Morgunblaðið - 08.03.1974, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
fólk í
fréttum
FINNUR
HUMARINN TIL?
Eleanor Donoghy er 16 ára
gömul fiskvinnslustúlka í Bret-
landi. Hún var á dögunum kærð
fyrir að hafa sýnt dýrum
grimmd — með því að hafa sett
lifandi humra á heitan ofn og
skemmt sér við að horfa á
humrana ,,hoppa af kvölum"
þar til þeir drápust. Það voru
vinnufélagar hennar, sem
lögðu fram kæruna, en ákæru-
valdið féll siðar frá útgáfu
ákæru á hendur stúlkunni, því
að dýrafræðingar, sem til var
leitað, gátu alls ekki orðið sam-
mála um það, hvort humrar
fyndu yfirleitt til og kveldust.
NÝ STARFSGREIN
í
ORKUKREPPUNNI
í Bandaríkjunum hefur risið
upp ný stétt manna, sem taka
að sér fyrir 130—40 isl krónur á
timann að sitja í bílum í biðröð-
um við bensínstöðvar, ef eig-
endurnir mega ekki vera að
því. Biðið getur nefnilega orðið
alllöng. En bensíndroparnir,
sem útdeilt er, eru fáir og bíl-
eigendurnir vilja mikið til
vinna að geta fyllt á tankinn
hjá sér, enda þótt þeir megi
sjálfir ekki vera að því að bíða í
biðröðunum.
Það var bæði draumur og hel-
víti, segir Belinda Green, 19 ára
stúlka frá Ástralíu, og hún er
að tala um árið, sem hún var
Ungfrú heimur. Hún hefur nú
afhent Marjorie Wallace frá
Bandarikjunum kórónuna,
veldissprotann og öll réttindi
titilsins. — Ég fékk aldrei leyfi
til að vera ég sjálf, segir hún.
Ég varð að segja kurteislega nei
takk í hvert skipti, sem mynd-
arlegur herra bauð mér út, og
ég varð að fara snemma að sofa
á hverju kvöldi til að vera vel
upplögð snemma næsta morgun
fyrir ljósmyndanir dagsins. —
Nú hefur Belinda loksins feng-
ið á ný leyfi til að gera það,
sem henni finnst bezt, — hún
getur klæðzt gallabuxum og
gengið um með rúllur í hárinu,
án þess að nokkur geri við það
athugasemd — enda er fegurð-
in greinileg eftir sem áður. Og
nú ætlar hún aftur heim til
Ástralíu — til að láta myndar-
lega herra bjóða sér út!
FYRSTA HJARTASKURÐAÐGERÐIN
í ALASKA
Þessi mynd er af hjónunum Valgerði Gunnarsdóttur og Jónasi
Friðrikssyni, sem búsett eru í Adak í Alaska. Birtist myndin í
dagblaðinu Anchorage Daily Times, stærsta dagblaði Alaska, 18.
febr. sl., en 12 dögum áður höfðu læknar á sjúkrahúsi í
Anchorage gert á Valgerði fyrstu hjartaskurðaðgerðina, sem gerð
hefur verið í Alaska. Var aðgerðin gerð vegna hættu á, að
Valgerður fengi kransæðastiflu. Valgerður hafði raunar átt kost á
að fara til borgarinnar Seattle miklu sunnar á vesturströnd
Bandaríkjanna skömmu eftir áramót tii að láta gera aðgerðina
þar, en hún sagði í viðtali við fyrrnefnt dagblað, að hún hefði haft
svo mikla trú á læknunum í Anchorage, að hún hefði viljað láta
þá framkvæma aðgerðina.
Valgerður er systir Árna ..—
Gunnarssonar fréttamanns hjá
hljóðvarpinu. Þau Jónas flutt-
ust til Alaska frá Bermudaeyj-
um. Er þau bjuggu á Bermuda-
eyjum komu frásagnir af því í
islenzkum fjölmiðlum, hversu ^
rausnarlega þau tóku á móti
íslenzka landsliðinu í knatt- " ■*'.
spyrnu, sem þá var í keppnis-
ferð á Bermuda-eyjum. Nú
starfar Jónas hjá bandaríska
flotanum í Alaska. Þau hjónin
eiga þrjá syni.
NÚ ER RÉTTI
TÍMINN TIL
ÁSTRALÍUFERÐA,
HERRAR MÍNIR!
