Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 3 Þorgerður Ingólfsdóttir stjórn- andi kórsins. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð lagði í morg- un upp í söngför til Norðurlands þar sem hann mun syngja við ýmis tækifæri næstu þrjá dagana. Á þessu skólaári er kórinn skipaður 35 stúlkum og 22 piltum á aldrinum 16—20 ára. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir en hún hefur haft stjórn hans með höndum frá því hann hóf starfsemi sína haustið 1967. Á efnisskrá kórsins í norðurferðinni eru m.a. verk eftir J.S. Bach, Hándel, H.L. Hassler, Carl Orff, Björg- vin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Þórarinsson og Sigfús Einarsson, auk negra- sálma og þjóðlaga bæði innlendra og erlendra. í dag mun kórinn syngja í Menntaskólanum á Akureyri og Gagnfræðaskóla Akureyrar og í kvöld kemur hann fram á kvöldvöku í Menntaskólanum. Hamrahlfðarkórinn á æfingu. (Ljósm. Mbl. Sv.Þ.) Hamrahlíðarkórinn leggur land undir fót Á morgun, laugardag heldur kórinn almenna tónleika i Bæjarbíói á Akureyri og á sunnudag er förinni heitið til Húsavfkur þar sem kórinn mun koma fram í kirkjunni þar. Norðurför kórsins lýkur svo á sunnudagskvöldið með tón- leikum að Skjóibrekku í Mý- vatnssveit. Kór Menntaskólans við Hamrahlið hefur víða komið við á sjö ára ferli sínum og hlotið ýmsar viðurkenningar innanlands sem utan. Sumarið 1971 tók kórinn m.a. þátt i al- þjóðlegu tónlistarmóti í Wales, þar sem hann vakti mikla at- hygli og hlaut góða dóma. Þá tók kórinn þátt i norrænni æskukórakeppni, sem haldin var í Noregi i marz 1973 og varð kórinn þar í öðru sæti, sem er mjög góður árangur. I ár tekur kórinn þátt í keppni, sem hald- in er á vegum evrópskra út- varpsstöðva i BBC, en úrslit i þeirri keppni verða ekki kunn fyrr en i haust. TVær stúlkur í framboði til inspector scolae í MR Nú í vikunni héldu nemendur fimmta bekkj- ar Menntaskólans í Reykjavík með sér fund þar sem valdir voru tveir frambjóðendur til ins- pector scolae fyrir næsta skólaár. Kosningin fer fram f íþöku í dag. í henni taka allir nemendur skólans þátt, þótt þriðjubekking- ar séu að vísu ekki nema Sigrún Pálsdóttir hálfdrættingar á við aðra nemendur og atkvæði þeirra þannig léttvægari fundin en annarra. Val frambjóðenda fer þannig fram, að fyrst er óbundin, leynileg kosn- ing og síðan er kosið á milli þeirra, sem flest at- kvæði fá. Þegar leið að lokum kosninganna á fimmtabekkjarfundinum SIGRÚN PÁLSDÖTTIR er í 5- X, eðlisfræðideild. — Hver er ástæðan fyrir þvf, að þú gefur kost á þér til emb- ættisins.Sigrún? — Ég hef mikinn áhuga á félagsmálum og langar til að vinna að því, að félagsstarf innan skólans glæðist, en það hefur verið með daufara móti undanfarið. Ég tel, að félags- starf sé nemendum nauðsyn- legt — þannig hlýtur að fást ómetanleg reynsla og undir- búningur, auk þess sem maður kynnist óhjákvæmilega mörgu og skemmtilegu fólki sem in- spector scolae. — Hver eru helztu baráttu- mál þín f sambandi við þessa kosningu? drógu fjórir piltar sig til baka, þannig að ljóst varð, að tvær stúlkur yrðu í framboði. Þar sem það hefur ekki gerzt áð- ur, að stúlkur hafi verið í framboði til þessarar æðstu virðingarstöðu innan skólans, þótti okk- ur tilhlíðilegt að snúa okkur til frambjóðend- anna og eiga við þá stutt spjall. — Nemendur í MR eiga sér sígilt baráttumál þar sem eru húsnæðismálin. Þessi mál eru i miklum ólestri og nauðsynlegt að úr þeim rætist. Þegar það hefur orðið held ég líka, að félagslifið innan skólans hlyti verða meira og betra en nú er. — Hver er afstaða þín til LÍM? — Ég tel, að það geti vel komið til greina að taka upp samvinnu við LÍM aftur, ef sambandið fer að starfa á öðr- um grundvelli en það hefur gert. Sambandið getur verið geysiöflugur aðili ef því er rétt beitt, en eins og er, er ekki grundvöllur fyrir þvi, að það komi að því gagni, sem æskilegt er. Ásta Svavarsdóttir ÁSTA SVAVARSDÖTTIR er nemandi í 5-B, fornmáladeild. — Ásta, líturðu á þetta fram- boð tveggja stúlkna sem spor i rétta átt í jafnréttisbaráttu kynjanna. — Já, jafnvel, en