Morgunblaðið - 08.03.1974, Qupperneq 39
MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
A-Þýzkaland — Rúmenía
í úrslitum og Pólland og J
Júgóslavia keppa um 3. sætið t
39
Ur leik tslendinga og Dana í heimsmeistarakeppninni. Björgvin
Björgvinsson (nr. 6) á þarna f höggi við þá Jörgen Vodsgaard og
BjarneBötcher.
Frá Agústi I. Jónssyni,
blaðamanni Mbl. í A-Berlín.
Þ^VÐ verða Austur-Þjóðverjar og
Rúmenar sem leika til úrslita um
heimsmeistaratitilinn í hand-
knattleik 1974, eins og reyndar
árið 1970. Þá þurfti að tvífram-
lengja til þess að fá úrslit milli
þessara tveggja stórvelda
handknattleiksíþróttarinnar, en
Itúmenar stóðu uppi sem heims-
meistarar i lokin. Urslita leiksins
nú er beðið með mikilli
eftirvæntingu hér í Berlín og eru
heimamenn sannfærðir um sigur
sinna manna. Um þriðja sætið í
keppninni leika Júgóslavar og
Pólverjar. Um fimmta sætið
Tékkar og Sovétmenn og Danir og
Ungverjar leika um sjöunda
sætið.
Leikur gærdagsins var tvimæla-
laust viðureign A-Þýzkalands og
Júgóslaviu. Sá leikur fór fram i
Berlín og verður honum bezt lýst
með einu orði; stórkostlegt! Bæði
liðin léku handknattleik eins og
maður getur ímyndað sér að hann
geti beztur orðið, en heimamenn
voru þó öllu betri og sigruðu verð-
skuldað 19—17. eftir að staðan í
NU um helgina fást úrslit í þriðju
deildar keppni íslandsmótsins í
handknattleik. Leiknir verða
tveir leikir, sem báðir fara fram í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Það
eru lið Stjörnunnar íGarðahreppi
og Þróttar frá Neskaupstað, sem
keppa til úrslita. Stjarnan sigraði
í Suðurlandsriðlinum, en Þróttur
sigraði i Austfjarðariðlinum.
hálfleik hafði verið 10—8, AÞjóð-
verj um í vi 1.
Jafnt var á öllum tölum fyrri
hálfleiksins upp í 6—6, en þá
náðu Austur-Þjóðverjarnir
fjögurra marka forystu með
glæsilegum leik sinum. Siðustu
orðin í hálfleiknum
voru hins vegar júgó-
slavnesk, þannig að munurinn var
aðeins 2 mörk i hléi. í byrjun
seinni hálfleiks tókst Júgóslövum
strax að jafna 10—10, og aftur var
jafnt á öllum tölum upp í 1—15.
Þá voru 10 mínútur til leiksloka
og á þessum lokamónútum sigu
Þjóðverjarnir fram úr og sigruðu
verðskuldað, sem fyrr segir.
Þjóðverjinn Lakenmacher var
tvimælalaust bezti maður
vallarins. Lykilmaður í sókn og
vörn liðs sins, ekki hávaxinn leik-
maður, en geysilega sterkur og
útsjónarsamur. Skoraði hann 5
mörk af línu eftir skemmtilegar
“blokkeringar“. Annars er aðal-
styrkleiki þýzka liðsins fólginn i
samstillingu þess. Þar er valinn
maður í hverju rúmi, en auk
Lakenmacher mætti þó nefna þá
Ganscovh, Rost, Böhme og Voigt
Fyrri úrslitaleikurinn fer fram
f kvöld og hefst kl. 20.30, en
seinni leikurinn verður leikinn á
sunnudaginn og hefst kl. 13.00.
Sem kunnugt er lék Stjarnan i
2. deild i fyrra og hafa leikmenn
liðsins örugglega fullan hug á að
endurheimta það sæti, en Þróttar-
ar gera örugglega sitt til að það
takistekki átakalaust.
markvörð — allir eru þeir frá-
bærir leikmenn.
Mennirnir bak við allt í júgó-
slavneska liðinu eru „gömlu"
mennirnir Horvant og Lavrenick,
en einnig er lagt mikið upp úr
vinnu hins þrekvaxna Popovic, og
hann "blokkerar" óspart fyrir
skytturnar.
