Morgunblaðið - 08.03.1974, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1974
11
Katharine Barker og Saam
Dastoor í BRUÐKAUPSNÓTT.
Mánudagur kl. 21.00.
isbaráttu undirokaðra þjóð-
félagshópa í norð-austur hér-
uðum Brasiliu.
Lýst er starfi prestsins Don
Camaras, og rætt við alþýðu-
fræðarann Poulo Freira, sem
reynir að virkja fólk til starfa
í þágu samfélagsins.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt-
ir.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið)
Dagskrárlok
22.05 Lítið skákmót í sjón-
varpssai
Fjórða skák.
Tringov, hvítt.
Guðmundur Sigurjónsson,
svart.
Skákskýringar Guðmundur
Arnlaugsson.
22.40 Rósamálning f Þelamörk
Norsk mynd um sérkennileg-
ar, málaðar skreytingar á
stofuþiljum gamalla bænda-
býla á Þelamörk.
Þýðandi og þulur Ellert Sig-
urbjörnsson.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
23.05 Dagskrárlok
L4UG4RD4GUR
16. mars.
16.30 Jógatil heilsubótar
Bandarískur myndaflokkur
með kennslu í jógaæfingum.
Þýðandi og þulur Jón O. Ed-
waid.
17.00 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teits-
son og Björn Þorsteinsson.
17.30 Iþróttir
Meðal efnis eru innlendar
og erlendar íþróttafréttir og
mynd frá ensku knattspyrn-
unni.
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
Hlé.
AIIDMIKUDIkGUP
13. mars.
18.00 Skippf
Ástralskur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.25 Gluggar
Breskur fræðslumyndaflokk-
ur fyrir börn og unglinga.
Þýðandi og þulur Gylfi Grön-
dal.
18.45 Gftarskólinn
Gítarkennsla fyrir byrjend-
ur.
6. þáttur.
Kennari Eyþór Þorláksson.
19.05 Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Konan mfn f næsta húsi
Breskur gamanmyndaflokk-
ur.
Vinir f raun
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
20.55 Nýjasta tækni og vfsindi
Umsjónarmaður Örnólfur
Thorlacius.
21.25 Hryllingur
Ungversk bíómynd, byggð á
samnefndri sögu eftir Laszlo
Németh.
Leikstjóri Georg Hintsch.
Þýðandi Hjalti Kristgeirsson.
Myndin gerist i afskekktu
byggðarlagi í Ungverjalandi
á árunum milli heimstyrjald-
anna.
Ung stúlka leiðist út f hjóna-
band með manni, sem henni
er ekki meir en svo geðfelld-
ur, en það hjónaband fær
sviplegan endi.
23.20 Dagskrárlok
FÖSTUDIkGUR
145. mars
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandarískur kúrekamynda-
flokkur.
Blika á lofti
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 Landshorn
Fréttaskýringaþáttur um
innlend málefni.
Umsjónarmaður Guðjón Ein-
arsson.
Pete Townsend — höfundur
poppóperunnar Tommy sem
Verzlunarskólakórinn flytur á
iaugardagskvöldið.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska f jöiskyldan
Bandariskur söngva- og gam-
anmyndaflokkur.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
20.50 Tommy
„Popp-ópera“ eftir Peter
Townshend.
Kór Verslunarskólans syngur
undir stjórn Sigurðar Rúnars
Jónssonar.
Undirleikarar Karl Sighvats-
son, Sigurður Arnason, Ölaf-
ur Garðarson og Gunnar
Ringsted.
Stjórn upptöku Egill Eð-
varðsson.
21.30 Grænlenski haförninn
Fræðslumynd um græn-
lenska örninn, sem þarlendir
kalla Nagtoralik.
Fylgst er með lifnaðarháttum
hans og meðal annars svipast
um við hreiðrin.
Þýðandi og þulur Ellert
Sigurbjörnsson ( Nordvision
— Danska sjónvarpið)
21.55 Lifað og leikið sér
(Adieu Philippine)
Frönsk bíómynd frá árinu
1961.
Leikstjóri Jacques Rozier.
Aðalhlutverk Yveline Cery,
Stefania Sabatini og Jean-
Claude Aimini.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt-
ir.
Aðalpersónan er ungur pilt-
ur, og greinir myndin frá
sumarævintýrum hans með
tveimur lífsglöðum stúlkum.
23.40 Dagskrárlok.
HVAÐ EB AÐ HEYRA?
Á SUNNUDAG kl. 14 leggjast
tveir góðir menn, þeir Jökull
Jakobsson og Páll Heiðar Jóns-
son, á eitt um að flytja útvarps-
hlustendur aftur til þess tíma
er veitingastofan að LAUGA-
VEGI 11 var samkunduhús alls
kyns andlegra stórmenna og
menningarjaka. Jökull tjáði
okkur að þátturinn samanstæði
einkum af viðtölum við eina 22
gamla gesti á þessari annáluðu
listaskrá. „Við Páll Heiðar vor-
um báðir tíðir gestir þarna, og
höfðum meir en 100 manns á
skrá sem þá sóttu Laugaveg 11
að staðaldri. Meðal þeirra sem
við ræðum við eru Hannes
Jökull og Páll Heiðar — menn-
ingin með kaffinu að Lauga-
vegi 11.
