Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 KROSSGOTUR Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason Æskulýðsstofan „ÖRKIN” Ritaó I guðs mynd . . . Biblfan segir okkur frá þvf, hvemig kærleikur Guðs er frumorsök allrar sköp- unarinnar. Knúinn af kær- leika sfnum skapaði hann manninn f sinni mynd, til samfélags við sig. Og það greinir manninn frá allri annarri sköpun, að hann get- ur trúað áGuð. Þegar okkur er sagt, að við séum skapaðir.f Guðs mynd, er auðvitað ekki verið að lýsa útliti Guðs, heldur er okkur sagt, að við séum sköpuð sem sjálfstæðar per- sónur með möguleika til samfélags við Guð eftir frjálsu vali okkar sjálfra. Þessi frjálsi vilji okkar ber f sér mikla ábyrgð. Ef við getum valið þjónustuna við Guð af frjálsum vilja, hlýtur hinn möguleikinn einnig að vera fyrir hendi, að við getum hafnað Guði, snúið baki við honum. Gætum þess, að við mis- notum ekki frelsi okkar í afstöðunni tilGuðs. Jónas Gfslason. Það má segja, að föstudaginn 22. febrúar hafi Æskulýðsstof- unni „örkinni" verið hleypt af stokkunum, en þá var auglýst fyrsta „opna húsið“, eins og það er kallað. Okkur þótti forvitni- legt að kynnast því hvað hér væri á seyði og brugðum okkur því á vettvang. Örkin er staðsett f hjarta Hafnarfjarðar, Vesturgötu 4, annarri hæð. Húsnæði er mjög skemmtilegt, allt undir súð, og myndar hlýlegan ramma um það starf, sem þarna er unnið. Þegar við komum í staðinn voru þegar komnir nokkrir unglingar og var okkur öllum fljótlega vísað inn í setustofuna og þar var byrjað með því að syngja nokkra létta kristilega söngva. Þá voru al lir boðnir vel- komnir og gerð svolítil grein fyrir þessu starfi, sem þarna var að hefjast. Að því loknu var unglingunum svo boðið að not- færa sér þá aðstöðu, sem er fyrir hendi, en það eru ýmis leiktæki, spil, töfl, bækur, plöt- ur o.s.frv. Auk þess voru svo á boðstólum veitingar, kaffi eða kók og kökur. Við tókum nokkra af aðstand- endum „Arkarinnar“ tali, og báðum þá að gera grein fyrir því starfi sem hér var að hefj- ast. Það er sundurleitur hópur, sem að„Örkinni“stendur, enda tala menn jafnvel ekki allir sama tungumálið. Upphaflega voru þau sjö, sem fyrir tveimur árum byrjuðu að koma saman og mynduðu bænahóp. Þau höfðu áhuga á að koma af stað einhverju sliku starfi og tóku að biðja fyrir því, að svo mætti verða, og nú hafa þau fengið svar. Það smáfjölgaði í hópnum og nú munu þau vera u.þ.b. 25 af 6 þjóðernum, en hópurinn er opinn öllum þeim, sem hafa áhuga. Það, sem sameinar þau (31, þrátt fyrir mismunandi þjóðerni og tungumál, er Jesús Kristur, sém frelsar: Þau trúa því, að hann eigi erindi til allra manna og vilja með þessu starfi leggja fram sinn skerf til að svo megi verða. En mörg þeirra hafa kynnzt svipuðu starfi er- Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur nefnt vikuna 3.—^10 marz, Æskulýðs- og fórnarviku kirkjunnar. Hjálparstofnun kirkjunnar og Kristniboðssamband íslands ásamt æskulýðsstarfinu hafa sameinazt um að beina sjónum landsmanna að neyðinni I Eþíópíu. Lögð er áherzla á, að við getum rétt hungruðu fólki hjálparhönd með fjárframlögum okkar og bent er á hvernig íslenzkir kristniboðar hafa unnið mikið starf I Eþíópiu síðustu 20 ár Samkomur verða haldnar viðs vegar um landið og má segja, að vikan hefjist með útvarpsguðsþjón- ustu i Akureyrarkirkju þann þriðja Þar flytja félagar i Æskulýðsfélagi Akureyrar söngbálkinn „Eþiópla" eftir sr. Hauk Ágústsson. Þá verður og kvöldvaka í kirkjunni og sam- komur verða á Egilsstöðum. ísafirði, Selfossi og e.t.v. á fleiri stöðum, er vitað um samkomu í Stapa á vegum sóknarprestsins í Keflavík. Að