Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 19 Krúsjeff segir frá New York, 7. marz—NTB. BANDARÍSKA bókaútgáfan Little Brown & Co. hefur skýrt frá því, að endurminningar Nikita Krúsjeffs fyrrum forsætis- ráðherra, sem út komu'áriS 1970, hafi verið byggðar á frásögn hans sjálfs, sem hann las inn á segul- bönd eftir að hann féll í ónáð árið 1964. Nýtt hefti endurminning- anna kemur út á vegum útgáf- unnar 14. júní 1 sumar. Þegar fyrsta bindið kom út var mikið um það deilt, hvort þar væri í rauninni um endurmi nningar Krúsjeffs að ræða. Sumir héldu því fram, að svo væri ekki. heldur EFTIR nokkra leit í braki tyrknesku DC-10 flugvélarinnar sem fórst skammt frá París tókst að finna flugrit- ann, sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um að- draganda slyssins, en hann reyndist nokkuð skemmdur og enn getur liðið nokkur tími unz úr því fæst skorið hvað olli slys- inu: skemmdarverk eða sprenging í hreyflum. Dr. Kissinger varar við neitunarvaldi stæði sovézka leyniþjónustan KGB á bak við bókina og ætlaði að nota „endurminningarnar“ í póli- tískum tilgang'. Til þessa hefur útgáfan Little Brown & Co. ekki viljað skýra frá þvi, á hvaða gögnum bókin er byggð, og hefur það sízt dregið úr efasemdum. 1 dag skýrðu loks talsmenn útgáfunnar frá því, að sérfræðingar hefðu staðfest, að það væri rödd Krúsjeffs heitins, sem heyrðist á segulböndunum. Alls tekur 180 klukkustundir að leika öll böndin, og segja sérfræð- ingarnir, að 97,5% af timanum sé það rödd Krúsjeffs, sem heyrist. Nýja bindið, sem út kemur í sumar, ber heitið: „Krúsjeff minnist: Siðasta testamentið". Þar segir hann meðal annars frá þeim sögulegu „eldhús- umræðum", sem hann átti við þáverandi varaforseta Bandarikj- anna, Richard Nbcon, á vöru- sýningu i Moskvu árið 1959. Hafréttarráðstefnan: Norðmenn undirbúa sig Ósló, 7. marz, NTB. KNUT Frydenlund utanríkisráð- herra Noregs sagði í ræðu í Osló í gær, að norska stjórnin myndi innan skamms leggja fyrir Stór- þingið skýrslu um undirbúning Norðmanna fyrir hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefjast á í Caraeas í Venezúela í júni nk. Sagði utanríkisráðherrann, að staða Noregs sem strandríkis og einnar mestu siglingaþjóðar heims gerði það að verkum, að Norðmenn myndu eðlilega reyna að vinna að gerð málamiðlunar- samkomulags eða heildarlausn þeirra mála, sem fjallað verður um á ráðstefnunni. Ráðherrann sagði, að Norðmenn vildu bæði auka rétt strandríkjanna, tryggja grundvallaratriði frjálsra siglinga á opnum höfum og vinna að al- þjóðlegri reglugerð um þessi mál. Hann sagði, að þó að reglur um frjálsar siglingar myndu að lík- indum ekki þrengdar mjög á næstu árum væri ákveðin til- hneiging til aukinna áhrifa strandríkja. Washington, 7. marz. AP. -NTB. HENRY A. Kissinger, utanrfkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hann mundi leggja til að neitunarvaldi yrði beitt gegn samningnum um viðskipti við Sovétríkin ef þar yrði lagt bann við því að veita Rússum beztu viðskiptakjör vegna takmarkana sem eru á frelsi sovézkra Gyð- inga. Jafnframt fór Kissinger hörð- um orðum um Evrópuríki og haft var eftir opinberum talsmönnum