Morgunblaðið - 08.03.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
® 22*0*22*
RAUDARÁRSTIG 31
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
tel. 14444*25555
BÍLALEIGA car reimtal
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
924460
í HVERJUM BÍL
PIO NEER
ÚTVARPOG STEREO
KASSETTUTÆKI
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. — Sími
81260.
Fimm manna Citroen G.S stat-
ion. Fimm manna Citoen G S.
8 — 22 manna Mercedes Benz
hópferðabilar (m bilstjórum).
SKODA EYÐIR MINNA.
Skodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SIMI 42600.
Bílaleiga
CAR RENTAL
Sendum
41660 - 42902
| STAKSTEINAR
Jarðlagafrum-
varpi verði
vísað frá í nú-
verandi mynd
Frumvarp til jarðalaga er nú
kumið úr landbúnaðarnefnd
efri deildar Alþingis, þar sem
ágreiningur varð um afgreiðslu
frumvarpsins. í frumvarpi
þessu, sem samið var á vegum
ríkisstjórnarinnar er gert ráð
fyrir valdsofnun í hendur rfkis-
valdsins um málefni jarð-
eigenda. Er í frumvarpinu gert
ráð fyrir stórfelldri skerðingu
á ráðstöfunarrétti jarðeigenda
á jörðum sínum. Er lagt til, að
stofnuð verði byggðaráð skipuð
af ráðherra, sem hafi mjög víð-
tækt vald til að takmarka ráð-
stöfunarrétt bænda yfir jörðun-
um. T.d. segir í 13. gr. frum-
varpsins: „Land, sem við gildis-
töku laganna er nvtt til land-
búnaðar, má ekki taka til
annarra nota, nema heimild sé
til slíks f lögum. Að öðrum
kosti þarf samþvkki ráðherra,
enda hafi það áður verið sam-
þykkt af byggðaráði og
Búnaðarfélagi lslands.“ Þá
segir í 14. gr.: „Stofnun nýrra
býla er háð samþykki byggða-
ráðs og Búnaðarfélags og stað-
festingu landbúnaðarráðu-
neytisins.“
Þessi dæmi eru tekin úr
frumvarpinu af handahófi, en
hér fara á eftir nokkrar til-
vitnanir í nefndarálit minni
hluta iandbúnaðarnefndar efri
deildar, en minni hlutann
skipuðu Steinþór Gestsson og
Jón Árnason úr Sjálfstæðis-
flokki og Jón Árm. Iléðinsson
úr Alþýðuflokki:
„Það má því Ijóst vera, að
jarðalagafrumvarpið spannar
vítt svið skipulagningar jarða
og eignar- og umráðaréttar
þeirra fasteigna, sem frv. tekur
tiL Þá er ráðgerð gagnger
bre.vting í yfirstjórn þessara
mála, þar sem Landnám ríkis-
ins hættir störfum, en land-
búnaðarráðuneytinu er ætlað
að annast verkefni þess ásamt
byggðaráðum, sem setja skal á
stofn í hverri sýslu landsins, en
þau eiga m.a. að hafa friun-
kvæði aðskipulagi í strjálbýli."
Síðan eru raktar nokkrar um-
sagnir, sem nefndin hafði aflað
sér um frumvarpið, en í flest-
um þeirra koma fram fjölmörg
gagnrýnisatriði á frumvarpið,
og í sumum umsögnunum er
lagt til, að því verði vísað frá í
núverandi mynd. T.d. segir svo
um umsögn landnámsstjóra:
„Landnámsstjóri gerir
athugasemdir um fimm megin-
atriðin og segir síðan svo: .JVleð
hliðsjón af þeim atriðum, er
fram koma í töluliðum 1—5,
legg ég til, að frv. til jarðalaga
verði vísað frá í þeirri mynd,
sem það er, en jafnframt verði
gerð endurskoðun á þeim lög-
um, er það nær ti I, ásamt
ábúðarlögum, og að þvf er
varðar Landnám ríkisins, þá
starfi það áfram á grundvelli
laga nr. 45/1971 sem sérstök
ríkisstofnun."
