Morgunblaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1974
Olafur E. Stefánsson
ráðunautur:
Heimsókn á
Smithfíeld-
Séð yfir neðri salinn. Næst sjást nautgripir á básum og í dómhring, en fjær sést yfir véladeildina. —
sýninguna
Þéttskipaður salur af
vélum, nautgripum og
folki.
Þetta var í annað sinn, sem ég
hef átt þess kost að heimsækja
þessa sýningu á búvélum, kjöt-
framleiðslugripum og kjötí, sem
árlega er lialdin í Earls Court-
sýningarhöllinni í London í fyrstu
viku desember. Að vísu tók ferðin
héðan úr einu af hinum mörgu,
hlýlegu þorpunt í Somerset álíka
langan tíma og flugferð að heim-
an, því að ég fór með langferðabíl,
en ekki lest. En það er þægilegt
að geta setzt upp í hraðferðarbíl-
inn fimm minútna gang frá heim-
ili sínu, og hann hefur viðkomu á
einum stað aðeins á þessari leið,
þ.e. i Bristol. hinni svipmiklu
borg, sem er miðstöð héraðanna
hér i kring. Um aldir var hún
einhver mesta siglinga- og við-
skiptaborg i suðvesturhluta lands-
ins með náið samband við Island á
timabili, að því, er fróðir níenn
segja.
En ekki meira um það. Ég var
að þessu sinni á leið til London,
og meðan beðið er eftir bilnum, er
hægt að virða fyrir sér rósirnar i
garðinum við pósthúsið eða tún-
fíflana við vegarbrúnina, sem enn
eru í blóma, þótt jólamánuðurinn
sé genginn í garð. Hanagal heyrist
úr einstaka bakgarði, og á túnun-
unt handan við íbúðarhúsin eru
kýr á beit. Hér búa menn við
svartskjöldötta mjóikurkynið,
sem víða er kennt við Holstein, en
hér í landi er nefnt brezk-
frísneskt. Geldne.vti, sem alin eru
undan kúm af þessu kyni til kjöt-
framleiðslu. eru hér um slóðir
flest undan nautum af Ilereford-
holdakyninu. Á leiðinni tíl Lond-
on sást urmull af þeini á túnun-
um, sem hraðbrautin liggur yfir,
en sutns staðar voru geldneytins
sýnilega undan nautum af
Charolaisholdakyninu franska og
Aberdeen Angus-hlodakyninu frá
Skotlandi.
Án þess að koma út
undir bert loft.
Úr neðanjarðarlestinni í Lond-
on liggur leiðin inn í sýningar-
strönd Englands, þar sem ársúr-
koman er innan við 100 mm, en
liklegt þætti mér, að bændurnir i
Mýrdalnum kysu fremur að festa
fé í öðru. Framleiðendur
Landrover bifreiðarinnar minnt-
ust aldarfjórðungs afmælis henn-
ar, og svo mætti lengi halda
áfram.
Eg hef það fyrir satt, að búvél-
arnar stækki ár frá ári, en eftir-
spurn kvað vera mikil og af-
greiðslufrestur langur af ýmsum
ástæðum. Væntanlega á vaxandi
dýrtíð þátt í því, að bændur vilja
nú endurnýja vélakost sinn örar
en stundum áður, og verð á land-
búnaðarafurðum hefur til
skamms tíma verið talið þeim
hagstætt. Kjarnfóður hefur þó
hækkað gífurlega, og seljendur
áburðar á sýningunni töldu, að
hann mundi hækka um 40% og
vissara þó að panta hann fyrr en
seinna.
Nautgripir á neðri
hæð, sauðfé og svín á
svölum.
Búféð á sýningunni var hátt á 2.
þúsund fleira en nokkru sinni
áður. Nautgripir voru á 6. hundr-
að, sauðfé eitthvað færra, en
nokkur svin. Nær allir nautgrip-
irnir voru sýndir sem einstakling-
ar, en meginhlúti sauðfjárins
voru dilkar eða gemlingar, tveir
og tveir saman, og yfir helmingur
af svínunum var sýndur þannig,
að tvö eða þrjú voru saman i stíu.
Nautgripirnir voru sýndir á neðri
hæð og var þar stór dómhringur.