að árekstrar við Frakka, er gætu gert samheldnina í Vestur- Evrópu og samvinnu Atlantshafs- ríkja að engu, væru óumflýjanleg- ir ef Frakkar héldu áfram óbreyttri stefnu, sem væri talin fjandsamleg Bandaríkjamönnum. Sagt var að afleiðingin gæti orðið heimkvaðning bandariska her- liðsins á fimm til sex árum. MÁLAMIÐLUN? Kissinger sagði i yfirheyrslum í fjármálanefnd öldungadei Idar- innar að ef hömlum á viðskiptum við Rússa yrði ekki aflétt mundu fólksflutningar sovézkra Gyðinga úrlandi stöðvast, ekki aukast. Þingað um átök Irans og Iraks Atta biðu bana F’ukusima, 7. marz.AP. ÁTTA farþegai' biðu bana og tveir særðust alvarlega, þegar hópferðabifreið grófst undir skriðu á þjóðvegi skammt frá I’ukushima í Norður-Japan í dag. Beirút,7. marz, AP.NTB. HERLIÐ frá írak og íran barðist hjá tveimur stöðvum á landamær- um rfkjanna í dag, þriðja daginn í röð, og beittu stórskotaliði að sögn Bagdad-útvarpsins. Útvarpið sakar Írana uin að hafa átt upptökin og segir, að tilraun þeirra til þess að ná stöðv- unum með stuðningi skriðdreka hafi mistckizt. Áður höfðu Írakar sakað íranskar flugvélar um að rjúfa írakska lofthelgi. Þrátt fyrir áframhaldandi bar- daga segja arabískir diplómatar i Beirút, að fulltrúar írans og íraks hafi hafið viðræður til þess að binda enda á viðsjárnar á landa- mærunum. Samkvæmt heimildunum ræddi irakskur ráðherra. Saddam Huss- in, í eina klukkustund f gær við franska sendiherrann í Bagdad, Hussein Zada. Bagdad-útvarpið sagði frá fundinum. Góðar heimildir í Líbanon herma, að viðræðurnar hafi snú- izt um það, hvernig aftur megi koma áfriði á landamærunum. Meðan á fundinum stóð geisuðu harðir bardagar á landamær- unum og báðir aðilar beittu stór- skotaliði, sprengjuvörpum og vél- byssum. Samkvæmt tilkynningu íröksku herstjórnarinnar særðust nfu her- menn í bardögunum. Blöð í íran sögðu, að milli 50 og 100 írakskir hermenn hefðu verið felldir. Hvor aðili um sig sakaði hinn um að eiga upptökin. Hann sagðist ekki mundu leggja til með glöðu geði að beitt yrði neitunarvaldi, en kvaðst telja að ef Rússar fengju ekki beztu viðskiptakjör mundi það hafa mjög aivarleg áhrif á samskiptin við Sovétríkin. Kissinger greindi frá því að hann hefði rætt um möguleika á málamiðlunarlausn við Henry Jackson öldungadeildarmann, einn helzta andstæðing þess að Rússar fái beztu viðskiptakjör. Samkvæmt því á þingið að taka þátt í ákvörðunum um lán sem síðar kunna að verða veitt Rúss- um. Haf t er eftir Jackson að slíkri málamiðlunarlausn verði hafnað skilyrðislaust. Samt kvaðst Kissinger mundu kanna hjá fulltrúum fjármála- nefndarinnr möguleika á sam- komulagi og lét í ljós von um að samkomulag tækist. „MISRÆMI" Jafnframt sagði Kissinge að misræmis gætti f samskiptum Bandarikjanna við Evrópu, en tók þvert fyrir það að dvöl banda- riska herliðsins i Evrópu yrði not- uð til að tryggja samkomulag um olíu og kostnaðinn af dvöl banda- riska herliðsins. „Varnir Evrópu eru jafnframt varnir Bandaríkj- anna. Við höfum ekki herlið i Evrópu til að gera Evrópumönn- um greiða,“ sagði hann. Framhald á bls. 22 Víkingarnir kenndu írum Ósló, 7. marz. NTB. FORNLEIFAGRÖFTUR í Dyfl- inni