Morgunblaðið - 03.03.1974, Page 20

Morgunblaðið - 03.03.1974, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 SKOP 120 MARTINVS LVTHERVS ISLEBIVS Theologus. UM haustið eru þær ólíkar um flest þessar tvær stóru borgir, Reykjavík og Kaupamanna- höfn. Annarvegar kalt og blautt loft af fjöllum, strekkingur fyrir horn og hráslagi á gráum morgnum. Og svo þykk, volg gola og hæg, sem læðist um göturnar og orkar naumast að feykja gulnuðum laufum trjánna saman í hrúgur. Oft máttlaus rigning — aldrei þessi lúmska skvetta, sem ræðst að úröllum áttum. Svo mildir vetrar. Stutt tíð, súrt loft með regni og blautum hundaskít á gangstígum. Fjarri kuldi svalur í frosti ámelum og bítandi snjór í andliti og á höndum. Kaupmannahöfn hefur lengi verið stór samastaður íslend- inga. Nú býr þar um 1% þjóðar- innar — tvöþúsund óduðlegai sálir — við störf, nám eða iðju- leysi. Þó eru hér miklu fleiri, sem eitt sinn hafa verið íslend- ingar; gifzt, sogazt innf hring- iðu mannhafsins á fimmtuhæð til hægri sem frú Hansen. Sumir hafa safnað dönskum milljónum og gefið aðrir verið óþekktir snillingar og skáld í lítilli götu. Lifað löngu, ókunnu lífi á danskri pensjón í fjarlægð frá ættingjum og vinum. Námsmenn hafa setzt hér að, kvænzt, horfið; orðið langt númer í tölvu þessa vel skipu- lagða lifsþægindavermireits, of neyzluþjóðfélaginu. 'Fyrrum héldu íslenzkar stúlkur hingað til saumanáms hjá frægum saumakonum og misstu málið á þremur mánuðum. Nú starfa ís- lenzkar stúlkur á hótelum eða í annarri léttri þjónustu og hafa meira að segja útsendan sálu sorgara að leita til, ef Suður- landabúarnir hlaupast á brott í ótíma. ÍSLENZK AHRIF Gaman var að sjá blöðin eftir þingsetninguna. Ráðherrarnir og þingmennirnir fóru í beinni röð á eftir silki- sveipuðum biskupi og létt- stígum forseta útí Dómkirkju að hlýða messu. Þar sátu þeir beistífir i klukkutíma og hlýddu boðskap kirkjunnar þjóna. Fóru síðan aftur yfir götuna í enn beinni röð og hlustuðu á forsetann tala í þinghúsinu. Þeir sátu háleitir og renndu augunum laumulega um salinn, á ráðherrana og for- setann. Nú hafa þessir ráðherrar, nema Björn Jónsson, setið i þessum gimilegu stólum í 32 mánuði og þeir hafa allir skilað fram áhuga- og hagsmuna- málum þeirra hópa, sem réðu þá til starfans — og kannski nokkrum að auki. Hver eftir sínum hætti. ÍSLAND í MIÐLUM Myndvarpið er hinn pólitíski skriftastóll nútímans. Þangað koma stjórnmálamennirnir og skrifta fyrir þjóð. Enginn stjórnmálaleiðtogi getur snið- gengið þennan skriftastól. Það hefur verið mjög áhuga- vert að fylgja íslandsfréttum hinna hlutlausu og gætnu rfkis- fjölmiðla Dana, sem þó eru all oft sakaðir um vinstritilhneig- ingar hér í göngum. Dagblöð hafa annan hátt: fregnritarar þeirra á tslandi eru flestir verulega pólitískir og skoðanir þeirra komast greinilega til skila hér. Og það er greinilegt, að flest dönsk dagblöð hafa fréttaritara hjá hinni íslenzku stjórnarandstöðu. Hljóðvarp og myndvarp Dana hafa mjög greinilega fylgt gangi landhelgismálsins og sýndu málstað íslands greini- lega samúð. Oft hafa frétta- menn talað við íslenzka ráða- menn og sýnt þá í llifandi líki á skerminum. Ölafur Jóhannesson kemur út úr þessari túlkun hinna opin- beru miðla sem ákaflega heil- steyptur — en sauðþrár — og gætinn stjórnmálamaður. í viðtali um alndhelgismálið, sem Pejlis éram vtuus,monens ero rnors tua Papa: 1 nunc,& Cfmjium,te,fupcr ipfe