Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 15 ... þeir eru frum- legir í þokkabót □ Þeir eru ef til vill ekki marg- ir, sem hafa átt þess kost að hlýða á söngflokkinn ÞOKKABÓT, en þeir sem það hafa gert, skilja okk- ur Slagsíðumenn sjálfsagt þegar við fullyrðum, að þar séu á ferð- inni skemmtikraftar sem vert er að gefa nánari gaum. Slagsíðu- menn brugðu sér nefnilega á æf- ingu hjá Þokkabót ekki alls fyrir löngu og komust þá að raun um að meðlimir söngflokksins hafa allt til þess að bera að verða fyrsta flokks skemmtikraftar. Hljóð- færaleikur er með miklum ágæt- um, samstilling radda til fyrir- myndar og þeir eru frumlegir í þokkabót, — a.m.k. var ekki að heyra neitt í flutningi þeirra, sem minnti á hefðbundna framkomu eða lagaval hinna gömlu íslenzku söngflokka, sem flestir hverjir eru nú hættir störfum. Lagaval er mjög fjölbreytt, eins konar blanda af islenzkum þjóð- Iögum, negrasálmum, irskum þjóðlögum, ádeilusöngvum og grinvísum, m.ö.o. tónlist 'úr öllum áttum. En þar með er ekki allt upp talið því að þeir félagar hafa nefnilega í hyggju að bæta kvartett-söng í M.A. stil í efnis- skrá sína, enda hafa þeir öll tök á því þar sem einn þeirra er liðtæk- ur pianóleikari og hinir hafa iðk- að kvartettsöng í einkasamkvæm- um um árabil. Þá ber þess að geta, að í samstarfi við Þokkabót er ungur og upprennandi skemmti- kraftur, eftirherman Jóhannes Ágústsson (þekktur undir nafn- inu Jói frændi) og mun hann koma fram á skemmtunum með söngflokknum þegar svo ber undir og þess er óskað. Þeir í Þokkabót hafa sem sagt ekki í hyggju að skreyta efnisskrá sína með bröndurum á milli laga eins og lengi hefur verið hefð hjá is- lenzkum söngflokkum, heldur mun Jói frændi sjá um þá hlið málsins. Sú hugmynd hefur einn- ig komið upp að tengja eftirherm- urnar ljóðrænu og tónlistarlegu ívafi, en það mál er enn á byrj- unarstigi. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess, að sá ágæti aust- firzki bær Seyðisfjörður kemur mjög við sögu I sambandi við Þokkabót. Þrir þeirra hafa átt þar heimili um lengri eða skemmri tima, allir hafa þeir starfað þar að tónlistarmálum og það var þar sem hugmyndin um söngflokkinn Þokkabót kom fyrst fram. En þrátt fyrir náin tengsl við Seyðis- fjörð hafa þeir í Þokkabót í hyggju að starfa að miklu leyti hér á höfuðborgarsvæðinu, a.m.k. fyrst um sinn, og munu þeir verða í einhverju sambandi við hina gagnmerku umboðsskrifstofu Ámunda Ámundasonar. í Þokkabót eru: Gylfi Gunnarsson sem syngur og leikur á gítar. Gylfi er Seyð- firðingur í húð og hár og hefur lengi starfað með hljómsveitum þar eystra. Gylfi útskrifast úr söngkennaradeild Tónlistarsköl- ans i Reykjavík nú í vor, og meðal annarra frægðarverka sem hann hefur sér til ágætis unnið má nefna, að hann fór með hlutverk Annas æðstaprests í uppfærslu Leikfélags Reykjavikur á Súþer- star i vor er leið. Ingólfur Steinsson er Seyðfirð- ingur eins og Gylfi og auk þess að syngja leikur hann einnig á gítar. Ingólfur hefur sungið og spilað í mörg ár, vgr m.a. I því ágæta triói, sem tók þátt í sýningu Leikfélags Akureyrar á Jörundi hundadaga- konungi. Ingólfur var eins og Gylfi þátttakandi í Superstar og Eg opna á þjóð- hátíðarárinu ENN verða menn sennilega að bíða um skeið unz þeir geta farið að skemmta sér í hinu risavaxna nýja Sigtúni, sem Sigmar veitingamaður er að koma upp