Morgunblaðið - 06.03.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.03.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 6. MARZ 1974 7 Eftir Ingva Hrafn Jónsson. ffekRaekc og fískeUöí Það tekur mörg ár að byggja upp svona atvinnugrein Spjallað við Kristin Guðbrandsson og Guðmund Hjaltason um Tungulax h/f MEÐ opnun hinnar stórglæsilegu fiskeldisstöðvar Tungulax H/F 'aS Öxnalæk hafa verið mörkuð tfma mót f fiskeldismálum hér á landi, því að hér er um að ræða fyrstu tilraun til eiginlegs fiskibúskapar. Það er raunar einkennilegt að það skuli ekki vera fyrr en á árinu 1974 að þetta skref er stigið. þvf að enginn vafi leikur á, að hér á landi eru einhver ákjósanlegustu skilyrði til stórfellds fiskibúskapar í heiminum. Forráðamenn Tungu- lax mega vissulega vera stoltir yfir þessum áfanga, en fyrirtækið rek- ur nú þrjár fiskeldisstöðvar, en upphaf þess var f bflskúr hér f borg fyrir rúmum áratug. Fyrir þremur árum birtist f þætti þessum viðtal við þá Snorra heit- inn Hallgrfmsson og Kristin Guð- brandsson, þar sem þeir skýrðu frá áformum sfnum og hugsjónum og sögðust þeir félagar þá geta fallizt á, að um skýjaborgir væri að ræða unz starfsemin væri komin f gang. Við opnun stöðvarinnar á laugardag ræddum við stuttlega við Kristin um þessi mál. — Þegar við töluðum saman fyrir þremur árum áttuð þið félag- ar stóra drauma og i dag hefur einn þeirra rætzt. — Við áttum marga drauma saman við Snorri. Upphaflega ætl- uðum við okkur aðeins að rækta upp árnar og lækina austur f Land- broti, en gerðum okkur fljótlega grein fyrir, að við vildum meira. Við litum alltaf á þetta sem til- raunastafsemi, sem við sjálfir myndum ekki njóta ávaxtanna af, þvf að það tekur mörg ár að byggja upp svona atvinnugrein. Aðalatriðið er, að þetta komist f gang fyrir þá, sem áhuga hafa á fiskeldi og fiskrækt. Ég tel engan vafa á, að fiskeldi á íslandi á stórkostlega framtfð fyrir sér og þessi stöð verður vonandi til að sanna það og undanfari meiri og stærri átaka i þessum málum. — Þetta hefur liklega ekki allt- af verið dans á rósum hjá ykkur? — Nei, það er óhætt að segja, að þetta hefur oft verið erfitt og við höfum öll orðið að leggja mik- ið á okkur til að koma upp þeim þremur stöðvum. sem nú eru f gangi. En ánægja mín yfir þessum áfanga er tregablandin, þvf að hér vantar Snorra Hallgrfmsson. En andi hans svffur hér yfir vötnum og þessi stöð eins og hinar stöðv- arnar eru verðugur minnisvarði um hans eldlega áhuga og framlag til fslenzkra fiskeldismála. — Hvað tekur við þegar þið verðið búnir að ganga endanlega frá aðstöðunni hér ? — Við höfum alltaf verið skýja- glópar og næstu skýjaborgir eru gerð sjóeldistjarna við suður- ströndina, til að rækta í stórum stfl lax og silung. Framkvæmdastjóri Tungulax Kristinn Guðbrandsson Guðmundur Hjaltason H/F er Guðmundur Hjaltason. Hann sagði okkur, að fram- kvæmdir við stöðina hefðu hafizt 1971, er byrjað var að bora eftir heitu vatni, en það var mjög mikil- vægt fyrir uppbyggingu stöðvar- innar, að heitt vatn fengist. Bor- unin bar góðan árangur og fram- kvæmdir við byggingu stöðvarinn- ar hófust í september 1972 og þeim lauk sfðla á nýliðnu ári. Vatnslögninni lauk þó ekki fyrr en ! janúar og þá fyrst var hægt að byrja starfið. „Við erum nú með um 90 þúsund bleikjuseiði hér og 20 þúsund laxaseiði og er stofn- inn úrölfusáog Soginu. Annars er geta stöðvarinnar með þeim 88 eldiskerjum, sem hér eru, um 1,2—1,4 milljónir smáseiða eða 150—200 þúsund 10—15 sm seiði. f vor verður svo hafizt handa um gerð 5 tvöhundruð fermetra útitjarna, en áætlunin gerir ráð fyrir, að alls verði hér um 7000 fm undir vatni. Seiðin verða alin f stöðinni upp f 10—15 sm stærð, en þá verða þau