Morgunblaðið - 30.01.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.01.1974, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1974 Prófkjör Sjálfstæðis- félags Seltirninga DAGANA 18,—24. jan. fór fram prófkjör uin frainhoðslista sjálf- stæðismanna í Seltjarnarnes- hreppi. Gild atkvæði, er bárust, voru 726. Samkvæint prófkjörs- reglum félagsins eru birt hér niifn þeirra sjö, er flest atkiæði hlutu: Sigurgeir Sigurðsson, Snæ- björn Asgeirsson, Karl B. Guð- inundsson, Magnús Erlendsson, \ iglundur Þorsteinsson, Guðinar Magnússon, Jón Gunnlaugsson. — Aðstöðumunur Framhald af bls. 32 ekki ástæða til að ætla annað en Alþingi samþykki efnislega báðar þessar tillögur. Þó'að þessi mál komi til fram- kvæmda með eins miklum hraða og unnt er, þá hafa þegar skapa/t mikil vandamál vegna hækkunar áolíuverðí, bæði hvað varðar upp- hitun húsa á þeim stöðum í land- inu, sem hafa ekki jarðvannaveit- ur eða nægilega raforku til húsa- hitunar á hagstæðu verði og jafn frantt þann atvinnurekstur, sem verður að nota oliu sem orku- gjafa. Það er öllum Ijóst, að mikill munur hefur verið á hitunar- kostnaði húsa á þeim stöðum, sem nýta jarðvarma, og þeim stöðum, sem verða að nota olíu til kyndingar. Vegna þess ástands, sem nú ríkir i oliusölumálum í heiminum, hefur verð á oliu hækkað mikið frá miðju sl. sumri og framundan er sjáanleg verðhækkun á næstu mánuðum. Þetta hefur leitt til þess, að munurinn á að kynda með jarð- varma og olíu hefur vaxið mjög mikið og mun fara vaxandi. Það mun láta nærri, að tæp- lega helmingur landsmanna noti olíu til húsahitunar. Það er ískyggilegt, hvað þessi hluti þjóðarinnar verður að taka á sig miklar hækkanir í sambandi við þennan eina útgjaldalið. Það er skoðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að ekki megi dragast lengur, að gerðai' verði ráðstafanir tilþess að létta útgjijld þeirra, sem verða að kaupa þetta dýra eldsneyti. Því skorar þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins á ríkisstjórnina að leggja fram hið allra fyrstatillögur.sem felaísér það mikla lækkun á olíu til húsa- hitunar, að kostnaðarmunurinn á milli kyndingar með olíu, raforku og jarðvarma aukist ekki frá því, sem hann var, áður en olíuverðið fór að hækka. Ennfremur þarf að kanna möguleika á að lækka olíukostnað til þess atvinnurekstrar, sem háð- ur er olíu sem orkugjafa. Útgerðarkostnaður fiskiskipa hefur aukizt verulega vegna olíu- verðhækkana, en þrátt fyrir það, að samkomulag hefur verið gert um sérstaka lausn á vandamáli þessarar atvinnugreinar tii ver- tíðarloka, þarf að tryggja áfram- haldandi úrlausn þess. Þingflokkur sjálfstæðismanna telur, að hitaveitur þurfi á miklu fé að halda til aukninga, svo að sem flestir landsmenn fái notið þeirra. Flokkurinn telur ekki rétt að leggja skatt á hitaveitur til niðurgreiðslu á olíu, en er reiðtt- búinn til viðræðna um tiltækar leiðir til þess að jafna þennan aðstöðumun, sem skapazt hefur vegna hækkunar á olíuverðinu." Virðingarfyllst, Gunnar Thoroddsen formaður þingfiokks sjálfstæðismanna. ERFIÐ FÆRÐ MISJAFNLEGA hefur gengið að halda þjóðvegum landsins opnuin undanfarna daga. í gær var góð færð um Suðurland. samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, og stóruin bifreiðum og jeppum var fært súnnan jökla allt tíl Eg- ilsstaða. Hins vegar var einungis með herkjum hægt að halda Keri- ingarskarði á Snæfellsnesi opnu auk léiðai'innar um Heydali, og ekkt var hægt að hefja mokstur á Holtavörðuheiði fyrren áliðið var morguns. Einníg þurfti að moka Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Leiðin var ltins vegar opin til Siglufjarðar, en hálka þá svo mik- ii við Sauðanes, að við lá, að ófært væri þar um. Ófært var tii Úlaís- íjarðar um Múlann og