Morgunblaðið - 03.03.1974, Side 2
2
MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974
TÖLV UDEILD Borgarspítalans
hefur tekið í notkun nýja tækni í
úrvinnslu gagna, svokallaða fjar-
vinnslu. Fjarvinnsla er í því fólg-
in, að notandi langt f burtu frá
tölvu hefur aðgang að tölvunni
með sfmasambandi, gegnum fjar-
vinnslutæki eða útstöð. Þessi
tækni hefur ekki verið notuð hér-
lendis áður, þótt hún hafi verið
prófuð hér, og er með þessu því
brotið nýtt blað í sögu tölvunotk-
unar á tslandi. Utstöðin í Borgar-
spftalanum er í símasambandi við
tölvu Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavfkurborgar á Háaleitis-
braut. Með tilkomu þessarar nýju
tækni um sl. áramót var einnig
tekið í notkun nýtt og fullkomið
upplýsingavinnslukerfi fyrir
rannsóknadeild Boragspítalans.
Þessi nýja tækni var kynnt
fréttamönnum og >».nsum gestum
i Borgarspítalanum á föstudag.
Halldór Friðgeirsson, verkfræð-
ingur, sem starfað hefur við
tölvudeild spítalans í l'A ár við
undirbúning að þessari nýju
tækni og nýja upplýsingavinnslu-
r ••
Ólöf Jónsdóttir og Halldór Friðgeirsson við nokkur
fjarvinnslutækjanna. r
NY TOLVUTÆKNI A
r
BORGARSPITALANUM
kerfinu, sagði m.a., að upplýsinga-
vinnslukerfið væri byggt á stöðl-
uðu kerfi frá IBM og væri notað
víða i Bandaríkjunum, en ísland
væri fyrsta landið í Evrópu, sem
setti kerfið upp, og hefði það vak-
ið athygli sums staðar í Evrópu.
Kostirnir við að taka upp slíkt
staðlað kerfi væru m.a. þeir, að
það væri tilbúið og fullprófað —
mikil vinna hefði þó farið í að
aðlaga það aðstæðum spítalans —,
því væri haldið við af IBM og
reikna mætti með að margra
mannára sérfræðivinna lægi að
baki slikum kerfum. Kostirnir við
að setja upplýsingakerfið i tölvu
væru m.a. aukið öryggi, þar sem
allar upplýsingar væru vandlega
prófaðar, auðveldun tölfræðilegr-
ar úrvinnslu, sem mikilvæg væri
fyrir yfirmenn dei Idarinnar, auð-
veldum starfa meinatækna með
framleiðslu vinnugagna og lækn-
ar fengju upplýsingar frá deild-
inni á stöðluðu og vel læsilegu
formi. Þá gætu margir spitalar
notað kerfið samtímis og hægt
væri að nota það á mismunandi
vegu.
1 kynningunni kom fram, að
Selfossi, 2. marz.
SUNNUDAGINN 3. marz kl. 16
halda Sigriður E. Magnúsdóttir
söngkona og Jónas Ingimundar-
son píanóleikari tónleika i Sel-
fossbíói. Sigríður mun syngja lög
eftir innlenda og erlenda höfunda
við undirleik Jónasar. Auk þess
mun Jónas leika einleik á píanó.
Þau Sigríður og Jónas hafa að
undanförnu ferðazt víða um land
og haldið tónleika, bæði opinbera
og í skólum. Jónas tjáði mér, að
þau hefðu m.a. komið fram á
Egilsstöðum, Akureyri, Keflavík
og Borg i Grímsnesi. Á Akureyri
regluleg tölvunotkun við upplýs-
ingavinnslu hefur verið við rann-
sóknadeild síðan 1966, þar af dag-
lega frá 1968, við röntgendeild
síðan 1966 og við sjúklingabók-
hald og slysadeild síðan 1966.
Launa- og fjárhagsbókhald hefur
verið unnið í tölvu hjá Reykjavík-
urborg. Rannsóknadeildin er með
langstærsta tölvuverkefnið. A
deildinni eru framkvæmdar um
120 mismunandi rannsóknir á
ýmsum sýnum úr mannslikaman-
um. Árið 1973 voru framkvænidar
um 170 þús. rannsóknir í deild-
inni. Yfirlæknir á deildinni, dr.
Eggert Ö. Jóhannsson, innleiddi í
júni 1968 daglega vélvinnslu fyrir
upplýsingakerfi hennar og setti
IBM á islandi kerfið upp á sína
tölvu. Frá 1968 til síðustu ára-
móta var rannsóknardeildarverk-
efnið unnið daglega í tölvu IBM á
Klapparstíg af starfsfólki spítal-
ans og var farið með gögnin á
milli i bíl. En kerfið var hætt að
koma að fullum notum og varð
því að breyta til.