Og Samband íslenzkra sveit-
arfélaga:
„Með tilliti til framan-
greindra athugasemda Ieggur
stjórn Sambands íslenzkra
sveitarfélaga til, að frv. til
jarðalaga verði tekið til gagn-
gerðrar endurskoðunar."
Fjórðungssamband Norð-
lendinga segir svo m.a.:
„Það eru vægast sagt ekki
vammlaus vinnubrögð hjá
nefnd þeirri, sem bjó frv. í
hendur Alþingis, að hafa ekki
formlega samráð við samtök
sveitarfélaganna í einstökum
landshlutum og við sýslunefnd-
ir. í sumar var ekki höfð hirða
á því að senda frumvarpið til
athugunar hjá ýmsum aðilum á
milli þinga. Því verður að vara
við öllum einstefnuakstri í
meðferð þessara mála, sem get-
ur stefnt árangri af samstarfi
um þessi mál í tvfsýnu."
Minnihlutinn segir m.a. í
nefndaráliti sfnu:
„Þau verkefni, sem byggðar-
ráðunum er ætlað að vinna, eru
f eðli sínu sveitarstjórnar-
málefni, og því væri eðlilegast
að sveitarstjórnirnar, sem
skipaðar eru lýðræðislega
kjörnum fulltrúum allra íbúa í
viðkomandi byggðarlögum,
hafi með höndum meðferð
flestra þeirra mála, sem
byggðaráðin eiga að annast.
Þau eru óþarfar stofnanir, og
má með góðu móti leysa þau af
hólmi með því að fá stofnunum,
sem þegar eru til í landinu, öil
þeirra störf í hendur
Að lokum leggur minnihlut-
inn til, að frumvarpinu verði
vísað til rfkisstjórnarinnar til
endurskoðunar, sem væri unn-
in i samstarfi við Samhand
íslenzkra sveitarfélaga, Land-
nám ríkisins og skipulagsstjórn
ríkisins.
Þórir S. Guðbergsson:
Níu ára skóla-
skylda í Noregi
Viðtal við umsjónarkennara sér-
skóla í Stafangri, Jack W. Jensen
Margt hefur verið ritað og raett
um 9 ára skólaskyldu að undan-
förnu og sýnist þar sitt hverjum eins
og venja er. Margar hliðar hafa
komið fram á undanförnu ári bæði
jákvæðar og neikvæðar séðar frá
ýmsum sjónarhóli.
Undirritaður ræddi stutta stund
við umsjónarkennara sérskóla í
Stafangri, Jack W. Jensen, um
reynslu Norðmanna að loknum þeim
2 árum, sem 9 ára sk.ólaskylda hefur
verið lögfest hjá þeim.
Jack W. Jensen hefur unnið sem
talkennari og umsjónarkennari með
allri sérkennslu hér I Stafangri
undanfarin 13 ár og auk þess haft
stundakennslu við Kennaraháskól-
ann o.fl Flann sagði m.a :
„Árið 1 959 byrjuðum við að velta
alvarlega fyrir okkur, hvort breytinga
væri ekki þörf innan skólakerfisins,
sem mörgum fannst orðið talsvert
staðnað. Ráðuneyti gaf þá leyfi til
ýmiss konar tilraunakennslu innan
ákveðinna takmarka þó. Á mörgum
stöðum og í mörgum skólum var
kennslan ekki nógu markviss og
árangurinn varð þvi eftir því."
