Morgunblaðið - 06.03.1974, Page 17

Morgunblaðið - 06.03.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐ VIKUDAGUR 6. MARZ 1974 17 Varla mun nokkurt land í „Svörtuálfu", Afríku, vera eins tengt íslandi og Eþíópía. Samt hafa þau tengsl ekki orðið til fyrr en sfðustu tvo áratugina. Nú á þjóðhátiðarári íslendinga eru liffin 20 ár síðan fslenzkir kristniboðar hösluðu sér völl i Suður-Eþíópíu og hófu að vinna þar að kristniboði á eigin kristniboðsstöð með öllum þeim verkefnum, sem kristniboði fylgir, andlegum og líkam- legum. Konsó heitir þjóðflokk- urinn, sem íslendingar hafa einkum lagt áherzlu á að hjálpa, einn af ótal mörgum ólíkum þjóðflokkum þessa víð- áttumikla lands. Eþíópia er um 1351.000 ferkm að stærð, tólf til þrettán sinnum stærri en ts- land. Evrópumenn nefndu Eþíópíu löngum Abessiniu. Einkum heyrðist það nafn oft nefnt fyrir 30—40 árum, þegar herir Mússolínis, hins italska, flæddu yfir þetta varnarlitla land og Æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar — II grein Eþíópía — landið lögðu það undir sig við lítinn orðstír. Eþíópiamun vera hæsta land álfunnar og er stundum nefnd „Tíbet Afriku“. Þegar flogið er yfir landið, blasa við gínandi eldgígar, sem teygja sig upp úr hásléttunni. Landslag er marg- breytilegt í svo stóru landi. Fjöll og fimindi teygja sig i allar áttir, en milli þeirra breiða stórir dalir úr sér og víðáttumiklar sléttur og eyði- merkur. Sandurinn á Danakil- eyðimörkinni hefur margan manninn gleypt, og þar hafa ferðamenn orðið fyrir ásókn ræningja. Hermenn Mússólínis lögðu þar veg svo að þeir ættu þar greiða leið með vigvélar sínar, svo nú er mönnum greið gatan um þessa ógnandi eyði- mörk. Önnur slétta er Bórana við landamærin í suðaustri, hún teygir sig bæði inn i Sómalíu og Kenýu. Þar hafa hirðingjar reikað með hjarðir sínar um aldaraðir, sumir lifa einungis á mjólk. Beitin er mis- jöfn, en mesta vandamálið er vatnið. Brunnar Bóranamanna er hin mesta furðusmfð. Þeir eru ótrúlega diúpir, og kostar það mikla vinnu að ausa upp úr þeim handa mönnum og skepn- um. Hirðingjarnir klifra niður i brunnvegginn og raða sér þar hver af öðrum. Neðsti maður- inn hefur ílát, e.t.v. skinn- skjóðu, sem hann fyllir vatni og réttir næsta manni fyrir ofan og koll af kolli. Þeir halda sér í rætur, sem standa út úr brunn- veggjunum, vei þeim, er missir hand- eða fótfestu. Stundum eru konur látnar vinna þetta erfiða verk. Þrjár kristniboðsstöðvar eru á Bórana. Á einni þeirra er stöðvarstjóri Haraldur Ölafs- son, sonur Ólafs Ölafssonar, sem mörg ár var kristniboði í Kina. Ennfremur starfar þarna Helgi Hróbjartsson, kennari úr Reykjavík. Heimaland kaffisins Náttúra landsins er ákaflega fjölbreytt. Eldfjöllin eru út- brunnin, en heitar laugar munu vera á nokkrum stöðum. Gróður hlýtur að vera mjög mismunandi eftir staðháttum og úrkomu. Enginn vafi er á því, að miklir möguleikar eru á ræktun víða í Eþiópiu. Hin Haitu átti 4 kýr, þegar allt lék í lyndi, síðan þurrkarnir