Mörk A-Þýzkalands í þessum
leik skoruðu: Lakenmacher 5,
Ganscovh 5, Böhme 3, Kahlit 3,
Engel 2, Rost 2 og Schmidt 1.
Mörk Júgóslaviu skoruðu:
Lavrenick 5, Horvant 4, Miljak 3,
Popovich 3, Lazarevic 1, Pokrajac
1.
Sænskir dómarar dæmdu leik-
inn og fór ekki hjá þ'vi að manni
fyndist þeir eilítið vilhallir Þjóð-
verjunum. Ánnars var þetta mjög
erfiður leikur til að dæma. Eftir
leikinn var gífurleg stemmning í
íþróttahöllinni og fögnuðu áhorf-
endur sínum mönnum óspart.
Tékkóslóvakía — R úmenía
13—20 (6—11)
Heimsmeistarar Rúmeníu sönn-
uðu í þessum leik, að þeir eru
komnir til þessarar keppni með
það eitt i huga að verja titil sinn
og vissulega hefur lið þeirra alla
burði til þess. Varnarleikur
Rúmenana er stórkostlegur, sér-
staklega meðan liðið er að ná
afgerandi forystu. Rúmenarnir
tóku fljötlega forystu í leiknum,
en eftir að sigurinn var tryggður
hægðu þeir ferðina, sem í fyrri
leikjum sínum. Markhæstur i liði
Rúmeníu var Birtalan sem
skoraði 8 mörk, en Mikes skoraði
flest mörk Tékkanna 3 talsins.
Danmörk — Pólland 9:14 (5:6)
Til að byrja með var þessi leik-
ur nokkuð jafn. Danir reyndu að
halda knettinum að mætti, og
tókst það bærilega i fyrri hálf-
leiknum. 1 seinni hálfleik náðu
Pólverjarnir betur að trufla spil
þeirra og varþá ekki að sökum að
spyrja. Markhæstir Dananna voru
þeir Nielsen, Larsen og Frandsen
sem skoruðu 2 mörk hver, en hjá
Pólverjum voru þeir Laech og
Gmyrek markhæstir, báðir skor-
uðu 3mórk.
Sovétrfkin — Ungverjaland
17:15 (8:7)
Þarna var um mjög jafna viður-
eign að ræða, en leikurinn var þó
nokkuð þunglamalegur og lítil
stemmning yfir honum. Mark-
hæstir Sovétmannanna voru þeir
Makismov með 5 mörk, Klimov
með 3 og Machorin með 3, en
markhæstir Ungverjanna voru
Buday, Kovas ogHunyadkuri sem
skoruðu 3 mörk hver.
9.—12. sætið
Tveir leikir fóru fram i keppn-
inni um 9.—12. sætið. Þar sigraði
V-Þýzkaland Japan 30:24 (15:12).
Markhæstur Þjóðverjanna var
Vestebbe sem skoraði 9 mörk og
Dechard sem skoraði 7. Mark-
hæsti Japaninn var Fu.jinska með
11 mörk en næstur var Sadoh með
7 mörk. Þá sigruðu Sviar —
Búlgari með 21:19 (12:8). Mark-
hæstir Svianna í leiknum voru
þeir Bo Anderson með 5 mörk,
Björn Anderson með 4 mörk og
Hanson með 4 mörk, en mark-
hæstir Búlgaranna voru þeir
Aladschew með 7 mörk og Nat-
schew með 5 mörk.
Markhæstir
Eftir leikina í gær voru eftir-
Framhald á bls. 22.
Stjarnan—Þróttur NK
leika um 2. deildar sætið
TWEED—BUXUR,
GRÓFRIFFLAÐAR
FLAUELISBUXUR,
HERRALEÐU RJAKKAR
FROTTÉ—
BOLIR í GLÆSILEGU
ÚRVALI,
SÍÐ PILS OG TOPPAR
ÚR „FIN-FLAUELI"
„NÝ SENDING
AFKVENSKÓM"
ð^yinn
J^i^tálinn
Bergstaóastræti 4a Sími 14350