Hlutverk upplýsingakerfis
rannsóknadeildarinnar er að gefa
stjórnendum deildarinnar töl-
héldu þau t.d. fjóra tónleika fyrir
skólafólk og einnig á Egilsstöðum,
auk þess sem þau héldu opinbera
tónleika á bessum stöðum. Hann
kvaðst vera rnjö^; ánægður með að-
sóknina og gat þess t.d., að á
Egilsstöðum hefðu komið á fjórða
hundrað manns á söngskemmtun-
ina. Ég vil hvetja Selfyssinga og
aðra Árnesinga til að koma og
hlýða á tónleikana og sýna með
því, að við metum framtak þessa
unga og glæsilega listafólks, sem
hefur dugnað til að færa okkur
listina út á landsbyggðina.
— Tómas.
fræðilegar upplýsingar yfir fram-
leiðslutegundir, magn og gæði,
gefa meinatæknum upplýsingar
um hvaða rannsóknir á að fram-
kvæma, fyrir hverja, hvar og
hvenær, og gefa út rannsóknasvör
fyrir lækna.
Dr. Eggert Ó. Jóhannsson, yfir-
læknir, sagði í samtali við Mbl., að
tölvuvinnsla upplýsinganna bætti
vinnuskipulagninguna og yki hag-
ræðingu, villum ætti að fækka
verulega, yfirvinna minnkaði
stórlega og með tilkomu þessarar
nýju fjarvinnslutækni færu ekki
lengur milliliðir höndum um
upplýsingagögnin. Eggert kvað
tölvutæknina vera forsendu fyrir
því, að hægt yrði að taka upp
sjálfvirkni að einhverju leyti í
rannsóknastörfum deildarinnar.
Bjarni P. Jónasson, forstjóri
Skýrsluvéla ríkisins og Reykja-
víkurborgar, gat þess við þetta
tækifæri, að það verkefni, sem
Skýrsluvélar leystu af hendi fyrir
Borgarspítalann, væri um 10% af
verkefnum tölvu Skýrsluvéla og
þannig eitt af þeim stærstu. Ekki
væri búið að semja um greiðslu
fyrir það verk, en útlit væri fyrir,
að hún myndi verða um 8% af
tekjum stofnunarinnar.
Tækin í útstöðinni í Borgar-
spítalanum eru öll leigð frá IBM á
Islandi. Meðal þeirra eru spjalda
lesari, gatari og prentari, sem get-
ur skrifað allt upp í 350 línur á
mínútu.
Halldór Friðgeirsson sagði í
samtali við Mbl., að þegar búið
væri að reyna þessa tækni i 1—2
mánuði til viðbótar, yrði tekin
ákvörðun um það, hvort Land-
spítalinn ætti að koma sér upp
slfkri tækni og upplýsingakerfi
lika. Ef afráðið yrði að fara þá
leið, tæki það líklega um 1!4 ár að
koma því í framkvæmd.
Tónleikar á Selfossi
Prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins
Hverjir geta tekið
þátt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík?
Atkvæðisrétt I prófkjörinu
hafa allir stuðningsmenn D-list
ans I borgarstjórnarkosningun-
um í Reykjavík, er náð hafa 20
ára aldri 26. maí 1974 og áttu
lögheimili I Reykjavík 1. des-
ember 1973. Einnig meðlimir
sjálfstæðisfélaganna í Reykja-_
vík sem náð hafa 18 ára aldri
26. maí 1974 og áttu lögheimiil í
Réykjavík 1. desember 1973.
Hvar er kosið?
I dag eru opnir kjörstaðir í 8
kjörhverfum borgarinnar, og er
kosið kl. 14—19. Á morgun,
mánudag, er kosið I Tjarnarbúð
kl. 16—20.
Kjörstaðirnir, sem opnir eru I
dag eru þessir:
1) Nes- og Melahverfi, Hring-
braut og öll byggð sunnan
hennar. Kjörstaður: KR-heimili
við Frostaskjól.
2) Vestur- og miðbæjar-
hverfi, öll byggð vestan Berg-
staðastrætis Óðinsgötu og
Smiðjustígs og norðan Hring-
brautar. Kjörstaður: Galtafell,
Laufásvegi 47.
3) Austurbæjar-, Norðurmýr-
ar-, Hlíða- og Holtahverfi.
