að ströndum íslands og fylgja þeim eftir þar til þær hverfa á braut. Þar eru einnig kafbátaleitarflugvélar, sem hafa mjög þýðingarmikiu hlutverki að gegna við að fylgjast nteð ferðum sovézkra kafbáta á Af innlendum vettvangi hafsvæðinu milli íslands og Noregs. Þar eru lika sérstakar radarflugvélar, sem fljúga reglu- lega um svæði, sem radarstöðvar i landi ná ekki til. Er ætlunin, að allar þessar flugvélagerðir verði í hinum „hreyfanlegu flugsveit- um“ eða verða einhverjar þeirra útilokaðar? Er það t.d. rétt, sem heyrzt hefur, að ætlunin sé að útiloka alveg kafbátaleitarflug- vélar frá Keflavik, sem hafa ekki minni þýðingu fyrir öryggiíslands' en öryggi annarra bandalagsríkja okkar? Til þess að hægt sé að ræða um þessar tillögur Einars Ágústssonar verður hann að svara öllum þessum spurningum. Þar til skýr svör liggja fyrir eru tillög- ur hans opnar í báða enda og engin leið að taka efnislega afstöðu til þeirra. Hafa samstarfs- flokkarnir í ríkisstjórn varpað fram þessum spurningum og fengið svör við þeim? Hvernig geta Alþýðubandalagið og SFV tekið afstöðu til þessara tillagna, sem „umræðugrundvallar“ án þess að fá skýr svör við þessum spurningum? Hvaða hlutverki gegn- ir löggæzluliðið? Utanrikisráðherra hefur upp- lýst, að samkvæmt tillögum sínum eigi að halda uppi löggæzlu á Keflavíkurflugvelli til þess að ,.gæta“ mannvirkjanna. Væntan- lega er átt við hernaðarmannvirki fyrst og fremst. En fyrir hverjum á að gæta þeirra? Á að gæta þeirra fyrir skemmdarverkum af hálfu íslenzkra aðila? Sé svo, er hægt að hugsa sér, að ráðherrann hafi í huga venjulegt lögreglulið. Ef hins vegar er um að ræða að verja mannvirkin fyrir utanað- komandi árás vakna fleiri spurn- ingar. Eiga íslendingar að taka þátt í þeirri löggæzlu? Ef svo er, hvernig eiga þeir að vera vopnað- ir? Með skammbyssum, sem manni skilst, að séu þau vopn, sem íslenzkir lögreglumenn geti gripið til í nauð? En duga skamrn- byssur gegn utanaðkomandi árás? Augljóslega ekki. En ef búa á islenzka menn fullkomnari vopn- um þarf að þjálfa þá i meðferð þeirra. Og þá er augljóst, að þar er kominn visir að íslenzkum her. Stefnir vinstri stjórnin að því að koma hér upp íslenzkunt her? Ef hins vegar ætlunin er, að Bandaríkjamenn annist þessa gæzlu mannvirkjanna gegn utan- aðkomandi árás og þá nægum vopnum búnir, er augljóst, að þar er um einhvern her að ræða. Öll- upi þessum spurningum er ósvar- að. Hefur þeim verið svarað innan ríkisstjórnarinnar? Geta komm- únistar og SFV tekið afstöðu til þessara tillagna, sem umræðu- grundvallar fyrr en þeir fá svör við þessum spurningum? Varnarliðið fari — en komi aftur? Utanríkisráðherra Ieggur til, að varnarliðið hverfi af landi brott fyrir árslok 1976. En ef ætlunin er að „hreyfanlegar" flugsveitir hafi hér fast aðsetur er þá ekki ljóst, að það kemur aftur? Ef lög- gæzluliðið verður skipað vopnuð- um Bandaríkjamönnum, er þá ekki augljóst, að þar er aftur kom- ið herlið? A varnarliðið sem sagt að fara — og koma aftur? Vill ekki Einar Agústsson gefa skýr svör við þessum spurningum og upþlýsa þjóðina um það, hvaða skollaleikur er hér á ferðinni. Afstaða Alþýðubanda- lagsins Ef bornar eru saman hugmynd- ir framsóknarmanna I byrjun janúar, sem getið var í upphafi þessarar greinar, og tillögur Ein- ars Ágústssonar og hinar síðar- nefndu