Morgunblaðið - 06.03.1974, Side 12

Morgunblaðið - 06.03.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 Leikfélag Reykjavíkur: Kertalog Anna Krístln Arngrfmsdóttir og Árni Blandon í hlutverkum sfnum. Höfundur: Jökull Jakobsson Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Jón Þórarinsson Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson I þetta sinn sýnir Jökull Jakobs- son okkur lítinn skika af sviði mannlífsins: geðsjúkrahúsið. Hann reynir samt ekki að gefa neina tæmandi mynd af þvf, við kynnumst nokkrum persónum á opinni deild og er þar fyrstrar að geta Láru, en hún á sér sögu, sem reyndar verður ekki alskýr, en þó má áætla af því, sem henni fer um munn, að hún hafi gripið til sinna ráða þegar pláss hennar í veröld- inni var orðið ótryggt, seinni mað- ur móður hennar kærir sig lítið um hana og barn móður hennar með seinni manninum skipar fyrsta sætið gagnvart elsku og umhyggju móðurinnar, hinni dótturinni, Láru, hefur verið ýtt til hliðar. Við vitum ekki hvort hún þjáðist mikið meðvitandi, í leikritinu er einnig bent á, að með föður hennar hafi leynst einhver veila, en heldur ekki sagt neitt skýrum orðum um það. Lára á engan að nema frænku sína, sem kemur og heimsækir hana öðru hvoru, móðir hennar er flutt út á land með nýja manninum og hún skrifar dóttur sinni varla. Ungi pilturinn, sem kemur á geðsjúkrahúsið eftir að leikurinn er hafinn, kemur úr allt öðrum stað. Foreldrar hans eru sterkefn- að fólk, sjálfur var hann í seinasta bekk í menntaskóla þegar brann fyrir hjá honum. Hann hefnir sín ekki fyrir misgjörðir heimsins á lifandi veru heldur ræðst með haglabyssu á tryllitækið hans föður síns. Á því heimili er kær- leikurinn heldur ekki í því veldi, að allt geti verið með felldu. Frú- in, móðir Kalla, er dóttir fyrir- tækisins, sem hafði verið mikið og stórt þegar hún var að alast upp og því veittust henni þau gæði, sem fylgir slikri þjóðfélagsstétt: menntun og möguleikar til að fága smekkinn. Þegar hún er komin á giftingaraldurinn liggur fyrirtækinu við hruni ogþá giftist hún einhverjum duglegum ómenntuðum náunga, sem rífur það upp og þau verða aftur ofan á í efnalegum skilningi. Hún finnur samt alltaf til þess, að maðurinn hennar er ekki af sama sauðahúsi og hún og hún heldur hjónaband- ið út því það er nauðsynlegt vegna peninganna og þjóðfélags- aðstöðunnar. Nú eiga þessi ágætu hjón son. Synir þarfnast feðra sinna, þeir eru þáttur i nauðsyn- legri öryggistilfinningu þeirra og um leið æskileg viðmiðun fyrir synina. I þessu tilfelli vill móðirin sennilega ekki, að sonurinn sjái of mikið i föðurnum, hún vill hafa hann fyrir sig, geta mótað hann eins og hún vill — og til þess að Lelklist eftir ÞORVARÐ HELGASON tryggja Það, hænir hún hann að sér með blíðuhótum, sem stund- um hafa víst breyst úbliðuhótum möður við son og orðið að blíðu- hótum konu við mann — og það er einmittþeim vopnum, sem hún beitir í leikritinu sjálfu, þegar hún sér að annað dugir ekki. Þetta er það, sem ég get mér til um sögu þesara persóna, getgátur byggðar á texta leikritsins. Aðrar persónur þess hafa enga sögu, eru aðeins fulltrúar þess, sem þær eru í dag, hvað gerðist er látið ósagt. Lára er leikin af Önnu