Morgunblaðið - 03.03.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 360,00
í lausasölu 25
hf. Arvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
kr. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
í samtökum námumanna.
En brezkt þjóðfélag er þá
mjög ólíkt t.d. hinum norr-
ænu, ef slíkar báráttuað-
ferðir duga mönnum vel.
Hvarvetna í hinum vest-
ræna heimi eru verkalýðs-
félögin orðin mjög áhrifa-
mikil. Einhver sagði, að nú
stafaði ekki lengur hætta
af einokunarstefnu fjár-
magnsins heldur verka-
lýðssamtakanna. En
reynslan er yfirleitt sú, að
landsstjórn fer ekki vel úr
ENGIN NIÐURSTAÐA
r
Ifyrsta skipti í
áratugi hefur hvorug-
ur stóru flokkanna í Bret-
landi hlotið meirihluta
þingsæta í brezka þinginu.
Þessi kosningaúrslit skapa
alveg ný viðhorf í brezkum
stjórnmálum. Þegar kosn-
ingaúrslit urðu kunn í Dan-
mörku í byrjun desember
þótti ljóst, að í þeim kosn-
ingum hefðu kjósendur
fyrst og fremst viljað mót-
mæla stjórnarháttum
gömlu flokkanna og getu-
leysi þeirra. Atkvæðin,
sem Glistrup fékk, voru
ekki atkvæði greidd hon-
um, heldur atkvæði gegn
gömlu flokkunum. Nú er
að sjálfsögðu ekki hægt að
líkja Frjálslynda flokknum
í Bretlandi við flokk Gli-
strups í Danmörku, en í
báðum tilvikum er bersýni-
iega um mótmælaatkvæði
:ð ræða. Fylgisaukning
Frjálslynda flokksins í
Bretlandi er mótmæli gegn
getuleysi stóru flokkanna
tveggja og forystumanna
þeirra.
Heath, forsætisráðherra,
gekk til þessara kosninga
undir þvf slagorði, að um
það væri kosið, hvort
verkalýðsfélögin stjórnuðu
landinu eða þingræðisleg
stjórn. Nú er auðvitað
ljóst, að kommúnistar hafa
náð lykiláhrifum í brezkum
verkalýðsfélögum, ekki sízt
hendi nema stjórnvöld hafi
gott samstarf við verka-
lýðssamtökin.
Fullkomin óvissa ríkir í
brezkum stjórnmálum þeg-
ar þetta er ritað. Sú óvissa
hefur bætzt við öngþveiti í
efnahags- og atvinnumál-
um landsins. Brezki iðnað-
urinn hefur um margra ára
skeið átt við mikla erfið-
leika að etja. Það er kald-
hæðni örlaganna að sigur-
vegararnir úr heimsstyrj
öldinni síðari hafa tapað
friðnum a.m.k. þegar um
er að ræða efnahagslega og
viðskiptalega samkeppni.
V-Þýzkaland hefur risið
upp sem nýtt iðnaðarveldi
á meðan Bretland hefur
látið undan síga. Edward
Heath réðst gegn þessari
þróun og ætlaði að snúa
henni við. Hann náði viss-
um árangri en takmörkuð-
um. Niðurstaða kosning-
anna sýndi, að brezkir kjós-
endur geta ekki gert það
upp við sig, hvort þeir vilja
fljóta sofandi að feigðarósi
eða takast á við vandamál-
in.
LOKUM APN
Unokkurra ára skeið
hefur verið starfrækt
hérlendis svonefnd frétta-
stofnun frá Sovétríkjun-
um, Novosti. Þegar „frétta-
stofa“ þessi hóf starfsemi
sína hér, kom það fram, að
víða um heim er APN-
Novosti þekktari fyrir ann-
að en fréttastarfsemi.
Sums staðar hefur nefni-
lega komið í ljós, að í skjóli
þessarar fréttastofu hefur
verið rekin njósnastarf-
semi. Starfsemi hennar
hér vakti því grunsemdir
og umtal þegar í upphafi.
Nú skal ekkert fullyrt
um það, hvort APN-Nov-
osti rekur njósnastarfsemi
hér á íslandi. Enn hefur
ekkert sannazt um það,
hvaðan fjarskiptatækin í
Kleifarvatni eru komin.