túlkaðar mjög þröngt, er augljóst, að framsóknarmemn hafa komizt að raun um, að þeir gætu ekki vænzt stuðnings komm- únista við upphaflegar hugmynd- ir sínar. Þá er líka ljóst, að tillög- ur Einars Agústssonar, sem kommúnistar geta túlkað eins og þeim hentar, eru miðaðar við það að friðþægja kommúnistum. Þá er lika bersýnilegt, að forystumenn Framsóknarflokksins hafa fallið í þá gryfju að miða afstöðu sína I öryggismálum þjóðarinnar við kröfu kommúnista og með það í huga að halda stjórninni saman. Slíkt er ekki sæmandi mönnum eins og Ölafi Jóhannessyni og Einarí Ágústssyni. En jafnvel þótt tillögur Einars Ágústssonar verði lagðar út á hinn þrengsta veg, er sýnt, að þær mundu leiða tiLþess, að hér yrði einhver hópur bandarískra her- manna. Fallist kommúnistar á til- lögur, sem þýða dvöl hóps banda- rískra hermanna á Keflavíkur- flugvelli, hafa þeir breytt „prinsipp 'afstöðu sinni til þessa máls. Hvað segja herstöðvarand- stæðingar í Alþýðubandalaginu við því. Þeir héldu fjölmennan fund á sunnudaginn var, þar sem samþykkt var ályktun,-sem varaði sérstaklega við því, að með nokkr- um hætti yrði slakað á þeirri kröfu, að landið yrði „herlaust". Hver verða viðbrögð þess fjöl- menna hóps I Alþýðubandalag- inu, ef forystumenn þess breyta „prinsippafstöðu" til þess að hanga í ráðherrastólunum? Ekki er ólíklegt, að ýmislegt eigi eftir að ganga á í herbúðum komm- únista áður en forystumenn þeirra komast upp með slikt. Hvað gera SFV? Og hvað um sigurvegarana frá kosningunum 1971, sem svo lítið hefur heyrzt í síðan. Ætla þeir að samþykkja þessar tillögur Einars Ágústssonar án þess að fá svör við þeim spurningum, sem hér hafa v’erið settar fram? Forystumenn þessara samtaka vita það bezt sjálfir, að mikill fjöldi stuðningsmanna þeirra frá siðustu kosningum vill ekki, að landið verði varnarlaust og veittu þeim ekki brautargengi í síðustu kosningum til þess að verða við kröfum kommúnista þar um. Hvorki fugl né fiskur Tillögur Einars Ágústssonar eru hvorki fugl né fiskur. Þær eru opnar í báða enda eins og hér hefur verið sýnt fram á og vekja upp fleiri spurningar heldur en þær svara, spurningar, sem ég efast um, að utanríkisráðherrann sé fær um að svara, einfaldlega vegna þess, að hann veit ekki svarið við þeim. Þessa dagana stendur yfir und- irskriftasöfnun meðal lands- manna til stuðnings því, að landið verði ekki gert varnarlaust og að hér verði enn um sinn bandariskt varnarlið. Þessi undirskriftasöfn- un hefur hlotið ótrúlega góðar undirtektir. Hún hefur hlotið stuðning manna úr öllum flokk- um, jafnvel stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins. Hún hefur haft mikil áhrif innan Fram- sóknarflokksins. Áður en yfir lýk- ur mun hún gefa sterka vísbend- ingu um það, hver þjóðarviljinn er i þessu örlagamáli. Forystu- menn Framsóknarflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna ættu að hugleiða vandiega hvert skref, sem þeir stiga í varnarmálunum, áður en þeir láta kommúnista leiða sig til ábyrgðar- lausra athafna. Reglulegar al- þingiskosningar eiga að fara fram eftir rúmlega eitt ár. Fari svo, að foringjar lýðræðisflokkanna tveggja í rikisstjórninni misstígi sig í varnarmálunum nú verður dómur kjósenda yfir þeim býsna þungur, þegar að kjördegi kemur. Stg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.