Morgunblaðið - 30.01.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 30.01.1974, Síða 17
MORCUNBLAÐIÐ, MIOVIKUDAC'.UK :I0. JANUAK 1974 17 Mstislav Rostropovich leystur úr ferðabanni Kom til Parísar og London fyrir nokkru — en segir ekki orð um Alexander Solzhenitsyn HINN kunni sovézki sellóleik- ari Msitslav Rostropovich hefur verið leystur úr ferða- banni sovézkra yfirvalda. Hann kom til Englands og Frakk- lands í byrjun þessa mánaðar, dvaldist þar nokkra daga með vinum sínum, lék á einka- hljómleikum á heimilum rúss- nesk-franska listmálarans Marcs Chagalls og brezka tón- skáldsins Benjamins Brittens og kom fram á opinberum tón- leikum í París á vegum UNESCO — menningar- og vfs- indastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Hvort framhald verður á ferðum hans til Vesturlanda eða hljómleikahaldi hefur ekki fengizt upplýst. Rostropovich var kyrrsettur í Sovétríkjunum fyrir u.þ.b. þremur árum og neyddur til að aflýsa öllum fyrirhuguðum tón- leikum á Vesturlöndum. Astæðan var sú, að hann lét birta erlendis opið bréf sitt til sovézkra yfirvalda, þar sem hann tók upp hanskann fyrir landa sinn, rithöfundinn Alex- ander Solzhenitsyn, en hann hafði þá orðið fyrir svæsnum árásum yfirvalda vegna þess, að honum voru veitt bók- menntaverðlaun Nóbels. Rostropovich reyndi að fá bréf sitt birt í sovézkum fjöl- miðlum, en þegar það tókst ekki, sendi hann það erlendum fréttamönnum í Moskvu. I bréfi sínu gagnrýndi Rostropovich harðlega stefnu sovézkra yfirvalda í menningar- málum og varpaði fram þeirri spurningu, hvers vegna „alger- lega óhæfir menn“ þyrftu alltaf að hafa þar síðasta orðið. Hann tók það fram I bréfinu, að vafa- laust yrði hann illa séður af ráðamönnum fyrir þessi orð, en hann hefði ekki af því áhyggj- ur, heldur mundi hann opin- skátt segja hug sinn I þessu máli. A Vesturlöndum vildu menn almennt ekki trúa því að óreyndu, að Rostropovich yrði lengi I ferðabanni, hann var slíkt heimsnafn á sviði tón- listar, og tónleikar hans næstu tvö árin höfðu verið ákveðnir I samráði við opinbera aðila I Sovétríkjunum. En síðan komst upp, að Rostropovich hefði einnig lánað Solzhenitsyn sumarhús sitt til afnota, þegar hann fékk hvergi inni, og eftir það heyrðist ekki frá honum í langan tíma. Solzhenitsyn bjó í húsi sellóleikarans í u.þ.b. eitt ár, en fluttist þá í hús skáldkon- unnar Lidyu Chukoskayu, sem nýlega var rekin úr sovézku rit- höfundasamtökunum af þeim sökum. Ekki er vitað, hvernig sam- bandi þeirra Rostropovich og Solzhenitsyns hefur verið háttað siðan eða hvað ráðið hefur úrslitum um, að selló- leikarinn fær nú aftur að fara úr landi. Hann sagði við frétta- menn, sem hittu hann í París, að hann mundi á þessu ferða- lagi ekki segja eitt einasta orð um málefni Solzhenitsyns né nokkur mál yfirleitt, er lytu að stjórnmálum. Um skoðanir hans á meðferð yfirvalda á rit- höfundinum um þessar mundir og forsendur þagnar hans veit því enginn og vafasamt að draga þar af nokkrar ályktanir — en, ekki getur hjá því farið, að menn velti því fyrir sér, hvað fyrir Sovétstjórninni vaki með því að hleypa Rostropovich úr landi samtímis því sem harð- ast er veitzt að Solzhenitsyn. Tæpast ráða þessu brjóstgæði Með Chagall og Britten A hljómleikum UNESCO I París komu auk Rostropovich fram fleiri heimskunnir tón- listarmenn, svo sem Yehudi Menuhin, Wilhelm Kempff, Dietrich Fischer-Dieskau, Ger- ald Moore og Regine Crespin. Aður hafði Rostropovich búið í nokkra daga í St. Paul de Vence hjá vini sínum Marc Chagall, sem fæddur er I Rúss- landi. Þeir skoðuðu í samein- ingu Chagall-safnið i Nizza og létu þar uppi við fréttamenn, að þeir myndu hittast aftur bráðlega i Moskvu, þar sem fyrirhuguð væri sýning á verk- um Chagalls. Frá París fór Rostropovich til Englands, þar sem hann dvald- ist hjá öðrum merkum vini sin- um, tónskáldinu Benjamin Britten. Skömmu fyrir brottför- ina frá Moskvu höfðu Rostropo- vich og kona