Morgunblaðið - 08.03.1974, Síða 20

Morgunblaðið - 08.03.1974, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Enda þótt hart sé deilt um flest í íslenzk- um stjórnmálum eru þó flestir sammála um, að skattránsstefna ríkisstjórn- arinnar hafi keyrt svo um þverbak, að ekki sé viðun- andi. Ein meginkrafa verkalýðsfélaganna á sl. hausti var um stórfellda lækkun tekjuskatta, enda virðast nú allir sammála um nauðsyn þess, að þeir verði lækkaðir, þótt stjórn- arflokkarnir mikluðust af því á sínum tíma, að þeir væru að gera úrbætur í skattamálum og kæmu hvað eftir annað fram í fjölmiðlum og fullyrtu, að skattar mundu lækka en ekki hækka. Var þar um að ræða einhverjar blygðun- arlausustu falsanir, sem um getur, enda hafa menn nú sannfærzt um, að allt, sem sagt var hér í Morgun- blaðinu og af stjórnarand- stöðunni yfirleitt um skattamálin þá, hefur reynzt rétt, en allt, sem stjórnarflokkarnir sögðu, rangt. Ríkisstjórnin hefur þess vegna orðið að láta undan þrýstingnum og fall- ast á tekjuskattslækkun. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80 En hvað tekur við? Það er von að menn spyrji? Þegar loksins var gerð gangskör að því á síðustu dögunum fyrir boðað verk- fall að leitast við að finna úrlausn í skattamálunum, gerði ríkisstjórnin sér lítið fyrir og notfærði sér tíma- skortinn og þrýstinginn, sem orðinn var, til þess ým- ist að blekkja samninga- menn verkalýðsfélaganna eða notfæra sér tryggð þeirra fylgismanna sinna í verkalýðshreyfingunni, sem einskis meta hag laun- þeganna, þegar hagur rík- isstjómarinnar er annars vegar. Þannig tókst að fá hluta launþegasamtakanna til að fallast á, að ríkis- stjórnin mætti hækka sölu- skatt um 5%, gegn því að tekjuskattur yrði lækkaður um 2,8 milljarða. Nú er komið á daginn samkvæmt upplýsingum ríkisstjórnar- innar sjálfrar, að 5% sölu- skattur muni á ársgrund- velli gefa um 4 milljarða króna, svo að með þessari breytingu einni ætlar ríkis- stjórnin að næla sér í allá- litlega fjárhæð. Að vísu reynir hún að réttlæta þessa nýju aðför sína í skattamálum með því, að hún fái ekki söluskatts- hækkunina allt árið. En það eru haldlítil rök, því að tekjuskatturinn greiðist heldur ekki allur upp á ár- inu, og venja er sú, að um áramót standi eftir um fimmti hluti hans, eða svip- að og verður með söluskatt- inn í ár. Öll stjórnarandstaðan hefur að vonum lýst sig andvíga 5% söluskatts- hækkun. Samt sem áður leggur ríkisstjórnin fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir þeirri hækkun, þótt hún viti, að hún hafi ekki þingmeirihluta fyrir því á- kvæði. Og ýmislegt fleira kemur á daginn, þegar at- hugaðar eru þær tekjuöfl- unarleiðir, sem vinstri- stjórnin hyggst fara til að bjarga skinni sínu. Og eru raunar heildartekjurnar, sem hún hyggst afla sér umfram það, sem ráð var fyrir gert í fjárlögum, hvorki meira né minna en 714 milljarður króna. Er þar um að ræða þá fjóra milljarða, sem 5% sölu- skattsaukning þýðir, 1% viðlagasjóðsgjald í svonefndan oliusjóð, sem gefur 800 milljónir, verð- bólguaukning á 11% sölu- skattinum, sem fyrir var, samkvæmt nýjum upplýs- ingum rikisstjórnarinnar sjálfrar 1430 milljónir, toll- tekjur, sem innheima á af Viðlagasjóðshúsum 477 milljónir, tekjuaukning af bensínsölu einni vegna hærra verðs 300 milljónir og launaskattur 550 milljónir. Tekjur ríkissjóðs skerð- ast hins vegar um 2,8 millj- arða króna vegna tekju- skattslækkunarinnar og dregst sú upphæð fráþeim 7,5 milljörðum, sem tekj- urnar hækka um frá fjár- lögunum, þannig að ný skattheimta ríkissjóðs verður um 4,7 milljarðar. Láta mun nærri, að ríkis- stjórnin telji sigvanta þessa fjárhæð til þess að ná end- um saman í því bullandi verðbólguflóði, sem fram- undan er, og vegna hinnar skefjalausu útþenslu ríkis- báknsins. Og þessu smá- ræði ætla stjórnarherrarn- ir sér að