Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974
Sumir ætla á all-
ar sýningarnar
Fyrsta sýning Helga Tómassonar og dans-
flokksins frá New York City Ballet í kvöld
HELGI Tómasson (lcngst til vinstri) og aðrir dansarar New York
City Bailet-dansflokksins á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær —
Ljósm. Mbl.ÓI. K.Mag.
Sjúkraflutningar með
bifreiðum langar leiðir
SLYSAVARNAFÉLAGI Islands
bárust í f.vrrakvöld tvær hjálpar-
beiðnir um flutninga á sjúkl-
ingum, önnur úr Öræfum, en hin
af Snæfellsnesi, en vegna veðurs
var ekki unnt að senda flugvélar
eða þyrlur til aðstoðar og varð því
að flytja sjúklingana langar
leiðir í bifreiðum. 1 öðru tilvik-
inu var um að ræða mann, sem
hafði slasazt alvarlega í grjót-
námi Vegagerðarinnar í Hafra-
felli, skammt vestan viðSvfnafell
í Öræfum, og var hann fluttur I
sjúkrabifreið tiI Reykjavfkur, um
350 km leið. I hinu tilvikinu var
um að ræða mann, sem hafði hlot-
ið heilablóðfal 1, og var hann flutt-
ur i sjúkrabifreið frá utanverðu
SnæfelIsnesi til Akraness.
Maðurinn, sem slasaðist í Öræf-
unum, mun hafa klemmzt á milli
tveggja þungra vinnuvéla. Vegna
veðurs og ástands flugvallarins á
Fagurhólsmýri var ekki hægt að
senda flugvél eftir honum og var
því fengin sjúkrabifreið frá Höfn
í Hornafirði til að flytja hann til
Reykjavfkur. Héraðslæknirinn á
Kirkjubæjarklaustri var kominn
á slysstaðinn nokkru áður en bif-
Stærstu vinningar
SÍBS út á land
í GÆR, þriðjudag, var dregið í
þriðja flokki Vöruhappdrættis
SÍBS og komu þrír stærstu vinn-
ingarnir allir upp á miða, sem
seldireru i umboðum úti álandi.
500 þús. kr. vinningur kom á
miða nr. 58862, sem seldur er í
umboðinu á Hvammstanga.
200 þús. kr. vinningur kom á
miða nr. 4457, sem seldur er í
umboðinu á Seyðisfirði.
100 þús. kr. vinningur kom upp
á miða nr. 13632, sem seldur er í
umboðinu á Hólmavík.
(Birt án ábyrgðar).
reiðin kom og hlúði hann að
manninum og gaf honum blóð.
Var síðan ekið til Reykjavíkur,
með stuttri viðdvöl á Klaustri, og
tók ferðin rúma tólf tíma. Var
maðurinn lagður i gjörgæzludeild
Borgarspítalans, en samkvæmt
upplýsingum læknis reyndust
meiðsli hans ekki eins alvarleg og
í upphafi hafði verið talið. Var
líðan mannsins því eftir atvikum
góð og hann var ekki talinn í
lífshættu.
Framhald a bls. 18
HELGI Tómasson kom til
landsins í gær, ásamt níu öðrum
dönsurum frá New York City
Ballet. Hópurinn heldur sex
sýningar í Þjóðleikhúsinu á næst-
unni, og er fyrsta sýningin í
kvöld. Nú þegar er uppselt á
flestar þeirra.
Helgi er talinn einn af þremur
beztu ballettdönsurum i heimi, og
hefur hann starfað hjá New York
City Ballet s.l. þrjú ár.
Þegar við litum inn í Þjóðleik-
húsið í gær var dansfólkið önnum
kafið við æfingar, en við náðum
tali af Helga, og spurðum hann
um starf hans í New York.
Helgi sagðist vera ákaflega
ánægður þar, starfsaðataða væri
eins og bezt yrði á kosið, enda
mun New York City Bailet nú
vera talinn bezti ballett í heimi.
Við spurðum Helga hvert væri
álit hans á ballett i Sovétríkj-
unum, en lengi vel voru þarlendir
taldir standa í fremstu röð. Helgi
sagði, að klassíski ballettinn þar
væri enn mjög góður, enda stæði
hann á gömlum merg og hefði alla
tið verið gert hátt undir höfði.
Hins vegar væri það víst, að
þróunin þar væri hægfara, en á
allra síðustu árum hefði þetta
breytzt nokkuð, m.a. vegna þess,
að erlendir dansflokkar hafa
komið þangað og sovézkt dansfólk
hefur aftur farið og kynnt sér það
sem er að gerast annars staðar.
Þá spurðum við Helga í hvaða
borgum listdansinn stæði með
mestum blóma, og kvað hann það
litið vafaatriði, að þar væri New
York fremst í flokki, en London
væri sennilega næst í röðinni.
Eins og fyrr segir eru 10 manns
í dansflokknum, og eru dans-
ararnir allir hér í leyfi. Helgi
sagði, að nokkuð hefði verið
vandasámt að setja upp góða
sýningu með svo fáum döns-
urum, en valin hefðu verið verk-
efni bæði úr klassískum og nú-
tímab allett.
Með Helga er einnig eiginkona
hans og synir þeirra tveir, sjö og
tveggja ára. Fjölskyldan dvelst
hér hjá móður Helga, Dagmar
Helgadóttur, og sjúpföður, Hauki
Guðjónssyni.
íslenzku dansfólki og áhuga-
mönnum um ballett er mikill
fengur að komu dansflokksins
hingað, og er vitað til þess, að
sumir ætli að fara á allar
sýningarnar.