veður var slæmt í Eyjafirði í gær. A Aust- fjörðum hafði færð þyngzt mjög mikið og íjallvegir norðan til voru allir ófærir. — Segja má, að á öllu landinu hafi ástandið verið þann- ig, að lítið mætti út af bera til að ekki lokuðust allar leiðir. Leiðrétting við frétt TVÆR villur komu fram i frétt Mbl. í gær um gáng samninga fyrir undirmenn á farskipum. Önnur skrifast algjörlega á mínn reikning, eða þessi setning: ,,að komið væ'ri að verkfallsboðun" Þetta er rangt. Stjórn íélagsins vár falíð sl. fimmtudag af trúnað- armannaráði félagsins að leita heimildar hjá umræddum starfs- hópi til boðunar verkfalls, þegar og ef stjórn og samninganefnd telja nauðsynlegt að grípa til svo harðra aðgerða. Atkvæðagreiðsla um þessa heimild stendur nú yfir. Hin leiðréttingin er við þau orð blaðsins ,,að samningafundir hafi ekki verið haldnir". Við þetta ber að bæta eítiríarandi orðum mín- um: „síðan í desember — fyrir jól". Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkur. — Tilboð vinnu- veitenda Framhald af bls. 2 tvívegis gert tilboð um kjarabæt- ur. Hinn 14 janúar sl. buðu þeir 4% láglaunauppbót plús eitt þús- und króna hækkun upp að 33.869 kr. launum, en að þeir, sem væru þar fyrir ofan í launum, fengju 1000 kr. hækkun á mánuði. Jafn- framt lögðu þeir fram ákveðnar tillögur um breytingar á vísítöl- unni. Næstu 10 daga var tilboð þetta við og við til umræðu hjá samninganefnd verkalýðssam- takanna, en hinn 24. jan. sl. lækk- aði Alþýðusambandið kröfur sín- ai' úr 35.000 kr. lágmarkslaunum, sem þýddi um 40,9% hækkun, niður í 33.500 kr., sem nemur 34,87% hækkun. Hinn 25. jan. hækkuðu vinnuveitendur svo til- boð sitt sem að framan greinir, og þann dag lækkuðu verkalýðssam- tökin kröfur sínar úr 33.500 kr. í 32.500 kr. eða 30,83% hækkun og óskuðu jafnframt eftir því, að 5% kauphækkunartílboð vinnuveit- enda næði til launa að upphæð 31.000 kr., en eftir það kæmi föst krónutala. Síðan heíur lítið þok- azt í samkomulagsátt. Ef miðað er við átta launataxta Dagsbrúnar, kemur i ljös, að hið nýja tilboð Vinnuveitendasam- bandsins þýðir 12—13% launa- hækkun, dálítið breytilegt eftir launatöxtum, mest 12,78%, minnst 12,17% hækkun. Samn- ingur sá, sem BSRB gerði við rík- ið, felur hins vegar í sér 13,5—16,4% hækkun á þá launa- taxta, sem eru svipaðir átta lægstu töxtum Dagsbrúnar. Bankastjórar Seðlabankans og framkvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefnd- ar ’74 skoða peningana, sem gefnir verða út. Frá vinstri: Davfð Ólafsson, Svanbjörn Frímannsson, Guðmundur Hjartarson, Indriði G. Þorsteinsson og Jóhannes Nordal. — Ljósm. Ól.K.M. — Þjóðhátíðarpeningar Framhald á bls. 18 nafnverði. Hins vegar verður meiri hluti hátiðarmyntarinnar venjuleg slátta og seldur á nafn- verði. Verða þeir peningar einnig fáanlegir í sérstökum umbúðum. Báðar þessar gerðir myntarinnar verða í gildi jafnt og liver önnur gjaldgeng islenzk mynt, sem í um- ferð er á hverjum tíma. Seðlabankinn mun hafayfirum- sjón með dreifingu og sölu mynt- arinnar hér á landi og sinna þeim pontunum, sem honum berast er- lendis frá. Royal Mint mun annast dreifingu og sölu erlendis í um- boði Seðlabankans, og mun mynt- in auglýst í erlendum blöðum og mynttímaritum. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um upplag þjóðhátíðarmyntarinn- ar. Mun það verða gert i samráði við sölusérfræðinga Royal Mint og tilkynnt um leið og myntin verður auglýst til sölu innan lands og utan. , Minnispeningur Þjóðhátíðar- nefndar, sem Seðlabankinn ann- ast sláttu á, er teiknaður af Kristínu Þorkelsdöttur, en hann er 70 mm i þvermál. Slegnir verða 2.000 silfurpeningar og 13.000 peningar úr koparblöndu. Leitað var eftir tilboðum um gerð pen- ingsins frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Reyndist tilboð finnska fyrirtækisins Kultateoilisuus, Turku, hagstæð- ast, og verður peningurinn sleg- inn þar. A framhlið peníngsins er merki Þjóðhátíðarnefndar '74 og áritunin „1100 ára afmæli Is- landsbyggðar 1974", en á bakhlið eru landvættirnir fjórir, önnur og mjög ólík útfærsla þeirri, sem er á mynt Seðlaliankans. Gert er ráð fyrir, að minnispeningurinn verði tilbúinn til sölu í vor. Jóhannes Nordal sagði á biaða- mannafundinum, að ef bakhlið þessarar þjóðhátíðarmyntar lík- aði vel og fengi .góðar viðtökur meðal almennings kæmi fyllilega tilgreina að breyta bakhlíð þeirr- ar myntar, sem notuð er, þ.e. að hætt yrði að nota skjaldarmerkið á bakhiiðina en bakhlið þjóðhátíð- armyntarinnar tekin upp. Við val á þeim tillögum, sem fram komu um útlit myntarinnar, höfðu seðlabankastórarnir sér til aðstoð- ar Hörð Ágústsson listmálara. Ágóðinn af sölu myntarinnar verður siðar á þessu ári afhentur ríkisstjórninni til ráðstöfunar og getur þá verið, að honum fylgi | tiilaga um það, á hvern hátt honum skuli varið. Undir lok blaðamannafundar- ins sagði Indriði G. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjóðhátíðar- nefndar, að hann þakkaði Seðla- bankanum fyrir undirtektir við tillögur Þjóðhátíðarnefndar aðút- gáfu peninganna og að bankinn skyldi taka af nefndinni það ómak að sjá um sláttuna. Þá var tilkynnt á fundinum, að ákveðið hefði verið, aðSeðlabank- inn gæfi út nýja útgáfu bókarinn- ar „Iceland ", en hún kóm síðast út árið 1966. Margt verður líkt með þessum útgáfum, en i hinni nýju verða þó mun fleiri myndir og reynt að gera hana sem bezt úr garði. Undirbúningur hefur stað- íð i um tvö ár og ails skrifa 5 höfundar greinar i bókina. Rit- stjórar eru Valdimar Kristinsson og Jóhannes Nordal, sem einnig sáu um útgáfuna 1966. Vonir standa til, að bökin geti komið út í vor eða sumarbyrjun. Fundinn sátu seðlabankastjór- arnir þrír, Jóhannes Nordal, Davíð Ólafsson og Guðmundur Hjartarson, auk Svanbjörns Frímannssonar, fyrrum seðla- bankastjóra, sem mikið hefur annazt undirbúning myntslátt- unnar, og Indriði G. Þorsteinsson. — Hernáms- andstæðingar Framhald af bls. 2 listar lægju frammi og í dag hefði t.d. verið opnuð skrifstofa á Akureyri." I hádegisútvarpinu daginn eftir var lesin annars konar frétt um fund þennan og átti breytingin á fréttinni sínar skýringar. Fréttamaðurinn, er skrifaði framangreinda frétt, var Jón Ásgeirsson, en að morgni hins 22. janúar krafðist Einar Karl Haraldsson frétta- maður þess, að frétt þessari yrði breytt og fékk hann vilja sínum framgengt. 1 hádegis- fréttunum þann dag var svo- hljóðandi frétt lesin: „Síðdegis í gær efndu samtökin „Varið land" til fundar í Súlnasal Hót- el Sögu. Á fundinum voru flutt nokkur ávörp. Fundarstjóri var Þór Vilhjálmsson prófessor. Fundargestum var gefinn kost- ur á að rita nöfn sín á lista og láta með því í ljós þá skoðun sína, að Island ætti að eiga að- ild að Atlantshafsbandalaginu og varnir landsins yrðu tryggð- ai' með svipuðum hætti og nú er. Samkvæmt upplýsingum fundarboðenda voru fundar- menn rúmlega 800. 1 hópi gesta var mikið af ungu fólki og með- al þess gekk undirskriftaskjal, þar sem krafizt var, að þegar í stað yrði tekin opinber ákvörð- un um uppsögn herstöðvar- samningsins. Jafnframt var stefnumálum „Varins lands“ inótmælt. 