Hverfið takmarkast af 1. og 2.
kjörhverfi í suður og vestur,
Kringlumýrarbraut í austur, en
af Laugavegi og Skúlagötu í
nórður. Kjörstaður: Templara-
höllin við Eiríksgötu.
4) Laugarnes-, Langholts-,
Voga- og Heimahverfi. Öll
byggð norðan Suðurlandsbraut-
ar og hluta Laugavegs. Kjör-
staður: Samkomusalur Kassa-
gerðarinnar h/f við Kleppsveg.
5) Háaleitis-, Smáibuða-, Bú-
staða- og Fossvogshverfi.
Hverfið takmarkast af Kringlu-
mýrarbraut í vestur og Suður-
landsbraut í norður. Kjörstað-
ur: Miðbær við Háaleitisbraut
58—60.
6) Árbæjarhverfi og önnur
Reykjavíkurbyggð utan Elliða-
áa. Kjörstaður: Kaffistofa verk-
smiðjunnar Vífilfell h/f, Drag-
hálsi 1.
7) Bakka- og Stekkjahverfi
(Breiðholt I). Kjörstaður: Urð-
arbakka 2.
8) Fella- og Hólahverfi
(Breiðholt III). Kjörstaður:
Vesturberg 193.
Gilbert og Henry, sem kenna munu á skíðum í Hveradölum
næstu vikur og mánuði.
Skíðakennsla fyrir al-
menning í Hveradölum
TVEIR franskir skfðakennarar
eru nú staddir hér á landi til þess
að kenna almenningi á skfðum og
þjálfa íslenzka keppendur. Annar
þeirra, Gilbert, ht'ur verið hér í
nokkurn tíma og þjálfað hjá
Skíðafélagi Reykjavfkur, en hann
hefur einnig kennt í Kerlingar-
fjöllum. Hinn skíðakennarinn,
Henry Vidal, er nýkominn til
landsins á vegum Skíðasambands
Islands, en hann hóf skíða-
kennslu fyrir almenning í Hvera-
dölum í gær.
Þeir félagar báðir stunduðu
nám í Nice og kenndu þar einnig
á skíðum. Báðir hafa reynslu í
kennslu og þjálfun keppenda.
Hafa þeir skipulagt mörg nám-
skeið víða í Ölpunum og þá sér-
staklega fyrir stúdenta.
Henry verður hér á landi fram
yfir páska. Hann mun kenna alla
daga uppi í Hveradölum, á meðan
snjór helzt þar, en að öðrum kosti
verður kennslan flutt til. Kennsl-
an í Hveradölum verður alla virka
daga frá kl. 14—22 og verður
ávallt kennt í tveggja stunda önn-
um. Á laugardögum verður kennt
frá kl. 10—20 og á sunnudögum
frá kl. 10—17.30.
Kennt verður í þremur flokk-
um: Fyrir byrjendur, fyrir þá sem
eru að byrja að nota lyftuna og
fyrir þá sem eru vanir. Önnin
kostar 300 kr. fyrir manninn. I
fyrsta flokknum, fyrir byrjendur,
er reiknað með 12 ára gömlum og
upp úr. Um helgina kostar önnin
500 kr., en ávallt er reiknað með
15 mönnum í flokki. Þá mun Gil-
bert einnig taka nokkrar annir að
auki, en sem lágmark er reiknað
með 22 önnum í viku.
Framvegis verður reynt að selja
aðgangskort í öllum sportvöru-
verzlunum borgarinnar, en um
helgina verða kortin seld við
skíðalyftuna í Hveradölum.
Týndi bíað-
burðarlaununum
BLAÐBURÐ ARDRENGUR var
fyrir því óhappi að týna umslagi
með hluta af blaðburðarlaunum
sfnum, um þúsund krönum, í mið-
borginni sfðdegis á föstudag.
Hann hafði verið að verzla f O.
Ellingsen hf. rétt fyrir lokun, en
hefur svo týnt umslaginu I
nágrenni við verzlunina, e.t.v. f
Hafnarstrætinu. Utan á
umslaginu stóð Hávegur. Skilvfs
finnandi er beðinn að koma
umslaginu til lögreglunnar.
Lágafellskirkja
KIRKJUVIKA í Lágafellssókn
hefst í dag með æskulýðsmessu í
Lágafellskirkju. Þetta er í 15
skiptið, sem efnt er til kirkjuviku
í Lágafellskirkju, eða allt frá
árinu 1960. Samkomur verða i
kirkjunni á mánudags-, þriðju-
dags- og miðvikudagskvöld með
fjölbreyttri dagskrá og hefjast
samkomurnar öll kvöldin kl. 9
síðd.