Morgunblaðið - 03.03.1974, Side 25

Morgunblaðið - 03.03.1974, Side 25
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 25 Eins 09 mér sýnisi Eitlr Glsla J. Ástbörsson Réttlæti 1 tveimur litum NÚ eru þeir f Jóhannesarborg ! Suður-Afrfku búnir að gera þá uppgötvun að líklegast muni veröldin ekki hætta að snúast þó að þeldökkir menn á þessum slóð- um fái að kasta mæðinni við hlið- ina á þeim hvftu á almennings- bekkjunum sem svo eru þó nefnd- ir sem eru á víð og dreif um borgina. Meira að segja kváðu þeir skemmtigarðar sem hingað til hafa verið einungis fyrir hvfta nú Ifka vera opnir svarta kynþættin- um: borgarstjórnarmeirihlutinn á semsagt ekki von á þvf að grasið hætti að gróa eða blómin að ilma eða að eikurnar sem hafa hingað til einungis varpað svalandi skugga sfnum á herraþjóðina fatli nú um koll með braki og brestum af einskæri örvinglan yfir ný- breytninni. Fyrir breytinguna mun það aftur á móti hafa verið þannig að inn f þessa skrúðgarða mátti engin lifandi sála stfga fæti sfnum ef hún var svört — nema hún væri þangað komin að stjana undir þá hvftu. Reglurnar sem voru festar á staurana við hliðin á skemmti- görðunum gátu með öðrum orðum hljóðað svo: Þeldökku fólki óheimill aðgangur, nema barn- fóstrum við skyldustörf sfn. En f Suður-Afrfku kváðu svartar barn- fóstrur enn þykja eins nauðsyn- legar og sfmi og rafmagn. Ég var um þriggja ára skeið í sfðari heimsstyrjöldinni búsettur f alveg einstaklega fallegu bæjar- krfli þar sem kynþáttakúgunin var iðkuð af mikilli samviskusemi, þó að mér þætti að vfsu á stundum sem það væri lika af gömlum vana fremur en að hvfta fólkinu þætti svona afskaplega skemmtilegt að kvelja svarta fólkið. Svertingjum og kynblendingum var til dæmis stranglega bannað að setjast annarstaðar f almenningsvögnum en f öftustu sætin, og til þess að enginn væri nú með leiðindi út af þessu eða væri með uppsteyt útaf einhverju öðru, þá var alls ekki fátftt að bflstjórarnir bæru skamm- byssu, rétt eins og lögreglustjór- inn [ kúrekamyndunum sem skýtur alla vondu mennina til bana með frethólknum sfnum. Blakkur var ekki heldur velkominn í guðshús hvfta mannsins (satt að segja var honum umsvifalaust kastað út), og meira að segja í réttarsölunum, þar sem maður hefði þó ætlað að réttlætinu væri helst þjónað, þar voru hvítir og svartir vandlega flokkaðir eftir hörundslit sfnum, eins og þegar þeir f Þykkvabænum eru að flokka kartöflur. Þeir hvftu sátu fremst og þvf næstum undir sverðinu f hendi réttlætisgyðjunnar en þeir svörtu sátu aftast og því æði fjærri ásjónu hennar. Mér fannst það táknrænt. Þegar svarta fólkið f bænum okkar var fyrir utan þá ósýnilegu girðingu f bæjarlandinu þar sem hreysunum þess var hrúgað saman f bendu, þá varð það að haga sér eftir reglum sem voru nær alltaf eins mannskemmandi og þær voru óskiljanlegar. Það tók mig til dæmis talsverðan tfma að átta mig á því hversvegna svarta fólkið sem smaug stundum inn f sjoppuna þar sem ég keypti kók- inn minn flýtti sér alltaf sem mest það mátti út aftur þegar Grikkinn sem átti sjoppuna var loksins búinn að koma þvf f verk að afgreiða það. Það var af því að þó að Grikkinn legðist svo lágt að selja svertingja pulsu til dæmis, þá var 'hann ekki þvflfkur skræl- ingi að hann leyfði þeim svarta að neyta pulsunnar inni f sjoppunni hjá sér. Þessvegna tók pilturinn með svarta skinnið þessa matar- ögn sfna út á gangstéttina og át hana þar. Og hið sama gerði stúlk- an ef hún var hörundsdökk. Það væri kannski vit f þvf að vera svona vondur við fólk ef maður hefði eitthvað uppúr því: Ekki ágóðann af fáeinum pulsum eins og sá gríski held ur árlega fúlgu. Ja, ég segi bara svona. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þetta er langoftast eintómt amstur. Ég nefni það sem dæmi að úr þvf við vildum ekki leyfa þeim svörtu að setjast annarstaðar en aftast f strætó, nú þá gátum við auðvitað ekki sjálfir verið þekktir fyri' að sitja aftast f strætó. Árangurinn var sá að þeir hvftu máttu iðulega gera sér að góðu að standa upp á endann f vagninum þó að helming- ur sætanna væri laus — aftantil. Eins verður ekki hjá þvf komist að hafa tvennt af ýmsu, þar sem eitt er látið duga þar sem svona vitleysa tfðkast ekki. Þar sem mönnum er mismunað eftir hörundslitnum eru hvftar og svartar kirkjur, hvftar og svartar sjoppur. hvftarog svartar krár. Þar eru líka hvft og svört bfó, hvftir og svartir skólar, hvftir og svartir klefagangar f tukthúsunum. Þetta er eins og við hefðum sérstaka menntun fyrir örvhenta og að svo mætti löggan ekki hýsa sköllótta og sfðhærða drykkjurúta sem hún hirðir upp af götunni undir sama þakinu. Vitleysan getur meira að segja gengið svo langt að salernin verði Ifka að vera tvfskipt! Það er eitt handa svörtum og annað handa hvftum. Enda var það svo að sumstaðar þar sem maður kom við f suðurrfkjunum á strfðsárun- um. þar var járnbrautastöðin nánast ein hrúga af klósettum. Vitleysan getur Ifka þvf miður gengið svo langt að Islendingar sem komast f snertingu við þenn- an ósóma verði yfir sig hrifnir. Það er að vfsu ekki algengt en það er ekkert skárra fyrir það. Hinir ný- frelsuðu skrifa meira að segja stundum heim að reyna að kristna okkur hina. Einum virðist vera eitthvað illa við Vfsi: hann skrifar að minnstakosti helst f það blað. Þá er hann að útmála fyrir okkur ágæti lan Smith f Rhodesíu og allt að þvf guðdómlega stjórnvisku Jd- hanns Vorsters f Suður-Afrfku og hina dásamlegu elju Portúgala suður f Mosambique, þegna hnignandi nýlenduveldis sem hef- ur ekki einu sinni auðnast að gera lýðinn heimafyrir læsan og skrif- andi. Hinn baráttuglaði fslenski nýlendusinni á naumast nógu sterk orð til þess að lýsa aðdáun sinni á þessum herrum. Ekkert er honum hjartfólgnara en eilffðar- lögbann hvfta kynþáttarins gegn sjálfsögðum mannréttindum hins svarta. Það er skrftið að kynnast þess- um sjónarmiðum hjá fslenskum manni, á sama tíma sem þjóð eftir þjóð er að reyna að slfta sig frá fortfð sinni, snúa við blaði, losa sig við fordóma sem segja að jörð- in verði að vera eins og skákbretti af því kynþættirnir séu þvi miður svo fjarska ólfkir. Að vfsu er til- rauninni suður í Jóhannesarborg ekki spáð góðu: menn óttast að hin myrkfælna rfkisstjórn Vorsters taki völdin af hinum vaknandi borgarbúum. En víða hefur samt tekist að bylta um girðingunni milli þeirra hvftu og þeldökku og að opna hinum sfðarnefndu þar með veg- inn til mannsæmandi Iffs. Þannig er það í fallega bænum sem ég nefndi áðan. Það er ekki einungis f strætisvögnunum sem hvítir og svartir blanda nú saman geði — og sætum. Meira að segja háskól- inn þarna ! bænum (sem allt athafnalffið snýst raunar um) er nú líka opinn svörtu borgurunum. Ég sá ! skólablaðinu sem ég fékk fyrir skemmstu að þá hafði blökkustúlka verið kosin formaður stúdentaráðsins. Það hefðu ein- hverntfma þótt tfðindi. Þegar