Útvarp Reykjavík t
FÖSTUDAGUR
8. marz
7.00 Morgunútvarp Veðurfrogni r kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunieikfimi kl.
7.20. Fréttir kL 7.30, 8.15 (og forustugr.
dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbam kL
7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45:
Þorleifur Hauksson les framhald sög-
unnar ,,Elsku Míó minn'* eftir Astrid
IJndgren (7). Morgunleikfimi kl. 9.20.
Tllkynningar kL 9.30. Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög á milli liða Spjallað við
ixendur kL 10.05. Morgunpopp kl.
10.25: Leonard Coheri syngur.
Morguntónleikar kL 11.00: Konunglega
fílharmónusveitin i London leikur
..Dance Rapsody" nr. 2 og „Briggs
Fair*4 eftir Delius./Sinfcniuhljómsveit-
in i London leikur Sinfóniu nr. 6 i
e-moll efti r Vaughan Williams.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veforfregnir. Tilk>rnn-
ingar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Sfðdegissagan: „Föstuhald rabbí-
ans" eftir HarryKamelman»Séra Rögn-
valdurFinnbogason les (3).
15.00 Miðdegistónleikar: Gérard Souzay
syngur gömul frönsk lög; Jaqueline
Bonneauleikur ápianó.
Friedrich Gulda og blásarasveit úr Fíl-
harmóníusveit Vinarborgar leika
Kvintett fyrir pianó, óbó, klarínettu,
horn og fagott eftir M ozarL
15.45 Lesin dagskrá næstu viku .
16.00 Fréttir. Tilkynni ngar. 16.15 Veður-
fregnir.
A skjánum
Föstudagur
8. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 V’eður og auglýsingar
20.30 Að Heiðargarði
Bandarískur loirekamyndaflokkur.
Táp og fjör
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
21.25 I^andshom
Fréttaskýringaþát tur um innlend mál-
efni.
U msjónarmaður ólafur Ragnarsson.
22.05 Lítið skákmót I sjónvarpssal
2. skák. Þátttakendur eru Guðmundur
Sigurjonsson, hvítt, og Friðrik Ólafs-
son, svart.
Skákskýringar flytur Guðmundur Am-
laugsson, rektor.
22.35 1 ró og næði
Danskur sjónvarpsleikþáttur.
Aðalhlutverk Henning Moritzen.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Aðalpersónan er roskinn fjármála-
maður, sem varið hefur stórfé til kaupa
á tækjabúnaði, sem tryggja skal öryggi
hans i heimahúsum, og lýsir leikurinn
samskiptum hans við unga stúlku, er
hann hef ur sér til afþreyingar.
(Nordvisicn — Danska sjónvarpið)
23.05 Dagskrárlok
Laugardagur
9. rnars 1974
16.30 Jóga til heilsubótar
Bandarískur myndaflokkur með
kennslu í jógaæfingum
17.00 íþróttir
Meðal efnis eru iþróttafréttir af ýmsu
16.25 Popphornið.
17.10 Útvarpssaga bamanna
17.30 Framhurðarícennslaf dönsku.
17.40 Tónleikar. Ti lkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. TiIkynningar.
19.25 Fréttaspeg ill
19.40 Þiqgsjá.Ævar Kjartansson sér um
þáttinn.
20.00 Tónleikar Si nfóníuh I jómsve itarls-
lands í Háskólab iói kvöldið áður.
St jórnand i: Fáll P. Pálsson.
Einleikari: LaszloSimon fráUngverja-
landi
a „Vatnasvitarí' eftirHándel-Harty.
b. Píanókonsert nr. 3 eftirBéla Bartók.
c „Dialqge" hljómsveitarverk eftirPál
P. Pálsson (frumflutn.)
d. „Ugluspegill" tónaljóð eftir Richard
St ra uss.
— Jón Múli Árnason kynnir tónleik-
ana. —
21.30 Útva rpssagan: „Glsla sagaSúrsson-
ai*‘. Si lja Aðalsteinsdótti r les (2).
22.00 FrétUr.
22.15 Veðurfregnir. Lestur Passfusálma
(23)
22.25 Ummyndanit.Sex goðsögur i bún-
ingi rómverska skáldsins Óvids með
tónlist eftir Benjamin Britten. í þriðja
þætti les Kristin Anna Þórarinsdóttir
söguna um Nióbu i þýðingu Kristjáns
Árnasonar. og Kristján Þ. Stephensen
leikur á óbó.