sett út og alin f 200 gr. þyngd. sem er hæfileg markaðsstærð. Nú eruð þið með þrjár stöðvar. hér, við Tungulæk og á Keldum. Er bein verkaskipting milli þeirra? — Hér verður lögð áherzla á silungseldið, en við verðum einnig með laxaseiði fyrir almennan markað. Stöðin á Keldum getur framleitt um 50 þúsund göngu- seiði á ári og er sú framleiðsla fyrir almennan markað. Dýrfinna Tómasdóttir sér um þá stöð. Þá erum við með 60—70 þúsund laxa og sjóbirtingsseiði f Tungu- lækjarstöðinni, sem hugsuð eru til ræktunar ánna og lækjanna fyrir austan og einnig fyrir almennan markað og sér Eyþór Valdimars- son um þá stöð. Eftir þv! sem við fikrum okkur áfram, þvf að hér er auðvitað um tilraunastarfsemi að ræða, vonumst við til að geta aukið afköstin. — Hver er kostnaðurinn orðinn við stöðina hér? — Hann er nú um 20 milljónir, en gert er ráð fyrir, að heildar- kostnaður verði 35 milljónir. Þess má til gamans geta, að upphaflega áætlunin hljóðaði upp á 23 milljónir. — Hvenær búizt þið við að geta sett fyrstu bleikjurnar á markað- inn? — Það verður vonandi sfðla á þessu ári. Séð yfir sal Öxnalækjarstöðvarinnar. ÍBÚÐ ÓSKAST. Tannlæknir óskar eftir Iftilli íbúð Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í sfma 10028 og eftirkl. 7.30 81587. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði. Staðgreiðsla. Nóa- túni 27, sími 25891. reykjavIk nágrenni Tæknifræðingur óskar eftir 4ra herb íbúð á leigu frá 1. maf. Upplýsingar i síma 38437. fh. HÚSNÆÐI TILLEIGU í Hveragerði. Vel staðsett. Hent- ugt fyrir léttan iðnað eða aðra Starfspmi Aage Michelsen Simi 99-4166 og 99-4180. KEFLAVlK — NJARÐVlK Er nokkur sem getur leigt eða selt 3ja til 4ra herb. íbúð'strax. Uppl f sfma 1983 — 2657 eftir kl 7. sfðdegis. MÓTARIFRILDI: Viðgerðir, glerísetningar, máln- ingar, flfsalagnir. Simi 18329. VERKAMENN VANTAR f byggingavinnu. Upplýsingar í síma 31 104. KEFLAVÍK — NJARÐVIK Afgreiðslustúlku vantar nú þegar hálfan daginn Valgeirsbakarí, Ytri Njarðvfk. Sími 2630 — 1 037. TILSÖLU er eldhúsinnrétting 3x2.50 Bað- ker, handlaug, strauvél, 50 fm gúmifilt, Ijósatafla og zetubraut- ir. Upplýsingar í síma 36791 eftir kl. 8 á kvöldin. PENINGAR Vil lána 3—400 þús. kr. i eitt ár. Tilboð merkt: ..Skuldabréf 4878" sendist afgr Mbl. UNG BARNLAUS HJÓN óska eftir 1 —3ja herb fbúð fyrir 1. april. Óskast leigð til 1 árs. Vinsaml. hringið í síma 84837 eftir kl. 7 á kvöldin. FRfMERKJASAFNARAR Sel islenzk frimerki og FCD-útgáf ur á lágu verði Einnig erlend frímerki og heil söfn. Jón H. Magnússon, pósthólf 337, Reykjavik. 2 NEMENDUR ÚR 5. BEKK V.í. (piltur og stúlka) óska eftir at- vinnu ! kaupstað eða kauptúni úti á landi í sumar. Þeir, sem vildu sinna þessu, eru beðnir um að senda tilb. merkt: 2 áhugasöm -— 4877" til afgr. Mbl. PEUGEOT 404'69 bill i sérflokki, til sölu. Má borgast með 2ja — 3ja ára skuldabréfi eða eftir samkomu- lagi. Sfmi 1 6289. Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna, bama- barna, frændfólks og vina, vinnufélaga minna í Frystihúsi UA og annarra er minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 23. febrúar s.l. Lifið heil. LOREIMZ HALLDÓRSSON, Fróðasundi 3, Akureyri. Tollskvrslur - verðútrelknlngar Get tekið að mér sjálfstætt starfa. Hálfan daginn. Mikil reynsla. Góð menntun. Tilboð óskast send. afgr. Mbl. merkt: „3356 '. Véiritunarskðll Slgríðar Þðrðardðttur Ný námskeið hefjast næstu daga. Upp. í síma 33292 e.h. Fullkomið philips verkstæói Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá og eftirliti með Philips-tækjum sjá um allar viðgerðir. Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík. heimilistæki sf SÆTÚNI 8. SÍMI:1 3869.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.