Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAÓUR 3. MARZ 1974 Halldór Jónsson verkfræðingur Hvað segir Milton Friedmann? Hinn þekkti hagfræðingur Milton Friedmann ritar nýverið grein í Newsweek. Þó að ég geti ekki skyldað sérhvern íslending til þess að lesa hana, sem þeir hefðu þó gott af, þá fylgir hún hér í þýðingu minni í von um, að einhver hafi gagn af henni. Greinin ber fyrirsögnina Efnahagsleg kraftaverk „Ég er nýkominn úr stuttri ferð til Brasilíu, þriðju þjóðarinnar á stuttum tíma, sem byrjar slíkan hagvöxt að kalla má „efnahags- legt kraftaverk". Þessi staðreynd er augljós, hvaða gesti, sem er. Bílarnir, sem iða á götum Sao Paulo og Rio, eru næstum því allir nýir, háhýsi, bæði ný og í byggingu, gnæfa við himin, kran- ar eru næstum jafnmargir og sjónvarpsloftnet, og fram- kvæmdagnýrinn er greinilega frá- brugðinn jólaös. Margir mannanna í ábyrgðar- stöðum eru ungir, ný kynslóð er greinilega að taka við. Traust þeirra, stólt og bjartar framtíðar- vonir blandast aðeins óverulega kvíða fyrir framtíðinni. Mun þetta endast? er spurning, sem enginn spyr, en allir virðast hafa aftan til í höfðinu. Brasilíska kraftaverkið er frá 1967, þegar framleiðslan fór að aukast um nær 10% á ári. Hin kraftaverkin, í Þýzkalandi og Japan, byrjuðu tveimur áratugum fyrr, stuttu eftir stríðslok. Þó að mikill mun- ur sé á þessum 3 þjóðum, í sögu- legu, menningarlegu, auðlinda- legu og tæknilegu tilliti, þá eru sláandi sameinkenni með þessum 3 kraftaverkum. Sameinkennin 1. Á undan öllum kraftaverkun- um fór efnahagsöngþveiti, sem var búið til eða magnað af verð- og Iaunabindingu, sem átti að vera til þess að stöðva verð- bólguna. 1 Þýzkalandi og Japan horfðist iðnaðurinn, lamaður af styrjöld og ósigri, í augu við peninga- magnið, útblásið af styrjaldar- eyðslu og fjárhagslegri kollsteypu eftirstríðstímans. Verð- og launa- bindingu styrjaldaráranna var haldið áfram af hernámsyfir- völdunum, sem framfylgdu þeim ennþá strangar en innlend lögregla hefði nokkru sinni getað gert. Afleiðingin var efnahags- hrun. I Brasilíu olli stjórnmála- öngþveitið á seinni hluta 6. ára- tugarins og fyrri hluta þess 7. miklum greiðsluhalla hjá ríkinu og var hann greiddur með peningaútgáfu. Verðbólgan náði meira en 100% á ári snemma úrs 1964. Ríkisstjórnin reyndi að hafa hemil á verðbólgunni með ýmsum ráðstöfunum svo sem verðstöðvun og launabindingu, gjaldeyriseftir- liti og margfaldri gengis- skráningu (það eru víðar til spekingar en á íslandi! Aths. þýðanda). Sem í Þýzkalandi og Japan leiddu þessar ráðstafanir til útbreiddrar sóunar, afkasta- leysis og svartamarkaðsbrasks. 