Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 47 Skákþing Kópavogs að hefjast TAFLFÉLAG Kðpavogs hefur verið með mjögöfluga starfsemi í vetur og greinilega vaxandi áhugi á skák, að þvf er segir f fréttatilkynningu frá félaginu. Félagið hefur gengist fyrir tafl- æfingum á fimmtudögum f Víg- hólaskóla. og hafa þær verið mjög vel sóttar. Haustmót félagsins fór fram dagana4.—22. nóv. og tefldu sam- an meistara- og fyrsti flokkur, svo og tefldu saman 2. fL og unglinga- flokkur. Áskell Kárason sigraði glæsi- lega í efri flokknum og hlaut hann 10 vinninga af 11 möguleg- um Annan flokkinn vann Hafþór Yngvason og hlaut hann 10 vinn- inga af 12 mögulegum. I 2. sæti varð Guðlaug Þorsteinsdóttir með 9H vinning og flytjast þau upp i fyrsta flokk. Hið árlega jólahraðskákmót fé- lagsins fór fram að venju, milli jóla og nýárs. Á þessu móti er teflt um veglegan bikar, ásamt sæmdarheitinu „Jólasveinn Tafl- félags Kópavogs". Að þessu sinni varð ögmundur Kristinsson „jóla- sveinn“ og hlaut hann 14 vinn- inga. Annar varð Jónas P. Er- lingsson, með 13l/i vinning. Núverandi skákmeistari Kópa- vogs er B jörn Sigurjónsson. Skákþing Kópavogs hefst sunnudaginn 3. mars n.k., og verður tef lt í öllum flokkum. — Úr verinu Framhald af bls. 3 norska freðfiskútflytjendur í fé- lag við sig. Mikilvægur fiskur. Bretar hafa lagt sig mjög eftir að rannsaka kolmunna undanfar- in ár. Norðmenn hafa látið það uppi, að kolmunni sá, sem hrygnir i mars og apríl austur af Islandi og norður og vestur af Skotlandi, séu 8 milljón lestir. Það er eins og ársafli Islendinga í tölum með einu núlli fyrir aftan. Það hefur þó nokkuð verið veitt af þessum fiski, til að mynda af Itölum og Spánverjum, en mest hefur kveðið þar að veiði Rússa, sem veiddu 1971 64.000 lestir, á móti aðeins 100 tonnum 1968. Alls er gert ráð fyrir, að hægt verði að veiða 1.000.000 lesta af kolmunna árlega, eða 50% meira en allur ársafli Islendinga. Kolmunni er af þorskfiskætt- inni og er víða notaður til mann- eldis, meðal annars í fiskkökur í Svíþjóð. Norðmenn ætla einnig að hag- nýta þennan djúpsjávarfisk til manneldis og gefa honum meira aðlaðandi nafn og kalla hann blá- hvít. Svil í háu verði. Norðmenn sjóða niður svil og greiða kr. 9,00 fyrir kg. I 100 lestum af fiski eru 7 lestir af sviljum, að verðmæti 63.000 króna. Salan er einkum til Eng- lands. — Brezku kosningarnar Framhald af bls. 1 Heath er, að hann getur að nafn- inu til haldið áfram í forsætisráð- herraembættinu, unz þing kemur saman 12. marz n.k. Þá getur hann lagt fram stefnuskrá og krafist traustsyf irlýsingar. Fái hann hana ekki, verður hann að segja af sér þegar í stað og myndi þá ráðleggja drottningu annað hvort að fela Wilson stjórnar- myndun eða efna til nýrra kosn- inga. Hugsanlegt er, að Heath fengi traustsyfirlýsingu sam- þykkta, þar sem vitað er, að litlu flokkarnir hafa vart fjárhagslegt bolmagn til að fara út í aðrar kosningar strax, auk þess, sem slikt væri mjög vafasamt fyrir þá stjórnmálalega. Harold Wilson leiðtogi Verka- mannaflokksins hefur þegar lýst því yfir, að hann sé tilbúinn til að mynda stjórn, en að öðru leyti hefur hann ekkert sagt um ákvörðun Heath um að segja ekki af sér. Wilson er á móti samvinnu við frjálslynda, en hins vegar leggur aðalmálgagn Verkamanna- flokksins The Guardian mikla áherzlu á það i dag, að samsteypa Verkamannaflokksins og frjáls- lyndra ásamt nokkrum þjóðernis- sinnum ,,sé eina lausn kreppunn- ar.