Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 7 lístir&leitkhússpjall Eftir Árna Johnsen Sumir útvarpsráðsmanna eru í öngum sínum vegna tilveru Kefla- vikurútvarpsins og sjónvarpsins og skil ég þá mæta vel, en ég skil ekki hvers vegna þeir sjá ekki bjálkann i eigin auga. Af hverju gefið þið islenzkunni ekki byr undir báða vængi f samkeppninni á tónlistarmarkaðinum fyrir unga fólkið. Það er unga fólkið, sem verður fyrir mestum áhrifum i þessum efnum og það er ykkar að verja það, en ekki gleyma ykkur i einhverjum bragðlitlum erlendum útþynntum hugmyndaheimi. Hjálpið íslandi úr því að þið viljið hjálpa einhverjum, eða er það ef til vill ókurteisi við heimsmenninguna? Það virðist til dæmis vera rikjandi nú hjá sjón- varpinu að 30% efnisins sé banda- rískt, 30% rússneskt, 30% skandinaviskt og svo er islenzku efni og efni frá öðrum þjóðum skotið inn i af tilviljun. Það eru um 2000 fiðluleikarar í heiminum, sem eru hreint frábærir fiðluleikarar. Auðvitað verður eitt- hvert nafnið þekktast þótt eigandinn hafi ekkert meira til brunns að bera en sá sem nýtur ekki frægðarinnar. Einnig þar eru menningarmafíurnar. Við skulum njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða i listum, en við skulum hætta að Enskudaðureða íslenzkt söngmál Ein plágan sem herjará íslenzka tungu um þessar mundir er sú árátta margs ungs fólks að semja visur og texta við lög á enska tungu. Gjarnan fylgir sú skýring eða afsökun með að það sé svo erfitt að koma hugsun sinni á framfæri á íslenzku. Ja, öðruvisi mér áður brá. Þessi ósiður hefur vaðið uppi á Norðurlöndunum i mörg undan- farin ár, en lengi vel stóðum við með pálmann i höndunum, eða þar til fyrir tæpum tveimur árum að skömmin gekk i garð. Það komst i tizku að flytja allt efni fyrir unglinga á ensku og ef text- inn var nógu mikið bögglauppboð þá var kjötbollan, sem kom upp úr krafsinu ennþá sætari biti. Um tima var sá sem flutti efni sitt á islenzku með tónlistinni, talinn vera að syngja sitt siðasta, alveg að tísta út sálminn. Sem betur fer eru hinar Norður- landaþjóðirnar nú farnar að finna hjá sér skömmina og mál hverrar þjóðar er nú aftur á uppleið i textum og visum, en sömu sögu er ekki að segja um island, því mið- ur, þvi hér koma út plötur á plötur ofan með lögum eftir islenzka höf- unda og textarnir eru á ensku. Hvað er til eymingjalegra fyrir mann, sem á islenzku að móður- máli. Ugglaust kemur margt tii i þessu efni, en liklega á hin er- lenda tónlist, sem berst til lands- ins, mestan þátt i þessu og um leið sá siður íslenzka rikisútvarps- ins að leggja alla áherzlu á að buna öllu þessu erlenda efni inn í fjölmiðla sina á sama tima og þeim sem burðast við að fremja texta sina á islenzku er svo gott sem úthýst í þessu menningar- musteri þjóðarinnar. Ráðamenn virðast vera svo skelfing hræddir við að láta, sem flesta spreyta sig i þágu islenzkrar menningar, því þá getur menningarstiginnruglast hjá þeim og sú röð sem þeir eru að keppast við að koma mönnum í. Það má lengi þrátta um það hvort það sé yfirleitt hægt að fiska upp einhverja menningu i söng- lögum, en auðvitað er það hægt. Dægurlög ganga að visu yfir, en vísur og þjóðlög hafa sannað sig sem menningararfur, auk þess sem söngurinn hefur mikil áhrif á hverjum tima og textinn sem hon- um fylgir ekki sízt. Það er fjarri þvi að ég telji það rétt að útiloka erlenda tónlist, en menningarvitar fjölmiðlanna ættu að gefa islenzkum aðilum sin tækifæri einnig. Að visu geta þeir það ekki ef þeir ætla að taka tilraunina mjög alvarlega, því stundum hefur verið boðið upp á slika texta islenzka, að maður hefur hátt og i hljóði beðið þess að þeir hefðu verið fluttir á ensku. Samt sem áður á að leggja meiri rækt við gerð islenzkra söngtexta. Sumir þeirra, sem hafa samið á ensku, hafa staðið með heims- frægð í kokinu og þá þýðir auð- vitað ekki að mæla á islenzka tungu. Slíku ryki kyngir enginn. f kvæði sinu Lestin brunar, segir prófessor Jón Helgason um erlendu stúlkuna: „Þú átt blóðsins heita hraða hugarleiftur kvik; auðlegð min er útskersblaða aldagamalt ryk." En ætli það sé ekki aldagamla „rykið", íslenzka tungan, sem lifir af erlend ástarævintýri, það er að segja ef íslenzkt æskufólk sýnir tungu sinni þá virðingu sem henni ber — og kennararnir lika. snobba svo sem gert hefur verið fyrir erlendri list úr þvi að það þarf að vera á kostnað eðlilegrar hvatningar og uppbyggingar á islenzkri list. Ég hef hér aðallega fjallað um gerð visna og söngtexta á íslandi og þá eingöngu vegna þess að þar er höggvið nærri lifskviku þjóðar- innar, okkar eigin tungu, en viða má finna brotnar pottaleifar á öðr- um sviðum menningar okkar og þær leifar verða ekki settar saman með UHU-lími þótt það limi vel. Okkar menning er rótgrónari en svo að við limum hana upp með erlendum áburði, hún verður að halda áfram að vaxa upp úr okkar eigin kviku. Það á um fram allt að vanda flutning alls talaðs efnis fyrir ungt fólk og að sjálfsögðu skrifaðs einnig, en stjórn ríkisútvarpsins mætti fara að hugsa meira um fólkið i landinu og minna um eigin hugmyndaheim, sem þeir reyna svo að fylla upp í með of miklu af innfluttu efni sem tollheimtir á kostnað islenzkrar menningar. Þess verður vonandi ekki langt að biða að ungt fólk, sem finnur hjá sér þörf til þess að tjá sig í textum og vísum, snúi sér eingöngu aftur að íslenzkunni og sjái metnað sinn i þvi að nota sitt eigið tungumál. Okkar eigið land, okkar eigin þjóð, mál okkar skiptir fyrst og fremst máli. Látum ekki veraldargruggið ganga of langt inn í okkar heim, a.m.k. ekki fyrstu 1 00 árin i lífi hvers og eins. Hættum þessu daðri við erlend mál i okkar búningi, upp með islenzkuna, hún hefur dugað vel i siðustu 1100 ár og mun ekki duga síður i næstu 1100. ELDRI KONA óskar eftir 1—2ja herbergja ibúð Reglusemi. Upplýsingar i sima 25104. BARNAKOJUR TIL SÖLU vel með farnar. Upplýsingar í síma 41 605 til kl. 7 daglega. VILKAUPA 2ja drifa benzinbil, jeppa Vibon eða hliðstæðan bíl með palli eða skúffu, eða bil með verðlitlu húsi Simi 50572—50173. TVEGGJA HÆÐA HÚS TILSÖLU i Njarðvik, 2 íbúðir 110 fm. 3000 fm. lóð fylgir. Tilboð óskast. Uppl i síma 83256 VÖRUBÍLLTIL SÖLU Scania Vabis L 56 árgerð '64 14 tonna heildarþungi. Upplýsingar i sima 92-6010 PÍPULAGNINGAMEISTARI með tvo lærlinga, getur tekið að sér stór verk eða einbýlishús Upplýsingar gefnar i síma 52970 eftir kl. 7 á kvöldin. SANDGERÐI Til sölu rúmgóð kjallaraíbúð með góðum greiðsluskilmálum. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420. YTRI-NJARÐVÍK Til sölu nýtt einbýlishús ásamt bílskúr, fullfrágengið. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420. KEFLAVÍK Til sölu 3ja herb. kjallaraíbúð með góðum kjörum. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Símar 1263 og 2890. KEFLAVÍK — NJARÐVÍK Einhleypur skrifstofumaður óskar eftir litilli íbúð eða góðu herb strax. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. i Keflavík merkt: „íbúð — 957". SAMYRKJUBÚSKAPUR Hafa einhver ung, dugleg og reglusöm hjón áhuga á samyrkju- búskap? Upplýsingar í síma 25978 milli kl. 6—8, i kvöld og næstu kvöld GRINDAVÍK Til sölu 3ja herb. kjallaraibúð Sér- inngangur. Hagstæð kjörð. Fasteignasala, Vilhjálmsog Guðfinns. Simar 1 263 og 2890. TILSÖLU mjög vel með farinn og lítið ekinn Taunus 1 7 M '66 st. Upplýsingar að Lindargötu 30. Simi 21445. Kvöldsími 1 7959. TEK AÐ MÉR viðgerðir og stillingar á BAADER fiskvinnsluvélum. Upplýsingar í síma 97-8339. KEFLAVÍK Til sölu úrval af 3ja herb. íbúðum. Góðir greiðsluskilmálar. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Saltað hrossakjöt. Úrvals dilkasalt- kjöt. Athugið opið til 17.30 á föstudögum. Lokað á laugardög- um Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. HAFNARFJÖROUR OG NÁGRENNI Úrbeinað hangikjöt 598 kr. kg. Nautahakk 395 kr. kg. Nautabuff 595 kr kg Ódýru rúllupylsurnar. Kjötkjallarinn, Vesturbraut 1 2. ytl WH* ER EITTHURfl FVRIR HLLR T résmiÓavélar Óska eftir að kaupa trésmíðavélar. Tilboð sendist Mbl. fyrir laugardag merkt Trésmíðavélar 4924. Verzlunin er opin á laugardögum frá kl.9-12. Fallegar fermingargjafir °La ngholts vegi 84 Simi35213 ^Holtsapótekshúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.