Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 . ® 22-0*22- RAUDARÁRSTÍG 31 V______—--------</ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel. 14444 • 25555 BfLALEIGA CAR RENTAL <g BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL «24460 í HVERJUM BÍL PIO NEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI FERDABÍLAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G. S. station. Fimm manna Citroen G.S 8—22 manna Wercedes Benz hópferðabílar (m bilstjór- um). Bílaleiga CAR BENTAL Sendum C# 41660 - 42902 SKODA EYÐIR MINNA. Shodh LBGAK AUÐBREKKU 44-46. 1 STAKSTEINAR Óframbærilegar röksemdir Að undanförnu hafa orðið um það miklar umræður, hvort ríkisstjórnin hafi starfhæfan meirihluta á Alþingi og hvort henni beri að segja af sér. Að sjálfsögðu er Ijóst, að ekki er um starfhæfan meirihluta að ræða, þar sem stjórnarand- staðan ræður yfir jafn mörgum atkvæðum í neðri deild þings- ins og rfkisstjórnin og getur því fellt mál hennar þar. En stjórnarsinnum þykir vænt um sína ríkisstjórn og því reyna þeir að finna rök fyrir áfram- haldandi setu hennar, þrátt fyrir að þeim sé fyllilega ljóst, að hún hefur ekki þann styrk, sem þarf til að fást við að- steðjandi vandamál. Þeir höfða til réttlætissjónarmiða og segja, að ríkisstjórnin hafi stuðning 31 þingmanns gegn 29 og eigi þvf rétt á að sitja áfram. Það hljóti að vera lýðræðislegt réttlæti, að meirihlutinn fái að ráða og það eru meira að segja uppi ásakanir á stjórnarand- stöðuna fyrir að greiða atkvæði gegn rfkisstjórninni. Með þvf sé hún að koma f veg fyrir, að meirihlutinn fái að ráða. Röksemdir sem þessar eru að sjálfsögðu algerlega út í hött. 1 stjórnarskrá okkar er svo fyrir mælt, að þingið skuli starfa f tveimur þingdeildum og þess vegna þarf rfkisstjórn aukinn meirihluta til að geta stjórnað. Eftir gildandi reglum hlýtur að verða að fara. Ekki þýðir að lýsa skoðunum sfnum á þvf, hvernig reglurnar ættu að vera og haga sér svo í samræmi við það. Það hefur t.d. komið fyrir hér á landi, að Framsóknar- fiokkurinn hefur haft hreinan meirihluta á þingi, þó að mikill minnihluti kjósenda hafi greitt honum atkvæði. Þá var það óréttlát kjördæmaskipun, sem olli þessu. Þó að aðrir flokkar berðust fyrir því að fá leiðrétt- ingu á kjördæmaskipaninni, datt þeim ekki f hug að and- mæla þvf, að Framsóknarflokk- urinn hefði fullan rétt til þess að mynda ríkisstjórn. Menn verða að gera greinarmun á gildandi reglum annars vegar og óskum sfnum um, hvernig reglurnar eiga að vera hins vegar. Rök með og á móti Núna eru uppi umræður, hvort breyta eigi starfsháttum Alþingis á þann veg, að þingið starfi f einni málsstofu. Er þetta ein af þeim tillögum, sem stjórnarskrárnefndin hefur til meðferðar, svo vera má, að breyting í þessa átt sé ekki langt undan. Hinu skulu menn ekki gleyma, að margvfsleg rök eru fyrir því, að þingið starfi í tveimur dcildum. Er þar fyrst og fremst um að ræða að tals- verð trygging er fyrir að mál fái vandlega meðferð á þing- inu, þegar þau þurfa að fara f gegnum jafn margar umræður og nú er. Og það er alveg tvf- mælalaust nauðsynlegt, að allt sé gert, sem unnt er til að vanda löggjafarstarfsemina. A það kannski ekki sízt við í dag, þegar mál gerast flóknari en áður var, og mjög tfðkast, að sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum hafi samið viðamikil frumvörp og búið þau f hendur þingsins. Það er nauðsynlegt fyrir þingmenn að hafa alla möguleika á að kynna sér mál- in vel og átta sig á öllum hlið- um þeirra. A hinn bóginn eru svo þau rök, að nauðsynlegt sé að gera meðferð mála í þinginu léttari og einfaldari. Einnig er á það bent, að flokkaskipan hér á landi sé með þeim hætti, að erfitt kunni að reynast að mynda rfkisstjórnir, ef tilskil- inn er aukinn meirihluti. Flokkar séu það margir og mikil dreifing atkvæða, að oft geti komið upp sú staða, að meirihluta sé hægt að mynda með 31 þingmanni en ekki 32. Bæði sjónarmiðin hafa mikið til síns máls og er nauðsynlegt að fjalla ítarlega um þetta mál á opinberum vettvangi á næst- unni til að séð verði, hvaða skipan menn geti komið sér saman um. ® spurt og svarad 