Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1974, Blaðsíða 25
MORG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1974 25 fclk f fréttum □ HtJN ER UTAN- RÍKIS- RÁÐHERRA UGANDA! Elizabeth er dóttir Rukikis þriðja, konungs af Toro, og fram til 1967 gekk hún undir nafninu „Hennar konunglega hátign, Elizabeth prinsessa af Toro“. Nú heitir hún Elizabeth Bagaya. Hún stundaði nám I Bretlandi og varð lögfræðingur 1965, fyrsta konan I Austur- Afríku, sem lauk lögfræðiprófi. Er faðir hennar lézt, nokkru seinna, fór hún heim til að vera viðstödd útför hans, og sfðan hóf hún lögmannsstörf í heima- landi sínu. En mikil ólga var í landinu, sem hlotið hafði sjálf- stæði 1962, og 1966 var öðrum kóngi, Edward Mutesa af Bug- anda, nánast vísað úr landi til útlegðar i Bretlandi. Ári síðar var tekin upp ný stjórnarskrá og öll þrjú konungdæmin' í landinu lögð niður. Tveimur mánuðum seinna fór Elizabeth að nýju til Bretlands og hóf fyrirsætustörf í tízkufataiðnað- inum. — Ef ég hefði verið áfram í Uganda, hefði ég lent í fangelsi, en þó fyrst verið krúnurökuð og nauðgað, sagði hún seinna í viðtali. Elizabeth gerðist tískusýningarstúlka fyrst og fremst vegna löngunar sinnar til að gerast leikkona og eftir að hafa komizt á forsíður þekktra tízkublaða, fékk hún byr undir báða vængi á báðum þessum sviðum, bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Þegar Idi Amin komst til valda í byltingu í Uganda, sneri Elizabeth aftur til heimalands síns, ásamt mörgum öðrum Ugandamönnum, sem höfðu verið í útlegð. Amin kallaði hana til sín og gerði hana að sendiherra og síðar var hún for- maður sendinefndar Uganda á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Og nýlega gerði Am- in hana að utanríkisráðherra Uganda. Og það var ekki vegna fallegu svörtu augnanna henn- ar eða álitlegra fótleggja henn- ar, heldur vegna þess, að hún er afar dugleg og hæfileikamikil kona. □ KOSNINGASJOPPA Á STRIKINU ÞEIR eru að undirbúa borgarstjórnarkosningar í Kaupmannahöfn og Jafnaðarmannaflokkur Ankers Jörgensens hefur í hyggju að bæta sér þar að nokkru leyti upp það áfall, sem hann varð fyrir i þingkosningunum fyrir nokkrum mánuðum. Eitt af vopnunum í kosningabaráttunni er opnun kosningasjoppu á Strikinu og Anker sjálfur var fyrsti „afgreiðslumaðurinn" í sjoppunni. I klukkutíma stóð hann og svaraði spurningum vegfarenda. Síðar áttu svo vegfar- endur kost á að leggja spurningar fyrir aðra forystumenn í flokkn- um. Kannski þetta sé góð hugmynd fyrir frambjóðendur í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík á vori komanda. Þeir gætu t.d. leigt sér sölutjald, eins og notað er á 17. júní, og staðið þar og svarað spurningum vegfarenda, t.d. í Austurstrætinu. Útvarp Reykjavlk f MIÐVIKUDAGUR 6. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikf imi kl. 7.20. Frettir kl 7.30 8,15 (og forustugr. dagbL), 9.00 og 10.00. Morgunbæn k 1.7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Þor Leifur Hauksson les áfram söguna „Elsku Mió minn“ eftir Astrid Lindgren (5). Morgunleikftni kL 9.20. Tilkynningar kl.9.30. Þingf réttir kl. 9.45.Léttlög ámilliliða. (Jr játningum Agústfnusar kirkjuföð- ur kL 10.25: Sér«i Bolli Gústafsson les þýðingu Sigurbjörns Einarssonar biskups (15). KirkjutónlLst kL 10.40: Óperuténlist kL 11.00: Renata ScottOk Gianni Raimondi og Ettore Bastianini syngja með kór og hljómsveit Scala- óperuinar þætti úr „La Traviata" eftir VerdL / Útvárpshljómsveitin í Berlín leikir dansa úr óperum eftir Verdi, Ponchielliog Tsjaikovskí. 12.00 Dagskráia Tónleikar Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Meðsfnulagi SvavarGests kynnirlög af hljcmplöt- um. 14.30 Sfðdegissagan: „Föstuhald rabbf- anS" eftirHarryKamebnan í þýðingu Kristinar Thorlacius. Séra Rögnvaldur Finnbogason les (2). 