ég var á þessum slóðum sá maður að l vfsu þeldökkum stúlkum bregða fyrir á skólalóðinni, einkum í býtið á morgnana eða þá síðdegis. En þær fóru eins og með veggjum. Þær voru f vinnuflfkum. Þær þótt- ust góðar að fá að þrffa stofurnar. sínar bæði i skattamálunum og húsnæðismálunum. Ef þau mál hefðu verið leyst fyrr en raun varð á, hefði sjálfsagt ekki þurft að koma til vinnustöðvunar. „Stjórn hinna vinnandi stétta" ber því meginábyrgðina á víðtæk- asta verkfalli í sögu þjóðarinnar. Er það enn einn minnisvarðinn um þessa vandræða rikisstjórn. Annars er það athyglisvert við þessa samningsgerð, hve miklar kröfur launþegasamtökin settu fram. En þau gátu með réttu bent á, að kjaraskerðing hefði orðið að undanförnu, vegna þeirrar óða- verðbólgu, sem yfir landið hefur gengið. Og vissulega er það eðli- legt, að launþegar kref jist bættra kjara, þegar jafn gífurlegt fé berst í þjóðarbúið og raun hefur orðið að undanförnu. Það er eðli- legt, að menn eigi erfitt með að skilja, að kjör geti ekki batnað, þegar útflutningstekjur marg- faldast. Þess vegna var fyrirfram vitað, að verulegar kjarabætur yrðu fram knúðar. Skattpíningin Skattránsstefna ríkisstjórnar- innar hefur leikið landslýðinn svo grátt, að allir eru nú sammála um nauðsyn þess að lækka tekju- skatta. Enda var það ein megin- krafa af hálfu verkalýðssamtak- anna, að breytingar yrðu gerðar til bóta í því efni. Að lokum lét rikisstjórnin undan kröfum um lækkaða tekjuskatta, en sá sér leik á borði að stórlækka aðra skatta í leiðinni. Hugmynd stjórnarinnar er sú að næla sér með margháttaðri skatt- lagningu í nokkra milljarða um- fram þá skerðingu ríkistekna, sem hlýzt af lækkun tekjuskatts- ins. Allir stjórnarandstæðingar, Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðu- flokkurinn og Bjarni Guðnason hafa lýst yfir því, að þeir munu ekki fallast á það, að ríkið hækki söluskattinn meir en nemur lækk- un tekjuskattsins, og raunar hafa þeir bent á, að fyllsta ástæða væri til lækkunar ríkisútgjalda til að mæta tekjuskattslækkuninni að einhverju leyti. Enn er ekki ljóst, hvað ríkis- stjórnin mun gera i þessu efni. Hún hefur ekki þingmeirihluta til að knýja fram 5% hækkun söluskatts og ber þess vegna skylda til að semja við stjórnar- andstöðuna um þær lagabreyting- ar, sem hún getur á fallizt, en segja af sér ella. Heyrzt hafa bollaleggingar um það, að ráðherrarnir muni reyna einhver bellibrögð í þinginu. Til dæmis á þann veg að láta efri- deild fyrst samþykkja 5% sölu- skattshækkun. Þá mundu stjórn- arandstæðingar væntanlega flytja breytingartillögu í neðri deild, sem þar kynni að verða felld með jöfnum at- kvæðum. Þá ætti stjórnarand- staðan ekki annarra kosta völ en að fella tillögugrein- ina í heild, einnig með jöfnum atkvæðum. En rikisstjórnin gæti þá sagt, að hún yrði að bregðast fyrirheitunum um tekjuskatts- lækkunina, þar sem hún hefði engar tekjur til að mæta lækkun tekjuskattsins. Þá væri í rauninni fallinn grundvöllurinn undan ný- gerðum samningum, sem einmitt byggjast ekki sizt á því, að lagfær- ingar verði gerðar á tekjuskatti. Að óreyndu er þó forsætisráð- herranum, Ölafi Jóhannessyni lagaprófessor ekki ætlandi að reyna slikar aðfarir. Hann hlýtur að meta trúnað við þingræðið meira en svo, að hann leitist við að níðast á því með klækjum. Líklegt er þess vegna, að ríkis- stjórnin semji við stjórnarand- stöðuna um hækkun söluskatts, sem nemur