hófust hefur hann smátt og smátt selt þær fyrir mat. Þetta er síðasta kýrin hans, hún er á sölumarkaðnum. Haitu fær aðeins þriðjung sannvirðis fyrir kúna, því allir reyna að selja gripi sína til að seðja sárasta hungrið. Kýrin er grindhoruð enda hefur Haitu tvisvar sinnum tekið henni blóð, sem fjölskyldan hefur síðan nærzt á. fræga svarta gróðurmold bíður eftir iðnum höndum, sem kunna til verka og geta beitt tækni og hugviti, svo menn séu ekki einungis háðir duttlung- um náttúruaf lanna. Ýmsar korntegundir eru ræktaðar f Eþíópíu: hveiti, bygg, dúrra, hirsi, maís o.fl. Sums staðar er ræktaður sykurreyr, einnig hampur. Konsómenn rækta t.d. einnig baðmull og kaffi. Eþi- ópía er heimaland kaffisins. Eitt elzta héraðið i landinu heit- ir Kaffa, fyrir vestan og norðan Konsó. Þaðan er kaffið talið runnið. Sögð er saga af því, hvernig menn uppgötvuðu hin hressandi áhrif kaffisins. Hjarðmenn reyndu að bæla fé sitt að kvöldi dags, en gekk illa. Var féð óvenju sprækt og sýndi engin merki þess, að það vildi hvílast. Þá fundu hjarðmenn- irnir baunir á runnum og þótt- ust sjá, að féð hefði kroppað af runnunum. Þeir brögðuðu á þessu og fundu, að þeir lifnuðu allir við. Var þá ekki að sökum að spyrja. — Nú er kaffið al- heimsdrykkur eins og ís- lendingar e.t.v. gjörst vita. Ka* 'fX Gróðafyrirtæki í eigu starfsfólksins - greiðir fulla skatta Verktakinn við byggingu Sigöldu, júgóslavneska fyrir- tækið Energoprojekt, er sam- eignarfyrirtæki alls starfsfólks- ins, rekið algerlega á vestræna stórfyrirtækjavísu með gróða- sjónarmið að markmiði og það greiðir fulla skatta sem slíkt til ríkisins. Þetta fyrirtæki varð til þegar Júgóslavar tóku 1944 til við að byggja upp orkuver sín og annað eftir stríðið og þá sem ríkisfyrirtæki undir stjórn orkumálaráðuneytisins. En 1951, þegar Júgóslavar dreifðu sínu miðstjórnarvaldi, þá var fyrirtækið lagt í eigu allra þeirra, sem við það vinna, sem þá voru 250 talsins. Þessar upplýsingar komu m.a. fram hjá Ivan Berger, framkvæmdastjóra Júgóslav- anna við framkvæmdirnar við Sigöldu, er fréttamaður Mbl. spjallaði við hann þar inn frá. Berger sagði, að í Júgóslavíu væru nú ekki til nein rfkisrekin fyrirtæki og engin einkafyrir- tæki. Þau væru öll sjálfstjórn- arfyrirtæki, sem greiddu fulla skatta. Energoprojekt hefur nú um 1600 manna starfslið í aðal- fyrirtækinu og í aukafyrirtækj- um um 800 manns. Þessi hópur verkfræðinga og annarra starfsmanna velur annað hvert ár fulltrúa í 35 manna stjórn fyrirtækisins úr sínum hópi og er skipt um helming stjórnar- innar árlega. Þessi stjórn starfsfólksins markar heildar- stefnuna og samþykkir reikn- inga og fjárhagsáætlun. Úr hópnum er svo valin 9 manna framkvæmdastjórn. Fram- Ivan Berger kvæmdastjóri fyrirtækisins, Decker að nafni, á þar sæti og er eini maðurinn, sem ekki er kosinn af starfsmönnunum, heldur ráðinn til fjögurra ára i senn. En sami maður hefur ver- ið framkvæmdastjóri frá stofn- un Energoprojekt 1951. Ekki gaf Ivan Berger þó skýr