á írlandi sýnir að Norðmenn ráku umfangsmikla verzlun, komu á peningakerfi og kenndu írum að smíða báta að sögn irska fornleifafræðingsins Brendan O’Riordan. Hann segir að verulegur hluti ibúanna á fyrri öldum hafi verið Norðmenn. Norrænir víkingar stofnsettu Dyflinni841. Danir andvígir síld- veiðitakmörkunum Kaupmannahöfn, 7. marz. NIELS Anker Kofoed, fiskimála- ráðherra Dana, hefur lýst því yfir að Danir muni ekki fallast á að síldveiðar Dana og Færeyinga í Norðursjó verði minnkaður um 140 þúsund lestir á ári, eins og framkvæmdastjórn NA-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar mun leggja fyrir á fundi nefndarinnar, sem hefst í London nk. mánudag. Danir hafa lagst gegn öllum takmörkunum á sildveiðunum, en þó mun fulltrúi Dana sækja ráð- stefnuna og leggja fram tillögu um að veiðimagnið verði minnkað um 40 þúsund tonn. Ýmsir for- ystumenn danska fiskiðnaðarins hafa sagt að Danir muni segja sig úr nefndinni ef tillaga fram- kvæmdastjórnarinnar nær fram að ganga. Roy Medvedev: Roy Medvedev Siðferðilegur ósigur að reka Solzhenitsyn SOVÉZKI sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Roy Medvedev hefur nýlega sent frá sér .yfir- lýsingu, þar sem hann segir meðal annars, að ákvörðunin um að reka Alexander Solzhen- itsyn úr landi sé „siðferðilegur ósigur“ fyrirsovézku stjórnina. Þá kveðst hann sannfærður um, að áhrifa Solzhenits.vns eigi einnig eftir að gæta í útlegð hans. Yfirlýsing Medvedevs er dag- sett 17 febrúar, en komst ekki í hendur vestrænna fréttamanna í Moskvu fyrr en nú i vikunni. Medvedev spáirþví að Solzhen- itsyn eigi eftir að snúa heim til föðurlandsins, en bætir við, að jafnvel þótt svo verði ekki, ntuni Nobelsskáldið alltaf ná til landa sinna með verkum sin- um. „Solzhenitsyn hefur ekki yf- irgefið land sitt fyrir fullt og allt,“ segir Medvedev. „Ekki er unnt að útiloka það, að hann snúi heim aftur eftir fáein ár, og við fáurn að fagna honum á vinsamlegan og sómasamlegan hátt. En hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér þá mun Solzhenitsyn koma til landsins okkar í bókum sínum og skipa þann sess, sem honum ber, meðal mestu sona þjóðarinn- ar.“ Medvedev bendir á, að margir óbreyttir borgarar í Sovétríkjunum hafi fagnað þeitri refsingu, sem Solzhenit- syn hlaut, en segir, að önnur skoðun njóti nú vaxandi fylgis hjá almenningi: Ef hann verð- ur fyrir svona harkalegum árás- um, ef hann er rekinn úr landi, hlýtur ástæðan að vera sú, að rithöfundurinn hafi sagt sann- leikann. Yfirvöldin hvorki vildu né gátu svarað ásökunum Solzhenitsyns, segir Medvedev. Þau urðu þess vegna að losa sig við „þennan sára þyrni". Hann staðfestir það, sem margir vina Solzhenitsyns hafa haldið fram frá þvi hann var rekinn úr landi — að Solzhen-. itsyn hefði frekar kosið fangelsun eða útlegð í Siberiu en að þurfa að fara úr landi. Hins vegar segir Medvedev það alrangt hjá vestrænum blöðum, sem spá þvf, að á Vesturlöndum biði Solzhenitsyns aðeins and- legur dauði. Þvert á móti ættu áhrif Solzhenitsyns sfzt að rýrna, því að enginn er spámað- ur i sinu föðurlandi, segir Medvedev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.