2. ÖII þrjú kraftaverkin gerðust fyrir aðgerðir I peningamálum, sem bundu enda á þvingunarráð- stafanir ríkisst jórnarinnar á verðlag og kaup og gerðu þannig markaðskerfinu kleift að starfa. I Þýzkalandi og Japan hafði hrunið verið svo mikið, að um- bótunum, þó að róttækar væru, fylgdu nærri strax efnahagslegur bati og vöxtur. í Brasilíu, þar sem hrunið hafði þó verið miklu minna, fylgdi „þéttri“ peninga- stefnu, sem minnkaði verð- bólguna úr meira en 100% f um það bil 30% á 3 árum, kreppa og aukið atvinnuleysi. Samt sem áð- ur, þegar áhrif lostsins voru liðin hjá, leysti markaðsfrelsið, ásamt stjórnmálalegu jafnvægi, ótrú- lega krafta úr læðingi. Peningaleiðrétting, 3. Öll þrjú kraftaverkin byggðu á einkaframtakinu sem aflgjafa. I öllum þremur rikjunum skipti ríkisstjórnin sér af málum i ríkum mæli, — styrkti hér, skatt- lagði þar, byggði vegi, hafnir og svipaðar framkvæmdir og lagði undir sig vissar starfsgreinar. Samt voru þessar ráðstafanir skreytingin á kökunni, ekki kakan sjálf. Ég held, að mest af þeim hafi gert meira tjón en gagn. Ríkisstjórnin varð að mestu gagni, þegar hún skipti sér sem minnst af afli einkaframtaksins, sem stýrðist af markaðsverðinu. Hinn eini mikli munur á stefn- um þeim, sem fóstruðu þessi þrjú kraftaverk, eru aðferðinar, sem notaðar voru til þess að leyfa verðkerfinu að starfa. Þýzkaland og Japan fylgdu peningastefnu, sem nálega, þar til alveg nýlega, útilokaði verðbólgu. Það var þvi enginn þrýstingur í þessum ríkj- um til þess að stjórna verðlagi og launum og þau gátu látið markaðskerfið starfa frjálst. Brasilía fylgdi annarri stefnu. Eftir að verðbólgu hafði verið komið niður í 30% á árinu 1967, var gefið eftir. Samtímis var þó settur verð-- þynningarstuðull í mikið af samningum. Brasilíumenn kalla þetta „peningaleiðréttingu“. Ef Brasilíumaður leggur peninga á banka, þá greiðir bank- inn honum ekki aðeins ákveðna vexti, t.d. 5%, heldur leggur inn hjá honum „peningaleið- réttingu", jafngildi verðbólgunn- ar á tímabilinu. Langtíma við- skiptalán, ríkisskuldabréf, veð- skuldir o.s.frv. eru meðhöndluð á sama hátt, lántakandinn greiðir lánveitandanum ákveðna vexti auk peningaleiðréttingarinnar. Alla kauptaxta verður að leið- rétta á sama hátt — þó að stað- reyndin sé, að laun hafa hækkað miklu hraðar en þetta. Persónu- frádrættir til tekjuskatts og skattstigarnir eru leiðréttir með peningaleiðréttingu. Sama gildir einnig um eignir fyrirtækja til Iögleyfðs afskriftareiknings. Gengið er leiðrétt með tilliti til verðbólgu. Og svo framvegis, og svo framvegis. Notkun peningaleiðréttingar- innar í sumum þessara atriða er lögboðin, í öðrum frjáls. (Hér eru menn sektaðir fyrir að selja óbyggð hús með vísitölu. Aths. þýð.) í reynd er notkun hennar svo útbreidd, að það er lítil til- hneiging í verðlags- og kaup- bindingarátí. Peningaleiðréttingin er óþægi- leg í bókhaldi og hún getur ekki verið algild. Verðbólgulaus veröld væri greinilega betri. Samt sem áður, ef tekið er tillit til hins tímabundna, en óhjákvæmilega kostnaðar við að minnka verð- bólguna hratt, án slíks kerfis, þá hafa Brasilíumenn verið skyn- samir í vali sínu. Ég held, að þeirra kraftaverk hefði verið óframkvæmanlegt án peninga- leiðréttingarinnar. Með henni hafa þeir getað dregið smám saman úr um 30% verðbólgu árs- ins 1967 í um 15% verðbólgu núna, án þess að draga úr hröðum hagvexti. Og það er mögulegt, að þeim muni takast að