Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. Áskriftargjald 420,00 kr á mánuði innanlands. f lausasölu 25,00 kr. eintakið. ÓSTARFHÆF STJORN Of litlar umbætur Enda þótt Alþýðu- flokkurinn gengi til liðs við ríkisstjórnina og hjálpaði henni að koma í gegnum þingið lögunum um skattkerfisbreytingu er augljóst, að ríkisstjórnin hefur ekki starfhæfan meirihluta á Alþingi. Fram að þessu hafa stjórnarand- stæðingar í neðri deild ver- ið taldir 20, en stuðnings- rnenn ríkisstjórnarinnar jafn margir, þannig að unnt væri að fella öll mál fyrir ríkisstjórninni. Nú hefur hins vegar brugðið svo við, að enn einn þing- maður úr stjórnarliðinu hefur ýmist greitt atkvæði með stjórnarandstöðunni eða setið hjá við atkvæða- greiðslur. Við fyrri af- greiðslu frumvarpsins um skattkerfisbreytingu hélt Björn Pálsson þingmað- ur Framsóknarflokksins ræðu, þar sem hann sagði m.a., að sum ákvæði frum- varpsins væru tóm enda- leysa og bætti við: „Það var þess vegna, sem ég vildi ekki vera hér í kvöld. Mér er óskaplega nauðugt að vera með vit- leysum. Þetta er allt satt, sem ég hef sagt, og hafið betta fyrir, að láta mig ekki í friði.’1 Þingmaðurinn hafði ekki hugsað sér að mæta á þess- um fundi, en ef hann hefði verið fjarstaddur, hefðu allar breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins verið samþykktar og frumvarp- inu gjörbreytt. Hins vegar neyddi fjármálaráðherra hann til að mæta til fund- ar, og þannig var frum- varpið marið í gegnum deildina, en þó með tals- verðum breytingum. Við lokaafgreiðslu máls- ins í fyrradag sat Björn Pálsson hjá við atkvæða- greiðslu, þannig að frum- varpið hefði fallið með 20 atkvæðum gegn 19, ef Al- þýðuflokkurinn hefði ekki gengið til liðs við ríkis- stjórnina. Af þessu er ljóst, að ríkisstjónin getur ekki einu sinni treyst á jafn mörg atkvæði í neðri deild og stjórnarandstaðan hef- ur. Hún á það á hættu að stjórnarandstaðan geti komið sínum málum f gegn, en ríkisstjórnin ekki. Við slíkar aðstæður er auðvitað alveg ljóst, að þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf. Hún getur ekki tekist á við þann mikla vanda, sem framundan er í efnahagsmálum. Þess vegna mun óðaverðbólga flæða yfir landslýðinn með sívaxandi hraða, og er þó ekki á bætandi, þegar at- vinnuvegirnir eru að kom- ast í þrot og frystihúsin hafa t.d. séð sig knúin til að hætta við, eða a.m.k. að draga verulega úr fryst- ingu á blokk fyrir Banda- ríkjamarkað. En ráðherrarnir neita að horfast í augu við stað- reyndir og ætla sér að sitja á meðan sætt er. Við umræðurnar um skattkerfisbreyting- una í neðri deild Alþingis flutti Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins ræðu og sagði m.a.: „Það er stefna Sjálfstæð- isflokksins, að almennar launatekjur landsmanna skuli skattfrjálsar og að tekjuskatti sé að öðru leyti stillt svo í hóf, að hann dragi ekki úr framtaki og vinnulöngun. Þessi stefna er mótuð í þvf frumvarpi um stór- fellda lækkun tekjuskatts, sem sjálfstæðismenn hafa flutt á þessu þingi. Núverandi stjórnar- flokkar hafa gengið í þver- öfuga átt við þessa stefnu. Vorið 1972 fengu þeir lög- festar skattabreytingar, sem lögðu stórauknar byrð- ar á allan almenning. Þessi skattalög vinstri stjórnar- innar hafa vakið svo magn- aða andúðaröldu, að stjórn- inni er ekki stætt lengur á skattpíningarstefnunni. Barátta stjórnarandstöð- unnar, almenningsálitið og nú síðast þrýstingur frá samtökum launþega hafa knúið stjórnarflokkana til undanhalds. Ber að þakka þá viðleitni verkalýðssam- takanna að fá leiðréttingu á hinum ranglátu skatta- lögum, þótt hún hafi vegna framkomu stjórnarinnar ekki borið þann ávöxt, sem við teljum æskilegan. Stjórnarumbætur á tekjuskattslögunum. Skatt- prósentur eru of háar, bilin milli