Morgunblaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
Yfirburðasigur Víkings í hrað-
móti HKRR
Vann úrslitaleikinn við Val 14:9
Hósmundur Jónsson fvrirliði Vík-
ingana tokur við verðlaunagrip
keppninnar úr hendi Júlíusar
Hafsteins, formanns HKRR.
LIÐ Víkings sigraði glæsilega I
hraðmóti HKRR í fyrrakvöld. Þá
vann liðið tvo leiki mjög auðveld-
lega, fyrst Þrótt með 13 mörkum
gegn 9 og síðan Val í úrslitaleik
14:9. Víkingsliðið var langsterk-
asta liðmótsins og sigurþess bæði
sanngjarn og öruggur. Leiki sina
unnu Vikingar með yfirburðum
og aðeins í leiknum við ÍR er
hægt að segja, að um ógnun hafi
verið að ræða. Auk hinna fyrr-
greindu leikja í hraðmótinu fóru
fram tveir leikir i úrslitum yngri
flokkanna í Reykjavíkurmótinu í
handknattleik. Urslit urðu þau,
að Víkingur sigraði Ármann í 3.
flokki kvenna með fjórum mörk-
um gegn þremur, en í hálfleik var
staðan jöfn, 2:2. í 2. flokki karla
sigraði Þróttur Víking með eins
marks mun. 13:12.
Víkingur — Þróttur 13:9
(7:3)
Þróttur byrjaði leikinn vel og
Guðmundur og Helgi komu liðinu
í 2:0. Þá tóku Víkingar við og
skoruðu 7 mörk, en Þróttur að-
eins 1. Víkingur hafði þannig
trygga forystu i hálfleik og i þeim
síðari jafnaðist Ieikurinn og svip-
að markahlutfall hélzt út leikinn,
en honum lauk með 4 marka Vik-
ingssigri, 13:9.
Lið Þróttar var ekki sannfær-
andi í þessum leík, það á að geta ;
leikið betur en þarna. Beztan leik
áttu Halldór Bragason og Guð-
mundur. í Víkingsliðinu áttu
Stefán og Sigurgeir beztan leik.
Mörkin. Víkingur: Stefán 8,
Jón 3, Páll 1 og Skarphéðinn 1.
Þróttur: Guðmundur 3, Halldór 2,
Helgi 2, Jóhann 1 og Sveinl. 1.
Víkingur — Valur 14—9
(8:3)
Víkingar höfðu algera yfirburði
í úrslitaleik mótsins við Val og
aldrei lék minnsti vafi á, hvort
liðið sigraði. í fyrri hálfleik lék
liðið af miklu öryggi og náði þá 5
marka forystu, 8:5. Maðurinn á
bak við þessa velgengni var tví-
mælalaust Sigurgeir markvörður,
en hann varði mjög vel, m.a. tvö
víti, en alls tókst honum að verja
9 víti í mótinu.
I seinni hálfleik jafnaðist leik-
urinn, enda öruggur Víkingssigur
í höfn. Lokatölur leiksins urðu
svo 14 mörk gegn 9 Víkingi í vil,
og varð Víkingur þar með sigur-
vegari á þessu hraðmóti HKRR.
Eins og áður segir voru Víking-
ar vel að sigrinum komnir. Þeir
léku oft mjög þokkalegan hani-
knattleik, sóknarleikurinn ógn
andi og vörnin sæmileg, en að
baki hennar varði Sigurgeir mjög
vel. Beztu menn liðsins í þessum
leik voru Páll, Stefán og Sigur-
geir.
Valsmenn náðu sér aldrei á
strik og voru óheppnir með víti og
skot í upphafi leiksins. Þá var
markvarzla liðsins ekki upp á
marga fiska, sérstaklega í fyrri
hálfleik. Beztan leik áttu Jón
Karlsson, Bergur og Ágúst.
Mörkin. Víkingur: Páll 5,
Stefán 3, Skarphéðinn 2, Viggó 2,
Jón 1 og Sigfús 1. Valur: Bergur
1, Jón Pétur 1, Agúst 1,, Jón
Karlsson 1, Jóhann Ingi 1, Gísli 1
og Þorbjörn 1.
gs.