A efri hæð, sem í raun eru geysi-
stórar svalir, var sauðfé og svín og
höllina í Earls Court án þess að
komið sé út undir bert loft. Þenn-
an morgun var þar margt um
manninn, flestir væntanlega úr
hópi bænda og kjötgerðarmanna,
en svo eru útlendingar farnir að
sækja þessa sýningu í vaxandi
mæli. Búfé laðar alltaf að sér
fjölda manna jafnvel þótt flestum
gripunum sé slátrað, eins og á sér
stað á þessari sýningu og aðrar
sýningar henti því betur þeini,
sem koma langt að í leit að kyn-
bótágripum. Sala á búvélum fr,á
Bretlandi til annarra landa
Evrópu hefur aukizt að undan-
förnu en einnig innflutningur frá
meginlandinu eftir upptöku
Breta í Efnahagsbandalagið. Því
er það, að bændur vilja fylgjast
með því, hvað er á boðstólum, og
framleiðendur nota hvert tæki-
færi til að sýna það.
Frá íslandi hafa innflytjendur
búvéla og kjarnfóðurs og álitleg-
ur hópur íslenzkra bænda lagt
leið sína á Smithfieldsýninguna á
undanförnum áruni. Eg átti því
hálfvegis von á því, að hitta ein-
hverja kunningja þaðan í mann-
hafinu hér, en engir þeirra urðu á
vegi mínum. Að visu skal ég játa,
að ég hélt mig eingöngu innan um
nautgripina og svo í kjötdeildinni,
eftir að hún var opnuð.
Hvað er Smithfield-
sýningin?
Hún er i tveimur aðalatriðum. 1
annarri er sýnt búfé af þeim teg-
undum, sem notaðar eru til kjöt-
framleiðsiu, þ.e. af nautgripum,
svínum og sauðfé (ekki þó af fið-
urfé). Nokkrum hluta búfjárins
er slátrað eftir fyrsta da'g sýning-
arinnar og kjöt af því sýnt i sér-
Úr dráttarvéladeildinni. — Ljósmyndirnar eru frá C.O.I. í London.
Gegnum herfylki af
vélum.
Til að komast að nautgripunum
var sá vegur einn að ryðjast gegn-
um hina miklu fylkingu véla, þar
sem tæki og menn stóðu eins og
tilbúin til átaka. Það varð ekki
hjá komizt að taka eftir einhverju
á þessari leið. Þar var áveitu- eða
vökvunartæki, sem Vakti athygli á
sér fyrir það að ná yfir 43 m breitt
svæði við notkun og geta úðað 2‘/í>
cm lagi af vatni á hálfan hektara á
3—4 klst. Það kemur vafalaust að
gagni í sumum héruðum á austur-
Sigurvegararnir i hinum einstöku flokkum nautgripa leiddir fram.
stakri deild, sem opnuð er þriðja
dag hennar. Er þá lögð nótt við
dag að tjaldabaki við að hluta
sundur skrokkana, vega, merkja
og dæma, og koma þeim síðan
þannig fyrir, að sýningargestir fái
góða rnynd af gerð þeirra hvers og
eins.
Hin aðaldeild sýningarinnar er
véladeildin. Þar sýna framleið-
endur búvélar, áhöld og ýmiss
konar tæki og varning, sem notað-
ur er við búrekstur. Langmest ber
á vélunum, en kjarnfóður, áburð-
ur, byggingarefni og lyf eru einn-
ig til sýnis, og ýmsar stofnanir
landbúnaðaríns hafa þar aðstöðu
til að kynna starfsemi sína. Vélar
hafa orðið vaxandi þáttur i sýn-
ingunni siðasta aldarfjórðunginn,
og varð það til þess, að hún var
flutt I þessa miklu sýningarhöll
árið 1949. Þetta var því 25. sýn-
ingin á þessum stað. Það eru Sam-
band landbúnaðarverkfræðinga
og Félag vélaframleiðenda og
vélasala, sem standa að þessum
þætti.
Uppruni sýningarinnar er þó
éldri, eins og nafnið bendir til, en
á Smithfield var hinn miklu jóla-
markaðsdagur með kjötgripi hald-
inn 17. des. ár hvert, og enn er
Smithfield-markaðurinn með
stærstu kjötsölustöðum heims.
Það var þann dag árið 1789, að
grundvöllur var lagður að stofnun
félagsskapar, sem hélt fyrstu
Smithfield-sýninguna árið eftir,
og frá því 1802 hefur félagsskap-
urinn verið nefndur Smithfield-
klúbburinn. Hefur vegur hans
farið vaxandi sem sést á þvi, að
hann öðlaðist konunglega viður-
kenningu árið 1962, sem mikill
sómi þykir að hér í landi.
FYRSTI
HLUTI