15.00 Miðdegistónleikar: Jörg Demus leikur á pianóPartitu nr. 1 i B-dúr eftir Bach. Antcnio de Bavier og Nýi italski strengjakvartettinn leika klarinettukvintett í A-dúr (K581) eftir Mozart. Montserrat Caballe syngur aríur úr óperum eflir PuccinL Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur með; Charies McKerras stj. Á skjánum Miðvikudagur 6. mars 1974 18.00 Perseifur Sovésk teiknimynd, byggð á fomri griskri goðsögn. ÞýðandiHallveig Thorlacius. 18.20 Skippf Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Svona eru börnin — i Tanzanfu Norskur myndaflokkur um lif og leiki bama i ýmsum heimshiutum. íýðandi og þulur Ellert Sigur- björnsson. 19.00 Gftarskólinn Gftarkennsla fyrir byrjendur. ð.þáttur. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.30 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan mfn f næsta húsi Nýr.breskur gamanmyndaflokkur. 1. þáttur. t nálægð þinni ÞýðandiJón Thor Haraldsson. Myndaflokkur þessi greinir frá ungum 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga bamanna: ,4ói f ævin- týraleit" eftirKristján Jónsson Höf undur les sögulok (8). 17.30 Framburðarkennsla í spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Tilumhugsunar Þáttur um áfengismál i umsjá Sveins H. Skúlasonar. 18.15 Tónleikar. T1 lkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrákvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Orðaforði Ölafur Hannibalsson stjórnar viðræðu- þætti 20.00 Kvöldvaka a Einsöngur I Guðrún A. Símonar syngur lög eftir | Sigvalda Kaldalóns við texta eftir ■ Höllu Eyjólfsdóttur; Guðrún Kristins dótti rleikur á pianó. , b. H já Austur-Skaftfellingum Þórður Tómasson safnvörður í Skógum \ flytur þriðja hluta ferðaþáttarsins , c. Kvæði eftir Jón Magnússon Guðmundur Guðmundsson les. d. Æviminningar Eirfks Guðlaugsson- ar Baldur Pálmason les annan hluta frá- sögu húnvetnsks erföismanns. e. Um fslenzka þjóðhætti Ami Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur Kammerkórinn syngur; Ruth L. Magnússon stj. 21.30 Út varpssagan: „Gfsla saga Súrson- ai*‘ Si Ija Aðalsteinsdóttir byrjar lesturi nn. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passfusálma (21) 22.25 Kvöldsagan: „Vögguvfsa" eftir ElfasMar Höfundur les (5). 22.45 Nútfmatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máh Dagskrárlok. hjónum, sem ákveðið hafa aðskilja, en áður en lögskilnaði er náð þurfaþau að yfirstiga margar hindranir. Með aðal- hlutverk í myndinni fara John Alder ton og Hannah Gordon, sem margir munu kannast við úr myndunum Hve glöð ervor æska. 20.55 Undir áhrifum Sænsk fræðslumynd um áfengisnotk- un. Meðal annars eru útskýrð áhrif áfengis á mannslikamann, og þá fyrst og fremst á heilann. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteins- dóttur. 21.10 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heimili. Umsjónarmaður Magnús Bjamfreðs- son. 21.55 Frá Senegal Sænsk fréttamynd um baráttuSenegal- manna fyrir endurreisn tungu sinnar j og þjóðmenningar. Þýðandiog þulur öm ólafsson. (Nordvision—Sænska sjónvarpið) " 22.35 Dagskrárlok fclk f [ fjclmiélum Nýr brezkur framhalds- myndaflokkur 1 KVÖLD kl. 20.30 hefst í sjónvarpinu nýr, brezkur framhaldsmyndaflokkur, og nefnist hann „Konan mín í næsta húsi“. Þetta er efni af léttara taginu, og leikarana þekkjum við úr þáttunum „Hve glöð er vor æska“. John Alderton lék kennarann í þeim þáttum og fer með aðalkarlhlutverkið í þess- um nýja flokki. Myndirnar fjalla um hjón, sem hafa gefizt upp á sambúðinni og ákveða að skilja, en það gengur ekki eins léttilega fyrir sig og þeim þykir æski- legt. Til að hressa upp á taugarnar ákveða þau bæði að yfirgefa borgar- lífið og flytjast út á land, sitt í hvoru lagi að sjálf- sögðu. En kaldhæðni ör- laganna er slík, að þau lenda í nábýli. Þetta leið- ir svo af sér alls konar óþægilega atburði. Hjólmennið KL. 20.55 er svo sænsk fræðslumynd um áfengis- notkun. Hér er um að ræða teiknimynd, sem nefnd hefur verið „Hjól- mennið“. Þar er sýnt hvernig mannslikaminn starfar og hvaða áhrif áfengisneyzla hefur á viðbrögð og heilsu manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.