Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 48
ÞEIR RUKH UIÐSKIPTin SEm RUGLVSR I J¥lor0wnMíií»ittu úvmmMafoifo SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 IRargnnMðbRi nUGLVSincnR ^-»22480 Færð spilltist talsvert á vestanverðu landinu VEGNA vonzkuveðurs á vestan- verðu landinu á föstudag spilltist færð talsvert á þessum slóðum. Á Vestfjörðum eru fjallvegir ófærir og vestast á Snæfellsnesi, þ.e. á Útnesvegi og Fróðárheiði, var ófært, en fært að norðanverðu til Olafsvfkur og Hellissands og að sunnanverðu að Fróðárheiði. Kerlingarskarð var ófært, en Hey- dalir opnir. Brattabrekka var lokuð, en fært tilBúðardals um Skógaströnd, en lokað þar fyrir norðan. Holta- vörðuheiði átti að ryðja á föstu- dag en var ekki unnt vegna veð- urs, fyrr en um miðnætti, að hægt var að fylgja bílalest yfir. í gær átti að reyna að halda leiðinni opinni, svo lengi sem ekki færi að fenna. A Norðurlandi var yfirleitt greiðfært, allt til Raufarhafnar.Á Austfjörðum voru fjallvegir yfir- leitt ófærir. en fært um suður- firðina allt til Hornafjarðar og leiðin sunnan jökla opin. Færð var ágæt áSuðurlandi, samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits Vega- gerðarinnar. „Vonum, að virkilega verði reynt að semja” — segir Kristján Ragnarsson formaður LIÚ Landhelgisgæzlan hefur nú tekið tvo hvalbáta f þjónustu sfna. Þeir lágu báðir f Reykjavfkurhöfn í gærmorgun, grámálaðir með íslenzka fánann í skut. Til vinstri er Týr en hinum hefur enn ekki veriðgefið nafn. (Ljósm. Ól. K.IVf.) ER LOÐNAN BÚIN? Fiskifræðingar vonast þó eftir að meiri loðna eigi eftir að ganga upp að landinu LlTIL loðnuveiði hefur verið að undanförnu og frá miðnætti á föstudag til hádegis f gær til- kynntu aðeins sjö skip um afla. Sex skipin fengu afla við Ingólfs- höfða en eitt hér í Faxaflóa. Ein ástæðan fyrir minnkandi loðnu veiði er slæmt veður upp á sfð- kastið en jafnframt eru teknar að vakna spurningar hvort loðnan sé búin. Það kemur þó væntanlega betur í Ijós, þegar veðrið er geng- ið niður, þvf að einnig getur ver- ið, að hún hafi fært sig til. Loðn- an, sem nú veiðist, er yfirleitt mjög léleg til frystingar. Á mið- nætti á föstudag var heildarafl- inn orðinn 354,893 tonn en var alla vertíðina í fyrra um 440 þús- und tonn. Hæstu bátarnir eftir veiðina í fyrrinótt voru Gfsli Arni með 400 tonn, Ásberg með 370 tonn, Súlan með 280 og Örn með 140. Morgunblaðið náði í gær tali af Hjálmari Vilhjálmssyni fiskifræð- ingi um borð í Árna Friðrikssyni, sem nú er að leita fyrir Austurlandi. Hjálmar sagði, að öll sú loðna, sem komin væri upp að landinu, virtist vera búin að hrygna. Hann kvaðst þó vona, að meiri loðna gengi upp að landinu áður en langt um liði. Þetta væri þó hrein ágiskun en Hjálmar kvaðst byggja þessa von sína á rannsókn- arferð Árna Friðrikssonar í janú- armánuði. Þá fundu leiðangurs- menn nokkuð fyrir norðan megin gönguna sem nú er gengin upp að landinu, blöndu af hrygningar- loðnu og smáloðnu og taldi Hjám- ar lfkur á, að hrygningarloðnan úr þessari blöndu ætti eftir að ganga upp að landinu. Hann taldi ekki fráleitt að ætla, að um mán- uður væri milli megin göngunnar og þessarar blönduloðnu, og taldi, að hér væri allmikið magn á ferð- inni, þó að það væri e.t.v. ekki eins mikið og það, sem komið væri. Þess má geta, að um miðja síð- ustu viku fannst loðna í Lóns- bugt, sem átti eftir að hrygna, og taldi Hjálmar, að þar hefði getað verið á ferð fyrri parturinn af fyrrgreindri hrygningarloðnu. Eins kvað Hjálmar trollbáta hafa SÁTTASEMJARI boðaði til samningafundar með sjómönnum og útgerðarmönnum eftir hádegi í gær. Mbl. sneri sér til Jóns Sigurðssonar, forseta Sjómanna- sambandsins, og Kristjáns Ragnarssonar, formanns Lands- sambands fsl. útvegsmanna, og