þeirra, skattþrepin, of þröng, skattstiginn rís of ört. Þessir alvarlegu ann- markar munu valda því, að fjöldi manna með meðal- tekjur mun lenda í há- marksskatti. Auk þess eru ákvæði frumvarpsins um svokallað skattaafsláttarkerfi gölluð og að sumu leyti ranglát." Sjálfstæðisflokkurinn gerði margítrekaðar til- raunir til að fá fram nauð- synlegar breytingar á þessu frumvarpi, en ríkis- stjórnin hafnaði öllum til- lögum hans. Þess vegna hlaut flokkurinn að greiða atkvæði gegn frumvarpinu í heild, enda var ljóst, að ríkisstjórnin mundi taka upp samninga við stjórnar- andstöðuna strax þegar frumvarpið væri fallið, annarra kosta átti hún ekki völ. Þá hefði verið lögð áherzla á léttbærari skatta og sparnað í rfkisrekstrin- um. En því miður tókst ekki að knýja þetta fram, vegna þess að Alþýðu- flokksþingmenn gengu til liðs við ríkisstjórnina og bera því ábyrð á því, að skattar verða nú þungbær- ari en þurft hefði að vera, bæði söluskatturinn og tekjuskattar. Undarlegt vopnahlé 1 Víetnam STRÍÐIÐ í Víetnam heldur áfram þrátt fyrir yfirlýst vopna- hlé. Fyrstu tólf mánuðu vopnahlésins var tilkynnt um 335.000 vopnahlésbrot, 60.000 féllu í bardögum, álíka margir særðust og 80.000 nýir flóttamenn voru skráðir. Þúsund falla í hverri \iku: Stríð heldur áfram Ástæðan til þess að stríðið heldur áfram er sú að friðarsamningarnir eru óljóst orðaðir og framkvæmd þeirra byggist á velvilja, sem er af skornum skammti eftir stríð sem hefur staðið i aldarfjórðung Alþjóðaeftirlitsnefndin, ICCS, er máttlaus vegna innbyrðis ágrein- ings. Sama máli gegnir með her- málanefndina, sem er skipuð fulltrú- um Viet Cong og stjórnarinnár í Saigon. Verkefni hernefndarinnar er að ákveða mörkin milli yfirráðasvæða Saigon-stjórnarinnar og Viet Cong. Þessi mörk eru breytileg og á báð- um svæðunum eru einangraðir andspyrnuhópar. Þess vegna hefur það verið mikil freisting að hagræða þessum mörkum. Það hefur verið stefna Þjóðfrelsis- fylkingar Viet Cong og stjórnarinnar í Hanoi að stofna þriðja Vietnamrikið svokrllaða og steypa þannig saman í eina heild öllum þeim svæðum sem hafa verið á þeirra valdi og setja svæðið allt undir stjórn svokallaðrar bráðabirgðabyltingarstjórnar, PPR Þetta hefur haft hernaðaraðgerðir i för með sér i fjallahéruðunum með- fram landamærum Laos og Kambódiu. IVIörg útvirki Saigon- stjórnarinnar hafa verið tekin í þess- um aðgerðum. Þá hefur ekki verið lögð minni áherzla á að leggja steinsteyptan veg frá vopnlausa svæðinu á landamær- um Norður- og Suður-Víetnam suð- ur á bóginn eftir öllu yfirráðasvæði Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Vegurinn endar 1 80 km frá Saigon og þar eru nú fimm herfylki við því búin að ráðast á höfuðborgina með stuðn- ingi 300 skriðdreka. Áður voru Norður-Víetnamar um fjóra mánuði að fara eftir Ho Chi Minh-slóðanum um Laosog Kambó- díu til óshólmasvæðis Mekongfljóts suður af Saigon. Nú tekur ferðin nokkra daga. Nýlega hafa verið gerðir tólf flug- vellir. Á þeim geta lent herþotur af gerðinni MIG-21 og þar eru til varn- ar loftvarnaeldflaugar af gerðinni SAM-2. Nguyen Van Thieu, forseti Suður- Víetnams, hefur fyrir sitt leyti haft að engu ákvæði Parísarsamninganna um myndun svokallaðs Þjóðarsátta- ráðs skipað fulltrúum Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar, Saigon-stjórnarinnar og hlutleysissinna. í þess stað hefur hann treyst eigin völd og reynt að uppræta einangraða hópa Viet Cong-hermanna á Mekongóshólma- svæðinu með efnahagslegum refsi- aðgerðum, hótunum og hervaldi. Suður-vletnamski flugherinn hef- ur haldið uppi allt að hundrað árás- um á dag gegn „liðssafnaði og að- flutningsleiðum" að sögn Thieus. Gert er ráð fyrir því að Hanoistjórn- in hafi sent 70 000 menn til Suður- Víetnams síðan