tekjuskattslækkun- inni, en væntanlega mun stjórnar- andstaðan teygja sig það langt, þótt hún hafi raunar bent á nauð- syn þess, að útgjöld rikisins væru minnkuð og hluti tekju- skerðingarinnar bættur á þann veg. Bretar og 200 mílurnar Austen Laing framkvæmda- stjóri Sambands brezkra út- gerðarmanna hefur upplýst, að brezkir sjómenn styðji tillögu um útfærslu landhelginnar í 200 mil- ur. Þegar þeir aðilar, sem mestra hagsmuna hafa að gæta af sjávar- útvegi i Bretlandi, sameinast um þá kröfu, að brezka ríkisstjórnin styðji 200 sjómilna landhelgi, má telja víst, að sú stefna verði ofan á og Bretar þá í hópi þeirra landa, sem á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas munu knýja á um að fá 200 milurnar viðurkenndar. Þannig virðast vera að rætast þær spár, sem fram hafa verið settar, m.a. hér I blaðinu, að Bret- ar mundu sjálfir berjast fyrir 200 sjómílna landhelgi, áður en yfir lýkur. Allar þær fréttir, sem erlendis frá berast af hafréttarmálum, benda I þá átt, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðanna muni fylgja 200 sjómilna landhelgi á haf- réttarráðstefnunni, þannig að ekki einungis 2/3 aðildarríkjanna samþykki slika tillögu heldur mun meiri fjöldi. Ljóst er þess vegna, að við íslendingar erum að vinna lokasigur í Iandhelgis- málinu, þann sigur, sem að var stefnt þegar árið 1948, þegar lögin um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins voru samþykkt fyrir forgöngu Sjálf- stæðisflokksins. Það er að visu hörmulegt, að ekki skuli nást um það full sam- staða á Alþingi, að við íslendingar lýsum því yfir, að við ætlum að taka okkur 200 sjómílna fiskveiði- landhelgi þegar á þessu ári. Kommúnistar hafa bæði leynt og ljóst bai-izt gegn 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi. f þeirra huga eru 50 mílurnar einhver helg tala, sem ekki má frá víkja, og Lúðvík Jósepsson ærist i hvert skipti, sem á það er minnzt, að við íslendingar eigum að taka okkur hinn ítrasta rétt. Stefnumörkun strax Eins og alþjóð veit, lýsti Sjálf- stæðisflokkurinn þvi yfir á liðnu hausti, að stefna hans væri sú, að íslendingar helguðu sér 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi fyrir árslok 1974. Þótt einkennilegt megi virðast urðu viðbrögð annarra flokka ýmist áhugaleysi eða bein andstaða, sem greini- legast kom raunar fram hjá kommúnistum eins og vænta mátti. Lúðvík Jósepsson reyndi að réttlæta afstöðu sina með því, að íslendingar hefðu ekki laga- grundvöll til að helga sér 200 sjómílur. Honum er þó ekki stætt á þeirri fullyrðingu, þegar ljóst er, að hafréttarráðstefnan mun styðja 200 sjómilna fiskveiðiland- helgi. Væri honum því sæmst að láta af andstöðu sinni við viðáttu- mikla landhelgi. Á engan hátt gætum við Islendingar minnzt betur þjóð- hátíðarársins en einmitt með því, að allir 60 þingmennirnir sameinuðust um að samþykkja 200 sjómílna fiskveiðitakmörk, sem gildi tækju fyrir lok þessa árs. Þótt réttur að alþjóðalögum til að ákveða slikt kynni að verða vefengdur nú, er alveg ljóst, að á miðju ári verða nægilegar laga- stoðir fyrir slíkri framkvæmd. Þvi miður er nú slik upplausn i íslenzkum stjórnmálum vegna forustuleysis rikisvaldsins, að litill tími vinnst til að sinna hin- um mikilvægustu málum, en lengur verður ekki við það unað, að landhelgismálið verði algjör- lega látið sitja á hakanum vegna pólitisks öngþveitis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.