Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR8. MARZ 1974 Læknishéruðum er bara fækkað Skipun nýrrar rfkisstjórnar hefur ekki dregið úr mótniælaaðgerðum í Eþíópfu. Hér eru bornar fram kröfur um lýðræðislega stjórnarhætti f Addis Ababa. Verkföll 1 Eþíópíu Bíldudal,7. marz — VIÐ hér á Bíldudal heyrðum það f morgun, þegar lesið var úr rit- stjórnargrein Þjóðviljans, að mikið lof var borið á heilbrigðis- ráðherra fyrir það, að nú væri hvert læknishérað í landinu skipað. Það er enginn vandi að skipa öll læknishéruð með því að fækka þeim. Tveir læknar eru á Patreks- SAMBAND íslenzkra sveitarfél- aga, menntamálaráðuneytið og Barnaverndarráð íslands gangast fyrir ráðstefnu um málefni yngstu borgaranna að Hótel Sögu dagana 12. og 13. mars, á þriðju- dag og miðvikudag i næstu viku. Á ráðstefnunni verður kynnt núverandi skipan barnaverndar- mála og verkefni barnaverndar- nefnda og í því sambandi fjallað um hlutverk vistheimila og sumardvalarheimi la. Kynnt verða ákvæði um þátt- töku ríkisins i byggingu og rekstri dagvistunarstofnana og rætt um dvöl yngstu nemendanna í heima- vistum. Páll Lindal, formaður Sambands íslenzkra sveitar- félaga, setur ráðstefnuna, en síðan flytur Magnús Torfi Ólafs- son menntamálaráðherra ávarp. Framsögumenn á ráðstefnunni verða Ölafur Jónsson, formaður Kvöldvaka Norræna félagsins í Kópavogi NORRÆNA félagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 10. marz n.k., kl. 20.30, i félags- heimili Kópavogs, annarri hæð. Þar leika tveir nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs menú- etta eftir Telemann, þeirSigurð- ur Ármannsson á flautu og Garð- ar Rögnvaldsson á gítar. Minnzt verður l'l hundrað ára afmælis íslandsbyggðar með samfelldum dagskrárþætti um fiskveiðar og sjósókn hérlendis. Nefnist þáttur- inn ,,Frá Éyrabakka og út i vog er svo mældur vegur '* Bjarni Ólafs- son menntaskólakennari hefur tekið þáttinn saman. Tveir norrænir vísnasöngvarar, Daninn Sören Ejerskov og Finninn Sture Ekholm, kynna norræna söngva og leika auk þess fyrir fjöldasöng. Að lokum verður sýnd kvikmynd um sjósókn Íslendinga. Kirkjukór Akraness í Kristkirkju Akranesi — 7. marz Á SUNNUDAGINN kemur mun kirkjukór Akraness halda hljóm- leika í Kristkirkju í Landakoti kl. 20.30. Á söngskránni verða verk eftir J.S. Bach, Pergolesi og Berlioz, Rossini og J. Gruger. Einnig verða flutt verk eftir inn- lenda höfunda, svo sem Björn Jakobsson, dr. Pál ísólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Ein- söngvari, með kórnum verður Guðmundur Jónsson, Operu- söngvari, en undirleik á orgel annast Árni Arinbjarnarson. Trompetleikararnir Jón Sigurðs- son og Lárus Sveinsson munu einnig aðstoða kórinn. Raddþjálf- un kórsins í vetur hefur Einar Sturluson óperusöngvari annast. Söngstjóri kórsins er sem fyrr hinn kunni organleikari Haukur G uðlaugsson. — J úlíus. firði, og á annar að vera héraðs- læknir á Bildudal. Fyrst var ákveðið að hann kæmi hingað ánnan hvern dag, en svo varþeim ferðum fækkað í eina á viku. Og hingað kemur hann vikulega, ef fært er og hann hefur ekki öðrum störfum að sinna. Er heldur ósennilegt að þéttbýlismenn sættu sig við slíkt, enda er þetta sannkallað hörmungarástand. — Páll. Barn^verndarráðs íslands, dr. Björn Björnsson, formaður barna- verndarnefndar Reykjavíkur, Sigurjón Björnsson prófessor, Magnús Sigurðsson, fv. skóla- stjóri, Sveinn Ragnarsson félags- málastjóri, Gunnar Guðmundsson skólastjóri, Stefán Ólafur Jónsson stjórnarráðsfulltrúi og Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi. Tvær konur slösuðust í árekstri MJÖG harður árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á Hafnar- fjarðarveginum f Garðahreppi laust fyrir miðnætti á miðviku- dagskvöldið. Hafði önnur bifreið- in farið yfir á öfugan vegarhelm- ing og lenti beint framan á hinni. Kona, sem ók annarri bifreiðinni, hlaut rifbeinsbrot og skaddaðist á lunga og liggur á gjörgæzludeild Borgarspítalans, og kona, sem var farþegi í hinni bifreiðinni, skarst á hnjám. Ökumaður þeirrar bif- reiðar slapp ómeiddur. Báðar bif- reiðarnar skemmdust mjög mikið. Sæmilegur rækjuafli Bíldudal, 7. marz. RÆKJUAFLI var hér sæmilegur í febrúar. Var þá alls landað 84 lestum. 