Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUD'AGUR 3. MARZ 1974
r
Birgir Isl. Gunnarsson
borgarstjóri:
V akning
Aldraðir dveljist
sem lengst
í heimahúsum
Fróðlegt er í þessu sambandi að
rifja upp ymsa starfsemi á veg-
um Reykjavíkurborgar í þágu
aldraðra, svo og hvert horfir í
þessum efnum nú. Meginstefna
borgarinnar i málefnum aldraðra
hefur verið sú, að fólk geti sem
lengst dvalið í sínum heimahús-
um í umhverfi, sem það sjálft á
mestan þátt í að skapa. Vandamál
aldraðs fólks í þessu efni er hins
vegar oft það, að litlar, hentugar
íbúðir vantar, sem sérstaklega
eru sniðnar við þess hæfi.
Reykjavíkurborg hefur því
byggt allnokkuð í þessu skyni? Á
árinu 1966 tók Reykjavíkurborg í
notkun að Austurbrún 6 69 íbúð-
ir, sem ætlaðar voru öldruðum,
öryrkjum og einstæðum mæðr-
um, og var 30 íbúðum úthlutað til
aldraðra. I febrúar 1972 var siðan
tekið í notkun hús með 60 íbúðum
fyrir aldraða við Norðurbrún, en
hús þetta er það fyrsta sinnar
tegundar hér á landi, sem byggt
er eingöngu miðað við þarfir
aldraðs fólks. Húsið býður upp á
ýmsa sameiginlega þjónustu, svo
og möguleika til ýmiss konar
starfsemi í þágu aldraðra. Þá er
nú á dagskrá að hefja byggingu
húss við Furugerði með 74 íbúð-
um, sem eru hannaðar fyrst og
fremst i þágu aldraðs fólks. Verð-
ur það hús nú boðið út innan
skamms.
Ánægjulegt
frumkvæði
Samtaka aldraðra
Þótt borgin hafi þannig sýnt
verulegt framtak í íbúðarbygging-
um aldraðs fóiks, er ljóst, að bet-
ur má, ef duga skal. Því er það
verulegt fagnaðarefni, að samtök
aldraðra hafa ákveðið að hefja
byggingar með íbúðum fyrir
aldrað fólk í allstórum stíl. Hér er
ekki aðeins um að ræða hags-
munamál þessa aldrara fólks, sem
getur fengið hentuga íbúð við sitt
hæfi og ýmsa sameiginlega þjón-
ustu, sem léttir því lífið á efri
árunum. Hér er einnig um að
ræða verulegt hagsmunamál fyrir
skipulag Reykjavikurborgar.
í eldri borgarhverfunum
fækkar íbúum stöðugt.
Samkvæmt nýjustu athugunum
virðast nú búa í eldri hverfum
borgarinnar 2,10 íbúar á hverja
íbúð þar sem fækkun hefur orðið
mest. Samsvarandi tala i nýju
hverfi eins og Breiðholti I er 4,55.
Yngra fólkið streymir allt i nýju
hverfin, þar sem völ er á íbúðum
fyrir þess þarfir, en eldra fólkið
situr eftir í íbúðum, sem eru of
stórar og oft óhentugar.
Hins vegar á eldra fólkið ekki í
önnur hús að venda, og því nýtast
þessar íbúðir ekki sem skyldi fyr-
ir yngra fólk, sem þar gæti búið
með börn sín. Það er því verulegt
hagsmunamál fyrir borgina, að
allmikið sé byggt af íbúðum fyrir
aldrað fólk. Á þann hátt er líklegt
að losni húsnæði í eldri borgar-
hverfum, sem ungt fólk geti fest
kaup á, og þannig geti eldri hverf-
in endurnýjazt, og sú þjónustuað-
staða, sem þar er fyrir hendi, m.a.
í skólum eldri hverfanna, getur
þá nýtzt að fullu.
Húsnæðislánakerfið
þarf að endurskoða
Mikilvægt er, að húsnæðis-
verið sem langlegudeild, þar sem
þeir sjúklingar, sem ekki þurfa
stöðuga meðferð, en þó hjúkrun,
geti fengið legurými. Þá er nauð-
synlegt að koma upp dvalar-
heimilum fyrir einstæðinga, sem
af ýmsum ástæðum ekki geta
dvalið í heimahúsum, þótt þeir
séu við sæmilega heilsu.