Kristínu Arngrímsdóttur. Lára er i túlkun hennar meyr i gegn og meyrnin er formerki leiks hennar allt hlut- verkið og grátstafurinn því alltaf á næsta leiti. Ég leyfi mér að spyrja hvort ekki hefði mátt gæða þessa persónu svolftið meiri vídd, láta hana vera þó ekki væri nema brot af manneskju, sem getur raunverulega tekið á af skapi I viðbrögðum sínum við umheimin- um? I texta hlutverksins eru ýmsir staðir, þar sem allt önnur for- merki hefðu sterkari áhrif, t.d. textinn um matarprógrammið: „Þessar súpur súpur í stórum stórum pottum pottum á mánudögum saltf iskur og súpa á þriðjudögum fiskbollur og súpa.. .“ Ef þetta hefði verið flutt á grunni þeirra tilfinninga, sem hér liggja að baki, ieiða, andúðar, flutt sem köld upptalning stað- reynda með leiðann sem undir- tón, hefði þetta fengið ris, í stað þess flutti leikkonan textann sem hjartnæmt saknaðarljóð. Önnur einræða á að lýsa veikindum hennar, henni finnst hún alltaf vera í geisla, sem hún vill komast út úr en tekst ekki, er einnig tjáð bæði i orðum og hreyfingum mjög átaka- og spennulítið, viðbrögð hennar eru mjög viðkvæmnisleg en sýna þess lítinn vott, að hún vilji komast undan. Hefði Lára, öðru vísi leikin, ekki fengið meiri svip og hefði maður þá ekki fund- ið sterkar tiimeð henni? Árni Blandon leikur Kalla og leikur á allt annan hátt en Anna Kristín Arngrímsdóttir. Hann leikur hlutverkið, sem er saman- sett úr ýmsum þáttum, sem hann skilar hverjum fyrir sig, mjög eðlilega og mjög viðkunnanlega. Eitthvað fannst mér reiðikast hans gagnvart lækninum slapp- ara en skyldi, annars sýnir hann heillega hvert stig hlutverksins: unga piltinn, sem á í vandræðum og verður feginn þegar hann hitt- ir stúlku, sem hann getur talað við, unga manninn, sem ætlar að verða trúr yfir litlu og gleðjast með stúlkunni sinni undir súð yf- ir einföldum og fátæklegum hiut- um, piltinn, sem verður leiður á þessari uppgjöf og hefur látið telja sig á að fara út í samkeppnis- þjóðfélagið og vinna sér góðan stað í geislanum frá Mammon — og það er sá náungi, sem kemur og kveður Láru þegar hún er aftur komin á sjúkrahúsið, jafn kærleikslitill og aðrir heimsækj- endur, sem koma að utan. Þessi lítt lærði ungi piltur stóð sig með sóma. Brynja Benediktsdóttir leikur móðurina og gefur okkur mjög sannfærandi mynd af nokkuð yfirspenntri og dálítið grófri konu. Steindór Hjörleifsson kemur fram sem faðir í stuttu atriði og var trúverðugur. Frænka Guð- rúnar Ásmundsdóttur var einnig ágæt. Læknir Þorsteins Gunnars- sonar sýndi prýðilega manninn, sem þarf að hlusta á ailt þetta raus og einbeita sér að tína út úr því, það, sem nýtilegt er. Karl Guðmundsson og Guðrún Step- hensen leika vandasöm hlutverk, hvort tveggja stílfærðir hlutar úr persónum, textinn ber öft fleiri en eina merkingu, yfirleitt mjög lágt stilltur og viðkvæmur og skil- uðu þau honum vel. Þriðji maður Péturs ESnarssonar er vel gert, kostulegt, lítið hlutverk. Leikstjórn Stefáns Baldurs- sonar er yfirleitt vel unnin þó kannski hefði mátt vera meiri hraði í sýningunni allri, ég veit ekki hvort aðrar misfellur verða allar skrifaðar á hans reikning. Leikmynd Jóns Þorissonar er ágæt, hljóðlát og tæknilega vel leyst. Tónlist Sigurðar