“ TIMES The Times, (óháð) segir um úrslit kosninganna: — Jafnvægið milli flokkanna eftir kosningarn- ar er eins óhagstætt og frekast gat orðið. Það er ekki bara það, að engum einum flokki hafi tekizt að ná meirihluta, það fæst ekki einu sinni hreinn meirihluti með sam- vinnu tveggja flokka. Með öðrum orðum, það er um að velja tvær veikar ríkisstjórnir og hvorug þeirra gæti verið viss um að koma alvarlegum deilumálum i gegnum þingi ð. DAILY MAIL Daily Mail styður Ihaldsflokk- inn og segirí tilefni kosninganna: — Við hvetjum alla stjórnmála- menn til að láta þjóðina ganga fyrir flokksmálum. Stærstu kosn- ingar í sögu okkar hafa farið á þá leið, að stóru flokkarnir tveir eru í sjálfheldu og Frjálslyndi flokk- urinn hefur fengið fleiri atkvæði en nokkru sinni. I þessari óvissu er eitt alveg Ijóst: Þjóðin óskar eftir samvinnu, ekki átökum. Þessi óvissa niðurstaða er í sjálfu sér bón um hógværð. DAILY MIRROR Daily Mirror styður Verka- mannaf lokkinn og segir: — Herra Heath hefði átt að segja af sér í gærkvöldi. Því situr hann ennþá? Hvernig getur hann látið að þvi liggja, að með því að reyna að hanga i embætti geti hann endur- reist þjóðareiningu og traust? Herra Heath er heiðvirður maður. Hann ætti að segja af sér i dag. ERLEND VIÐBRÖGÐ Bandariska blaðið New York Daily News fjallar um brezku kosningarnar og segir m.a.: — Enginn flokkur í Bretlandi vann sigur í kosningunum á fimmtu- daginn. Hvað sem nú gerist er Iítil von til þess að efnahagsvandinn leysist fljótlega. Bretland er nú á hættulegum krossgötum. NOREGUR Trygve Brattelie, forsætisráð- herra Noregs, sem er fyrir minni- hlutastjórn Verkamannaf lokks- ins, sagði, að svo virtist sem öll Vestur-Evrópa byggist við að þingræði væri í hættu. „Og nú hefur hættan náð til föðurlands þingræðisins," sagði hann um brezku kosningarnar. SOVÉTRlKIN Helztu fjölmiðlar Sovétríkj- anna sögðu í dag, að úrslit kosn- inganna sýndu vantraust á og óánægju með stjórn íhaldsflokks- ins og afstöðu hans til verkafólks. Sovietskaya Rossiya, málgagn miðstjórnar kommúnistaf lokks- ins, segir: — Meirihluti Breta vísaði á bug íhaldsmönnum og lýsti vantrausti á alla efnahags- og félagsmála- stefnu flokksins. Þeir lýstu óánægju sinni með stöðugar tik raunir hans til að leggja byrðar verðbólgunnar á herðar verka- fólksins og til að reyna að tak- marka rétt verkalýðsfélaganna til að vernda lifskjör hinna vinnandi stétta. PRAVDA Pravda, aðalmálgagn kommún- istaflokksins, segir: — Vandamál Bretlands voru aðalmálin í kosn- iijgabaráttunni: gífurleg verð- bólga, nýtt met i óhagstæðum greiðslujöfnuði, fall pundsins og sókn einokunarfyrirtækja gegn réttindum verkalýðshreyfingar- innar. Ef dæma skal eftir þeim niðurstöðum, sem fyrir liggja, hafa flestir Bretar hafnað stefnu íhaldsmanna í þessum meginmál- um. FERMINGARDRENGIR ÞESSI FÖTI ERU SÉRSTAKLEGA BÚIN TIL FYRIR YKKUR EINHIG MIKIB ÚRVAL ÍF SKYRTUM OG SLAUFUM TIZKUVERZLUN unga folksins KARNABÆR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.