Víkingar. Sigurvegarar f hraðmóti HKRR 1974. Fremri röð frá vinstri: Stefán Halldórsson, Viggó
Sigurðsson, Rósmundur Jónsson, Sigurgeir Sigurðsson, Viðar Jónasson. Aftari röð: Jón Sigurðsson,
Skarphéðinn Óskarsson, Asmundur Kristinsson, Sigfús Guðmundsson og Páll Björgvinsson.
Ensku liðin sigruðu, en
Rauða stjarnan tapaði
RAUÐA stjarnan frá Belgrad,
sem margir héldu að yrði fyrst
Austur-E vrópuliða til þess að
vinna Evrópubikar í knattspyrnu,
hlaut óvæntan skell í leik-sínum
við Atletico Madrid I fyrrakvöld.
Leikurinn fór fram i Belgrad og
töpuðu heimamenn 0—2.
Búizt var við miklu af Rauðu
stjörnunni, ekki síitt vegna þess,
að liðið hafði slegið ensku
meistaranna Liverpool út úr
bikarkeppninni. í leiknum í
fyrrakvöld sóttu Júgöslavarnir
öllu meira, en vörn spánska
liðsins lék sérlega vel og myndaði
hreinlega vegg fyrir framan
markið, sem nær óhugsandi var
að brjótast gegnum. Við og við
áttu Spánverjarnir svo upphlaup
— flest vel skipulögð. Knötturinn
gekk frá manni tilmanns, og átti
júgóslavneska vörnin I hinum
mestu erfiðleikum með að stöðva
þessar sóknir.
Mörkin i leiknum gerði Luis á 9.
mínútu og Garate á 80. minútu.
Eftir þessi úrslit ætti Atletico
Madrid á vera sæmilega öruggt að
komast áfram. Seinni leikur lið-
anna fer fram á Spáni. Nokkur
harka hljóp í leikinn undir lokin
og var þá Pavlovic, miðvörður
Rauðu stjörnunnar bókaður, svo
og Alberto og Melo, leikmenn
Atletico.
Ekki var minní harka í leik
Ujpest Dosza frá Ungverjalandi
og Spartak Trnva frá Tékkósló-
vakiu, en sá leikur fór fram í
Tékkóslóvakíu i fyrrakvöld og
lauk með jafntefli, 1—1. Þar með
eiga Ungverjarnir góða mögu-
leika, þar sem seinni leikurinn
fer fram á heimavelli þeirra 20.
marz. Það var Dusan, sem færði
Trnava forystu í leiknum með
skallamarki á 11. mínútu, en
Andras Toth jafnaði fyrir Dosza
úr vítaspyrnu á 71. mfnútu. Tveir
leikmenn voru bókaðir í þessum
leik: Varadin og Dobias, leik-
menn Trnava.
Eins og frá hefur verið skýrt
vann Bayern Múnchen 4—1 sigur
yfir CSKA frá Sofia í keppninni
fyrir skömmu og Basel frá Sviss
Islendingur meðal
358 keppenda á EM
UM helgina fer fram í stórhöll-
inni Skandinavian í Gautaborg
Evrópumeistaramótið í frjálsum
Opið bréf til HSÍ, móta-
nefndar,HKRR og HKRH
ALYKTUN, gerð á fundi hjá
handknattleiksdeild KR, sem
haldinn var laugardaginn 2.
marz:
Stjórn handknattleiksdeildar
KR fordæmir vinnubrögð við-
komandi aðila vegna leiks FH
og KR í islandsmóti 1. deildar
kvenna, sem fresta varð í
Hafnarfii-ðr sunnudaginn 24.
febrúar og aftur föstudaginn 1.
marz vegna þess, að dómarar
mættu ekki tíl leiks.
Stjórn handknattleiksdei ldar
KR skorar á stjórn HSÍ að taka
mál dómara til gagngerrar
endurskoðunar, þannig að slík
atvik sem þessi endurtaki sig
ekki.