22.45 Draumvfsur. Sveinn Árnason og
Sveinn Magnússon kynna lög úr ýms-
um áttum.
23.45 Fréttirí stuttu máli Dagskrárlok.
tagi og mynd úr Ensku knattspyrn-
unni
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska f jölskyIdan
Bandariskur söngva- og gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
20.50 Vaka
Dagskrá um bókmenntirog listir.
21.30 Papanec
Danskur þáttur, þar sem rætt er við
bandariska hönnuðinn Victor Papanec,
en hann er einkum kunnur fyrir að
taka notagildi hluta fram yfir aðra
þætti.
ÞýðandiDóra Hafsteinsdóttir.
(Nordvisicn — Danska sjónvarpið)
22.00 Þau unnust með ærslum
(It's Love I’m after)
Bandarisk gamanmynd frá árinu 1937.
Leikstjóri Archie Mayo.
Aðalhlutverk Bette Davis, Olivia de
Havilland og Leslie Howard.
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
Frægur leikari hefur ákveðið að k\ æn-
ast leikkonu, sem ekki er siður fræg
En samkomulagið er ekki eins og best
verður á kosið, og versnarþó um allan
helming, þegar til sögunnar kemur ung
stúlka, sem játar leikaranum ástsína.
23.30 Dagskrárlok
fciK í
f jf lmif luni j ,
Landshorn:
Verðhækkanir og verðbólga — þenslan
í skólakerfinu og afleiðingarnar
Landshorn er í umsjá Ólafs
Ragnarssonar í kvöld, og verð-
ur aðalmálið á dagskrá verð-
hækkanirnar, sem orðið hafa að
undanförnu og þær, sem fyrir-
sjáanlegar eru á næstunni. Vil-
borg Harðardóttir fjallar um
verðhækkanir álmennt á þjón-
ustu og varningi, en Valdimar
Jóhannesson ræðir um hækk-
anir á fasteignum. Elías S.
Jónsson ræðir um verðbólgu-
þróunina og verðhækkanir á
næstunni.
Þá mun Ólafur ræða um þá
breytingu, sem átt hefur sér
stað í byggðarþróun hér á landi
að undanförnu, en nú virðist
svo sem straumurinn til Stór-
Reykjavíkursvæðisins sé að
minnka, en meira sé um það, að
fólk setjist að úti á landi. Þetta
á a.ö.l. rót sína að rekja til þess,
að atvinnumöguleikar víðs veg-
ar um landið eru nú meiri og
atvinna jafnari, og eiga skut-
togararnir góðu sjáífsagt sinn
þátt í þvi.
Loks fjallar V'ilmundur
Gylfason um skólamál, og tekur
þá m.a. til meðferðar þá stóru
spurningu, hvort stefna sú, sem
fylgt hefur verið í menntunar-
málunum undanfarin ár, hafi
orðið þess valdandi, að mæli-
kvarði (standard) menntunar
hafi lækkað, þannig, að t.d. þeir
nemendur, sent ljúka nú
stúdentsprófi, séu að meðaltali
lélegri nemendur en áður var.
Einnig hvort þenslan i skóla-
kerfinu og straumurinn í skól-
ana sé með þeim hætti, að nem-
endur, sem e.t.v. hafa ekkert i
langskólanám að gera, þyrpist
nú inn í æðri menntastofnanir.
Nýtt verk eftir Pál P.
Pálsson frumflutt á tón-
leikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar
I KVÖLD kl. 20 verður útvarp-
að tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, sem haldnir
voru í gærkvöldi. Stjórnandi
hljómsveitarinnar er að þessu
sinni Páll P. Pálsson. Undan-
farin ár hefur hann verið að-
stoðarhljómsveitarstjóri hljóm-
sveitarinnar, og nú verður
frumflutt nýtt verk eftir hann.
Nefnist það Dialoge. Önnur
verk, sem flutt verða, eru Uglu-
spegill eftir Richard Strauss,
Vatnasvítan eftir Hándel og
pianókonsert nr. 3 eftir Béla
Bartok, en einleikari er landi
hans, Laszlo Simin. Laszlo
Simin er 26 ára gamall, og hef-
ur hann hlotið mjög lofsamlega
dóma fyrir leik sinn viða um
lönd, en sérstaka athygli hefur
hann vakið fyrir túlkun sína á
verkum Bartoks.