Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 ..Gras Johannessen: Q0PZkÍP gieymskunnar” gjörnlngar „Hin misheppnaða þyrni- kóróna fórnarlambsins visnar nú við rætur hins misheppnaða Golgata.“ Þessi orð um Solzhenitsyn er að finna í guðspjalli heims- kommúnismans, sem sent hefur verið islenzkum fjölmiðlum i „fréttabréfum“ sovézku frétta- stofunnar APN, til heimilis að Laufásvegi 58. Og ennfremur: „Það er ekk- ert púður lengur í Solzjenitsyn. Solzjenitsyn á Vesturlöndum er ekki sá sami og Solzjenitsyn í Sovétríkjunum." Þar lá hund- urinn grafinn. Nú höfum við orð valdhafanna í Kreml fyrir því, til hvers ofbeldið var fram- ið. Til þess hann verði ekki sá sami Solzhenitsyn og heimur- inn hefur þekkt að yfirmann- legu hugrekki og baráttuþreki. „í vissum skilningi er hann ekki til lengur.“ Þeir hafa svipt hann landi sínu og þjóð, öllu því, sem hverju skáldi er dýr- mætast. Þeir vita hvernig á að umgangast andstæðinga sina: Ástfólgið, eyðilegt vatn. Föðurland mitt.. . segir Solzhenitsyn í prósa- ljóðinu Segdenvatn. En minnumst orða Ashkenazys: „Hann glataði ást- kæru landi sínu, en land hans glataði því, sem ekki verður úr bætt.“ Sovétríkin glötuðu samvizku sinni. Enn segir í einu .j'rétta- bréfa“ APN, sem enginn vinstrisinni hér á landi hefur andmælt einu orði, svo ég viti: „Hversu lengi mun hann (þ.e. Solzhenitsyn) þjást? Mánuð? Þrjá mánuði? Það er að ýmsu leyti undir verndurum hans komið." Það hlakkar í þeim. Skinheilagir farandriddarar kommúnistískrar mannúðar kunna sitt fag: „Á Vesturlönd- um hafa sumir túlkað verndun réttar 250 milljóna sovétborg- ara sem brot gegn réttindum eins manns, Alexanders Solgenitsyns, én gerðir hans tákna í reynd neitun við að hlýða lögum þjóðfélagsins og ófrægingu þess (svo).“ Þessi „neitun'* er rétt að mati Sovéta vegna þess, að „sá vilji sovézku þjóðarinnar (leturbr. mín, M.J.) að svipta Solqenit- syn sovéskum borgararétti og reka hann frá Sovétríkjunum var látinn í ljós í formi tilskip- unar frá forsætisnefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna." Þessi óhugnanlegu orð stað- festa aðeins eitt: að Gulageyja- hafinu er stjórnað af arf- tökum Stalins og læri- Texti úr einu „fréttabréfinu" sveinum hans. Og ennfremur: að þessar aðfarir eru „enn ein hreinskilin viður- kenning á öryggisskorti ríkj- andi einræðisstjórnar (í Sovétríkjunum)" eins og Ashkenazy komst aðorði. Gott er a.m.k., að þessi staðfesting skuli liggja fyrir og enginn heilvita maður ætti að láta blekkjast af einhverjum til- hlaupum í sjónhverfingaleik þessara manna, en aðdáendur þeirra hafa ekki haft við að fullvissa okkur um, að allt horfi til hins betra vegar og við þurf- um ekki lengur að halda vöku okkar. Þó að handtaka Solzhenitsyns verði ekki til annars en gera okkur grein fyr- ir þessari staðreynd, hefur skáldið ekki farið erindisleysu á fund ofsækjenda sinna. Von andi hafa örlög hans opnað augu þess unga fólks, sem frá sovézku „fréttaþjónustunni" Magnús Kjartansson og dá- leiddir meðreiðarmenn hans blinduðu með áróðri og elsku- legri skinhelgi. Hitt er svo annað mál og harla athyglisvert, að sjónverf- ingamennirnir í þessum ljóta leik eru þess fullvissir, að Solzhenitsyn sé ekki lengur til, sem sagt: að skáld lifi ekki í verkum sínum, þau týnast í „grasi gleymskunnar", eins og komizt er svo skáldlega að orði í „fréttaskýringum" APN. En það er einmitt í verkum sfnum, sem skáld