friðarsamningarnir voru gerðir. Hanoi-stjórnin heldur því fram fyrir sitt leyti að Bandaríkja- menn hafi ekki kallað alla hermenn sína heim og skilið eftir nokkra borg- aralega „ráðunauta". Alls munu vera um 170.000 Norður-Víetnamar og um 80 000 Viet Cong-hermenn sunnan vopn- lausa svæðisins. Fræðilega séð ætti Saigon-stjórnin að hafa yfirburði þar sem her hennar er skipaður 1.1 milljón manna. En ýmislegt annað kemur til greina. Striðsþreyta veldur þvi að allt að 12.000 hermenn svíkjast undan merkjum i hverjum mánuði. Agi og dugnaður hermanna Saigonstjórnar innar er miklu minni en hermanna andstæðinganna. Þvi trúa fáir að Thieu gæti sigrað ávigvellinum þó að ósigur virðist raunar einnig ósennilegur i fyrirsjáanlegri framtið. Framtiðin er dimm frá sjónarhóli Thieus og stjórnar hans. Varnirnar gleypa 60% af ríkisútgjöldunum og eru geysileg byrði landi þar sem viðreisn er brýn nauðsyn eftir ára- tuga mannskæða styrjöld. Vopnahléð hefur reynzt blekking, Vonirnar um að friður leiddi til bjart- ari tima hafa verið blekking. Hjá Suður-Víetnömum hefur ekkert breytzt Síðan bandaríska herliðið var flutt burt hefurerlendurfjármagnsstraum ur nánast stöðvazt Bandarlsku her- mennirnir eyddu milli 400 og 500 milljónum dollara á ári í Suður-Víet nam og eyðsla þeirra var einn helzti hornsteinn efnahagslifsins. Nú hefur verð á lifsnauðsynjum hækkað upp úr öllu valdi Verð á hrisgrjónum hefur til dæmis þrefald- azt á einu ári. Framfærslukostnaður- inn jókst I fyrra um 50% og fella varð gengi pjastrans niu sinnum. Margir misstu atvinnuna þegar Bandarikjamenn fluttu burtu herlið sitt og þar á ofan bætist það vanda- mál við að útvega vinnu handa fimm milljónum flóttamanna sem hafa verið skráðir siðan 1 964. Suður-Vietnamar eru nú algerlega háðir erlendri aðstoð. f fyrra fékk Saigon-stjórnin 504 milljónir doll- ara frá Bandaríkjunum og i ár er gert ráð fyrir því að hún fái 500 milljónir dollara. Hækkandi framfærslukostnaður getur orðið banabiti Saigonstjórnar- innar Óánægjan er mikil og litið mark er tekið á andstæðingum stjórnarinnar. Fyrr eða siðar getur þolinmæði almennings brostið og þá yrði sprenging. Farið getur svo að Thieu verði látinn svara til saka fyrir að fylgja stefnu sem færði ekki frið, sem striðshrjáð þjóð þráði framar öllu, heldur falsfrið. ( stað þess að stuðla að þjóðarsáttum hefur Thieu nær eingöngu hugsað um að treysta valdaaðstöðu sína. Þannig hefur Thieu fengið þjóð- þingið, þar sem stuðningsmenn hans hafa tögl og hagldir, til þess að veita sér umboð til að gefa kost á sér til endurkjörs 1975. Þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkjamönnum hik- ar hann við að taka fulltrúa stjórnar- andstöðunnar i stjórnina. Parfsarsamningarnir höfðu þau Nguyen Van Thien jákvæðu áhrif að Bandaríkjamenn gátu hætt ógæfulegri stríðsþátttöku án þess að missa alveg andlitið og fengið stríðsfanga sína senda heim og Norður-Víetnamar höfðu þann hag af þeim, að loftárásum var al- gerlega hætt og þeir gátu snúið sér að nauðsynlegri viðreisn. í Suðaust- ur-Asíu sem heild komst aftur á eðlilegt jafnværi í samskiptum Kína og Japans eftir nauðsynlega breyt- ingu á stefnu sem Bandaríkin mót- uðu. Hætta er á nýrri stórsókn Viet Cong og Hanoimanna og hætta er á að slík stórsókn valdi nýjum stór- pólitiskum árekstrum í Suðaustur- Asíu. Að vísu mælir það gegn nýrri sókn að Hanoimenn verða að ein- beita sér að viðreisninni og mega ekki við alltof miklum áföllum. „Verndarar" deiluaðila i Vletnam, Bandaríkin, Sovétrikin og Kína, telja það gagnkvæma hagsmuni slna að stríðið blossi ekki aftur upp. Hvað sem þvi líður finnst Vletnömum það einkennilegt vopnahlé sem kostar rúmlega þúsund mannslíf I hverri viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.