Morgunblaðið - 30.01.1974, Side 3

Morgunblaðið - 30.01.1974, Side 3
MOKGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAUUK 30. JANUAK 1974 Lengst til vinstri er gullpeningurinn, f miðið siifurpeningarnir tveir og loks lengst til hægri bakhlið peninganna allra. Fjórír þjóðhátíðarpeningar gefnir út gær, en þá höfðu bæði hankaráð ÁKVEÐIÐ er, að Seðlabanki ís- lands gefi út á þessu ári gull- og silfurmynt f tilefni 1100 ára byggðar á íslandi. Þessi ákvörðun var tiikynnt á blaðamannafundi í Framhlið minnispenings Þjóðhá- tfðarnefndar ’74. og rikisstjórn gefið samþykki sitt fvrir útgáfunni. Jafnframt annast Seðlabankinn fyrir Þjóðhátíðar- nefnd 1974 útgáfu minnis- penings, sem bæði verður sleginn í silfur og koparblöndu. Verður sá peningur miklu stærri en myntin, eða 7 sm í þvermál. Þá verðurgefin út þjóðhátíðarútgáfa af handbókinni Ieeland. Blaðamannafundinn í gær sat Indriði G. Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefnd- ar '74, en dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri lýsti peningun- um, sem alls eru fjórir, þrír mynt- peningar og einn minnispening- ur. Verða þessir peningar einu opinberu peningarnir, sem gefnir verða út i tilefni þjóðhátiðarárs- ins. Myntpeningarnir verða slegn- ír í gull, nafnverð 10.000 krónur, silfúr, nafnverð 1.000 krónur og silfur, nafnverð 500 krónur. A gullpeningnum, sem verður i þvermál tæplega 28 mm og vegur 15,5 grömm, verður mynd af Ingólfi Arnarsyni að varpa önd- vegissúlunum fyrir borð. A stærri siifurpeningnum, sem verður í þvermál 39 mm og vegur 30 grömm. er mynd af tveimur landnámsmönnum og sýnir mynd- in, hvernig þeir helguðu sér land með eldi. Á minni silfurpeníngn- um, sem verður í þvermál 35 mm og vegur 20 grömm, er mynd af konu með kú sér við hlið, en hún sýnir, hvernig konur námu land. Landnám þeirra skyldi ekki vera víðara en svo, að kona gæti leitt um það tvævetra kvígu voriangan dag, sólsetra milluin. A bakhlið allra peninganna er sama mynd og stendur þar verðgildið, Island og í rniðju er mynd af landvættun- um fjórum, nauti, fugli, dreka og bergrisa. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri sagði, að á árinu 1972 hefði verið leitað til fjögurra teikni- stofa i Reykjavík og þeim falið að gera tillögur að peningunum, sem minna skyldu á landnámið. Þær fjórar myndir, sem síðan voru valdar, voru teiknaðar af Þresti Magnússyni teiknara. Verður þjóðhátiðarmyntin slegin hjá Royal Mint i London, sem jafn- framt hefur annazt gerð sláttu- móta. Nokkur hluti myntarinnar verð- ur sérunnin slátta, þ.e. hver pen- ingur hlýtur sérstaka meðferð i framleiðslu og verður seldur í vönduðum umbúðum, þar sem all- ir peningarnir þrír eru saman i öskju annars vegar, og tveir silf- urpeningar saman i öskju hins vegar. Þessir peningar eru mun dýrari í framleiðslu en venjuleg mynt, enda verða þeir seldir yfir Framhald af hls. 3 Bakhlið minnispenings Þjóð- hátfðarnefndar ’74. Sjálfstæðisflokkurinn: Ráðstefnur um sveitarstjómarmál og undirbúning sveitarstjómarkosninga UM næstu helgi efnir Sjálf- stæðisflokkurinn til tveggja ráðstefna að Ilótel Loftleiðum. Stendur hin fyrri föstudaginn 1. febrúar og laugardaginn 2. febrúar og fjallar um sveitar- stjórnarmál, en sunnudaginn 3. febrúar verður haldin ráð- stefna á sama stað, þar sem rætt verður uin undirbúning vegna sveitarstjórnarkosninga. Káðstefnur þessar eru haldnar á veguin miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og hala verið undirbúnar af nefnd. sein starfað hefur undir forystu borgarstjórans i Reykjavík, Kirgis Isl. Gunnarssonar. Allir fulltrúar í sveitarstjórnuin á landinu, sem fylgja Sjálf- stæðisflokknuin að ináluin, eru boðaðir til þessara tveggja ráð- stefna, svo og fulltrúar í flokks- ráði Sjálfstæðisflokksins. Til- gangurinn með þessuin ráð- stefnuin er sá, að menn beri satnan bækur sínar og efli málefnalegan og tæknilegan undirhúning vegna sveitar- stjórnarkosninganna. Káðstefnan uin sveitar- stjórnarmál verður sett að Hótel Loftleiðum kl. 9.30, föstu- daginn 1. febrúar, og að lokinni fundarsetningu flytur formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, ávarp. Þá verða flutt fimm framsöguerindi. Ölafur B. Thors borgarfulltrúi flytur erindi um framtíðar- verkefni og tekjustofna sveitar- félaga, Ásthildur Fétursdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi fl.vtur erindi um frumkvæði sveitar- félaga i félagslegri þjönustu, Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri ílytúr framsöguræðu um verndun náttúru og mótun um- hverfis, Sigurður Sigurðsson verzlunarmaður frá Akureyri flytur framsöguræðu um byggðastefnu og loks flytur Arni Grétar Finnsson bæjar- fulllrúi i Hatnarfirði framsögu um orkumálin og sveitarfélög- in. Er gert ráð fyrir, að þessum framsöguerindum verði lokið fyrir hádegi á föstudag. Kl. 14. eftir hádegi á fiistudag hefjast störf ráðstefnunnar á ný og munu þá starfa umræðu- hópar. Umræðustjórar eru Ölafur G. Finarsson alþingis- maður, Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi, Lárus Jónsson alþingismaður, Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur og dr. Gunnar Sigurðsson verk- fræðingur. Mun fundum ráð- stefnunnar verða frestað kl. 18 á íöstudag. A laugardagsmorgun, kl. 10—12, verða álit umræðuhópa lögð fram á ráðstefnunni og fara fram umræður um þau. Éftir liádegi. kl. 14. verða al- mennar umræður um sveitar- stjórnarmál og stefnumörkun. en kl. lö verður sameiginleg kaffidrykkja í nýja Sjálfstæðis- húsinu og ílýtur Albert Guðmundsson borgarful ltrúi þar áv->rp. Kl. 17 á lattgardag verður sva framhaldiö alinenn- um utrr.V'Vim og ráðstefnunni slitið um kvöldmatarleyti. Undirbiiningur sveita rstjórnar- kosninga Sumiudagiiin 3. febrúar verð- ur svo á sama stað haldin önnur ráðstefna fyrir siimu fulltrúa og verður þar r.ett um margvís- legan undirbúning sveitar- st jórnarkosninga. l;ekmlegan undirbúmng og annaðþað. sem að gagni má koma fulltrúum og stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins i sveitarstjórnuin víðs vegar um lamlið til undir- Injnings sveitarstjörnar- kosninguiniin. sem tram fara liinn 2Ö. mai n.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.