Pétursson, Elias Mar, Þorgeir
Þorgeirsson, Haraldur Ölafs-
son, Agnar Bogason, Alfreð
Flóki, Ölafur Jensson banka-
stjóri í Bóðbankanum, Ólafur
Jónsson gagnrýnandi, Brynja
Benediktsdóttir leikari og Jón
Arnalds ráðuneytisstjóri. Þetta
fólk átti allt heima þarna, og i
þættinum kemst þannig upp
um skuggalega fortið ýmissa
mætra borgara."
Jökull kvað reynt að gefa
mynd af því hlutverki sem
þessi samkomustaður þjónaði í
bæjar-og menningarlif inu, rifj-
uð upp ýmis atvik sem þar gerð-
ust, skáldskapur sem þar varð
til, og sagt frá sérkennilegum
mönnum sem staðinn sóttu.
Þeir Páll Heiðar skipta þannig
með sér verkum, að Jökull sér
um viðtöl og kynningar, en Páll
um samskeytingu og niðurröð-
un. „Við reynum að endurvekja
það andrúmsloft sem á svona
stað ríkti áður en juke-boxið
héltinnreið sína,“ sagði Jökull
að lokum, og verða áreiðanlega
margir til að leggja við
hlustimar á sunnudaginn.
FIMMTUDAGSLEIKRIT út-
varpsins er að þessu sinni ekki
aðeins nýtt af nálinni, heldur
einnig islenzkt. Þetta er nýtt
verk eftir Agnar Þórðarson og
nefnist SANDUR.
Þorsteinn ö. Stephensen,
leiklistarstjóri tjáði okkur í
stuttu spjalli, að leikrit þetta
gerðist á geðveikrahæli og
væru höfuð persónurnar þrír
karlmenn sem þar dveljast.
Þessir menn hafa þann starfa
að bera sand, og af því dregur
leikritið nafn. Samanstendur
verkið af samtölum þessara
þriggja manna, skoðanaskipt-
um þeirra um heima og geima
t.d. sandburð, þvi „allir eru
þeir með sínu móti“ eins og
Þorsteinn sagði, „ekki síður en
hinir sem heilbrigðir eru.“
Tveir mannanna eru rosknir,
en um leið eins konar andstæð-
ur; annar er fyrst og fremst
raunhyggjumaðúr, hefur áhuga
á stærðfræði, eðlisfræði og
náttúrulögmálum, hinn er hins
vegar húmanisti, heimspek-
ingur og maður orðsins. Þriðji
maðurinn er hins vegar ungur
að aldri, en haldinn hættulegri
geðvei lu.
„Sandur" er skrifað sérstak-
lega fyrir útvarp, og er það
ánægjuleg þróun hversu mikið
hefur verið um íslenzk útvarps-
leikrit í vetur. „Ég veit ekkert
betra en að fá íslenzkt
útvarpsleikri t,“ sagði Þorsteinn
Ö. Stephensen," það er að
segja, ef það er gott. Og þetta
held ég að sé anzans ári gott
leikrit."
Leikstjóri „Sands“ er Gísli
Alfreðsson, en með hlutverk
rosknu mannanna fara Þor-
steinn Ö. Stephensen og Rúrik
Haraldsson, en Þórhallur Sig-
urðsson leikur ungamanninn.
Á LAUGARDAGSKVÖLD kl.
20.30 er annað nýtt íslenzkt
A þriðjudaginn verður Þór-
bergur Þórðarson rithöfundur
85 ára, og útvarpið mun að
sjálfsögðu minnast þess á við-
eigandi hátt. M.a. mun verða
lesið úr verkum hans, og ef til
vill verður unnt að flytja nýtt
viðtal við skáldið, þótt ekki sé
það vlst. Dagskráin hefst kl.
19.40.
Agnar — mannlíf á geðveikra-
hæli
leikrit á dagskrá, og verður
ekki annað sagt en útvarpið
standi sig vel í kynningu á
nýrri islenzkri listsköpun þessa
vikuna. Þetta kvöld verður
fluttur fyrsti þátturinn af fram-
haldsleikriti eftir Sigurð
Róbertsson sem nefnist HANS
HÁGÖFGI, og fjallar um þann
merka og umtalaða mann Jör-
und hundadagakonung.