ná fram með ein- stæðum töfrabrögðum. Fjármálaráðherra kemur meira að segja fram f fjöl- miðlum nú eins og þegar nýju skattalögin voru af- greidd á sínum tíma og fullyrðir, að verið sé að létta skatta af landslýðn- um, þó að hann sé með á Áskriftargjald 420,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 25,00 kr. eintakið. SKATTRANSSTEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR prjónunum nýjar skatta- hækkanir, sem nema 4,7 milljörðum króna. En nú er mælirinn full- ur. Ríkisstjórnin hefur leikið þann leik að blekkja landslýð svo lengi, að allir sjá nú gegnum vefinn. Ein- stakir verkalýðsforingjar eru að vísu svo trúir þess- ari ríkisstjórn, að þeir taka undir ósannindavaðal hennar og fórna hagsmun- um alþýðu í hinu pólitíska valdatafli, sem nú er að komast á lokastig. Þeir halda því raunar fram, að kjör manna hafi stórlega batnað. Segjast gera hag- stæðari kjarasamninga, en vita fyrirfram, að kjara- bæturnar á strax að taka til baka með verðhækkunum og vísitölufölsunum, ásamt stórfelldustu skattahækk- unum, semumgetur. En mest er þó snilldin hjá fjármálaráðherranum. Hann fær til dæmis land- búnaðarráðherrann vin sinn til að stuðla að mestu hækkunum landbúnaðar- vara sem um getur. Og í hvert sinn, sem neytandi greiðir 100 kr. meira fyrir kjötvöru en áður, ætlar fjármálaráðherrann að taka til sín 18 kr. af þessum 100 kr. neytandans. Svikavefur þeirrar ríkis- stjórnar, sem kennt hefur sig við vinnandi stéttir, og þeirra ráðamanna f verka- lýðshreyfingu, sem glott- andi fórna hagsmunum launþega, er orðinn svo augljós, að engum dylst lengur. Tvöfalt húrra Frökkum »'v\jr fyrir WASHINGTON — Bandarísk saga hófst með Lafayette og síðan hafa Frakkar, eða ein- hverjir aðrir snillingar með spádómsgáfur, verið reiðubún- ir að koma okkur til hjálpar á örlagastundum. Við skulum rifja upp nokkur nöfn: de Toqueville, Pierre L’Enfant, Paul Valery, Jean Monnet og auðvitað ótalmargir aðrir. Hinn síðasti af þessum sjálfskipuðu og ósérhlífnu bjargvættum okkar er Michel Jobert hinn granni, fyndni og fluggáfaði sendimaður Pompidous og frönsku rikisstjórnarinnar. Þar til Jobert kom til hjálpar var Nixon forseti og stjórn hans i mestu vandræðum í samskipt- um sínum við Evrópurikin, Japan og raunar alla aðra. Heima fyrir og erlendis var ríkisstjórnin að missa nær alla stuðningsmenn sína og hún var að verða eldsneytislaus. Jafn- vel hin margumrædda þiða i samskiptunum við Sovétríkin virtist standa á ótraustum grunni eftir að rithöfundinum Alexander Solzhenitsyn hafði verið vísað á brott úr heima- Iandi sínu fyrir að segja sann- leikann. Sem talsmaður skoðana Pompidous forseta, á orkumála- ráðstefminni í Washington á dögunum lagði Jobert i raun áherzlu á hættuna, sem fylgdi því, að láta þjóðernisrembing stjórna gerðum manna, sem fe.lgjust við vandamál land- varna, gjaldeyrismála, milli- ríkjaverzlunar og orkuskorts- ins. Jobert breikkaði bilið á milli Frakka og bandamanna þeirra i Efnahagsbandalagi Evrópu, og honum tókst líka að auka á samstöðu Bandaríkja- manna og Evrópubua, — að Frökkum þó undanskildum. Bandaríkjastjórn var í krögg- um og virtist helzt vera farin að aðhyllast einangrunarstefnu þar til Jobert birtist með skipanirnar frá Pompidou. Nixon forseti hafði talað opin- berlega um að ieysa orkuvanda- máiin með því að auka þjóð- erniskennd Bandarikjamanna, stefna hans var af sumum kölluð „sjálfstæðisáætlunin" og samkvæmt henni gátum við bjargað Bandaríkjunum með því að láta aðra sigla sinn sjó. Ef við erum hreinskilin verð- um við einnig að viðurkenna, að bandaríska þingið hafði tek- ið heldur leiðinlega afstöðu, það neitaði að samþykkja fjár- framlög til aðstoðar fátækum þjóðum. Svo virtist sem þing- menn væru næsta uggandi út af pólitískum erfiðleikum Heaths í Bretlandi, Brandts í Þýzka- landi og Brezhnevs