Rúnars Jóns- sonar fannst mér of viðkvæmnis- leg. Kertalog er gott leikrit, þrátt fyrir opið form helst heildin, aðik ar bíða ósigur, aðrir fara með sigur, ennþá besta íslenska leik- ritið 1974. Pétur Einarsson, Karl Guðmundsson og Guðrún Stephensen f hlut- verkum sínum. Valgarður Haraldsson námsstjóri: Leiðin frá vilja til athafna I byrjun síðasta áratugar var svo komið, að til hreinna vandræða horfði með áfram- haldandi skóiagöngu margra unglinga í dreifbýli að loknu skyldunámi, sem m.a. stafaði af því, að ákvæði gildandi skólalaga um 8 ára skólaskyldu (reyndar nefnd fræðsluskylda í lögum um skóiakerfi) hafði aldrei komizt til framkvæmdar heldur gilti víðast hvar til sveita undanþága, sem heimilaði skólahverfum að láta skyldunám aðeins ná til 14 ára aldurs. Vegna fræðsluskyldunnar urðu heimilin að sjá fyrirþví, sem á vantaði. Mikil aðsókn að héraðsskólum varð þess valdandi, að oft var nokkurra ára bið unz nemendur komust þar inn, ef það þá tókst, enda beittu skólarnir þeirri að- ferð að velja úr og voru lakari nemendur látnir sitja á hakanum. Misréttið var orðið það augljóst, að skólayfirvöld landsins gátu ekki lengur lokað augunum fyrir því. Og síðan 1965 hefir nokkuð markvisst verið unnið að því að koma alls staðar á 8 ára skóla- skyldu. Á Norðurlandi lætur nærri, að það hafi tekizt. Aðeins örfá skólahverfi, mjög fámenn, halda enn í 7 ára skólaskyldu, en öll hafa þau möguleika á að koma nemendum til unglinganáms i nærliggjandi skólum, hvað þau og gera. Jafnframt hafa lög og reglu- gerðir flestra sérskóla og fram- haldsskóla verið endurskoðuð á undanförnum árum. Sameiginleg- ur þáttur í þeirri endurskoðun virðist vera sá, að gerðar eru meiri kröfur til undirbúnings- náms nemenda en áður var. Hvergi er staðnæmzt lengur við unglingapróf sem inngönguskil- yrði heldur miðast lágmarksskil- yrði við miðskólapróf eða meira. Sem sagt, lok 8 ára skyldunáms er ekki lengur neinn áfangi á náms- brautinni heldur eins konar öryggisventill skólans. Hingað ferðu, en ekki lengra. Nemendur verða að bæta við sig 9. skólaárinu, ef allar leiðir til framhaldsnáms eiga ekki að lok- ast þeim. Ég tel því óhjákvæmi- legt, að tekin verði upp 9 ára skólaskylda, þannig að eðlileg tengsl skapist milli skyldunáms og framhaldsnáms. Nemendur verða að hafa eitthvert mark til þess að keppa að og sjá tilgang í náminu. Að vísu hafa komið fram skiptar skoðanir um gildi lengingar skólaskyldunnar. Svo virðist sem sumir kennarar á gagnfræðastigi séu henni mót- fallnir og finni henni margt til foráttu. M.a. benda þeir á reynslu þjóðarinnar af framkvæmd 8 ára skólaskyldu og námsleiðann, sem siglt hefirí kjölfar hennar, og eru fullir kvíða og örvæntingar vegna hinnar nýju skólaskipunar. Jafn- vel er þvi haldið fram, að þessu ráði fremur nýjungagirni einstakra skólamanna og stjórn- málamanna, sem hafa ánetjazt henni, en nauðsyn og þörf. E.t.v. liggur ógæfa okkar í því, að framkvæmd skyldunámsins hefir skipzt á tvö skólastig, barna- fræðslu- og gagnfræðastig, þar sem tvenns konar lög og relgur gild og ólik sjónarmið ráða. Þegar skólalöggjöfinni var breytt 1946, 'höfðu gagnfræðaskólarnir öðlazt fastan sess i skólakerfinu og þá fyrst og fremst sem