færa verð- bólguna með tímanúm niður í nærri núll. Með henni verða þeir fyrir minni efnahagslegri skrum- skælingu af völdum 15% verð- bólgu en Bandarikin verða fyrir af 9% verðbólgu án hennar. Hið sannlega næstbezta. Jafnvel hinir einbeittustu máls- varar verðlags- og kaupbindingar líta á þær ráðstafanir í hæsta lagi sem næstbeztu leiðina (þeir þekkja greinilega ekki til íslenzkra landsfeðra! Aths. þýð.) Leið til þess að forðast eitthvað enn verra. Þessi 3 meiriháttar efnahagsundur — sem og mörg minna dramatisk atvik — kenna okkur, að þær eru fremur hið „fyrsta versta", krabbamein, sem getur eyðilagt getu efnahags- kerfis til þess að starfa. Utbreidd notkun verð- þynningarstuðuls sem meðals gegn „sveiflum á almennu verð- lagi“ var fyrst nefnd af hinum mikla brezka hagfræðingi Alfred Marshall, fyrir svo löngu síðan sem 1887. Hin brasilíska reynsla fylgir uppástungu Marshalls aðdáunarlega vel — vegna nauð- synjar, ekki gerðar. Kenning og raunveruleiki falla saman í því að sýna fram á, að hið sannanlega næstbezta til þess að lifa í verð- bólgu er útbreidd notkun verð- þynningarstuðla. Það er þegar liðin sú stund, þegar Bandaríkin áttu að draga lærdóm af þessu.“ Þetta segir sá fróði maður. Hann telur Bandaríkin vera orðin þarna aftur úr. Ilvað þá um okkur íslendinga? Erum við þá ekki nátttröll? Ofstjórnartrúin er búin að vera okkur dýrkeypt. í manns- aldur höfum við háð efnahagslegt dauðastríð, sem Þjóðverjar og Japanir afgreiddu hjá sér fljót- lega eftir stríð. Öll þau mistök, sem Friedmann telur upp, höfum við ekki aðeins gert, heldur erum að gera. Og það sem verra er, virðumst trúa, að þau séu speki. Hvenær ætla Islendingar að velja sér menn til forystu, sem ekki hafa asklok fyrir himin eins og núverandi ríkisstjórn, og raunar fleiri, virðist hafa. Hillir ekkert undir nýja kynslóð stjórn- málamanna, ekki ung andlit með gamla heila heldur fólk, sem hefur aðrar hugmyndir í hag- fræði en feður þess og afar. Halldór Jónsson verkfr. P.S. Eigum við að bjóða Brasilíu- mönnum að skipta ,á Delfim (efnahagsráðherra Brasilíu) og Halldóri E? Og bjóða þeim af- ganginn af rikisstjórninni i milli? Skyldu þeir þiggja það? Garðahreppur Opnunartímí gæzluvallanna er frá 4. marz kl. 14 — 16 Félagsmálaráð Garðahrepps. stúika ðskast til afgreiðslustarfa strax. Ekki yngri en 18 ára. Tilboð sendist Mbl. fyrir 5. þ.m. merkt „3248” Lóubúð Síð pils og samkvæmisblússur. Gott verð. Lóubúð, Bankastræti 14. Sími 13670. Iðnfyrlrtækl Lítið iðnfyrirtæki er til sölu. Hentugt fjölskyldufyrirtæki. Upplýsingar í síma 92-1 753 og 92-1 728. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Til leigu í miðborginni 180 fm skrifstofuhúsnæði. Leigist í einu eða tvennu lagi. Laus nú þegar. Upplýsing- ar í síma 26540 (á skrifstofutíma) og 18119 (utan skrifstofutíma). Tollskýrslur — VerÓútreikningar Get tekið að mér sjálfstætt starf, hálfan daginn. Mikil reynsla. Góð menntun. Tilboð óskast send afgr. Mbl merkt: „3356”.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.