Hjúkrunarheimili fyrir lasburða
fólk þurfa og að rísa, þar sem fólk
geti fengið sæmilega umönnun og
hjúkrun, þótt ekki þurfi það
stöðugrar læknismeðferðar við.
Borgin undirbýr átak
f þessu efni
Við afgreiðslu fjárhagsáætlun-
ar fyrir árið 1974 i desember s.l.
var samþykkt, að verulegu fjár-
magni skyldi verja til stofnana í
þágu aldraðra. Fyrir utan áætlun
um byggingu íbúða fyrir aldraða.
sem fyrr getur, var samþykkt að
verja 85 millj. kr. á þessu ári til
stofnana fyrir aldrað fólk. Sam-
þykkt þessi var gerð í kjölfar til-
lögu, sem Albert Guðmundsson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, bar fram í borgar-
stjórn á s.l. hausti. Sérstök nefnd
vinnur nú að því að gera áætlun
um byggingu slíkra stofnana í
þágu aldraðra. Sú áætlun þarf að
vera til langs tfma, og að þvi
stefnt að leysa þau vandamál, sem
nú steðja að i vistunarmálum
aldraðs fólks.
Þegar rætt er um stofnanir i
þágu aldraðra hér í borginni er
nauðsynlegt að minnast á tvær
stofnanir, sem reistar hafa verið
og reknar fyrir frumkvæði ein-
staklinga eða félagasamtaka. Hér
er um að ræða Elliheimilið Grund
og Hrafnistu, dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna. Ef þessar stofnan-
ir væru ekki reknar með þeim
myndarbrag, sem raun ber vitni
um, væri algert neyðarástand í
málum aldraðra hér í borginni.
Þeim aðilum, sem þetta framtak
hafa sýnt, ber þvi að þakka.
Stofnun samtaka aldraðara og
hinn fjölmenni fundur á Hótel
Sögu s.l. mánudag ber með sér, að
mikil vakning hefur átt sér stað
um hagsmunamál aldraðs fólks.
íbúðabyggingar samtakanna fyrir
aldrað fólk eru líklegar til þess að
veita mörgum öldruðum stuðning,
þ.e.a.s. fólki, sem hefur þá heilsu
að geta verið i eigin íbúðum.
Borgin þarf síðan að fylgja fast á
eftir með stofnanir fyrir þá, sem
vistunar þurfa með af einhverj-
um ástæðum.
Okkur, sem erum nú á bezta
starfsaldri, ber skylda til að vinna
ötullega að hagsmunamálum
þeirrar kynslóðar, sem nú er að
færast á efri ár. Það er sá minnsti
þakklætisvottur, sem við getum
sýnt þeirri kynslóð, sem hefur
skilað okkur þeim arfi, sem við nú
njótum góðs af í okkar daglega
lífi og störfum.
t s.l. viku var haldinn hér fundur, þar sem saman voru komnir eldri
borgarar í Reykjavík. Fundur þessi var haldinn á vegum Samtaka
aldraða og eftirlaunaþega. Hvert sæti var skipað 1 Súlnasal Hótel Sögu,
og fundurinn allur bar það með sér, að mikil vakning er nú hafin í
málefnum aldraðra í borginni.
Aðalumræðuefni fundarins voru áform félagsins um fbúðabygging-
ar fyrir aldrað fólk, sem félagið hyggst reisa fyrir meðlimi sfna. Að
sjálfsögðu bar margt annað á góma f umræðum á fundinum og
ánægjulegt var að sjá, að eldri vorgararnir sjálfir hafa nú bundizt
samtökum til að hafa frumkvæði að þvf að hrinda f framkvæmd
ýmsum hagsmunamálum, sem sameiginleg eru hjá fólki, sem skipar
þessa aldursflokka.
fargjöldum. Sömuleiðis veitir
Flugfélag íslands afslátt á öllum
flugleiðum innanlands.
Hér hafa aðeins verið nefnd
nokkur atriði sem dæmi um fyrir-
greiðslu, sem Reykjavikurborg
hefur haft með höndum i þágu
aldraðs fólks.
Skortur er á
stofnunum til
Iánakerfið sé vakandi í þessu
efni, og fólk geti átt kost á jafnhá-
um lánum, þótt það sé að kaupa
sér eldri íbúð, og það getur fengið
við kaup á nýrri ibúð. Eins og
kerfið er nú hvetur það raunveru-
lega ungt fólk til að sækja út í
úthverfin og festa kaup á nýjum
íbúðum.