Ég innti hann þá eftir neikvæðum
og jákvæðum hliðum, sem hefðu
komið fram, eftir þessa tilrauna-
kennslu og lögfesta, lengda skóla-
skyldu. Hann var afar gætinn og
varkár og kom eðlilega aftur og aftur
ínn á það svið, sem'hann þekkti
best, sérskólana, en þar hafði
breytingin einnig orðið talsverð,
„Árið 1969 voru lögin um 9 ára
skólaskyldu samþykkt, en gengu
ekki í gildi fyrr en 1971 eftir að
menn höfðu deilt hart og lengi á
báða bóga Margir gallar höfðu
komið fram á undanförnum árum,
en einnig margir kostir Flestum
þóttu kostirnir meiri en gallarnir og
töldu heppilegra að reyna að koma !
veg fyrir gallana en kollvarpa kerfinu
aftur og breyta öllu á nýjan leik Enn
í dag eru menn ekki á eitt sáttir og
verða enn talsverðar breytingar á
skólakerfinu frá og með næsta
hausti. haustinu 1 974 "
í hverju eru þær breytingar helst
fólgnar?
„Það er erfitt að gera grein fyrir
þeim I stuttu máli, en þær eru
þessar.
I stað þess að hafa svokallaða
„deildaskiptingu" (kursplan deling),
þar sem nemendur hafa valið um 3
deildir eftir greind og hæfileikum,
verður tekin upp „þroskaskipting"
(nivá deling, tempe deling), sem er í
því fólgin, að nemendur færast ofar
og ofar I skólakerfinu eftir þroska og
getu í hverju fagi, en ekki eftir aldri.
Margir gallar komu strax í Ijós
með fyrri skiptingunni og voru þeir
helstir, að foreldrar og aðstandend-
ur nemendanna vildu og jafnvel
þröngvuðu börnum sínum til þess
að velja 3. deild, sem gaf þeim rétt
til framhaldsnáms í menntaskóla,
Auk þess komu ! Ijós margir erfið-
leikar með getulitla og vanþroska
nemendur, En margir höfðu ætlað,
að vandamál þeirra yrðu minní.
Því er heldur ekkí að leyna, að
enn eru menn í vafa og margir
spyrja, hversu lengi eigi að halda
áfram með slikar tilraunir. Ég held
þó, að flestir séu ánægðir með aðal-
atriðin og er það fyrir miklu
Nýja breytingin gerir einnig ráð
fyrir breyttu fyrirkomulagi með sér-
skólana, þar sem gert er ráð fyrir, að
flestir þeirra leggist smám saman
niður, en sveitarfélögin taki ábyrgð
á allri sérkennslu, sem fari að eins
miklu leyti fram í skólunum sjálfum
og mögulegt er. Það er skiljanlegt,
að börnin þurfa helst að alast upp !
eins eðlilegu umhverfi og hægt er,
en það er jafn nauðsynlegt fyrir sum
börn að vera ! vernduðu umhverfi í
ákveðinn tíma eins og t.d, heyrnar-
laus, málhölt, blind, fjölfötluð og
einstaka börn með aðlögunarvanda-
mál."
Hver teljið þið, að mestu vanda-
málin hafi verið i þessu breytta
skólakerft, sem þið hafið reynt siðan
'69?
„Eg held, að getulitlir og óskóla-
þroska nemendur hafi valdið mestu
vandamáli. Skólaþreytan var oft
mikil áður, þegar við höfðum aðeins
7 ára skólaskyldu. Ekki minnkaði
hún við það, að skólinn var lengdur
um 2 ár. Áður gátu nemendur hætt
eftir 7 ár og flestir héldu strax áfram
og enn fleiri bættust við í hópinn
síðar, er þeir höfðu löngun og
þroska til. Nú verða a||ir ,að Ijúka
þessum 9 árum, hvort sem þeim
líkar betur eða verr Kröfur þjóð-
félagsins eru að visu orðnar miklu
meiri og þörfin fyrir sérmenntað fólk
eykst stöðugt og þess vegna var
þörf á breyttu skólakerfi.