Augljóst er, að þau eru
komin frá sovézkum aðil-
um, en ósannað, hvort þau
hafa verið notuð á vegum
sovézka sendiráðsins hér,
Novosti eða jafnvel sov
ézkra rannsóknarleið-
angra. Hitt liggur alveg
ljóst fyrir, að APN-Novosti
vinnur að því að dreifa
áróðri um Sovétríkin og
óhróðri um önnur ríki til
íslenzkra fjölmiðla. Starf-
semi APN-Novosti hefur
þó ekki vakið ýkja mikla
athygli þar til nú síðustu
vikurnar er þessi „frétta-
stofnun" hefur dembt yfir
fjölmiðla svo óþverraleg-
um óhróðri um sovézka
Nóbelsskáldið Solzhenit-
syn, að það orðbragð, sem
notað er um skáldið, er
tæpast prenthæft.
Þessi óhróðursstarfsemi
hinnar sovézku frétta- eða
njósnastofnunar hlýtur að
verða til þess, að kröfur
koma fram um, að starf-
semi hennar hérlendis
verði stöðvuð, skrif stofunni
lokað og sovézkir starfs-
menn hennar sendir heim.
Fyllsta ástæða er til að
kanna, hvernig starfsemi
þessarar skrifstofu er hátt-
að, hve marga starfsmenn
hún hefur í þjónustu sinni,
hve margir þeirra eru ís-
lenzkir og hversu víðtæk
óhróðursstarfsemi hennar
er.
Reykjavíkiirbréf
-Laugardagur 2. marz-
Varið land
Þegar undirskriftasöfnunin
„VariS land“ hófst, gerði víst eng
inn ráð fyrir, að jafn gífurlegur
fjöldi manna mundi taka þátt í
henni og raun hefur á orðið. Strax
og undirskriftasöfnunin var hafin
varð ljóst, hve mikinn áhuga ís-
lendingar höfðu á því að láta hug
sinn í ljós. Þótt aðgerðirnar væru
lítt skipulagðar streymdu undir-
skriftir inn. Fólkið í landinu vildi
nota þetta tækifæri til þess að
leggja sitt af mörkum til að fyrir-
byggja, að landið yrði gert varna-
laust.
Nú liggur það fyrir, þannig að
ekkert þarf um að deila, að mikill
meirihluti landsmanna vill
tryggja, að hér séu varnir. Ef
þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram
um þetta efni, má gera ráð fyrir,
að um það bil fjórir af hverjum
fimm kjósendum mundu vilja
tryggja varnir landsins. Hér í
Reykjavíkurbréfi hefur raunar
verið á það bent, að á þjóðhátiðar-
ári væri illt að þurfa að efna til
átaka sem þeirra að láta fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um varn-
armálin. Undirskriftasöfnunin
gerir það líka að verkum, að eng-
inn vafi er lengur á því, hver vilji
þjóðarinnar er i þessu efni.
En þrátt fyrir þessar staðreynd-
ir ræða stjórnarherrarnir enn um
brottrekstur varnarliðsins. Þó
mun hugmynd forsætisráðherr-
ans vera sú að þæfa málið og
þrauka. Hann veit sem er, að
meirihluti flokksmanna hans er
andvígur brottvísun varnarliðs-
ins, og þess vegna væru dagar
hans taldir sem flokksforingja, ef
hann léti að vilja kommúnista í
þessu efni. Þess vegna reynir
hann að fá þá inn á tillögur Ein-
ars (Ljósvetningagoða). Og viti
menn, helztu leiðtogar Alþýðu-
bandalagsins hafa þegar fallizt á
það, að hér megi vera herlið
áfram. Þannig bera nú allir ís-
lenzkir stjórnmálaflokkar ábyrgð
á veru okkar í Atlantshafsbanda-
laginu og dvöl varnarliðs á ís-
landi.