Margar aðrar ráðstafanir er
hægt að gera til að auðvelda
öldruðu fólki að búa sem lengst í
sínum heimahúsum. I þvi sam-
bandi er rétt að minna á, að
Félagsmáiastofnun Reykjavíkur-
borgar veitir fyrirgreiðslu um út-
vegun heimilishjálpar og Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur um út-
vegun heimahjúkrunar. Hvort
tveggja þessi starfsemi er mjög
mikilvæg og léttir undir með
mörgu öldruðu fólki og er raunar
forsenda þess í mörgum tilvikum,
að það geti búið i sínum heima-
húsum.
Borgin hefur og á hendi tóm-
stundastarf fyrir aldrað fólk.
Félagsstarf eldri borgara hófst i
apríl 1969 og hefur þvi verið
haldið áfram síðan. Nú er þetta
starf rekið á Hallveigarstöðum
við Túngötu, og innan skamms
verður opnaður nýr salur til slíks
félagsstarfs, þ.e.a.s. salur i húsinu
við Norðurbrún 1. Þessi starfsemi
hefur verið vinsæl meðal eldri
borgaranna og mikið sótt.
Borgin veitir
margvíslega
fyrirgreiðslu
Ýmislegt fleira mætti hér
og nefna. Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar veitir öldruð-
um aðstoð við lausn persónu- og
fjárhagslegra vandamála og gefur
upplýsingar um velferðarmál
aldraðra almennt. Mikil vinna er
lögð í fyrirgreiðslu við ellilífeyris-
þega og þeir aðstoðaðir við að ná
sínum fyllsta rétti i trygginga-
kerfinu. Ymiss konar kvenfélög
safnaða Reykjavíkurborgar vinna
mikið starf í þágu aldraðra, og
hefur borgin tekið upp skipulegt
samstarf við slíka hópa. Hér má
og nefna Kvennadeild Rauða
kross Islands, sem hefur tekið
upp á sína stefnuskrá ýmiss konar
þjónustu við aldraða, þ. á m.
heimsóknarþjónustu.
Borgarstjórn hefur beitt sér
fyrir afslætti á þjónustugjöldum
á ýmsum sviðum. Má þar m.a.
nefna, að borgarstjórn hefur náð
samkomulagi við stjórnendur
Þjóðleikhúss og Leikfélags
Reykjavikur um verulegan afslátt
á aðgöngumiðum að leikhúsun-
um. Félag ísl. myndlistarmanna
hefur veitt afslátt á verði
aðgöngumiða til aldraðs fólks.
Strætisvagnar Reykjavíkur veita
öldruðum og öryrkjum afslátt af
vistunar
Sá tími kemur i lífi margra
aldraðra, að einhvers konar vist á
stofnunum verður ekki lengur
umflúin. Þar komum við að
vandamáli, sem farið hefur
vaxandi hér í borginni undan-
farin ár og nauðsynlegt er að
leysa úr. Skortur á stofnunum til
vistunar aldraðs fólks, sem ýmist
er rúmliggjandi eða þarfnast
verulegrar hjúkrunar, er mjög
mikill og snertir nánast allar fjöl-
skyldur i borginni einhvern tíma.
Langlegudeildir skortir til-
finnanlega við öll sjúkrahús
borgarinnar. Það er allt of
algengt, að aldrað fólk, sem er
meira og minna sjúkt, sé sent
heim af sjúkrahúsum, þar sem
rýma þarf til fyrir öðrum sjúkl-
ingum, sem þarfnast aðgerða eða
aðkallandi meðferðar. Sjúkra-
húsin verða þvi að koma sér upp
langlegudeildum, sem geti annað
þessu hlutverki. í þessu efni er
rétt að minnast á hjúkrunar- og
endurhæfingardeild þá, sem kom-
ið hefur verið upp við Borgar-
spítalann við Grensásveg. Sú
deild er að visu ekki bundin við
aldrað fólk eingöngu, heldursjúkl-
inga á öllum aldri, sem þarfnast
endurhæfingar, en ljóst er, að
verulegur hluti af sjúklingum þar
er aldrað fólk. Þá er nú í undir-
búningi við Borgarspitalann
bygging álmu, sem hugsuð hefur
Hús fyrir aldraða við Norðurbrún.
málefnum aldraðra