Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JAN'UAR 1974 15 ^ Per Nörgaard fékk tónlistarverðlaunin Flóðin í Brisbane Brisbane, 29. jan., NTB. FLÓÐIN í ástölsku Brisbane eru nú að minnka, að því er síðustu fréttir herma, en vatnsborð á göt- um úti er enn injög hátt. Eru þetta mestu flöð í Brisbanefljót- inu síðan 1893, að sögn sérfróðra. Átta manns hafa clrukknað, níu þúsund misst heiinili sín og skemmdir hafa orðið verulegar. Ýmsar útborgir Brisbane eru vatns- og rafmagnslausar og mat- vörur liggja þar af leiðandi undir skemmdum. Re.vnt er að koma íbúum til hjálpar með því að flytja matvæli í þ.vrluin. Búizt er við, að flöðið hafi sjatnað til fulls eftir tvo til þrjá daga. Aðeins þakið stendur upp úr á. þessu húsi í Rocklea-úthverfinu í Brisbane f Ástralfu, þar sem Ylóð hafa geisað. Eins er komið fyrir hundruðum annarra húsa í Queensland og New South Wales. Kaupmannahöfn, 29. jan. Frá fréttaritara M 1)1. Gunnari Rytgaard: DANSKá tónskáldið Per Nör- gaard hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráös I ár fvrir kamm- eróperu sfna „Gilgamesh". Nör- gaard er fyrsta danska tónskáld- ið, sem verðlaunin fær, en þau nem'a 50.000 dönskuin krónum. Nörgaard er ungur maður, fædd- ur 1932, og nam fyrst í Kaup- mannahöfn, en síðar í Paris. Hann hefur stundað kennslu við tónlistarskóla í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Arósum, og einnig hefur hann um langt skeið verið tónlistargagnrýnandi dagblaðsins Politiken. Per Nörgaard hefur sent frá sér mikinn fjölda tónverka og leik- tónverka. Hann hefur löngum verið umdeilt tónskáld, m.a. varð mikið fjaðrafok á sínum tíma vegna tímamerkis, sem hann skrifaði fyrir danska sjónvarpið. Hann getur tæpast talizt þjcVðlegt Landhelgismál: Enn stefnubrey ting Breta? Talsmaður utanríkisráðuneytisins ber þó söguna til baka tónskáld, en tónlistargagnrýnandí Kristeligt Dagblad, Johs. Nör- gaard, telur hann hins vegar gæddan afar hugmyndaríkri til- finningu fyrir hljómum, og án þess að tónsmíðar hans séu sér- lega fagrar sem slikar, þá megi alltaf búast við óvæntum hlutum frá honum, þar eð tónlist hans sé samræmd lífsviðhorfi hans og heimspeki. H. E. Bates látinn Ganterbury, 29. janúar —AP HINN kunni brezki rithöfundur H.. E. Bates lézt í dag, 08 ára að aldrí. Bates var kunnáttumaður með pennann, samdi vel upp- byggðar sögur, bæði stuttar og langar, bæði úr sinu eigin enska sveitaumhverfi og frá fjarlægari stöðum, t.d. Asíu. Hann sendi frá sér fjölmargar metsölubækur, og þeirra frægust er „Fair Stood the Wind for Franee". Fjöldamargar sagna hans voru kvikmyndaðar, nú siðast „Triple Eeho" með Glendu Jaekson og Oliver Reed. Af smásagnasöfnum Bates iná nefna „My Unele Silas". H._ E. Bates lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn, en dánarorsök hans hefur ekki verið látin uppi. London 29. ian. Einkaskeyti til Mbl. frá Arthur Gawson, fréttam. AP og NTB. BRETAR kanna nú inöguleika á því, vegna þrýstings frá hagsnuinahöpum togaraútgerðar- innar, að færa fiskveiðilögsögu EBE í vanda segir belgíski utanríkisráðherrann Brussel, 29. jan.,NTB. BRETLAND og Frakkland stefna nú samstarfi Efnahagsbandalags- Stórbruni í Sviþjóð Jönköping, 29. janúar —NTB. UAI 25 milljóna króna (sænskra) tjón varð í stórbruna í Husq varna-vopnaverksmiðjunni í Jönköping í morgun. Öll byggingin, sem er um 200 metra löng, evðilagðist, en björgunar- starf var mjög erfitt vegna eld- fimra efna í verksmiðjunni. Þetta er einn stærsti bruni í Svíþjóð fyrr og síðar. Saintals 150 manns unnu í verksmiðjunni, en vonir standa til, aö þeir fái allflestir vinnu við hreinsunarstörf o.fl. ríkjanna í voða með því að setja þjóðarhagsmuni ofar sameigin- legum hagsmunum EBE, sagði belgíski utanríkisráðherrann Reeaat van Elslande í dag. Sagði ráðherrann EBE vera í vanda statt og hvatti til, að samhygð landanna yrði tekin til endur- skoðunar. Ráðherrann sagði, að þessi ríki og sum önnur hefðu látið grund- vallarreglur EBE lönd og leið og hugsuðu aðeins um eigin hag. Þar með gætí minníhluti aðildarríkj- anna komið í veg fyrir, að óskir meirihlutans kæmust i fram- kvæmd. Sem dæmi um skort á sam- starfsviija nefndi Van Elslande tilraunir Bretlands til að tengja samningana um sameiginlega stefnu í orkumálum sameiginlegu starfi við byggðaþróunarsjóð EBE. Hann gagnrýndi og Frakka og þá ákvörðun þeirra að draga sig út úr gjaldeyrissamstarfi, án þess að hafa ráðfært sig \ið hinar bandalagsþjóðirnar. sína út í 200 mílur. Talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins sagði í gær, að brezka stjórnin væri enn hlynnt alþjóðasam- komulagi, sem geröi ekki ráð fyr- ir stærri lögsögu en tólf inílum. Málið er að komast á mjög þýð- ingarmikið umræðustig innan ríkja Efnahagsbandalagsins vegna væntanlegra samninga á Hafréttarráðstefnunni í Venezu- ela síðar á þessu ári. Fréttamaður NTB-fréttastofunnar segir síðan í skeyti f dag, að utanríkisráðu- neytið hafi ítrekað tólf milna stefnu sína og muni ekki að svo stöddu frá henni hvika. Engu að síður segist Arthur Gawson telja, að málið sé að minnsta kosti kom- ið í athugun. Hann segir: „Nokk- ur hagsmunaágreiningur er ríkj- andi innan vissra hópa. Brezkur fiskiðnaður er klofinn í þessu máli. Brezkir togaramenn, sem stunda veiðar á fjarlægum mið- um, eru andsnúnir útfærslu, þar sem þeir myndu þá neyðast til að hverfa af ýmsum miðum, sem þeir telja sig hafa rétt til að fiska á. Sjómenn á heimamiðum vilja aftur á móti útfærslu, svo að keppinautum verði þar með hald- ið i skefjum." Hins vegar virðist augljóst, að einhver stefnubreyting í þessum málum er i gerjun innan rikis- stjórnarinnar og eins og áður hef- ur verið skýrt frá, er mjög líklegt, að Bretar telji, að þeini verði ekki stætt á því að halda fast við, að fiskveiðilandhelgi verði áfram tólf mílur, þar sem mikill áhugi er fyrir útfærslu hjá tugum þeirra rikja, sem senda fulltrúa á Haf- réttarráðstefnuna. Danir drýgi dagsljós Kaupmannahöfn, 29. janúar — AP. DANSKA rikisstjórnin fór í dag fram á, að þjóðþingið samþykkti að Danir færðu klukkur sinar fram um eina klukkustund til þess.að drýgja dagsljósið. Lagði rikisstjórnin til, að þessi nýi tími gengi í gildi 26. maí næstkomandi og stæði til28. september. Kvaðst hún ætla að hvetja önnur Efna- hagsbandalagslönd til að innleiða sömu reglu. Poul Hartling forsæt- isráðherra sagði, að Danir hefðu gott af þvi að „nota minna af ljósi framleiddu af mönnum