lifa. „Ormur- inn“ í epli kommúnismans, svo að enn sé vitnað í hinntilþrifa- mikla skáldskap APN, er ekki Solzhenitsyn sjálfur, heldur verk hans. Orð hans, máttug og sterk, munu halda áfram að bera sannleikanum og réttlæt- inu vitni. Eg mundi ekki vilja vera í sporum þeirra, sem stjórna valdakerfi marxismans í Sovétríkjunum, þegar spurt verður að leikslokum. En auðvitað verður allt gert til að koma í veg fyrir að skáldið geti sinnt ritstörfum á Vesturlönd- um. Ovíst er hvort hann fær skjalasafn sitt, án þess getur hann ekki skrifað þau verk, sem hann vinnur nú að: fram- hald Gulag-eyjahafsins, fram- hald Ágúst 1914, Október 1916 o.fl. Hann kallaði það „andlegt morð“ i eina samtalinu, sem hann hefur átt við fréttamann frá því hann kom til Vestur- landa (Frank Drepeau frá AP,) ef honum verður meinaður að- gangur að skjalasafninu. En þá hyggst hann snúa sér að nútím- anum. Þó mun hann hafa lokið við Október 1916 að mestu, en er rétt byrjaður á þriðja bindi þessa mikla skáldverks. Því APN/Novosti íReykjavík. lýkur hann ekki án skjalasafns- ins, að eigin sögn. Lítum enn á orðaleppana í „fréttatilkynningu“ APN. „Verndun persónuréttinda er undirstaða stefnu sovézka ríkis- ins,“ segir þar og er engu líkara en Sovétar telji íslenzkan al- menning a.m.k. heimskari og heilaþvegnari en ástæða er til að ætla. Raunar eru þessi opin- beru sovézku plögg, sem rutt er í fjölmiðla hér á landi, móðgun við sérhvern sæmilega þenkj- andi mann. Slík íhlutun íinnan- ríkismál íslands er nægileg til að reka hyskið á APN úr landi með skömm og fyrirlitn- ingu. Það mundi lýsa yfirgengi- legum aumingjaskap að bjóða Solzhenitsyn búsetu í landi voru, ef útungunarvél APN væri ekki áður send norður og niður — eða sökkt í Kleifar- vatn, þar sem hún væri bezt geymd með öðru dóti „með rússneskum stöfum". „í Sovétríkjunum er í gildi n\jög mannleg löggjöf,“ segir enn í „fréttabréfi“ APN og því bætt við, að samstaða með Solzhenitsy, „sem nú hefur rof- ið öll borgaraleg (leturbr. mín, M.J.) tengsl sín við- þjóð- félagið", sé tilraun til ,,að kreista síðustu dropana úr sítrónuSovétfjandskaparins.“. Vel og skemmtilega er að orði komizt og sýnir, að enn eru þó nokkrir tilburðir til skáldskap- ar í Svoétríkjunum, þó að Solzhenitsyn hafi fallið í „gras gleymskunnar". Það er ekki undarlegt, þó að þessir „skáld- legu“ þursar hafi ekki kunnað að meta þær bækur, sem Solzhenitsyn hefur saman sett. I „fréttabréfi" APN til ís- lenzkra fjölmiðla dags. 21. febr. s.l. er stórárás á Kínverja i níð- grein um þá og er vandséð, hvernig það getur verið í verka- hring sendiráðs, i þessu tilfelli hins sovézka, að nota gestrisni vora til að dreifa níði og rógi um annað land, sem einnig hef- ur hér sendiráð. Kínverjar ættu að mótmæla harðlega þessari freklegu móðgun við þá og linna ekki látum fyrr en þessi „diplómatlska" starfsemi er týnd og tröllum gefin. í þessu sama bréfi eru Solzhenitsyn ekki vandaðar kveðjurnar, hann er m.a. kall- aður „dekurbarn", „verjandi Gestapó og nasismans" (það leiðir hugann að ummælum Halldórs Laxness um fasistísk- ar aðferðir Sovétstjórnarinn- ar), „bókmenntaspillir" og þar fram eftir götunum. Þá er sagt, að honum hafi verið meinað að gefa út pólitískar yfirlýsingar i „hinum frjálsa heimi“ (gæsa- lappirnar eru úr bréfinu) og bent á Sviss í því sambandi, enda þótt dómsmálaráðherra landsins hafi tekið fram, að skáldið mætti gefa út allar