hans, söngkonan Mstislav Rostropovich Galine Visnetskaya, komið fram í hófi, sem haldið var í tilefni sextugsafmælis Brittens, — en hann er vel kunnur og vinsæll í Sovétrikjunum og persónulegur vinur margra sovézkra tónlistarmanna. Þess má t.d. geta, að 14. sinfónia Shostakovich, við ljóð ýmissa skálda um dauðann, sem flutt var á hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands sl. fimmtudag með einsöngvur- unum Taru Valjakka og Kim Borg, var tileinkuð Benjamin Britten — og sjálfur hefur Britten samið verk fyrir Rostropovich og konu hans og tileinkað þeim sérstaklega. Það verður vafalaust fagnaðarefni tónlistarfólki á Vesturlöndum, ef Mstislav Rostropovich hefur verið leyst- ur úr banni til frambúðar og getur hafið hljómleikahald á ný. Hann hefur sem kunnugt er nokkrum sinnum komið til ís- lands, haldið einleikshljóm- leika og leikið með Sinfónlu- hljómsveit íslands; er raunar einn af mörgum afburða hljóm- listarmönnum. sem hingað hafa lagt leið sina snemma á frægðarferli sínum — því að hann var innan við þrítugt, er hann lék hér fyrst. Hann er nú hálffimmtugur að aldri. Mstislav Rostropovich er fæddur í olíuborginni Baku í Azerbajan, þar sem faðir hans, starfaði sem tónlistarkennari. Nám í sellóleik hóf hann þar átta ára að aldri, en hélt siðan áfram námi I Moskvu, þar sem tónskáldið Prokofieff var meðal kennara hans. Upp úr 1950 hóf hann hljóm- leikaferðir utan Sovétríkjanna og eftir fyrstu hljómleika hans I London, árið 1958, var honum skipað á bekk með fremstu tón- listarmönnum heims. Þá skrif- aði einn gagnrýnanda í London, að það væri mikill fengur að mega geyma sér slíka hljóm- leika 1 minni sem eina af feg- urstu reynslustundum lífsins. Sækir styrk til náttúru lands síns Siðustu árin áður en Rostropovich var kyrrsettur hélt hann á annað hundrað hljómleika á ári hverju, bæði heima og erlendis, og var oft stórvirkur. Undirrituð heyrði hann síðast og sá í London árið 1967 og lék hann þá hvorki meira né minna en fjóra selló- konserta á einum hljómleikum með sinfóníuhljómsveitinni í London — og að lokum heila svitu eftir J.S. Bach sem „aukalag". Um þær mundir sagði hann í blaðaviðtali í London, að hann hefði engu minni ánægju af þvi að leika í sovézkum smábæ en erlendum heimsborgum. Er minnisstætt, hvernig hann lýsti gleði sinni yfir því að geta flutt ljós tónbókmenntanna þeim, sem byggðu myrkraheim fá- sinnis og tilbreytingaleysis — m.a. í skógum og auðnum Síberiu, svo órafjarri glæstum hljómleikasölum stórborganna. Oft þurfti hann að fara til þessara afskekktu staða með „troika“ (sleða, sem þremur hestum er beitt fyrir) eða í smábátum, en það var honum sizt á móti skapi. „Eg ann landi minu og þjóð,“ sagði hann — „og snertingin við náttúruna veitir mér meiri styrk en nokkuð annað, stórfljótin, skógarnir og auðnirnar, sem teygja sig i það óendanlega." Það kom vinum Rostropovich erlendis ekki á óvart, þegar hann á sínum tíma birti bréf sitt til stuðnings Solzhenitsyn. Þeir töldu sig þekkja þann hug, er þar lýsti sér, og hafa vitað, hversu sárt hann tók misbeit- ing valda í heimalandi sinu. Til þess tíma hafði hann þó haft fá orð þar um og virzt leiða hjá sér pólitiskar umræður. Afstaða hans virtist sú, að hlutverk tón- liStarmannsins væri að flytja mannkyninu boðskap hinna miklu andans manna, er gert höfðu tónlistina að máli sinu. Með því móti vildi hann reyna að fegra mannlífið, auðga vit- und og vikka sjóndeildarhring þeirra, sem hlýða vildu. Viðbrögð hans við innrásinni i Tékkóslóvakiu voru mjög í þessum anda. Hann átti að leika sellókonsert Dvoraks í Albert Hall kvöldið eftir, að innrásin var gerð og þar safnaðist saman i hljómleikasalnum hópur manna, sem ætluðu að nota tækifærið til að sýna þessum sovézka sellóleikara, hverjum augum þeir litu slíkar aðferðir. En þegar Rostropovieh gekk i salinn alvarlegur í bragði og enn lotnari í herðum en venju- lega, sló á menn algerri þögn. Hann hóf leik