f Sovét- ríkjunum. Og þeir veltu því fyr- ir sér hvort þeir ættu nú ekki að einbeita sér að því að leysa vandamálin heima fyrir í stað þess að röfla út af vandamálum annarra þjóða? Og þá kom Michel Jobert til ráðstefnunnar í Washington. Hann lýsti því strax yfir, að ráðstefnan væri iila undirbúin ^eUrJJork Etmes v S? Eftir James Reston og að hún væri haldin alltof snemma. Um hvort tveggja hafði hann rétt fyrir sér. En síðan bætti hann við: Iðnaðar- rikin eiga ekki að vinna saman að lausn olíukreppunnar, jafn- vel þótt Arabar hafi staðið saman að hækkun olíverðsins. Samstaða iðnaðarríkjanna Michel Jobert utanríkisráð- herra Frakklands. myndi einungis leiða til orrustu á mi lli kaupenda og seljenda. Frakkar vilja ekki sjá slika samvinnu, sagði Jobert. Við ætlum að fara okkar eigin leiðir og þar að auki verður að gæta þess, að Bandarfkjamenn voru ekki að hugsa um lausn vanda- málsins heldur um að tryggla forréttindaaðstöðu sína. Þetta var hin gamla Gaullistakenning, en hún var ekki einungis ónákvæm heldur einnig næsta skopleg. Stjórn Nixons ræður ekki einu sinni eigin gerðum, hún getur ekki sagt þingmönnunum fyrir verk- um nú orðið, hvað þá að hún geti ráðið yfir Vestur-Evópu, sem er nú stærsti og voldugasti a5linn í heimsviðskiptunum, eða Japönum, sem eru jafnvel að leggja undir sig bandaríska markaðinn. Sjaldan hefur heimska úreltra hugmynda komið jafn glöggt fram sem í ræðu Joberts. Hið athyglisverðasta við orkuráðstefnuna var ekki styrkleíki heldur veikleiki Bandaríkjamanna og einmitt þess vegna urðu þeir að taka skynsamlega afstöðu og slá af i mörgum deilumálum. Banda- ríkjamenn voru ekki að reyna að kúga bandamenn sína held- ur að leita hjálpar þeirra. Við báðum í rauninni um láns- og leigukjarasamning við Evrópu, þar sem við vorum í hlutverki þiggjandans. Þetta var inntakið i ræðu Henry Kissingers, sem hann flutti á Waldorf — Astoria hótelinu í aprilmánuði síðast- liðnum. Þá grátbændi hann Evrópumenn um aðstoð við uppbyggingu nýrra skipunar heimsmálanna. Og þetta var það, sem Kissinger reyndi að segja f ræðu sinni á Washing- tonráðstefnunni, þegar hann bauð fram tækni og orkulindir Bandaríkjanna. Hann bauð bæði olíukaupendum og ólíu- framleiðendum til samvinnu um lausn orkuvandamálanna og lagði til, að allir sameinuðust um rannsóknir á nýjum orku- gjöfum, kjarnorku, sólarorku og jarðhita. En Nixon og Kissinger tókst ekki að sannfæra Evrópumenn um gildi samvinnu í þeim til- gangi að koma á nýrri skipan i gjaldeyris-, verzlunar- og orku- málum heimsins. Það þurfti Frakka til þess að skýra málin og nákvæmni og harðfylgi Joberts til að koma þeim í höfn. Jobert hélt þvi fram, að olíuskorturinn væri ekki stærsta vandamálið, held- ur offramboð á bandarískri pólitik, og sagði að Frakkar vildu ekkert hafa með banda- ríska heimsvaldastefnu aðgera, þeir hygðust leysa sín orku- vandamál sjálfir. Bandarískir stjórnmála- og blaðamenn hafa gagnrýnt Jobert harðlega fyrir þessa afstöðu, en þeir hafa verið mjög ósanngjarnir. Hann eyðilagði ekki þessa illu undirbúnu ráð- stefnu heldur bjargaði henni. Hinar vinsamlegu deilur þeirra Kissingers voru svo sannarlega uppbyggjandi. Þær leiddu í ljós ágreininginn sem lengi hefur verið milli Bandaríkjamanna og ráðamanna þeirra ríkja, sem eiga aðild að Efnahagsbanda- laginu. Og svo fór að lokum, að allar þjóðir Efnahagsbanda- lagsins nema Frakkar ákváðu að reyna að finna sameiginlega lausn á þessum miklu vanda- málum, sem augljóslega eru sameiginlegöllum heiminum. Þess vegna skulum við hrópa tvöfalt húrra fyrir Jobert. I stað þess að skammast út i hann, ættum við að gefa honum rós. Ef hann hefði ekki haldið uppi svo snjallri vörn fyrir eigingjarnri þjóðernisstefnu, hefðum við e.t.v. aldrei skilið hve heimskuleg hún er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.