inni á Suðurlandsbraut. Sigmar sagði Slagsíðunni, að hann væri alltaf að búast við, að þessu færi nú að ljúka en síðan yrði raunin önnur. Varðist Sigmar allra nánari frétta af fyrirkomulagi, stefnu og stíl þessa nýja dans- húss, en sagði þó, að fyrst i stað yrði aðeinsneðstahæðininotk- un, og þar yrði bæði matur og drykkur veittur. Eins og fram hefur komið i fréttum, hefur verið stofnað ný hljómsveit til að leika fyrir gesti Sigmars. Nefnist hún tslandia og er skipuð úrvals hljóðfæraleikurum undir forystu Þuríðar Sigurðardóttur og Pálma Gunnarssonar. Er það því nokkurt tilhlökkunarefni að kynnast þessum nýja skemmti- stað, — ekki sízt vegna tilfinnan- legrar fábreytni i þeim efnum í Reykjavík. En sem sagt, enn verða menn að sýna biðlund og eina tímasetningin, sem Sigmar vildi gefa upp, var: „Ég reikna með að opna á þjóðhátíðarárinu." Það þótti Slagsiðunni þó alltént gott. # Eftirhermusnillingurinn Jói frændi á æfingu niðri á Lækjar- torgi. fór hann með hlutverk eins af postulunum. Ingólfur lék um langt skeið með danshljómsveit- um austur á fjörðum og má þar m.a. nefna hljómsveitina Eins- dæmi sem starfaði við mikinn orðstír áSeyðisfirði ásl. sumri. Magnús Einarsson leikur á kontrabassa og syngur. Hann hefur mikið komið við sögu í tón- listarlífi Austfirðinga, lék um skeið með Nasasjón á Seyðisfirði að ógleymdri hljómsveitinni For- húð frá Hornafirði, en sú hljóm- sveit starfaði þar fyrir u.þ.b. þremur árum. Halldór Gunnarsson er borinn og barnfæddur í Hveragerði en hefur starfað í hljómsveitum fyrir austan og var m.a. með þeim Gylfa og Ingólfi í Einsdæmi. Hann syngur, leikur á flautu, munnhörpu, bongótrommur og píanó þegar svo ber undir. Þess má geta að Halldór var orgelleik- ari í hljómsveitinni Torrek, sem Framhald á bls. 21. Kynlegt kver atarna Þokkabót, f.v. Magnús, Halldór, Ingólfur og Gylfi. HAFNAÐ hefur i höndunum á Slagsiðunni nýútgefið kver eitt allsérstætt að gerð og efni. Höf- undur og útgefendur kversins eru Edda og Gunna. Þar sem Slagsfð- an stóð eiginlega á gati, þegar til þess kom að segja frá kveri þessu, var slegið á þráðinn til Gunnu. Hún var eiginlega jafnilla sett og Slagsíðan i þessum efnum, en lét þó uppi, að þær Edda hefðu gefið þetta kver út „að gamni okkar“. Þetta þóttu Slagsfðunni mikil tfð- indi og stór. Slagsíðan leyfir sér að slá þvi fram — svona til að slá einhverju fram — að saga þeirra Eddu og Gunnu (Edda skrifar en Gunna teiknar) sé goðsöguleg smásögn af sambandi karls og konu. Og nú setti Slagsiðan upp spekingssvip og fitjaði gáfulega upp á nefið. Sagði Gunna okkur, að Edda hefði skrifað þessa sögu fyrir fimm árum. Því er það svo, að þótt i sögunni sjálfri sé látið í ljós nokk- urt vonleysi um að karlar og kon- ur muni nokkurn tíma ná saman, (að því er bezt verður séð vegna þess, að „karlmaðurinn hafi ekk- ert móðurlíf og gat því ekki getið af sér afkvæmi“.) þá telja þær Edda og Gunna, að í dag, fimm árum eftir að sagan var skrifuð, hafi skilningur náðst milli kynj- anna. Er það breytta viðhorf sett fram á all nýstárlegan hátt á bak- síðu kversins góða, og kemur Halldór Laxness þar fram sem eins konar bjargvættur Eddu og Gunnu og sambands kynjanna. Enda sagði Gunna: „Kiljan er eini maðurinn í lífi okkar. Hann er eini maðurinn, sem stendur á bak við það, að skilningur hefur náðst." Þær Edda og Gunna hyggja ekki á frekari útgáfustarfsemi í bráð, — enda Edda komin til Ameriku („sennilega vegna þess, HHDÍNN I LOK/D \JLRKI SINU Fyrsta blaðsfða kversins góða. að það er svo gott að æra lýðinn í Ameríku," sagði Gunna), en Gunna er hér heima, — og býr til kerti. „Við erum orðnar hund- leiðar á tíðarandanum,“ var það, sem Gunna hafði að segja um stöðuna á heimamiðunum, „hann er að sjúga merginn úr Is- lendingum.