sögn Guðmundar Einarssonar æskulýðsfulltrúa er þess vænzt, að fólk sjái sér fært að sækja þær samkomur og messur, sem boðið er upp á, ög hvetur hann alla til að koma og gefa gaum að því, sem flutt verður. Að lokum sagði Guðmund- ur, að stórsamkoma yrði I Dómkirkj- unni að kvöldi 10. marz. Þar verður fluttur söngbálkurinn eftir sr. Hauk Ágústsson og ungt fólk flytur kristilega tónlist, Vonaðist Guðmundur eftir að sjá sem flesta á þeirri samkomu, helzt fólk á öllum aldri. lendis, bæði á Norðurlönd- unum og i Englandi. Húsnæðið bauðst þeim fyrir jólin og þau ákváðu að taka það á leigu í sex mánuði til að byrja með. Það var þá í mjög slæmu ástandi og þau hafa síðan sjálf unnið að lagfæringum á því, en þeim er nú að mestu lokið. Þeg- ar hafa verið haldnar nokkrar samkomur og sýnd kvikmynd, með umræðum á eftir, en þetta var fyrsta „opna húsið". Það er ætlunin að hafa slík opin hús á hverju föstudagskvöldi fyrst um sinn. Annars er starfið ekki enn mótað í smáatriðum, reynslan verður látin skera úr um það hvernig starfað verður. Núna starfa þau þannig, að hópurinn skiptir sér hverju sinni, þannig að nokkrir fara út á göturnar og bjóða ungling- unum f opna húsið, meðan aðrir eru svo um borð í „Örkinni" og taka á móti þeim, sem koma. Ekki er um að ræða neina skipulagða dagskrá, en ungling- arnir geta notfært sér þá að- stöðu, sem leiktækin og hús- næðið bjóða til skemmtunar, eða sungið og spjallað saman. Þau leggja áherzlu á, að hér er um kristiiegt starf að ræða. Markmiðið er, að unglingarnir kynnist Jesú sem frelsara. Þau vilja nátilþeirra unglinga, sem ráfa um göturnar og hanga í sjoppunum á kvöldin og benda þeim á, að Jesús er svarið við spumingum þeirra. Það er mikil þörf fyrir staði eins og „örkina“,þar sem unglingarnir geta komið saman. Þeir hafa í dag ekkert nema götuna, sjopp- urnar og aðra óheppilega staði. Sem dæmi um þetta vandamál benda þau á það, að sennilega er „örkin“ eini staðurinn í Hafnarfirði, þar sem aðstaða er fyrir unglinga að koma og leika borðtennis. Um leið og þau boða unglingunum Krist, telja þau sig því einnig vera að bæta félagslega aðstöðu ungling- anna, þó að i litlum mæli sé, og fá þau til að hugsa um annað en áfengið. Þau tóku það skýrt fram, að þau vom ekki með þessu starfi að stofna neinn sérsöfnuð, heldur þvert á móti. Starfið er öllum opið og þau líta á það sem stuðning við starf kirkjunnar. Að lokum töluðu þau um það, að þau þyrftu á fleira ungu, kristnu fólki að halda. Til þess að koma, bjóða kunningjum sínum með og taka á móti og tala við þá, sem koma. En það er mikil þörf fyrir að ná per- sónulegu sambandi við þá ungl- inga, sem koma. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með þessu nýstárlega fram- taki þeirra í „Örkinni". Von- andi tekst þeim að skapa hafn- firzkum unglingum það at- hvarf, sem þeir þarfnast. At- hvarf þar sem þeim er bent á veginn, veginn eina, sem Jesús Kristur hefur gert okkur mönn- unum kleift að ganga. Veginn, sem endar með eilífu lífi hjá Guði. K.S.F. í Skálholti GUÐ ÞARFNAST HANDA ÞINNA Eins og margir vj.ta, er rekinn f Skálholti lýðháskóli á vegum kirkjunnar. Þar eru í vetur 27 nemendur á aldrinum 18—25 ára og leggja þeir stund á ýmis fræði til framhalds- eða endur- menntunar. Á miðvikudögum koma oft gestir til að flytja fyrirlestra eða fróðleik 1 öðru formi og stundum eru líka gestakomur á Iaugardögum. Nýlega kynnti Kristilegt stúdentafélag starfsemi sína fyrir nemendum. Við notuðum tækifærið og spjölluðum ofur- Iítið við sr. Heimi Steinsson rektor og spurðum m.a. til hvers slíkur skóli starfaði: „Hann er eins og aðrir lýðhá- skólar á Norðurlöndum