Hitt er svo annað mál, að það
fyrirkomulag varnarmálanna,
sem Einar Agústsson hefur stung-
ið upp á, miðast ekki við íslenzka
hagsmuni. Það byggist ekki á þvi
fyrst og fremst að tryggja okkar
eigin vamir, heldur er verið að
reyna að koma til móts við Atl-
antshafsbandalagsþjóðirnar og
Bandaríkin. Enginn veit raunar,
hvort þessir aðilar telja, að í til-
lögum utanríkisráðherrans felist
nægileg trygging fyrir þá. En
væntanlega kemur það í ljós, ef
viðræðunum um endurskoðun
varnarsamningsins verður fram
haldið, en þeim hefur eins og
kunnugt er hvað eftir annað verið
skotið á frest.
En hvað sem öllu þessu líður er
ljóst, að þátttakendurnir í undir-
skriftasöfnuninni „Varið land“
hafa náð því marki. sem að var
stef nt, að gera ráðamönnum grein
fyrirþví í eitt skipti fyrir öll, hver
vilji þjóðarinnar er i þessu efni.
Prófkjör
sjálfstæðis-
manna
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hafa þann hátt á við val frambjóð-
enda til borgarstjórnar að efna til
almenns prófkjörs, sem allir
stuðningsmenn framboðslistans
hafa rétt til að taka þátt í. Próf-
kjör þetta fer fram nú um helg-
ina, og er þess að vænta, að þátt-
taka í því verði mikil og almenn.
Reykvíkingar hafa ætið lagt á það
mikla áherzlu að tryggja höfuð-
borginni farsæla forustu. Þess
vegna hafa þeir tekið þátt f þvi að
velja frambjóðendur og síðan
sameinazt um öflugan stuðning
við þann lista, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur borið fram.
Venjan hefur verið sú, að á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins við borgarstjórnarkosningar
hafa bæði verið fyrrverandi
borgarfulltrúar, með vfðtæka
þekkingu og reynslu í meðferð
borgarmála og nýir menn, sem
boðið hafa fram krafta sína til að
kljást við hin margvíslegustu mál-
efni. Að þessu Sinni verða einnig
talsverðar breytingar á framboðs-
listanum, þótt enginn viti raunar
nú, hvemig úrslit þrófkjörsins
kunna að ráðast. Fjöldi úrvals-
manna hefur gefið kost á sér í
þessu prófkjöri, og að sjálfsögðu
er það hverjum manni heiður að
koma til álita við uppstillingu
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins. Aðeins fáir fá auðvitað nægi-
legt fylgi til þess að skipa sæti
væntanlegra borgarfulltrúa, en
þeir sem minna atkvæðamagn fá,
mega þó vel við una að vera í hópi
þeirra, sem fjöldi samborgara
taldi, að heppilegt væri að velja
til forustu í borgarmálum.
Samninga-
gerðin
Að undanförnu hefur allt snúizt
um kjaramálin og samninga laun-
þega og vinnuveitenda, sem eðli-
legt er, Víðtækasta verkfall f sög-
unni hefur verið háð. Sem betur
fer stóð það að vísu aðeins fáa
daga, en engu að síður var það
mikið alvörumál, að til svo víð-
tækra vinnustöðvana skyldi
draga.
Því hefur verið haldið fram
m.a. hér f blaðinu, að ríkisstiórnin
beri meginábyrgð á því, að til
vinnustöðvana kom, ogþá skoðun
er auðvelt að rökstyðja. Þegar á
sl. hausti lögðu launþegasamtökin
á það megináherzlu, að úrbætur
yrði að gera í tveimur málaflokk-
um, annars vegar skattamálunum
og hins vegar húsnæðismálunum.
Auðvitað var það ekki á valdi
neinna annarra en rikisstjórnar-
innar að hafa forustu f því efni.
Samt sem áður leið mánuður eftir
mánuð, án þess að ráðherrarnir
aðhefðust nokkuð raunhæft, og
það var ekki fyrr en á síðustu
dögum samningaumleitana, sem
farið var að vinna f þessum mála-
flokkum. Þá varð að nota dýrmæt-
an tíma til þess að ræða um þær,
en viðræður milli samningsaðil-
anna töfðust að sama skapi.
Að sjálfsögðu gat ríkisstjórnin
fyrir löngu sett fram hugmyndir