Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 34

Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 Jóhannes Bj. Jóhann- esson — Minning Með stuttu millibili hafa fjórir ágætir borgarar í Hnífsdal, látizt eftir skamma sjúkrahúsvist á yf- irstandandi vetri, og er það til- finnanlegur missir litlu og fá- mennu samfélagi, sem um áratugi hefur notið verka þeirra við upp- byggingu heimahaganna. Að sjálfsögðu er missirinn mestur og sárastur þeim, er eiga á bak að sjá maka sinum og fyrir- vinnu heimilisins, eins og ávallt hlýtur að vera við slik umskipti. Ég vil nú í fáum orðum minnast eins hinna látnu, sem fyrr getur, en það er vinar mins Jóhannesar Bj. Jóhannessonar frá Hvammi, en hann var af kunningjum sín- um ávallt nefndur Jói í Hvammi. Jóhannes heitinn lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði hinn 18. febrúar sl. eftir stutta legu. Fæddur var Jóhannes í Þernu- vik í Ögurhreppi 14. ágúst 1898 og voru foreldrar hans búandi þar, þau Evalía Bjarnadóttir og Jó- hannes Jóhannesson. Tveggja ára gamall missti Jó- hannes föður sinn og dvaldist eft ir það með móður sinni á ýmsum stöðum við Djúp, en fermingar- vorið sitt fluttist hann að Skála- vík í Reykjafjarðarhreppi til óðalsbóndans Ólafs Ólafssonar. Á því héraðsfræga heimili dvaldist Jóhannes þar til hann festi ráð sitt og gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Steinunni Sigurðar- dóttur frá Kleifum f Skötufirði. Þau hjón giftu sig 3. júlí 1921. Eftir giftinguna settu ungu hjönin saman bú að Kleifarkoti í Mjóafirði við Djúp og höfðu jafn- framt til afnota jörðina Botn í sama firði. TilHnífsdalsfluttustþau Stein- unn og Jóhannes vorið 1929 og hófu búskap í Fremri-Hnífsdal, þar bjuggu þau í þrjú ár eða til ársins 1932, er þau fluttust niður í Hnífsdalsþorp og áttu þar heimili æ síðan þar til yf ir lauk. Arið 1933 reisti Jóhannes fjöl- skyldu sinni ibúðarhús í Hnífs- dalskau.ptúni, sem hann nefndi Hvamm, var hann alltaf síðan kenndur við heimili sitt af kunn- ugum og nefndur Jói í Hvammi, eins og fyrr var drepið á. Þau Steinunn og Jóhannes eignuðust 6 börn, en misstu eitt á fyrsta ári, hin fimm lifa föður sinn, tvær dætur og þrír synir, öll fyrir löngu fullorðin og hafa flutzt að heiman. Sum þeirra gift og hafa stofnað sín eigin heimili. Eftir að Jóhannes fluttist í kauptúnið í Hrúfsdal, stundaði hann jöfnum höndum vinnu á sjó og landi, eftir atvikum, þvi mikils þurfti stórt heimili við og varð því að reyna fleira en gott þótti, ekki sízt á kreppuárunum, sem fóru í hönd skömmu eftir að Jóhannes fluttist /til Hnífsdals. Jóhannes var verkmaður góður og trúr i starfi að hverju sem hann gekk og laghentur I bezta lagi, hefi ég þar eigin reynslu til að styðjast við, því hann starfaði á tímabili á mótorbát, er ég átti ásamt fleir- um, einnig hjá bróður mínum, sem mat verk hans að verðleikum. Á sínum yngri árum og langt fram eftir langri ævi, þótti Jóhannes góður liðsmaður í hvað sem hann gekk og þurfti ekki að bæta um það, er vinnufúsar hend- ur hans höfðu að verki verið. Jóhannes var otfast léttur í máli og hafði yndi af þvi að gleðjast með glöðum þegar það átti við og átti engan veginn örð- ugt með að skemmta sér með ungu fólki. Ávallt minnist ég með gleði fyrstu samfunda okkar Jóhannes- ar, en það var er hann fluttist með fjölskyldu sína til Hnífsdals árið 1929. Ég sótti þau umborði Djúp- bátinn, sem lá fyrir festum á H nífsdalsvík. Við þessi fyrstu kynni lá vel ávini mínum Jóhann- esi, og hugði hann gott tii framtíð- arinnar í nýju umhverfi, sem raun varð á, er stundir liðu. Eins og margir fjölskyldufeður á fyrstu árum kreppunnar miklu, er gekk í garð upp úr árinu 1930, átti Jóhannes undir högg að sækja við að sjá sér og sínum farborða, því munnarnir voru margir, sem seðja þurfti og fárra kosta völ um atvinnumöguleika í það