“ — Slagsíðan óskar þeim til hamingju með þennan menningarviðburð, sem mun væntanlegur í bókaverzlanir nú upn úr „-rkfalli. brifadálkur „Oft er fjör í Eyjum, þegar fiskast vel“ — eitthvað í þessum dúr hraut af vörumeins stór- skáldsins forðum daga. Okkur komu þessar ljóð- línur í hug, þegar okkur barst þessi mynd af starfsstúlku í frystihúsi Isfélags Vestmannaeyja — en hún er engin önn- ur en Shady Owens, sem um árabil var ein vinsæl- asta söngkonan í ís- lenzka poppheiminum, en hefur nú flutzt til Eyja og starfað þar í fiskvinnu í allan vetur. Sjálfsagt tekur Shady lagið yfir þerskflök- unum af og til, þegar vel liggur á henni, og þá kannski þetta: „Þeir sigla á fullri ferð með þorskinn heim, bátarnir, og fara á ball með stelp- unum, ef stoppa þeir í landi, strákarnir!" □ Þetta vörpulega fólk á myndinni hér að ofan kom fram á þjóðlaga- kvöldi sem haldið var uppi á Akranesi f síðustu viku, og hafa þær fregnir borizt til Slagsfðunnar, að kvöid þetta hafi verið þrællfflegt og tilþrifamikið. Vrrðist sem talsverð gróska sé I tónffnum börkum Skagamanna, þvf þarna komu fram átta innfæddir flytjendur auk hins askvaðandi aðkomumanns Arna eyjatrölls Johnsen, sem jafnframt stjórnaði samkundunni. Hún var haldin f samkomusal Sjálfstæðishúss- ins og var það þéttsetið af ungu fólki frá 15 ára aldri og upp úr, — alls um 60 manns. A myndinni eru f.v. Andrés Helgason, Ingimar Arnason. Ingibjörg Gestsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Guðrún Aradóttir, Árni Johnsen og Marfanna Hallgrfmsson. Þeir Andrés, Ingimar og Bjarni mynda tríó, Marfanna syngur sjálf með gftarundirleik og Guðrún og Ingibjörg eru dúó. Einnig lék Aðalsteinn Aðalsteinsson á munnhörpu og Guðmundur R. Ingólfsson stjórnaði hljómtækjunum. Þá var ríf- legur f jöldasöngur kyrjaður. breff „SLAGSIÐAN’ MORGUNBLAÐIÐ PÓSTHÓLF 200 REYKJAVÍK Hvar getur maður fengið stórar myndir (helzt litmynd- ir) af poppstjörnum eins og David Cassidy, Alice Cooper, Gary Glitter o.fl. og hvar getur maður fengið myndir af hljóm- sveitum eins og Slade, Wings, Dawn, Focus o.fl.? Tóta spyr: Hvar getur maður fengið myndir af islenzkum popp- stjörnum? Svör: Við vitum ekki um neinn aðila, sem selur myndir af islenzkum poppstjörnum — en ef einhver slíkur er til, má hann gjarnan hafa samband við SLAGSÍÐUNA, svo að hún geti veitt betra svar við þessari spurningu. En hins vegar er auðveldara að nálgast myndir, einnig litmyndir, af erlendum poppstjörnum. Bæði er það, að verzlanir þær, sem hafa vegg- myndir á boðstólum (plaköt), hafa oft slíkar myndir af popp- stjörnum í myndarlegri stærð, og svo er vænlegt að kaupa þýzk (m.a. Bravo, Pop), dönsk (Vi unge) og ensk (Sounds, Disc, Jackie o.fl.) poppblöð þvi að þessum blöðum fylgja oftast stórar litmyndir af popp- stjörnum og hljómsveitum og margar smærri litmyndir einnig. Þessi blöð eru seld i ýmsum bókaverzlunum i Reykjavík og viðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.