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS1 Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins. □ SKIPULAG MIKLATtJNS OG UMGENGNI í ALMENNINGS- GÖRÐUM Agústa Sigurjónsdóttir, Flókagötu 43, spyr: Hvaö á að verða á auðum svæðum á Miklatúni? Hvenær verður túnið fullfrágengið? Hvaða reglur gilda um um- gengni í almenningsgörðum? Hafliði Jónsson, Garðyrkju- stjóri, svarar: Búið er að undirbyggja svæði undir gæzluleikvöll, umferðar- leikvöll, almennt leiksvæði og verið er að undirbyggja svæði undir knattspyrnuvöll. Sfðan á eftir að ganga frá þessum svæð- um. Hins vegar á eftir að móta svæði fyrir blindragarð, tjörn, útileiksvið, athafnasvæði garð- yrkjunnar og fjöldamargt annað, en þó verður ekki um að ræða neitt verulegt urnrót héðan f frá. Búið er að gera heildarskipulag fyrir garðinn, en mjög mörg handtök eru óunnin á Miklatúni, m.a. í gróðurlandi og á bílastæðum. Erfitt er að svara hvenær garðurinn verður endanlega búinn og raunar má segja, að aldrei sé endanlega lokið vinnu við garða sem þennan. Alltaf er verið að móta þá. Það eru engar sérstakar regl- ur til um umgengni í almenn- ingsgörðum aðrar en þær, sem gilda um umgengni á almanna- færi — þ.e. að sýna bara mannasiði. □ TAUGAVEIKI- BRÖÐIR A HRAFNISTU? Þorsteinn Veturliðason, Stóragerði 24, spyr: Nú er haft fyrir satt, að fyrr í vetur hafi taugaveikibróður orðið vart á Hrafnistu, en ekki er kunnugt um, að gripið hafi verið til sérstakra varúðarráð- stafana. Þó var sannað, að í tveimur tilvikum leiddi sjúk- dómurinn til dauða. Hvaða af- skipti höfðu heilbrigðisyfirvöld og borgarlæknir af málinu? Geta borgarbúar átt það á hættu, að í slíkum tilvikum verði framvegis reynt að þegja málið í hel í stað aðgerða? Jón Sigurðsson borgarlæknir svarar: Ekkert slíkt sjúkdómstilvik hefur komið upp á Hrafnistu í vetur og enginn látizt þar af þessum eða skyldum sjúkdóm- um. Þegar hættulegir, sóttnæmir sjúkdómar koma fyrir, hvort sem er á sjúkrastofnunum eða utan þeirra, gera læknar tafar- laust þær ráðstafanir, sem ber að gera, og hafa þeir um það samráð við borgarlækni hverju sinni. □ FORÞJÖPPUN- ARBONAÐUR STRÆTISVAGNA Hörður Bergsteinsson, Yzta- bæ 20, spyr: 1. Er það rétt til getið, að strætisvagninn R-14146 sé með forþjöppunarbúnaði? 2. Er hann ódýrari í rekstri vegna forþjöppunnar? 3. Ef svo er, hvers vegna fá Strætisvagnar Reykjavíkur sér ekki fleiri slíka vagna? Haraldur Þórðarson hjá Strætisvögnum Reykjavikur svarar: 1. Já, það er rétt. Hann var keyptur fyrir sjö árum og kom í gagnið við gildistöku hægri um- ferðarinnar. Var hann sá eini af 29 vögnum af þeirri gerð, sem S.V.R. keyptu, sem var með þessum búnaði. Þá var þetta nýtt, en SVR vildu ekki taka þá áhættu að fá fleiri vagna með þessum búnaði. 2. Vagnar með þessum búnaði eru ekki ódýrari í rekstri en aðrir vagnar, því að hann kostar visst í upphafi og einnig aukið viðhald. En hann eykur afköst vélarinnar, hún vinnur betur og vagnarnir eru viðbragðsfljótari. 3. SVR hefur síðar fengið vagna af nýrri gerð frá Volvo og eru alls 10 af þeim með þessum nýja búnaði. Fimm koma siðar á þessu ári, þannig að alls verða 16 vagnar með þessum búnaði. KVENNASÝNING í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Næstkomandi fimmtudag hefst leiksýning, er nefnist „Ertu nú ánægð, kerling" á kjallara-sviði Þjóðleikshússins. Segja má að þetta sé að vissu leyti kabarett- sýning i léttum stil, það er að segja leikþættir og söngvar. Eru þeir að mestu sænsk-ættaðir, en Þrándur Thoroddsen hefur „stolið, staðfært, þýtt og að einhverju leyti frumsamið", eins og hann kemst sjálfur að orði. Einn leik- þátturinn er þó alíslenzkur. „Frið- sæl veröld", eftir Svövu Jakobs- dóttur. Hann er sérstaklega sam- inn fyrir þessa sýningu. Leikendur eru allt konur, alls 17, en leikstjóri er Bríet Héðins- dóttir. Leikmynd gerði Birgir Engilberts, en Carl Billich útsetti tónlistina auk Rósu Ingólfsdóttur, sem einnig leikur á gítar og syng- ur á sýningunni. Yngsti þátttak- andinn er Dóra Sigurðardóttir, 1 5 ára skólastúlka úr Garðahreppi, en sá elzti er Nína Sveinsdóttir, sem verður 75 á>a í næsta mán- uði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.