Guöni Jónsson, fyrrv.
prófessor, er látinn
GUÐNI Jónsson, fyrrv. prófessor
við Háskóla Islands, lézt í Reykja-
vfk á mánudag, 72 ára að aldri.
Guðni fæddist 22. júlí 1901 að
Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, son-
ur Jóns Guðmundssonar bónda og
formanns og síðari konu hans,
Ingibjargar Jónsdóttur. Hann
varð stúdent frá M.R. 1924 og
mag.art. í islenzkum fræðum frá
Háskóla Islands 1930. Hann var
um tíma við nám í Kaupmanna-
höfn 1928 og aftur 1937. Hann var
kennari við Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga (siðar Vesturbæjar)
frá 1928 til 1945 og skólastjóri við
sama skóla 1945—1957. Prófessor
í sögu Islands við Háskóla íslands
var hann frá 1958 til 1967, að
hann lét af störfum vegna veik-
inda. Hann var forseti heimspeki-
deildar H. í. 1959—1961. Hann
tók mikinn þátt í félagsstörfum,
var m.a. forseti Sögufélags um
langt skeið. Hann varð doktor frá
Háskóla íslands 1953. Hann var
höfundur fjölmargra sagnfræði-
rita og sá um útgáfu margra ís-
lendingasagna.
Fyrri kona hans, Jónína Páls-
dóttir, lézt 1936. Síðari kona hans,
Sigríður Einarsdóttir, lifir mann
sinn.
Hættir í blaða-
fulltrúastarfi
HAFSTEINN Hafsteinsson, sem
verið hefur hlaðafulltrúi Land-
helgísgæzlunnar undanfarið, er
nú að hætta því starfi og tekur við
starfi framkvæmdastjóra Sam-
bands ísl. tryggingafélaga. Ekki
hefur af hálfu Landhelgisgæzl-
unnar verið tekin ákvörðun um
ráðningu annars blaðafulltrúa.
Geir Gíslason flugstjóri:
Flogið þessa leið í 14 ár
en aldrei lent í þvílíku
— £G HEF flogið á þessari
flugleið í fjórtán ár en aldrei
lent í neinu í líkingu við þessi
ósköp, sagði Geir Gfslason,
flugstjóri hjá Flugfélagi is-
lands, en hann stjórnaði Fokk-
er Friendship vélinni sem Ienti
í feikilegum misvindum yfir
Akrafjalli á mánudaginn. Ann-
ar hreyfill vélarinnar stöðvað-
ist meðan hún þeyttist þarna
upp og niður, en Geir og
Jóhannesi Fossdal aðstoðar-
flugmanni tókst að ræsa hann
aftur og ná vélinni út úr ólg-
unni, þótt hann ynni ekki af
fullu aflL 30 farþegar voru um
borð.
— Við vorum að búa okkur
undir lendingu og vorum
komnir niður í 4000 feta hæð
þegar þetta byrjaði. Þetta kom
okkur alveg í opna skjöldu því
það var ekkert sem benti til
þess hvað í vændum var. Ég er
búinn að fljúga þessa leið í
fjórtán ár og tel mig þekkja
nokkuð vel veðrabrigðin, en ég
hef aldrei lent í neinu þessu
líku.
— Þetta byrjaði með því að
við lentum í gífurlegu niður-
streymi. Við gáfum báðum
hreyflunum fulla orku en það
dugði ekki til að halda hæð, en
svo lentum við í uppstreymi og
þeyttumst upp aftur, og í þess-
um sviptingum fór hægri
hreyfillinn út. Ef svona hlutir
gerast f mikilli hæð gerir það
ekki svo mikið til, en við vorum
ekki f nema 4000 fetum svo við
urðum að einbeita okkur að þvf
að missa sem minnst. Nú, við
lentum aftur í niðurstreymi og
vorum á hraðri leið niður þegar
okkur tókst að koma hægri
hreyflinum í gang þótt hann
gengi ekki af fullri orku og svo
vorum við komnir út úr þessu.
— Valt vélin mikið til og frá?
— Tja, hún vaggaði náttúr-
lega töluvert, en við vorum
ekki í neinum vandræðum með
að halda henni á réttum kili.
Þetta voru að vísu mikil læti,
en Fokkerinn er bæði aflmikil
vél og hefur góða flugeigin-
leika. Ég skal þó viðurkenna að
við höfðum nóg að gera mcðan
á þessu stóð. Eg hef flogið
þessa leið á Fokker Friendship
f miklu meira hvassviðri en var
á mánudaginn og hún er mjög
góð i þeim, en þetta var nú
ekkert venjulegt hvassviðri.
— Voruð þið í lífshættu?
— Ekki vil ég nú segja það.
Þetta hefur sjálfsagt verið
óhuggulegt fyrir farþegana
meðan á því stóð, en við fórum
aldrei niður fyrir þrjú þúsund
fet og þótt mikið gengi á held
ég ekki að við höfum verið í
neinni bráðri hætfu.
— 0 —
Sérfræðingur frá RollsRoyce
verksmiðjunum er . væntan-
iegur til landsins til að skoða
hreyfla vélarinnar og komast
að raun um hvers vegna sá
hægri stöðvaðist. Til vonar og
vara var ákveðið að skipta lun
báða hreyfla ávélinni.
% WÉM/í, m
'j’ív! "<'lr ssjæm •v.&'- :
Tvær af Fokker Friendship vélum Flugfélagsins á flugvel linum í Reykjavík.