Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974
19
„Upp á síðkastið? Ég hef smíð-
að svona sitt af hverju. Aðallega
þó um heyskapartimann, þá bilar
svo mikið heyskapartæki, þá er
líka mikið gert upp af sláttuvél-
um. Á tímabili smíðaði ég nokkuð
mikið af heyvögnum. Ég útbjó
vagnana úr gömlum bílgrindum
og u-járnum, sem maður fékk að
sunnan. Það voru mikið notaðir
bílar í þessa vagna. Maður hefur
svo sem fengizt við margt um dag-
ana, það vantar ekki, byrjað á
ýmislegu, sem ekki hefur verið
björgulegt. Þegar ég smíðaði
rennibekkinn, þá þurfti ég að
bora fyrir stærstu boltunum með
nafarsveif. Fyrst boraði ég með
mjóa bornum, síðan svera en það
skipti miklu máli að brýna vel.
Hagræðingin skiptir miklu máli.
Sá, sem hagræðir lifinu, getur
lengt það um mörg ár.“
Táningarnir nú til dags
skreyta stálhestana sína með
speglum og ýmsu tilheyrandi, en
mér kom í hug speglavirkið, sem
Sigurður setti einu sinni á
dráttarvél í sveitinni. Það var svo
fínt speglavirkið i stjórnborði
dráttarvélarinnar að það lá við, að
vélin stjórnaði sér sjálf.
Næst stóðum við allir úti á
hlaði. Gáðum til veðurs
Eg brá mér i stutt kapphlaup
við rolluskjáturnar og skeiðaði
síðan aftur að bæjarveggnum, þar
sem Sigurður og EJías voru að
bauka. Við fórum aftur inn i hlýj-
una. Sigurður gáði á einn mælinn
áveggnum. „Hún hlóð vel í gær,“
sagði hann, „hún hlóð vel í norð-
anáttinni."
„Hver hlóð?“ spurði ég.
„Vindrafstöðin," svaraði hann,,
„ég smíðaði hana sjálfur. “
Auðvitað, vindrafstöðin, hún
trónaði á stöng uppi á Kiljuholti
og það var stigi upp í hana þar.
Eftir að hafa brúgðið mér fram
og lokað hurðinni, heyrði ég að
þeir félagar voru að tala um hjól.
„Þetta er djöfull gott hjól,“ sagði
Sigurður og ég hélt að hann væri
að tala um reiðhjól, sem ég vissi,
að hann hafði smíðað. Aþað hjól
smíðaði hann gíraskiptingu. Hann
hafði notað það lengi, en síðan
gefið það á byggðasafn héraðsins.
„Girahjólið, já, það er ennþá í
ágætu lagi. Það var bezt að skipta
því niður á sem mestri ferð, þá
gekk það. Það var snerill á stell-
inu, já, já, En þetta nýja þjól, það
er feikna fínt hjól. Ég skal sýna
ykkur það.“
Svo beygði hann sig niður,
teygði hægri höndina undir mitt
rúmið og dró fram glansandi,
grænan og skínandi skellinöðru-
hjálm. Setti hann á höfuðið stolt-
ur á svip og gekk út í fararbroddi
og rakleitt að nýsmíðuðum, litlum
skúr við bæjardyrnar. Éfe hafði
einmitt verið að velta því fyrir
mér hvað væri i þessum skúr, hélt
fyrst að þetta væri kamar, sem
hefði fokið á hliðina í átökum við
norðanbolann.
Skúrdyrnar voru opnaðar með
tilheyrandi lykli og við blasti
rennileg og gljáandi Suzuki-
skellinaðra frá Japan. Sigurður
leiddi gæðinginn fram hlaðið og
settist varlega á bak. Það var
speglavirki á stýrinu og allar
græjur. Hann sagðist vera nýbú-
inn að fá gripinn og væri að læra
á hann, en hugsaði gott til glóðar-
innar. í fjarska stóðum við og
rollurnar og horfðum á gömlu
kempuna i forvitinni undran. Ár-
gerðirnar 1904 og 1974 tóku sig
vel út saman.
Við gengum aftur til skála. Þar
opnuðum við hvern sérsmíðaðan
kassann á eftir öðrum með sér-
smíðuðum verkfærum eftir völ-
undinn Sigurð Filippusson.
Stór og smá verkfæri liðu upp
úr kössunum, allt vel smurt og
tilbúið til átaka. Tilbúið til átaka,
þar sem ekki er hægt að panta
sérmenntaða menn á hverju strái,
en þess í stað gerast landarnir þar
sérfræðingar sjálfir og láta ekki
sinn hlut eftir liggja.
Frostrósirnar lúrðu við glugg-
ann. Það var aðeins farið að
bregða birtu. Hún hlóð vel.
Sigurður sat á rúmstokknum.
Hann var að tala um, að því miður
ætti hann ekki lengur barómetið,
sem hann hefði smíðað einu sinni.
„Til bölvunar þá eyðilagðist það,“
sagði hann.
Það var þögn góða stund. Svo
hélt Sigurður áfram: „Mig var að
dreyma í nótt. Ég var staddur úti
og það voru einhverjir menn hjá
mér. Eg ætlaði að fara að gefa
þeim snaps. En þegar ég tók upp
glasið var botninn farinn úr, en
vökvinn ekki, skildi ekkert í
þessu. Ég hef alltaf sagt, að brot
væri fyrir bót en ég skildi ekkert f
þessu.“
Texti og myndir:
Árni Johnsen
Hver hlutur á sínum stað.
Á hlaði Kiljuholts. Vindrafstöðin er á þakinu.
Skel linöðruskúrinn opnaður.
Á hlaði KiljuhoILs, rollurnar og jökullinn f fjarska