og það skiptið, margur fjöl- skyldufaðirinn varð að hafa sig allan við og taka hverju verki, sem í boði var, en hvað þetta snerti var Jóhannesi vel til vina, ekki sízt vegna verkhyggni sinn- ar, starfsvilja og trúmennsku. Eftir að Jóhannes hætti búskap og fluttist í kauptúnið, hafði hann kindur til að sýsla um í frístund- um og hafði mikið yndi af og sýndi mikla álúð í hirðingu þeirra, enda umgengizt mál- leysingjana og þótt vænt um frá barnæsku. Ekki löngu eftir stofnun Hrað- frystihússins h/f í Hnifsdal, gekk Jóhannes í biónustu þess og vann t Maðurinn minn ÓLAFURR.HJARTAR, járnsmiðurfrá Þingeyri verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni, þriðjudaginn 5. marzkl. 13.30. Sigríður E. Hjartar. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför INGIBJARGAR SUMARRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR Guðmundur H. Ágústsson, Ólafur Þ. Agústsson, Sigriður S. Ágústsdóttir, Ágúst S. Ágústsson, tengdabörn, barnabörn og bróðir. t Þökkum Sijartanlega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ÞURÍÐAR KÁRADÓTTUR. Kvisthaga 11 .Reykjavfk, (frá Lambhaga). Páll Pálsson Sveinn Pálsson Edda Carlsdóttir Helen Pálsson Kristln Káradóttir Sunna Stefánsdóttir börn og barnabörn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM MÉR virðist vera mótsögn f Biblíunni. Alls staðar erum við hvött til þess að hlýða lögmáli Guðs, en f bréfum Páls segir aftur og aftur, að við verðum ekki hólpin fyrir „verk lögmáls- ins“. Hvers vegna eigum við yfirleitt að hugsa nokkuð um lögmálið, ef það er alveg óviðkomandi hjálpræði okkar? Er átt við „borgaralega hlýðni“, þegar þannig er gert lítið úr lögmálinu? Spurning yðar er raunar guðfræðilegs eðlis. Samt finnst mér eðlilegt, að henni sé svarað í þessum þáttum, því að hún snertir kjarna fagnaðarerindis- ins. í fyrsta lagi ber okkur að hafa í huga, að Jesús sagði, að hann hefði ekki komið til þess brjóta niður lögmáliðm heldur til að uppfylla það. Fagnaðarer- indi náðarinnar gerir okkur ekki óháðari lögmálinu en áður. Þvert á móti. Hvers vegna verðum við þá að taka tillit til ,,lögmálsins“? Vegna þess, að fagnaðar- erindi Krists ,,brýtur“ ekki lögmálið, heldur upp- fyllir það í hjörtum okkar. Hið nýja líf Guðs gróður- setur lögmálið í hjörtum okkar, svo að það verður ekki erfiði og strit að hlýða því, heldur gerum við það með gleði. Minnizt glataða sonarins. Það var orðið honum byrði að þjóna föður sínum, unz hann fór í fjarlægt land. En þegar hann kom grátandi heim, með iðrandi hjarta, þá fann hann mesta gleði í því að hlýða föður sínum og þjóna honum, honum, sem hafði elskað hann meira en þeir menn, sem hann hafði lifað á meðal. (Lúk. 15). Þannig rætist það, að lögmálið verður „tyftari vor til Krists“ (Galatabréfið 3,24), þ.e. knýr okkur til Krists. Getuleysi okkar til að hlýða lögmáli Guðs, hinn mikli óverðugleiki okk- ar, vonleysið — allt verður þetta okkur til ögunar og, tyftunar, svo að við sjáum þörf okkar á frelsara. Þegar við finnum hann og kærleika Guðs eins og glataði sonurinn fann sinn rétta sess í húsi föður síns, þá finnum við að hlýðnin við hann er ekki skylda, heldur hin mestu forréttindi og fagnaðar- efni. Kvikmynd móðg- ar Kínverjana alla tíð siðan í frystihúsi þess og við önnur störf hjá fyrirtækinu er til féllu. Hraðfrystihúsið h/f á þvi á bak að sjá einum af elztu starfs- mönnum sínum. Þegar Jóhannes er nú allur, vil ég leyfa mér i nafni eigenda og stjórenda fyrirtækisins, að þakka honum löng og trúverðug störf í þágu þess fyrr og síðar. Ég leyfi mér líka að færa honum góðar kveðjur frá vinnufélögum hans, sem enn eru ofar moldu, fyr- ir margar góðar samveru- og ánægjustundir. Eftirlifandi ekkju Jóhannesar, Steinunni, og börnum þeirra, færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur, en bið hinum horfna samferðamanni