Ýmsir hafa reynt að leysa þetta
vandamál með þvl að leyfa nemend-
um að vinna með skólanum síðustu
tvö árin. Þeir hafa þurft að koma
með skriflegt vottorð frá vinnu-
veitenda og fræðslustjóri veitir
undanþáguna með því skilyrði, að
viðkomandi skóli fylgist nákvæm-
lega með nemendanum áfram. Þetta
fyrirkomulag er þó ýmsum erfiðleik-
um háð eins og menn koma strax
auga á, eykur m.a. á vinnuálag
kennaranna, sem er þó meira en
nóg fyrir ."
Hvað kenna kennarar i barna-
skólunum marga tima á viku?
Þórir S. GuSbergsson
„Kennarar við barnaskólana
kenna 30 tíma á viku, en kennarar
við unglingaskólana 24 tíma á viku,
Það er fremur sjaldgæft, að
kennarar hafi yfirvinnu, enda finnst
flestum, sem reynt hafa, að tima-
fjöldinn sé nægur (í Danmörku er
hann 2 7 timar á viku i barnaskólun-
um), Fjölda nemenda í bekk viljum
við helst hafa um 20 og í hæsta lagi
2 5. (Til gamans má geta þess, að nú
eru rúmlega 100 ár siðan fréegir
skólamenn i Englandi, Bell og
Lancaster, kenndu allt að 1000
börnum í einu! Hér í Noregí voru
þau flest um 200 í bekk! Þ).
Menntamálaráðuneytið hefur gefið
út tilskipun, þar sem hverjum bekk
innan nýja skólakerfisins er út-
hlutaður ákveðinn timafjöldi, sem
ríkið greiðir, en það, sem fer fram
yfir ákveðið hámark, á sveitarfélagið
sjálft að greiða. Timafjöldanum er
síðan skipt niður á námsárin og
fögunum raðað niður með ákveðinn
tímafjölda á viku á hverju skólaári.
Flest fög hafa heldur færri tima en
áður var, enda koma ný i staðinn,
sem geta að einhverju leyti komið í
stað hinna, Um tima leit svo út t.d.,
að kristindómskennslan mundi
minnka að verulegu leyti í barna-
skólunum, en i raun fækkar timum
aðeins um hálfan á viku á fyrsta til
sjötta skólaári.
Við biðum enn og sjáum hvað
setur. Vandamál verða alltaf fyrir
hendi, Spurningin er aðeins,
hvernig okkur tekst að leysa þau
Vegna anna beggja aðila látum
við spjallinu lokið og þökkum Jack
W. Jensen fyrir prýðilegar upp-
lýsingar, sem vert er að velta fyrir
sér. Hann lét þess og gétið, að hann
væri mjög hrifinn af því fyrirkomu-
lagi, sem ríkti á fslandi með kennslu
sex ára barna og kvaðst viss um, að
á þann hátt mætti koma i veg fyrir
mörg vandamál barna, sem annars
þyrftu síðar á mikilli sérkennslu að
halda. Vandamálin og erfiðleikarnir
kæmu fyrr í Ijós og því fyrr þeim
mun betra að hjálpa og leysa vand-
ann.
Skólar hér í Stafangri eru flestir
eða allir einsetnir og allri kennslu
lokið fyrir klukkan 2 á daginn með 5
daga kennsluviku (tilraunaár).
Flestum mun nú Ijóst, að starf
kennara er mjög erfitt og mikils af
þeim krafist. Þess vegna er nauðsyn-
legt að vera sifellt á verði um nýja
og breytta kennsluhætti og fyrir-
komulag, starfsaðstöðu og laun
kennara, svo að geta þeirra og
hæfni nýtist sem best. Það ætti
öllum að koma til góða, bæði
foreldrum, þjóðfélaginu og ekki síst
nemendanum sjálfum, einstaklingn-
um, sem gleymist svo oft í hópnum
Þórir S. Guðbergsson.
'wfV*