ég tel þó meira um vert, að til starfans veljist hæfur einstaklingur, hvors kyns sem hann er. — Hverju munt þú helzt beita þér fyrir ef þú nærð kosn- ingu? — í húsnæðismálum skólans ríkir mikið ófremdarástand og háir það mjög öllu félagsstarfi innan skólans. Inspector scolae hefur forystu í félagsstarfinu, þannig að óhjákvæmilega mun starfið verða i því fólgið að vinna að úrbótum i húsnæðis- málunum. Félagslíf innan skól- ans hefur verið heldur dauft upp á síðkastið, og hafa jafnvel verið uppi raddir um það, að leggja það niður með öllu. Ég tel nauðsynlegt að halda uppi félagslífi og mun fyrst og fremst beita mér fyrir því að halda lífi í því starfi, sem nú fer fram innan skólans. — Nú sagði MR sig úr lögum við LÍM (Landssamband ísl, menntaskólanema) í vetur. Telur þú æskilegt, að skólafé- lagið taki upp samvinnu við sámtökin á ný? — Já, en aðeins ef LÍM tekur upp nýja starfshætti og fer að starfa sem hagsmunasamtök nemenda en ekki sem einhvers konar pólitískur samnefnari menntaskólanema í landinu. Samband ísl. sveitarfélaga: 225 orð í sam- keppni um samheiti STJÓRN Sambands fslenzkra sveitarfélaga ákvað á fundi hinn 21. nóvember 1973 að efna til samkeppni um nýtt orð um sveitarfélag, sem verið gæti sam- heiti fyrir kaupstaði og hreppa, og var samkeppnin auglýst i blöð- um litlu síðar. Stjórnin skipaði dómnefnd, en í henni hlutu sæti: Hallgrímur Dalberg, ráðuneytis- stjóri, Jakob Benediktsson, orða- bókarstjóri, og Páll Líndal, for- maður sambandsins. Hugmynd- um skyldi skilað fyrir 1. febrúar 1974. Nefndinni bárust á annað hundrað bréf með tillögum um 225 orð. Nefndin fór yfir allar tillögurn- ar og komst að þeirri niðurstöðu, að enda þótt ýmis orð væru f sjálfu sér nothæf, væru þau yfir- leitt ýmsum annmörkum háð, einkum þeim, að þau væru þegar notuð í öðrum merkingum. Nefndin var sammála um, að eina orðið, sem komið gæti til álita, væri byggð, en um það höfðu komið 10 tillögur. Samkvæmt auglýsingunni ákvað nefndin að draga skyldi um verðlaunin með- al þeirra, sem sent höfðu tillögur um orðið byggð. Verðlaunin hlaut Lárus Salómonsson. Nefndin leggur til, að tillögurn- ar verði birtar. Tillögur um heiti á sveitarfé- lögum. Tölur í svigum merkja bréf með fleiri en einni tillögu. Ábúð, íbúðarfélag. ábýggS (29) Amt 4+(3) = 5 An (17) Blenda Ból Bólstöð,-tengsl.-vangur,-ver (27) Breið (29) Búdeild, -hei Id (10) Búgerði,-stöð, tengsl, -vangur,-ver (27) Búlag 1 + (10. 28) = 3 Býfólag (7) Byggð 6 + (7, 14 19, 28) = 10 Byggðada*mi (2) Byggðafeömi, -heild. -hverf i, -kjarni (15) Byggðakjör 1 + (2) = 2 Byggðafélag Byggðarlag 1 + (7. 28) = 3 Byggðaumdæmi (15) Byggðavangur (27) Byggðaver 1 + (2) = 2 Bygg ivangur (27) Byggvi (29) Býheild (23) Býld (10) Býr Bælag Badand I)amt (17) Deil (13) Deild (14) Dæmi (lýðdæmi) Eind 2 + (13) = 3 Eining (14. 19, 28) = 3 Einþing Eeðmi (12) Feðmisheildi, -kjarni, -þyrpi (15) Félag (28) Fjölból, -bú -byggð, -byrgi, -gerði, -teigur, -vangur, -ver (27) Fjölbúð (23) Fjölbyggð (22) Ejöleind (13) Fjölfélag Ejölttni (24) Fólklag Fylki 7 + (3.4, 7,9, 11, 19,26) = 14 Fy lkislag (7) Gildi 1 + (29) =2 Gjör Glenda Greip (12) Grenni Grúp Há 2+ (7.25,28) =5 Heild Henni (3) Hjari Hóp 2 Höpfélag Hreppsból, -bú -byrgi, -gerði, -vangur (27) Hrepps- (hreppa-) dæmi (2) Hreppshá (25) Hreppsvé Hrepps-( hreppa-) ver (2) Hverf i2 Hvirfi (21) Hyggð Ka Ifa Kálkur Kaupbær (3) Kaupbyggð (1) Kaupdæmi (26) Kaupfylki (11) Kaupgarður, -gerði, -vangur, -ver (27) Kauphérað(1) Kaupholt,-rein, -sókn (11) Kaupsveit (3) Kjami (5) Kjörfélag Kjörvist (2) Kommúna (18) Kyri Láð (5) Lag (28) Landver (4) Leifð (29) Lén 3 + (3. 7, 14) = 6 Lenda 1 + (14) =2 Lendi(12) Lenni Lif (29) Lýðráð Lög (7) Lögmark Lögorð Maffa Magn (13) Manntún (24) Men Múna Mund (12) Mæli Mörk Ot (17) Ráðfélag (16) Ranndæmi (2) Ræði (21) Safn (13) Safnfélag (16) Samból (27) Samhú (27. 28) = 2 Sambyggð 7 + (6. 21, 22. 23, 27, 28) = 13 Samhyggi (15) Sambýli3 + (27) =4 Sambyrgi (27) Sambær Sameind Samfélag 2 + (16) =3 Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.