spurði þá álits á stöðunni í samningamálunum. Formannafund- ur Skógræktar- félags Islands FORMANNAFUNDUR Skóg- ræktarfélags Islands fer fram um helgina í fundarsal Hótel Holts. Fundinn sækja formenn skóg- ræktarfélaganna víðs vegar að af landinu ásamt starfsmönnum Skógræktar ríkisins. Aðalmálefni fundarins er, hvernig skuli minn- ast 75 ára afmælis skógræktar á íslandi, sem er á þessu ári. Nánar verður sagt frá fundinum síðar. orðið vara við loðnu suður af Hvalbak og sagði, að Árni Frið- riksson myndi nú halda á þær slóðir til að kanna hvort þar væri komin þessi síðari hrygningar- loðna. NOKKRIR Vestmannaeyingar héldu í morgun til Noregs tilþess að kynna sér ákveðna tegund til- búinna húsa, sem þeir hyggjast kaupa til Eyja fyrir vorið. Vegna hinnar miklu óvissu, sem rikir í öllum uppbyggingarmálum Vest- mannaeyja, hafa þessir menn séð sig tilneydda til þess að gera ein- hverjar róttækar ráðstafanir. All- ir þessir menn misstu hús sin í eldgosinu, en ætluðu aðganga inn í áform um byggingaráætlanir, sem mikið var slegið upp og talað um á sínum tima, en virðast síðan hafa dagað uppi í úrræðaleysi yf- irvalda. Sérstaklega horfir þetta mál illa fyrir þúsundir Vest- mannaeyinga, sem verða húsnæð- islausir í vor og haust og þá, sem ekki hafa komizt heim til Eyja Kristján Ragnarsson sagði, að samningsaðilarnir vildu ekki láta mikið uppi um stöðuna núna, „en við vonumst til þess, að það verði virkilega reynt að ná samningum nú um helgina, og við vonumst til þess, að það takist.“ Jón Sigurðsson kvað stöðuna þá sömu f samningamálunum og fyrir verkfall, en samningaviðræðurn- ar höfðu legið niðri í um 10 daga, þar til sl. fimmtudag, en þá var stuttur fundur. „Það er unnið að ýmsum sérmálum," sagði Jón, „og við höfum notað tímann á milli funda til að vinna að þeim.“ Aðildarfélög Sjómannasambands- ins hafa veitt stjórnum sínum heimild til vinnustöðvana, „en ég vona bara, að ekki þurfi að grípa til þeirra aðgerða," sagði Jón, „skæruhernaður er alltaf slæm- ur.“ -------------- Samkvæmt áætl- un segir við- skiptaráðherra MORGUNBLAÐH) sneri sér I gær til Lúðvfks Jósefssonar viðskipta- ráðherra og spurði hann hverra viðbragða væri að vænta af hálfu verðlagsyfirvalda vegna ákvörð- unar samtaka kaupmanna um að fresta að taka afstöðu til nýgerðra kjarasamninga fyrr en fengizt hafa fram breytingar á verðlags- máium verzlunarinnar. „Það verður unnið að þessum málum eins og til stóð,“ sagði ráðherra, „og verður allt sam- kvæmt áætlun. Meira hef ég ekki að segja um málið.“ aftur eftir gos vegna húsnæðis- leysis. Eyjamennirnir, sem héldu utan f morgun, munu koma aftur um miðja viku. Skemmdarverk SKEMMDARVERK voru framin á nokkrum bifreiðum Bflaleigu Loftleiða við Flugvallarveg f fyrrinótt. Voru rúður brotnar f bifreiðunum og einnig var flösku grýtt gegnum stóra rúðu f af- greiðsluskála bflaleigunnar. Þá var f fyrrinótt brotizt inn í kjörbúð og stolið tóbaksvörum o.fl. og f mjólkurbúð og stolið skiptimynt. Prófkjörið: — 8 kjör- staðir opna kl. 14 1 DAGheldur prófkjör um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins f Reykjavfk áfram. Kosið verður frá kl. 14—19 f dag og eru 8 kjörstaðir opnir í borginni. Á bls. 2 í dag er yfirlit um kjörstaði og kjörhverfi. A morgun, mánudag, verður einn kjörstaður opinn í Tjarnarbúð frá kl. 16—20. Frambjóðendur i prófkjörinu eru 53. Kosningin fer þannig fram, að kjósandi merkir með krossi fyrir framan nöfn þeirra, er hann vill kjósa. Ekki má kjósa færri en 8 frambjóðendur og ekki fleiri en 12. Allir þeir, sem hyggjast styðja Sjálfstæðisflokkinn f borgar- stjórnarkosningunum f vor, hafa rétt til þátttöku 1 prófkjörinu. Eyjamenn skreppa út að skoða hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.