13 bátar stundu veiðarnar að meira eða minna leyti. Vísir var aflahæstur með tæplega 13 lestir, Jödís var með 10,5 ogHelgi Magnússon með 9,7 lestir. Bolfiski hefur ekki verið landað hér, en fiski ekið hingað úr einum báti, sem landar á Patreksfirði, það er að segja, þegar fært er á milii. Kemur ófærðin sér mjög illa, og nú leið t.d. nær vika ámílli þess, sem við fengum mjólk, en henni er ekið frá Patreksfirði. Bændur hér hafa nær alveg gefist upp á búskap vegna þessara sam- gönguerfiðleika. — Páll. Naglabyssu og skotum stolið AÐFARARNÓTT fimmtudags var brotizt inn i nýbyggíngu Sam- vinnubankans við Bankastræti og stolið naglabyssu með tilheyrandi nöglum og skotum Einnig var stolið hjólsög og ýmsum hand- verkfærum. Þá var einnig brotizt inn í rak- arastofu á Hrísateig, en litlu stolið, og í Knattborðsstofuna í Einholti og stolið tóbaksvörum og skiptimy nt. Addis Ababa, 7. marz. NTB. ALLT athafnalíf lamaðist i Eþiópfu í dag, þegar 85.000 félagar í verkalýðsfélögum hófu fyrsta al Isherjarverkfal lið í sögu landsins. Margir, sem eru ekki í verkalýðsfélögum, taka þátt í verkfallinu. Sovézkar flugvélar á Svalbarða Ósló, 7. marz, NTB. 1 dag var undirritaður í Ösló samningur milli Noregs og Sovét- ríkjanna um afnot sovézkra far- þegaflugvéla af Longyearflug- vellinum áSvalbarða. 5—6 starfs- menn sovézka flugfélagsins Aeroflot verða á flugvel linum. — Skattamál Framhald af bls. 3 brúttótekjum. Þess ber að geta, að svo undarlega vill til, að óhag- kvæmast er að hafa árstekjur að upphæð 550 þúsund krónur, því að þar er heildarlækkun skatta aðeins 9.100 krónur eða 1,7% af brúttótekjum, en það hlutfall er eins og menn sjá lægra en hlutfall 2ja milljón króna hjónanna. Prósentuhlutfallið er frá 1,7 og upp í 3,9 eftir árstekjum hjóna með 2 börn og mælir hlutfallið lækkun heildarskatta og eru þá bornar saman tekjuskattslækkun og söluskattshækkun. Hvernig þetta fæst út, þegar söluskatts- aukning er mæld 4 milljarðar og tekjuskattslækkun aðeins 2,8 milljarðar er raunar ekki skýrt í töflunni. — Rafveitur Framhald af bls. 2 Norðurlandi annars vegar og til linutengingar suður hins vegar. Síðari dagurinn snerist einkum um fjármál, verðlagningu og gjaldskrár. Gunnar Ólafsson, við- skiptafræðingur, og Guðjón Guð- mundsson ræddu um gjaldskrárn- ar og möguleika á gerð staðal- gjaldskrár. Síðan ræddu þeirEgg- ert Jónsson borgarhagfræðingur og Haukur Pálmason yfirverk- fræðingur um viðhorfin í fjár- málum rafveitna, þá fyrst og fremst um afskipti hins opinbera af verðlagningu raforkunnar, og hvaða áhrif það hefur haft á fjár- hagsstöðu rafveitnanna. Lögregla varð að beita táragasi til þess að dreifa hóp unglinga fyrir framan heimili Endal- katchew Makonnens forsætisráð- herra. Viðar var efnt til mótmæla gegn stjórninni. Hún lagði fram sparnaðaráætlun i dag og lofaði að endurskoða stefnuna i efna- hagsmálum. Diplómatar telja, að Haile Selassie hafi nú glatað öllum völdum sínum. Hann ók i dag um götur Addis Ababa og dreifði pen- ingum til fátækra. — Ritskoðun Framhald af bls. 40 ráðgjafanefndin um barnaefni þetta verða að falla niður, en er málið kom fyrir útvarpsráð reyndust 3 útvarpsmenn sam- þykkir henni, þeir Njörður P. Njarðvík, Stefán Karlsson og Stefán Júliusson, en aðrir þrír vildu ekki fella sig við þá ritskoð un. Þeir voru Magnús Þórðarson, Valdimar Kristinsson og Tómas Karlsson. Féll tillagan því á jöfn- um atkvæðum og mun Katrín því fá að koma og segja börnunum frá Konsó, þar sem hún var lengi og þekkir tiL — Arabar aðvara Framhald af bls.l október í fyrra ákváðu olíuríkin að skrá önnur lönd ýmist sem vinsamleg, hlutlaus eða