bók- námsskólar og hlotið viður- kenningu sem slikir, enda hélt þá tiltölulega litill hluti nemenda áfram námi eftir barnaskóla. Þetta viðhorf er enn ráðandi á gagnfræðastiginu. Þessir skólar, sem áður fyrr gengu vel, gera það ekki lengur. Nemendur hafa breytzt og nemendum hefir fjölgað. En hefir skólinn lagað sig nýjum aðstæðum? Þrátt fyrír ákvæði laganna um verknám hafa gagnfræðaskólarn- ir eftirlátið sérskólum mest allt bocrr*;rr eða verklegt nám, en helgað sig áfram nær eingöngu bóknámi og flokkað nemeridur eftir því i duglegt og miður dug- Iegt námsfólk. Eftir því sem nemendum hefir fjölgað á gagn- fræðastigi eru afleiðingar flokk- unarinnar að koma æ betur í ljós. Duglegum nemendum er beint í menntaskóla og aðra hliðstæða bóknámsskóla, en slakir nemend- ur fara í verknsmssköla. Þessi tilhneiging til úrvals birtist einna gleggst annars vegar í fjölgun menntaskóla i landinu, einkum höfuðborgarsvæðinu, þar sem þrýstingurinn er hvað mestur, og hins vegar í auknum kröfum sér- skóla um undirbuningsnám nemenda. Þá sennilega gert til þess að hæna að sér betri nemendur, sem alls ekki hefir tekizt nema að litlu leyti vegna þess að verknámsskólar njóta enn ekki sömu virðingar og bóknáms- skólar. Satt að segja vekur það furðu mína, hvað flokkunarvélin hefir gengið Iengi, þótt merkja megi þreytu hjá henni og því tilslakan- ir gerðar á inngöngu nemenda í menntaskóla. Haldi flokkunarkerfið svona áfram, hlýtur að reka að þvi, að hlutfallslega færri og færri nem- endur hefja hagnýtt nám við 16—17 ára aldur og það ekki byrjað hjá mörgum fyrr en við tvítugsaldur að loknu mennta- skólanámi. Jafnframt steðjar sú hætta að, að sumar starfsgreinar eigi í erfiðleikum með að fá tíl sín velmenntað starfsfólk. Merkur skólamaður norðanlands sagði eitt sinn: ,,Ég kvíði þeim degi, þegar öll menning verður komin undir þak.“ Það er þvi mjög aðkallandi, að hjóli flokkunarvélarinnar verði snúið við og fleiri nemendur hvattir, einnig velgefnir nemend- ur, til þess að hefja hagnýtt nám strax að loknu skyldunámi og það gert eftirsóknarvert, t.d. með því að opna háskólann fyrir fleiri en nemendur með stúdentspróf. Ennfremur verður skyldunáms- skólinn að sinna betur hlutverki sinu en hann gerir nú. Auk þess að veita nytsamaþekkingu á hann að leggja grundvöll að siðara námi, bæði bóklegu og verklegu, og tengjast framhaldsskólastiginu beint og með eðlilegum hætti. Þessi tengsl mega ekki rofna eins og nú er að gerast. Þá væri ákjósanlegt, að helzt allir nemendur ættu þess kost að kynnast ólíkum atvinnugreinum áður en skyldunámi lyki. Slíkt krefðist þess, að atvinnuvegirnir tækju að sér uppfræðsluhlutverk, þó með öðrum hætti en nú tíðkast. Því drep ég á þetta hér, að skotið hefir upp kollinum hugmyndum um nánari tengsl skólanna og at- vinnuveganna en nú eru og því tímabært, að málið verði íhugað og rætt í fullri alvöru. Eg minntist á það fyrr, að nem- endur hefðu breytzt. Þessar breytingar hafa sumar gerzt án þess að skólinn kæmi þar nærri, má þar nefna áhrif vegna breyt- inga í þjóðlífi og atvinnuháttum. Skólinn er heldur ekki lengur einn um þekkingarmiðlunina. Hann keppir við áhrifamikla fjöl- Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.