„Það er orðið nokkuð langt
siðan ég lagði fyrst drög að
þessu leikriti,“ sagði Sigurður
Róbertsson þegar við spjöUuð-
um við hann, „en þegar bæði
Jónas Árnason og Agnar
Þórðarson komu með sín
verk um Jörund lagði ég það til
hliðar. Það var svo ekki fyrr en
á síðastliðnu ári, — þegar mér
fannst liðinn hæfilega langur
tími frá því hin leikritin komu
fram —, að ég tók þetta efni til
alvarlegar meðferðar á ný.“
Sigurður kvað þetta verk
vera í nokkuð öðrum dúr en hin
tvö sem síðast fjölluðu um Jör-
und. Að vísu væri stuðzt við
heimildir við samningu verks-
ins, en aðeins að því marki sem
þær féllu inn í ramma þess sem
skáldverks. „Ég dreg nokkuð
fram viðbrögðalþýðu við komu
Jörundar til íslands, hvaða von-
ir hún vakti. Jú, ég lit svo á, að í
augum þjóðarinnar hafi Jör-
undur verið eins konarbjarg-
vættur."
„Hans hágöfgi" er í fimm
þáttum. Gerist þessi fyrsti þátt-
ur í London haustið 1808 og
fjallar um aðdragandann að
ferð Jörundar, en hinir gerast á
íslandi, vorið 1809. Með helztu
hlutverk i fyrsta þætti fara Erl-
ingur Gislason sem leikur Jör-
und, Rúrik Haraldsson leikur
Samuel Phelps, enskan sápu-
framleiðanda, Valur Gislason
Sir Joseph Banks og Gisli Hall-
dórsson sem leikur Geir biskup
Vídalín. Leikstjóri er Baldvin
Halldórsson.
GLUGG
VARNARMÁLIN voru enn á dag-
skrá I sjónvarpinu í stðastliSinni
viku, þegar þar varteflt framfull
trúum VL-manna og hernámsand-
stæðinga til umræðu i sjónvarps-
sal. Þetta hitamál hefur nú um
skeið klofið þjóðina i tvær and-
stæðar fylkingar og öll önnur
skammdegisfirring hefur fallið i
skuggann. Það verður að segja
þátttakendum þessarar sjónvarps
umræðu til hróss, að þeir brugðust
undantekningarlitið við að vera
málefnalegir en engu að siður bar
umræðan öll einkenni íslenzks
karps. Báðar fylkingar látast vafa-
laust sjórnast af hreinni ættjarðar-
ást en um leið er grundvöllur um-
ræðunnar orðinn tilfinningalegur,
þar sem fólk gefur sér gjarnan
forsenduna og hleður siðan undir
hana rökum. Fyrir bragðið er erfitt
að henda reiður á kjarna málsins
og tómt mál er að tala um sigur-
vegara í slíkri kappræðu — það
fer allt eftir þvi hvaða fyrirfram
mótaða afstöðu einstakur áhorf
andi hefur til málsins. Þó virtist
manni hernámsandstæðingar held
ur óheppnir að tefla þarna fram
ungmenni, sem iðkaði fremur
ósmekklegt orðaskak, og vafa-
laust hefði það orðið málstað VL-
manna enn frekar til framdráttar.
hefðu fulltrúar þeirra I umræðunni
látið piltinn um að tala.
Á laugardagskvöld var uglan
helguð Bítlunum og tónlist þeirra.
Uglan hefur i siðustu þremur þátt-
um tekið nokkuð skemmtilega
stefnu. þar eð hver þáttur er lagð-
ur undir tiltekna dægurlaga-tízku.
Bitlaþátturinn var þó einna siztur
þessara þriggja. Við efnisaðföng
hafa aðstandendur hans rótað i
filmusafni sjónvarpsins og notað
það, sem tiltækt var. Þátturinn
var þannig án nokkurs þema og
ekkert gert til þess að lifga upp á
hann með viðtölum við gaurana,
sem stóðu i eldlinunni þegar bitla-
æðið kviknaði hér norður í Ballar-
hafi. En það verður samt nógu
fróðlegt að vita hvaða tizka verður
næst fyrir valinu hjá þeim Uglu-
mönnum.
Sjónvarpið hefur hér áður verið
gagnrýnt fyrir þá ráðstöfun að
taka til sýninga nýjan austur-þýzk
an framhaldsmyndaflokk eftir
sögu Fallada svonarétt i kjölfarið á
Hvað nú, ungi maður? Nú. þegar
einn þáttur úr þessum flokki hefur
verið sýndur, ætti réttmæti þess-
arar gagnrýni að vera öllum Ijós.
Nýi þátturinn er að visu frá öðru
timaskeiði en hinn fyrri, en and-
rúm hans er eftir sem áður einum
og keimlikt þvi, sem rikti i Hvað
nú, ungi maður? Finnst manni, að
sjónvarpið hefði átt að láta sýn-
ingar á þessum flokki bíða þar til
meira var liðið af þessu ári. Hins
vegar er aðall þessa nýja mynda
flokks i flestu tifliti hinn sami og i
Hvað nú, ungi maður? — þar
bregður oft fyrir prýðilega hug
kvæminm kvikmyndatöku og lcik
urinn er undantekningalaust góð-
ur. Furðar mann satt að segja, að
ekki skult fara meira orð af a-
þýzkri kvikmyndagerð á alþjóða-
vettvangi með slíka krafta innan-
borðs. b.v.