óvinsam- leg eftir afstöðu þeirra til styrjaldaiinnar. Var þessi skrán- ing ráðandi þegar ákveðið var hver fengi að kaupa olíuna. Var salan til óvinsamlegra rikja ýmist takmörkuð, eða algjörlega stöðv- uð, eins og gert var gagnvart Hol- landi og Bandaríkjunum. Wilson- stjórnin hefur enn ekki markað stefnu sína gagnvart Mið-Austur löndum. Samkvæmt yfirlýsingum Verkamannaflokksins má þógera ráð fyrir að Wilson-stjórnin reyni að vera óhlutdræg í málinu, þ.e. haldi sömu stefnu og fyrri rikis- stjórn Wilsons á árunum 1964 — 70. Það var rikisstjórn Verka- mannaf lokksins, sem sámdi álykt- un 242 eftir styrjöldina 1967, en sú ályktun varð undirstaða friðar- samninganna. Ályktunin olli síðar nokkrum ágreiningi, þvi Wilson hefur oft lýst því yfir að Bretar hafi alls ekki ætlazt til þess að hún yrði túlkuð á þann veg að ísraelar ættu skilyrðislaust að skila aftur öllum herteknum landsvæðum, en því halda full- trúar Araba og kommúnistarikj- anna fram. — Bretland Framhald af bls.l unin verði til þess að verð á kol- um hækki um 20%, en vegna orkukreppunnar er kolaiðnaður- inn vel samkeppnisfær, þótt rikis- valdið verði að greiða uppbætur. Enn er eftir að semja um kaup rafvirkja, en önnur verkalýðs- félög hafa tekið vel í tilmæli nýju stjórnarinnar um að stilla kröfum sinum i hóf og nota ekki launa- hækkanir námamanna til stuðn- ings kröfum sínum. Tilboð stjórnarinnar var sam- þykkt með 25 atkvæðum gegn 2 í stjórn félags námaverkamanna. Formaður félagsins, Joe Gormley, kvaðst fagna samningunum þótt námamenn hefðu ekki fengið ölL um kröfum sinum framgengt. Derek Ezra, formaður kolráðsins, fagnaði einnig lausninni, en sagði að einhver yrði að borga brúsann. — Kissinger Framhald af bls. 19 Hann kvað ósamræmi í því að Bandarikin væru beðin um að hafa fullt samráð við Evrópu í NATO-málum jafnframt því sem Efnahagsbandalagslöndin hæfu viðræður við olíuframleiðslulönd- in án samráðs við Bandaríkin. Ef ekki tækist að tryggja samstöðu yrðu Bandaríkin að hugleiða önn- ur ráð. — Sex ákærðir Framhald af bls.l er til að stefna forsetanum fyrir alríkisdómstól. Nixon forseti sagði á blaða- mannafundi að hann hefði ekkert á móti þvf að skýrslan og öll gögn alrikisdómstólsins yrðu send laga- nefndinni en John Sirica dómari tekur lokaákvörðun um það. Nixon kvaðst einnig fús að svara skriflegum spurningum og veita nefndinni viðtai. Nixon sagði á fundinum að hann hefði hafnað á fundi með samstarfsmönnum þeirri hug- mynd að sakborningar í Water- gate-málinu fengju borgun fyrir að þegja. Hann sagði að ef til vill mætti túlka ummæli sín á segul- bandi á annan veg, en hann kvaðst vita hvað hann hefði átt við. Forsetinn kvaðst hafa verið hlynntur þeirri hugmynd að birta efni hljóðritananna, en komizt að þeirri niðurstöðu að það gæti hindrað það að hinir ákærðu fengju þá vernd dómstóla sem þeir ættu kröfu til. ,,Hins vegar er ég'viss um að þegar öll kurl eru komin til grafar verður fullkomlega ljóst að for- setinn vissi ekki um málið fyrirfram og að hann hafnaði hug- myndum um mútur og loforð um náðun, “ sagði Nixon forseti. — Keppa um 3. sætið Framhald af bls.39 taldir leikmenn markhæstir í HM: Birtalan, Rúmeniu 28 mörk, Sadoh, Japan 26 mörk, Klepe, Pól- landi 20 mörk, G ainshow, A-Þýzka landi 19 mörk, Axel Axelsson, Is- landi 18 mörk, Jary, Tékkóslóv. 18 mörk og Peles, A-Þýzkalandi 18 mörk. Lokastaðan í milliriðlunum var þessi. Urslit úr fyrri leikjum lið- anna í 16 liða keppninni gildir áfram í milliriðlana: A-riðill: Rúmenía 3 3 0 0 58:38 6 Pólland 3 2 0 1 47:43 4 Tékkóslov. 3 1 0 2 47:43 2 Danmörk 3 0 0 3 32:50 0 B-riðill: A-Þýzkal. 3 2 1 0 51:42 5 J úgóslavía 3 2 0 1 56:52 4 Sovétríkin 3 1 1 1 47:48 3 Ungverjal. 3 0 0 3 43:55 0 9.—12. sætið: V-Þýzkal. 2 2 0 0 50:42 4 Svíþjóð 2 1 0 1 39:39 2 Búlgaría 2 1 0 1 42:43 2 J apan 2 0 0 2 46:53 0 Þingað um málefni yngstu borgaranna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.