loca. U D. XLVI. z: DCCC==XO£Z^XO£:ZXOCZ zxoc= =$ Margt er lfkt með þeim umbótamönnunum Marteini Lúther og Magnúsi Kjartanssyni. Sá fyrrnefndi sagði: Þú ert ekki aðeins ábyrgur orða þinna, en líka fyrir hinu ósagða. Skrifla frá Kaupmannahöfn eftir Braga Kristjónsson danska myndvarpið átti við þennan leiðtoga, horfði ráð- herrann mjög fast — allt að því ógnandi — á spyril og lagði ofurþunga áherzlu á þá líftaug, sem hér yrði varin og sótt. Sigurvissa ráðherrans var yfir- veguð og bergmál blaðanna daginn eftir var málstað ís- lands í vil. Hægt og skýrt þokaði ráðherrann orðunum hverju á eftir öðru og brosti á milli, næsta íbygginn, ef spyrli varð það á að efa mátt og getu lands og stjórnar. Þáttur Einars Agústssonar hefur hér lika verið fremur vænn og afar nettur. Friðleiki og nokkur festa eru þau almennu áhrif, sem mót- takendur hafa orðið fyrir, eftir að hafa upplifað og heyrt þannan aðilja gegnum miðlana. Og það er gerólíkt, hversu hálli diplómat utanrikisráðherrann er. Og hann kemur líka ókunn- ugum fyrir sjónir sem há- menntaður og mælskur mála- maður, meðan forsætisráðherr- ann fer hægt um sali og gætir vel að hverjum stafkrók, áður en hann sleppir honum lausum. Það er á hreinu, að útlend- ingum og Skandinövum hefur þótt Eínar Ágústsson halda vel á málstað íslands í Iandhelgis- deilunni og er sennilega vand- fundinn sá núsitjandi alþingis- maður, sem gegnt hefði þessu vandasama starfi betur út á við. Það er ekki oft, sem nafn Lúðvíks Jósepssonar hefur verið haft í hámæli hér í um- ræddum ríkismiðlum. Sú mýnd, sem þar hefur gefizt af þeim aðilja, er hins ótrauða og bar- áttufúsa riddara, sem leggur til orrustu við ofureflið, sigur- glaður, en eilítið óbilgjarn, vopnaður ofsatrú á mátt sinn og megin. Stundum hefur komið i gegn, að ágreiningur væri i til- vikum og hefur þessi ráðherra þá haft hvað fágaðastan skjöld og jafnan haft betur — unz til loka dró. Aðrir núverandi ráðherrar hafa ekki að marki dregizt inní flutning opinberra fréttamiðla í Danmörku síðustu misserin. Þó var það eitt sinn, að hljóð- varpið símaði til Magnúsar Kjartanssonar. Þar fékk það keimlík svör ogþegar íslenzkur smáinnflytjandi hringir undir- dánugast f tollstjóraembættið f von um að fá upplýsingar um eitthvað, sem fólk þar fær borgað fyrir að vita. SKAP OG SKÖP Og svo var það í gær, sunnu- daginn 17. febrúar, að breitt og alvöruþrungið andlit Magnúsar Kjartanssonar birtist loks á dönskum myndskermi. Ráð- herrann var staddur í Stokk- hólmi ásamt sveinum sínum og reis þar upp og talaði. Hann átaldi Dani, Norðmenn og Svía harðlega fyrir að hafa ekki fylgt okkur að neinu marki f landhelgisdeilunni — Norð- menn fyrir að hafa á liðnu hausti blandað sér (dólgslega) í ,,varnarmálin“. Ef ráðherrann hefði látið nægja að tala um landhelgis- málið, er mjög líklegt, að ýmsir ræðumanna hinna ádeildu þjóða hefðu tekið undirþað. En skap ráðherrans brást ekki hægri öflunum á íslandi frekar en fyrri daginn. Snarborulegur hægrikrati, fyrrum utanríkisráðherra Dana, K.B. Andersen, lýsti ræðu M.Kj. sem „rödd að handan" (röst fra graven), taldi hana dæmi þeirrar krepptu þjóðerniseinangrunar- hyggju, sem einkenndi þá, sem halda sig yzt til vinstri í stjórn- málum. Og fyrrum forsætisráð- herra Norðmanna, Lars Korvall, sagði, að atbeini Norð- manna í umræddu máli hefði sízt verið í þá veru, sem M.Kj. lýsti. Hér hefði verið um að ræða skýrgreiningu (orientering) — til vinveittrar þjóðar. Og það fylgdi frétt mynd- varpsins, að íslenzki forsætis- ráðherrann hefði lýst þeirri skoðun sinni, að ekki hefði hér verið um íhlutun að ræða af hálfu Norðmanna, en baðst jafnframt undan allri íhlutun. Það er allmargt, sem þessa stundina hleypir ólgu í heitt blóð M.Kj. Utséð er nú, að ein- kennisklæddu mennirnir á Miðnesheiði, fara fljótlega f annan galla og ekki lengra i bráð og sá hluti fylgis Alþýðu- bandalagsins, sem brottfarar krefst, er því i nokkurri hættu. Auk þess er M.Kj. alls ekki sætt í sínum stóli, ef hinar dulúðugu tillögur Einars Ágústssonar verða samþykktar i rfkisstjórn- inni. Samt mun hann sitja og hriktir þá í viðum fiokks hans. Kosningar, sem að miklu leyti myndu snúast um spurninguna um varið eða óvarið land, myndu ekki reynast Alþýðu- bandalaginu happadrjúgar til veiðaþetta vor. En það eru líka fleiri orsakir til vaxandi ergelsis þessa ráð- herra. Mörgum — andstæðingum ekki síður en fylgismönnum — hefur þessi slægvitri skugga- valdur komið á óvart með ein- kennilegri blöndu af sósíalisma og mannlegri skynsemd í stjórnarathöfnum, þótt síðari misserin hafi að vísu verið flokki hans erfið vegna þungrar mótstöðu andstæðra afla. Þrátt fyrir andstöðu i stjórnsýslukerfi og stjórnmála- heimi, hefur þessi ráðherra komið áfram mörgum góðum málum, sum áður undirbúin af vini hans Jóhanni Hafstein og ráðgjöfum hans. Að hinu leytinu hefur margt viljað ólukkast i hinu pólitiska innra starfi þessaaðilja undan- farin 3 ár. Sá happadagur, sem þessi ráðherra innbyrti með sér á þing, hefur til að mynda ekki reynzt sá fífill í varpa, sem vonir stóðu til. Gervi stjórn- málapersónunnar hentar ekki þeim aðilja, þótt aðrir sömu ættar hafi sýnt mikla leikni i snjóbrekkum stjórnmálanna. Rit- og revíuhöfundar flokksins hafa líka verið illa upplagðir þessi síðustu ár og litil nyt hlotizt af starfi þeirra á Alþingi og utan. Auk þess hefur því miður mistekizt að blása sýnilegu lifi i málgagn flokksins, sem þó mætti ætla að væri fremur auðvelt í góðum byr valda og áhrifa — á velti-árum — með góða menn i Seðlabankstjórn og víðar. Þetta fyrrum skemmtilega málgagn hefur stirfnað óþægilega mikið, strit- kreppzt um bókstafinn á ný — og ekki séð sér fært að taka neinn umtalsverðan þátt i þeim andlegu hamskiptum, sem orðið hafa á efni og hætti dag- blaða á íslandi síðustu árin. Áhrif þessa málgagns fara því hlutfallslega minnkandi með hverju misseri. EF. .. Ef það er rétt hermt hjá danska myndvarpinu f kvöld- fréttatíma þess 17. febrúar, að forsætisráðherra íslands, Olafur Jóhannesson, hafi í umræðum á þingi norræna ráðsins, lýst allmjög öðrum skilningi á atbeina Norðmanna en Magnús Kjartansson hafði áður lýst, og þannig fyrir öllum Norðurlöndum lýst þennan meðráðherra sinn óábyrgan talsmann stjórnar lands síns, verður nú hvað úr hverju erfitt að staga frekar hina slitnu brók samstarfs núv. stjórnarflokka. Hætt er við, að þau öfl, sem unnið hafa með leiðtogum sósíalista í þessari rikisstjórn, hafi senn etið sig mett. Atbeini Magnúsar Kjartans- sonar 1 Stokkhólmi, tilraun hans að tengja heimsmynd sina við hin illu öfl í ráðsstétt annarra Norðurlanda, geta orðið skaparík fyrir hina völtu stjórn Ólafs Jóhannessonar. Og eitt er víst: Ekki afla þau Alþýðubandalaginu aukins fylgis; ekki fremur en hið útþvælda mál rithöfundarins Solsjenitsyns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.