en meira af ljósi guðs". Mál Rays tekið upp á ný Cincinnati, Ohio, 29. jan. AP. JAMES Earl Ray, morðingi dr. Martins Luthers King, hefur fengið því framgengt, að mál hans verði tekið upp á nýju. Var þessi úrskurður kveðinn upp í áfrýjunardómi í Cincinnati i dag. Þóttist Ray ekki hafa fengið alls kostar sanngjarna málsmeðferð í fyrri réttarhöldum, en hann játaði þó á sig morðið á dr. Martin Luther King. Ekki er vitað, hvenær málið verður tekið upp á nýjan leik. Dr. Benjamin Spock: Dr. Benjamin Spock. F oreldrar sýni börn- um sínum meiri festu DR. Benjamin Spock, hinn þekkti læknir og frömuður í uppeldisinálum, hefur sagt að bann hal'i haft rangt fyrir sér, er hann hafi re.vnt að „troða skoðunuin sínuin upp á fólk um hvernig það ætti að ala upp börn". Hann segir, að afstaða sín hafi dregið kjark og sjálf- stæði úr mörgum foreldrum og þeir hafi fundið til vanmáttar til að annast af eigin skoðun uppeldi barnasinna. Lýsír dr. Spock þessu i grein i timariti, sem heitir Redbook Magazine og kom þessi grein í sfðasta tölublaðinu nú fyrir nokkrum dögum. Að vísu hefur hann látið bessár skoðanir sin- ar i ljós, en ekki jafn aídráttar- laust og nú. „Á tuttugustu öldinni," segir hann „hefur foreldrum verið talin trú um, að aðeins fólk, sem hefði sérmenntað sig, vissi hvernig ætti að ala upp og um- gangast börn, þ.e. geðlæknar, sálf r æði ng ar, f él ags rá ðg j af ar og barnauppeldisfræðingar — eins og ég ti) dæmis. Þetta er grimmdarleg aðferð, sem við at- vinnumenn höfum beitt fór- eldrana. Auðvitað gerðum við það í góðri trú og beztu mein- ingu, ineð því að halda fyrir- lestra og skrifa greinar um barnauppeldi, og sjálfsagt var það með það fyrir augum, að þetta gæti komið að gagni. Við gerðum okkur ekki ljóst fyrr en um seinan, að „alvizka" okkar var að grafa undan sjálfstrausti foreldranna." í grein dr. Spocks kemur margt á óvart. Hann leggur til - að mynda ríka áherzlu á nauð- syn þess, að foreldrar sýni festu í framkomu og umgengni við börn sin. Og hann segir, að ein- mitt þetta — að foreldfar sýni einurð — sé mjög alvarlegt vandamál í Bandarikjunum og það geti orðið ungu kynslóðinni til skaðsemdar og trafala. „Venjulega veigra foreldrar sér við að sýna einurð og festu við börn sin, vegna þess að þeir óttast, að ef þeir gera kröfur til barna sinna, kunni það að leiða til þess, að væntumþykja barn- anna til foreldranna dvini. „Þetta má merkja greinilega hjá erfiðu barni, sem fær ekki vilja sinum framgengt og hróp- ar að foreldri sinu: „Ég hata þig." Foreldrinu bregður illi- lega og kctur samstundis und- án. Dr. Spock segir, að óttinn við að börnin verði foreldrum sín- um tilfinningalega fráhverf, ef þeim er sýnd festa og nokkur strangleiki, svo og að með því veki foreldrarnir hjá sér sekt- arkennd, sé mjög rikjandi i Bandarikjunum nú. Dr. Spock segir, að foreldrar kenni sér jafnan um, ef eitt- lnað fari úrskoiðis varðandi barn þeifra. ef það verði upp- víst aðþjófnaði eða einhverjum hegðunarvandkvæðum og þetta hafi smám saman komið inn mjög mikilli undirgefni hjá for- eidrunum. Því hafi fcireldrarn- ir í æ fikara mæli hallað sér að ráðum svokallaðra sérfræðihga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.