356 fundarmenn skrifuðu undir skjalið. Samtökin „Varið land" hafa nú sett á fót skrifstofuf í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Garðahrepppi og á Akur- eyri." Eins og sjá má af-þessari frétt, verður hún ekki skilin á annan veg en þann, að þær upp- lýsingar, sem fram koina f henni um aðgerðir her$töðva- andstæðingar á fundi þessum, hafi verið fengnar frá fundar- boðendum, þ.e. forráðamönn- um „Varins lands" en svo var ekki. Með hliðsjón af þessu dæmi sýnist ekki þörf á því, að útvarpsráð geri ráðstafanir til þess að auka iilut herstöðvaand- stæðinga í fréttaflutningi hljóðvarps og sjónvarps. Þvert á móti ætti að gera ráðstafanir til að svona vinnubrögð endur-. takisigekki. — Nýra grætt Framhald af bls. 32 voru stofnuð svæðasamtök, t.d. milli ríkja í Bandaríkjunum og víða milli landa. Eitt þessara svæðasamtaka er Scand- iatransplant og voru stofnendurn- ir öll Norðurlöndin, nema ísland. Stofnárið var 1969 og hafa sam- tökin því starfað i 5 ár og til loka síðastliðins árs hafa þau fram- kvæmt tæplega 1.600 nýrna- igræðslur á Norðurlöndunum. Páll Ásmundsson læknir sagði, að tiltölulega fljótiega hefði frétzt af þessum samtökum, en síðan i árs- byrjun 1972 hefðu Islendingar fengið að skrá nýrnasjúklinga hjá þeim og væru þeir settir á sjúklingalistann þar. Fékkst þetta eftir nokkrar samningaviðræður, en Islendingar mættu i upphafi miklum velvilja innan sam- takanna og hefur þátttaka islands til þessa verið án nokkurra kvaða. Hafa því íslendingar ekki þurft að veita neitt á móti, enda hafa þeir ekki verið færir um það til þessa, hvað svo sem síðar verður. — Það lá í augum uppi, að það borgaði sig ekki fyrir íslendinga að framkvæma slíkar aðgerðir, þar sem um mjög fáar á ári er að ræða og ákveðið starfslið þarf til aðgerðanna. Þessi nýrnaflutningur, sem gerður var í fyrrinótt, er fimmta nýrnaígræðslan, sem gerð er á Islendingi. Fjrir rúmum þremur árum gaf bróðir systur sinni nýra og var aðgerðin framkvæmd í London. Hinar fjórar ígræðslurn ar eru allar gerðar á vegum Scandiatransplant. Nýrað, sem fgrætt var í London starfar ennþá eðlilega, en einn sjúklinganna, sem þágu nýra á vegum Scand- iatransplant, dó skömmu eftir að- gerðina úr blóðeitiun. Hinir tveir hafa það allgott, og hafa nýrun ekkert látið sig eftir að þeir komu heim. Landspítalinn hefur gert samning við Rikisspítalann í Kaupmannahöfn og spítalann í Glostrup í Danmörku um, að falli til ný’ra einhvers staðar á Norður- löndum, sem getur aðlagast islenzkum nýrnasjúlkingi, er nýrað flutt til Kaupmannahafnar og er þá Landspitalinn strax látinn vita. Sjúklingurinn er þá þegar í stað sendur til Kaup- mannahafnar, þar sem ígræðslan fer fram. Þar sem nýrað geymist ínjög takmarkaðan tíma, helzt ekki Iengur en í'12 klukkustund- ir, er ávallt undir hælinn lagt, hvort vel stendur á flugferð- um til Kaupmannahafnar. Þess vegna var fyrir um það bil ári gert hálfformlegt samkomulag við varnariiðið um, að Landspítal- inn mætti leita til þess, ef áætlunarferðir til Kaupmanna- hafnar brygðust. Hefur reynt á þetta tvisvar sinnum, í maí i fyrra og nú og sagði Páll Ásmundsson, að varnarliðið hefði í bæði skiptin brugðizt mjög skjótt við og sent fjögurra hreyfla skrúfuþotur með sjúklinginn. Hefur varnarliðið gert þetta með nánast engum fyrirvara. — Yfirburðasigur Framhald af bls. 30 2. Hermann Alfreðsson, Æ 1:21.4 3. Hreinn Jakobsson, A 1:21.8 4 x 100 m fjórsund stúlkna: 1. Sveit KR 6:30.2 4 x 100 m fjórsund drengja: 1. A-sveit Ægis 4:59.3 2. B-svett Ægis 5:24.1 3. A-sveit Armanns 5:38.5 Eins og á upptalningunni hér ’ að framan sést, þá sigrar Ægir í 9 greinum af 12. Af þeim sigrar Þórunn Alfreðsdóttir í 5 greinum, eða öllum greinunum sem hún tók þátt í nema 4 x 100 metra fjórsundinu, en þar gerði Ægis- sveitín ógilt. Brynjólfur Björns- son sá um báða sigrana, sem Ar- mann náði í þessu móti. Sáttafundur SATTASEMJARI hélt í gær fund J með samninganefndum ASÍ og vinnuveitenda og stóð hann frá kl. 15 til 19. Nýr fundur hefur verið boðaður á fimmtudag. — 1 dag hefur verið boðaður fundur með yfirmönnum og undirmönn- um á fiskiskipaflotanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.