sinn og meðferð hans á þessu listaverki tékk- neska tónskáldsins var slik, að enginn viðstaddur sá ástæðu til að mótmæla frelsissviptingu Tekkóslóvakíu með öðrum hætti á þeim vettvangi. Bréf Rostropovich kom þannig engum á óvart. Hins vegar voru ekki allir jafnsann- færðir um, að það væri heppi- legasta baráttuaðferðin gegn þrúgun sovézkra rithöfunda eða sovézks samfélags i heild. Sumir fögnuðu og tóku undir í von og jafnvel vissu um, að sovézkir ráðamenn myndu sjá sig um hönd, ef þeir væru ræki- lega fordæmdir. Aðrir efa- gjarnari hristu höfuð og sögðu, að bréfið myndi engu breyta, e.t.v. aðeins gera illt verra og jafnframt hafa það i för með sér, að rödd Rostropovich sjálfs yrði niður kveðin. Hvort tveggja má til sanns vegar færa. Vist er, að Rostropovich var kyrrsettur en jafnvist, að Solzhenitsyn sjálfur og vinur hans og skoðanabróðir, Andrei Sak- harov, eru þeirrar skoð- unar, að mótmæli andans manna víðsvegar um heim hafi mikil áhrif og hafi jafnvel komið í veg fyrir, að enn harðar yrði að þeim tveimur þjarmað. Allt um það, rödd Rostropovich þagnaði. Hvers vegna er ekki vitað. En ekki er ósennilegt, að hann hafi horfið aftur til fyrri afstöðu sinnar, að hann fái lagt mest af mörkum með því að flytja mannkyninu perlur tón bókmenntanna —í þeirri von, að einhverjum megi þar með reynast bærilegra að lifa i þess- ari veröld, þar sem svo, undra víða getur að líta svipmót mannanna innan Kremlmúra er fótum txoða sjálfsögð mann réttindi. _ mbj. Þróun bandarískra efna- hagsmála til aldamóta? NEW YORK — Efnahagssér- fræðingar eru að.því leyti likir þráhyggnum veðmöngurum, að þeim er lífsins ómögulegt að hætta að spá, alveg sama þótt þeir veðji alltaf á rangan hest. Það var heldur niðurlútur hópur hagfræðinga, sem mætti á árlegum fundi bandaríska hagfræðingasambandsins i síðustu viku desembermánaðar síðastliðins. Þeir voru sköminustulegir vegna þess, að þeim hafði mistekizt aðspá rétt um vöxt verðbólgunnar á árinu 1973. Þeir voru einnig mjög auðmjúkir og hikandi, þegar þeir voru beðnir um að segja fyrir um það, hver þróunin yrði á árinu 1974. Engu að síður trúa þeir þó á, að þegar til lengdar lætur, muni þeir halda áhrifum sinum. A síðastliðnu ári komust hag- fræðingarnir að því, að snöggar og ófyrirsjáanlegar breytingar geta lagt hinar fegurstu spár i rúst. Og þetta gerðist, við get- um nefnt sem dæmi: Ansjósan hvarf af hinurn hefðbundnu svæðum undan vesturströnd rómönsku Ameríku, heimsku- pör voru alls ráðandi á hæstu stöðum í Washington, einkum þó þegar samið var um hveiti- sölu til Sovétríkjanna, styrjöld brauzt út i Miðausturlöndum oe Arabar gripu til oliuvopnsins. En hagfræðingarnir trúa því, að þegar til lengdar lætur. muni margra ára rannsóknir á svartag al dr i e fn a h ags má 1 a n na aflá þeim þeirra þekkingar, sem geri þeim kleift að veita leiðsögn um torræð vandamál framtiðarinnar. Þá munu óvænt og óf.vrirsjáanleg atvik að visu ekki hverfa úr sögunni, heldur jafna sig upp og ekki skipta máli lengur. Nú í ársbyrjun 1974 er rétt að hyggja að því, hverju helzti: efnahagssérfræðingar okkar spá um þróunina á síðasta fjórðungi tuttugustu aldarinn- ar. Robert L. Decker, prófessor við Kaliforniuháskóla, hefur .stjórnarð hópi hagfræðinga, sem bandariska hagfrxeðinga- sambandið valdi til þess að gera slika spá. Þetta eru annálaðir hæfileikamenn og við skulum sjá, hvert álit þeirra er. Spá hagfræðinganna var unn- ín samkvæmt svonefndri Delfí aðferð. Ilagfræðmgarnir, setn voru fæstir 65. en flestir 84. ' *ru likt og hin forna griska véfiét: spurðir fiölmargra spurnmi.:* þvi loknu kom í l.iós, ni) siotíu prósent þeirra voru sammála um eftirfarandi atriði i þróuninni á n;estu uttegu og fimm árum: 1. Fjögurra daga vinnuvika nn;n verða næsta almentr í iðnaði og opinberri þjónustu. Framhald á bls. 23. ""7” \ \ ''kyS' ; * 2se\v yorkeimcö ( / ' Eftir Leonard Silk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.