ætlaður til þess að efla frjálsa, almenna fullorðinsfræðslu, og hann er miðaður við fólk, sem er komið undir tvítugt og vill annaðhvort halda áfram námi eða taka upp rofinn námsþráð að nýju, með frekara nám eða ýmis störf fyrir augum. Þetta er almenn fullorðinsfræðsla að því leyti, að hann á helzt að vera opinn öllum, sem lokið hafa skyldu- námi og náð hafa þessum aldri, og almenn að því leyti, að hann reynir að stikla á eins mörgum greinum og hægt er.Og frjáls á þessi fræðsla að vera, að því leyti, að valfrelsi er mikið á skólanum, raunar yfirgnæfandi og engin próf eru tekin.“ „Og hvernig er námi háttað?“ „Nokkrar greinar eru skyldu- greinar, islenzka, íslandssaga og menningarsaga, samtímavið- burðir, sem við köllum, og frjálsir fyrirlestrar, en annað er frjálst.“ „Eru miklar umræður meðal nemenda í sambandi við þessa fyrirlestra?" „Það hefur verið furðu vax- andi þátttaka í vetur finnst mér og þá sérstaklega f mörgum miðvikudagsfyrirlestrum, þar sem tekin eru fyrir ýmis efni og skemmtileg og vaxandi þátt- taka í hinum ýmsu greinum, sem varða lífsskoðunar- myndun. Fulltrúar stjórnmála- flokkanna hafa komið hér hver á fætur öðrum og hafa sannar- lega ekki þurft að kvarta undan því að vera ekki spurðir spjör- unum úr.“ Formaður K.S.F. segir frá starfi félagsins. „Ræðið þið mikið trúmál?“ „Hvað nemendur ræða sín á milli þegar við erum fjarri, get ég ekki svarað, en við höfum hér kennslu í heimspekisögu, almennri trúarbragðasögu og kristnisögu þar með, siðfræði og biblíulestrum og i þessum tímum höfum við náttúrlega að- stöðu til að ræða trúmál frá ýmsum hliðum.“ „Er lögð sérstök áherzla á kristindóminn vegna þess að þetta er skóli rekinn af kirkj- unni?“ „Ef borið er saman við aðra skóla þá geri ég ráð fyrir, að hægt sé að segja, að lögð sé talsvert meiri áherzla á kristin- dóminn hér heldur en annars staðar. Auk þess, sem ég áður sagði um námsgreinar, eru hér vikulegar guðsþjónustur, sem allir nemendur sækja. Fleira mætti telja. Yfirleitt held ég, að sé óhætt að segja, að þessi skóli fari á engan hátt 1 felur með það, hver að baki honum stend- ur.“ Nokkrir félagsmenn K.S.F. kynntu starfsemi félagsins, sagt var frá hvernig það starfar meðal háskólastúdenta að markmiði sinu, en þau eru tvö: Að boða trú á Jesúm Krist og veita mönnum samfélag í trúnni. Nemendur hlustuðu með at- hygli á það, sem flutt var, og sýndu áhuga á bókum, sem fé- lagið hefur á boðstólum Eru það mest allt enskar bækur um kristileg efni, sem enska kristi- lega stúdentahreyfingin gefur út. Þá hefur K.S.F. gefið út nokkra bæklinga og einn ber heitið Kristindómur — nútíma þekking. Nemendur fengu þann bækling og sagði rektor, að hann hefði hug á að nota hann í umræðuhópum. 1 kvöldmatnum urðu nokkrar umræður um kristindóminn og virðist svo sem áhugi sé fyrir honum meðal margra nemenda. Einn piltanna sagði m.a., að hann vildi helzt ekki taka ákveðna afstöðu til neinnar trúar fyrr en hann væri búinn að kynnast fleiri trúarbrögðum en kristninni. Hann sagðist einu sinni hafa átt trú, sem drengur þegar hann var eitt sinn á báti með félaga sínum á Þingvallavatni, og óveður skall á. „Þá báðumst við fyrir, en síðan hef ég ekki gert það.“ Þá sagði ein stúlknanna, að sér þætti leiðinlegt að þurft hefði að fella niður tíma í Biblíuskýringum vegna ónógr- ar þátttöku. Það var að heyra á þessum umræðum öllum, að ekki var nemendum fullkomlega ljóst enn hver eru grundvallaratriði kristinnar trúar. En þess er að vænta, að eftir námið þennan vetur verði nem- endum ljóst hvaða þýðingu kristin trú hefur enn í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.