þær yfirlýsingar, sem hann vildi, meðan hann dveldistí Sviss. Fyrir þeim fullyrðingum APN, að skáldið hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum, þegar hann kynntist „hinum vest- ræna veruleika“ eru auðvitað engar heimildir, hvað þá að hann hafi ekki fundið frelsi hjá vestrænum „barnfóstrum", eins og komizt er að orði. Loks eru höfð eftir Solzhenit- syn sjálfum þessi ummæli: „Ég talaði of mikið í heimalandi mínu, hér mun ég vera þögull." Ég hef haft undir höndum heimildir úr ýmsum áttum, þar sem vitnað er í þessi orð skálds- ins og hvergi er þetta of að finna nema í útgáfu APN. Of er lítið orð, en hér verður það stórt og eftirminnilegt, þvi að það ber lygum sovézkra frétta- miðla gott vitni. Solzhenitsyn sagðist aldrei hafa talað of mik- ið heima 1 Moskvu, hann sagði einungis: „Þar talaði ég, hér mun ég vera þögull." En það voru aðrir, sem töldu, að hann hefði sagt of mikið heima í Rússlandi. Of mikinn sannleika. Það er engin tilviljun að í ritgerð, sem Solzhenitsyn birti 12. febrúar, eða sama dag og hann var handtekinn, segir hann, að lygin sé undirstaða stjórnarfars Sovétríkjanna. Rit- gerðin heitir: „Lifið ekki með lyginni" og er áskorun til rússnesku þjóðarinnar að segja skilið við lygina. „Við eigum að forðast að segja það, sem við hugsum ekki,“ segir skáldið í ritgerðinni. Kannski ættum við að þakka forsjóninni helzt fyrir að opin- berar sovézkar fréttastofur hafa sagt það, sem stjórnendur Gulag-eyjahafsins, mennirnir í Kreml, hugsa. Ef við drögum réttar ályktanir af orðum þeirra, má ætla, að vér kom- umst enn um ófyrirsjáanlega framtíð hjá því „að lifa með lyginni" í þessu gamla, góða landi voru, þar sem víðsýnið skin. Þar sem enn er hægt að skrifa greinar eins og þessa án þess að vera sviptur föðurlandi sínu, æru og orðfrelsi. En — hvað lengi? Vinsaml*ga g*ti8 holmilda •f «fni8 mr noto8 Fréttaþ|6nusta MesJrva, Pusjkinpr, APN. Rsykjavik, Túngata 8, sfmi 25640 Nr.35. Mánudagur 25.febrúar 1974. EFNISYFIRLTT, MAÐURINN SEM NEITAÐI AÐ PYÐA SOLZJENITSYN, 1. Eftir N.Portugalov. A. I.SOLZJENITSYN,MAL NR. 3-47-74. ... 3. Vimtamloga g«ti6 •f «fnl6 «r noto8 Fréttaþlónusta ARN Mosltva, Pusjklnpl., APN. Roykjovfk, Túngota 8, sfml 25660 Þriöjudagur 19.febrúar 1974. Hr.31. E F NISYFIRLIT EINOKUN OG KREPPA........................ V.Majevsky.pólitískur fréttaskýrandi APN. EHDALOK SOLZJENITSYN..................... 1. 2. /tUi ' er FRÉTTAÞJÓNUSTA NOVOSTI AÐALRITSTJÓRNARSKRIFSTOFA: Pl. Pasjlámm 2. 103 006 Mmím - Síms 221 59 49, 22148 II Ttlm 102, 103 - Sfmnsfni APN. Mmkmx I RITSTJÓRNARSKRIFSTOFA I REYKJA VlK: LmmfámMgmr 58 - Rrykjavlk Slmi 25660 TvUx: 2077 - PitOOif 599 Nr.39. Föetudacur l.Mnrz 1974. Nýi „hausinn" á „fréttabréfum" APN á íslenzku. APN er sovézk ríkisstofnun. ..OlöL uXxAÖ Sáfl.i. fc. w . . .. "Eg talaði of mikið i heimalandi minu", sagði hann dapurlega við fréttamenn i Bonn."Hér mun ég vera þögull". Solzjénitsyn sjálfur varð fyrir áfalli við fyrstu kynni af 'iessum frjálsa,frjálsa heimi,og bað virðist hafa komið fát á hinar vestrænu barnfðstrur,er bær sátu allt i einu með dekurbarnið sitt nnc á r-- 1 er a PUBLISHED BY NOVOSTI PRESS AGENCY (APN) 1 DAILY REVIEW TRANtLATIONI PROM THK ROVIRT PilKtt THANKLATIONt PROM THK tOVIKT PHKtl Þeir senda ekki bara út á íslenzku, heldur einnig á ensku. Kannski er eitthvað af hroðanum þýddur úr ensku?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.