svör við því hvers vegna starfsfólkið hefði aldrei sagt honum upp. Berger útskýrði hvernig Energoprojekt er byggt upp. í fyrsta lagi er það ráðgjafafyrir- tæki með um 600 starfsmenn, og marga verkfræðinga, sem tekur að sér hvers konar verk- efni. Það hefur sina eigin við- skiptavini. i öðru lagi er innan þess byggingardeildin, sem er verktakafyrirtæki og tekur að sér margs konar stórverkefni, svo sem gerð Sigölduvirkjunar hér á íslandi. Í þriðja lagi er námuvinnsludeild, sem vinnur heima og erlendis. í fjórða lagi la ndb ú naðarf ramk væ md adei ld og i fimmta lagi svoköliuð utan- landsdeild, sem sér um utan- landsviðskipti og fleira sam- eiginlegt fyrir allar hinar. — Við byrjuðum með virkj- anir og raforkuframkvæmdir einar, en nú tökum við að okk- ur margsvíslegar stórfram- kvæmdir, sagði Berger. Um 80% af okkar verkefnum eru erlendis. Dæmi? Við vorum til dæmis nýlega að byggja hrað- frystihús og sláturhús í Vestur- Afriku. Sjálfur var ég i Zambiu og í Uganda, þar sem við erum í samvinnu við stjórnina um upp- byggingu. i Zambíu leystum við það til dæmis af hendi að byggja á fjórum mánuðum upp ráðstefnuhúsið fyrir ráðstefnu óháðra landa, sem mikið var umtöluð. Á sl. ári lukum við í Zambíu umfangsmiklum áveituframkvæmdum, og verið er að reisa orkuver Zambiu- megin við Kariba-ána, svo þar- lendir þurfi ekki að treysta á rafmagn frá Rodesiu, en þjóð- irnar höfðu virkjað saman. Um þessar mundir erum við lika að reisa raforkuver í Austur- Nígeriu og stórt vörusýningar- svæði í Lagos. Einnig að gera stórar áveitur í Perú, Panama og í Libýu, svo eitthvað sé til talið. Starfsmennirnir, sem koma hingað að Sigöldu, koma þvi margir úr heitara loftslagi. Einn stanzaði 10 daga i Belgrad á leið hingað frá hjarta Afriku og annar stanzaði viku heima eftir dvöl í Panama. — Jú, ég vissi auðvitað nokk- uð um ísland. En mest úr bók- um, sagði Berger sem svar við spurningu. Nú veit ég nokkuð til viðbótar um íslenskan vind, ís og fisk og mér finnst mjög merkilegt að hér skuli vera hægt að hafa sjöttu hæstu lifs- kjör i veröldinni, ef það er rétt sem ég hefi heyrt.Ég er satt að segja alveg undrandi að fóikið skuli geta byggt upp svona lifnaðarhætti úr nær engu. Berger sagði,' að júgóslavn- eska fyrirtækið hefði boðið lægst í byggingarvinnuna við Sigöldu og samningur verið undirritaður 23. ágúst. En vinn- an hófst 15. september. Vetur- inn hefur verið ákaflega harð- ur, geysimiklir kuldar i desem- ber og oft skafrenningur, svo ekki sér út úr augum. — Stund- um höfum við ekki komist á vinnustaðinn fyrr en um há- degi, þegar búið var að moka af veginum, sagði Berger. Og um nóttina hefur svo fokið aftur i förin. En aldrei hefur verið hætt alveg nokkurn dag. Nú vonum við að ekki líði á löngu áður en veðurfar tekur að batna. Og við ætlum að verða búnir með bráðabirgðaskurð- inn og stífluna til að veita Tungnaá i hann fyrir 31. marz, þ.e. ef ekki verður af verkfalli. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.