allrar guðs bless- unar. Einar Steindórsson. Umræðufundur um barnabækur í Norræna húsinu Um þessa verður staddur hér á vegum Norræna hússins og Háskóla íslands dr. Örjan Lind- berger, stjórnarformaður Svenska barnboksinstitutet í Stokkhólmi. Sunnudaginn 3. marz nk. kl. 20.C-0 efnir Norræna húsið í sam- vinnu við Bókavarðafélag íslands til fræðslu- og umræðufundar um barnabækur. Dr. Lindberger flyt- ur þar fyrirlestur um barnabók- menntir, Silja Aðalsteinsdóttir ræðir um íslenzka barnabókaút- gáfu, en á eftir verða frjálsar umræður. Til fundarins verður boðið nokkrum gagnrýnendum, höfundum, þýðendum og út- gefendum barnabóka. t Bróðir okkar JÓHANN GUNNAR KRISTJÁNSSON, er látinn. Anna Kristjánsdóttir, Unnur Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson. t Hjartanlega þökkum við öllum, sem sýndu vinarhug við andlát og útför mannsins míns, ÞÓRARINS SÖRING. Valgerður E. Söring, Einar Söring, Karl Söring, Jón Söring, sonarbörn og barnabörn. SKILTI Á GRAFREITI OG KROSSA Flosprent s.f. Nýlendugötu 1 4, sími 1 6480. París,28. febrúar — AP KÍNVERSKA sendiráðið í Parfs mótmælti 1 dag enn á ný frönsku kvikmyndinni „Les Chinois á Paris", sem gerð er af leikstjór- anum Jean Yanne. Segja Kínverj- ar, að myndin sé „hundrað prósent andkínversk" og stefni að þvf, að „hafa kínverska herinn að fífli, svo og kfnverska byltingar- Ieikhúsið.“ Kvikmyndin „Les Chinois á Paris" er satíra um upphugsaða Samstarf um gerð nýrra ísl. staðla 1 FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ Húsnæðismálastofnun rikisins og Iðnþróunarstofnun íslands segir, að þessar stófnanir hafi nýlegá gert með sér samning um skipu- lagt samstarf um gerð nýrra ís- lenzkra staðla og um notkun staðla við framkvæmdir á sviði íbúðarbygginga. Á grundvelli þessa samstarfs mun Iðnþróunar- stofnun íslands auka verulega starf sitt að staðlagerð til notk- unar í byggingariðnaðinum og Húsnæðismálastofnun rikisins mun stuðla að því, að íslenzkir staðlar verði f vaxandi mæli notaðir við hönnun þeirra íbúðar- bygginga, sem.hún veitirlán til. Með aukinni notkun staðla við hönnun íbúðarbygginga er m.a. stefnt að lækkun byggingar- kostnaðar. 1 fyrsta áfanga þessa samstarfs ve'rður höfuðáherzla lögð á fjölgun staðla, sem tengdir eru svokölluðu „mátkerfi", en það er stærðarkerfi fyrir bygg- ingariðnaðinn. Verður stefnt að því, að i þessum áfanga iiggi fyrir staðlar um ákveðin kjörmál fyrir innrás kínverska Rauða hersins í París og töku borgarinnar. Leik- stjórinn og allir gagnrýnendur, sem um hana hafa skrifað, hafa litið á myndina sem satíru um Frakka, og að í hlutverki Kín- verja í myndinni hefðu eins getað verið Marsbúar eða Tahitibuar. Ekkert var í dag vitað um áhrif þess arna á samband Kina og Frakklands, en sendiráðið sagði á þriðjudag, að það liti þetta mál alvarlegum augum. veggi, tröppur, hurðir og karma, innréttingar, gluggahluta og gluggastærðir. Á síðasta ári hafa orðið stór- felldar hækkanir á ýmsum bygg- ingarvörum og sér enn ekki fyrir endann á þeim. Er mikilvægt að við þeim verði brugðist með jákvæðum hætti. Vafalaust er, að eitt ráðið til varnar er stóraukin stöðlun byggingarhluta, er tryggir m.a. miklu hagkvæmari notkun byggingarefnanna og stór- bætta nýtingu þeirra. Er þess því vænzt, að byggingariðnaðurinn og allur almenningur taki vel og veiti brautargengi þeim íslenzku stöðlum, sem þegar eru fyrirliggj- andi og koma munu út á þessu ári og siðar. Harður árekstur HARÐUR árekstur varð á milli tveggja fólksbifreiða á mótum Borgartúns og Höfðatúns um kl. 24 á fimmtudagskviildið, er önnur bifreiðin snarbeygði í veg fyrir hina. Sú, sem árekstrinum olli, var Ijóslaus og ökumaður hennar var færður f blóðrannsókn, grun- aður um ölvun við akstur. Far- þegi í hinni bifreiðinni skarst á höfði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.