Stjórn handknattleiksd. KR.
iþróttum innanhúss. Gífurleg
þátttaka er í mótinu að þessu
sinni, skráðir keppendur eru 358.
Meðal keppenda verður einn Is-
lendingur, Agúst Ásgeirsson, IR,
sem keppir í 1500 og 3000 metra
hlaupum. Keppendurnir 358 eru
frá 25 þjóðum Flestir koma frá
Sovétríkjunum, 44 talsins, og 37
keppendur verða frá Svíþjóð. At-
hygli vekur einnig, að með þeim
11 keppendum, sem koma frá
Búlgaríu, fylgja hvorki fleiri né
færri en 16 fararstjórar.
Sú grein, sem vekja mun mesta
aíhygli, er 60 metra hlaupið, en
þar gera Sviar sér vonir um, að
Christer Garpenborg, sem kemur
frá Bandarfkjunum til keppninn-
ar, vinni sigur. Meðal keppenda í
þessu hlaupi er Sovétmaðurinn
Borzow, sem hlaut tvenn gullverð-
laun á Olympíuleikunum í Mún-
chen 1972. Borzow var
mjög lítið með í fyrra, en
hefur nú hafið æfingar aftur af
fullum krafti, og þarf þá varla að
sökum að spyrja.
60 metra hlaup kvenna vekur
einnig athygli og bíða margir
spenntir eftir því, hvernig
finnsku hlaupadrottningunni
Monu-Lisu Pursianen muni vegna
í baráttunni við Renate Stecher
frá Austur-Þýzkalandi, sem verið
hefur ókrýnd drottning í sprett-
hlaupunum undanfarin ár.
Búizt er við góðum afrekum á
Evrópumeistaramótinu, þar sem
vitað er, að margt frjálsíþrótta-
fólk hefur hafið æfingar óvenju-
lega snemma í ár, með tilliti til
Evrópumeistaramótsins, sem háð
verður í Róm í sumar.
Celtic 3—2. Eins og málin standa
nú er því liklegt, að það verði
Atletico Madrid, Bayern
Múnchen, Basel og Ujpest Dosza,
sem leika undanúrslitaleikina,
þótt vitanlega geti margt óvænt
komið fyrir i þeim leikjum, sem
eftir eru.
Ensku liðin stóðu
fyrir sínu
Þá fékk enska knattspyrnan
nokkra uppreisn æru í fyrra-
kvöld, þar sem bæði Ipswich
Town og Tottenham Hotspur
sigruðu keppinauta sina i UEFA-
bikarkeppninni.
Tottenham keppti við FC Köln i
Þýzkalandi og var þetta fyrsta tap
Kölnar í þeim 14 leikjum, sem
liðið hefur leikið í Evrópubikar-
keppninni. Þetta var fjörugur og
vel leikinn leikur af báðum lið-
unum, einkum þó Tottenham,
sem þurfti að berjast gegn 70
þúsund áhorfendum, sem hvöttu
heimaliðið, auk mótherjanna.
Fyrsta mark leiksins skoraði
McGrath fyrir Tottenham á 13.
mfnútu, Köln jafnaði fljótlega, en
hinn gamalkunni Martin Peters
skoraði sigurmarkið.
Mótherjar Ipswich Town voru
Kokomotiv Leipzig frá Austur-
Þýzkalandi og fór leikurinn fram
í Þýzkalandi. Sigraði Ipswich
1—0 í leik, sem allan tímann var
fremur jafn.
Tveir aðrir leikir fóru fram í
UEFA-bikarkeppninni í fyrra-
kvöld: Stuttgart frá Vestur-
Þýzkalandi sigraði Vitoria Setu-
bal 1—0 í Þýzkalandi og Ruch
Chorzow frá Póllandi og
Feijenoord frá Hollandi gerðu
jafntefli 1—1 íPóllandi.
Einn leikur var svo i Evrópu-
bikarkeppni bikarhafa í fyrra-
kvöld og þá sigraði FC Magde-
burg frá A-Þýzkalandi Beroe
Stara Zagora frá Búlgaríu 2—0 á
heimavelli sínum.