Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 39 Áskorun Varins lands afhent Framhald af bls. 1 ákvarðanir, sem framundan eru. Undirskriftirnar eru talandi vott- ur þess, að mikill meirihluti hinn- ar íslensku þjóðar telur öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar best borgið með því að treysta samstarfið inn- an Atlantshafsbandalagsins og álítur ótímabært að vísa banda- ríska varnarliðinu úr landi. Við undirritaðir, sem höfum haft forgöngu um þessar undir- skriftir, gerum þá kröfu við af- hendingu þeirra, að lögregluvörð- ur verði settur til að gæta undir- skriftalistanna þann tfma, sem þeir liggja frammi. Að þeim tíma liðnum kjósum við að fela gæslu þeirra hæstvirtum forsætisráð- herra, sem nú gegnir jafnframt embætti dómsmálaráðherra, í fullu trausti þess, að listarnir verði ekki notaðir í neinum þeim tilgangi, sem farið gæti í bága við hagsmuni þeirra, sem þar hafa ritað nöfn sín. Undir þetta ávarp rituðu nöfn sín auk Þorsteins: Ragnar Ingi- marsson, Valdimar J. Magnússon, Þór Vilhjálmsson, Unnar Stefáns- láta þá liggja þar frammi en síðan yrðu þeir afhentir forsætisráð- herra til varðveizlu. Varðandi kröfuna um lögregluvernd meðan listarnir lægju frammi á Alþingi kvaðst Eysteinn ekki geta virt slík skilyrði en hét því, að listanna yrði vel gætt. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði, að fyrst um sinn yrðu listarnir í vörzlu Alþingis en þegar þeir yrðu af- hentir forsætisráðuneytinu yrðu þeir varðveittir þar. Hann hafði hins vegar engin orð um það hvort ríkisstjórnin myndi taka nokkurt mið af þessum undir- skriftum rúmlega 55 þúsund Is- lendinga við ákvörðunartöku í varnarmálunum. Með undirskriftalistunum fylgdi ítarleg greinargerð for- göngumanna Varins lands um söfnunina, fjölda undirskrifenda í einstökum kaupstöðum og sýsl- um ásamt viðmiðunartölum um greidd atkvæði á hverjum stað við síðustu alþingiskosningar, svo og upplýsingar um einstök tækni- lega atriði söfnunarinnar. Greinargerðin birtist hér i heild: son, Óttar Yngvason, Hreggviður Greinargerð um undirskrifta- Jónsson, Bjarni Helgason, Þor- söfnun undir kjörorðinu VARIÐ valdur Búason, Jónatan Þór- LAND: mundsson, Ólafur Ingólfsson, Alls rituðu 55.522 atkvæðisbær- Björn Stefánsson, Hörður Einars- ir íslendingar undir áskorun þá son og Stefán Skarphéðinsson. til ríkisstjórnar og Alþingis, sem Eysteinn Jónsson veitti undir- kennd er við VARIÐ LAND. skriftalistunum viðtöku fyrir Nöfnin skiptast þannig eftir hönd Alþingis og kvaðst myndi landshlutum: Greidd atkvæði Undirskriftir I Alþingiskosn- 1974 ingum 1971 Reykjavík 26.416 44.935 Kópavogur 2.505 5.104 Hafnarfjörður 3.480 4.953 Akranes 919 2.126 ísafjörður 831 1.422 Sauðárkrókur 379 879 Siglufjörður 487 1.186 Ólafsfjörður 275 564 Akureyri 2.989 5.604 Húsavík 342 997 Seyðisfjörður 233 434 Neskaupstaður 146 868 Vestmannaeyjar 798 2.680 Keflavík 2 000 2.661 Kaupstaðir alls 41:818 74.413 Gullbringusýsla, Kjósasýsla 4.273 5.417 Mýra- og Borgarfjarðarsýsla 621 1.930 Snæfellsnes- og Hnappadalss. 749 2.093 Dalasýsla 171 633 Barðastrandasýsla 408 1.195 Isafjarðarsýsla 558 1.776 Strandasýsla 63 664 Húnavatnssýsla 565 1.917 Skagafjarðarsýsla 462 1.272 Eyjafjarðarsýsla 691 1.954 Þingeyjarsýsla 571 2.391 Norður-Múlasýsla 218 1.155 Suður-Múlasýsla 702 2.604 Skaftafellssýsla 527 1.590 Rangárvallasýsla 975 1.706 Arnessýsla 2.063 4.265 Sýslur alls 13.617 32.562 Óþekkt heimilsföng 87 Alls 55.522 106.975 — Varnarmálin Framhald af bls. 40 einnig hafa verið tekin ákvörðun um að Kef lavíkursjónvarpið yrði takmarkað við flugvöllinn þannig að það sæist ekki utan hans. í dag kl. 2 er boðaður fundur í utan- ríkismálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um þennan um- ræðugrundvöll. Morgunblaðið reyndi í gær- kvöldi að ná sambandi við ráð- herra ríkisstjórnarinnar til þess að spyrja frétta af ríkisstjórnar- fundinum í gær. Náðist samband við Björn Jónsson samgöngu- og félagsmálaráðherra og Magnús Torfa Ólafsson mennta málaráðherra. Voru þeir spurðir að því hvort endanleg niðurstaða hefði náðst um stefnu í varnar- málunum og einnig hvort að ákvörðun hefði verið tekin um að loka fyrir Keflavíkursjónvarpið. Magnús Torfi svaraði þvi til, að málið væri á lokastigi i meðförum ríkisstjórnarinnar, en meira viidi hann ekki segja að svo stöddu. Björn Jónsson sagði, að á ríkis- stjórnarfundinum hefði verið gengið frá drögum að umræðu- grundvelli við Bandarikjamenn, en fréttatilkynning um máliðyrði gefin út i dag. Kvað Björn málið verða lagt fyrir fund utanríkis- málanefndar í dag. Varðandi spurninguna um ákvörðun þess að loka Keflavíkur- sjónvarpinu svaraði Björn því til, að það mál myndi fylgja hinu þótt ekki væri þar um að ræða samn- ingsatriði við Bandarikjamenn, Björn sagði, að einnig yrði greint frá þvi, sem um það mál var fjall- að á rikisstjórnarfundinum um leið og annað varðandi varnar- málin i heild i dag. Forgöngumenn undirskriftasöfnunarinnar koma að Alþingishúsinu. Þór Vilhjálmsson og Þorvaldur Búason bera stálkistuna með undirskriftum rúmlega 55 þúsund Islendinga inn f húsið. Tala undirskrifta er hér borin saman við fjölda greiddra at- kvæða í Alþingiskosningunum 1971, enda sýna þær tölur fjölda þeirra, sem veittu núverandi AI- þingismönnum umboð til þing- setu. Þess skal getið að endanleg- ar tölur um fjölda nafna á kjör- skrá á þessu ári eru enn ekki tiltækar. Frá upphafi undirskriftasöfn- unarinnar um miðjan janúar s.l. var lögð áhersla á, að undir- skriftalistar væru einungis af- hentir ábyrgum aðilum, og haldin var skrá yfir viðtakendur. Var því að söfnun lokinni unnt að rekja, hver hefði haft hvern lista í hönd- um. Til að fyrirbyggja, að undir- skriftir manna, sem rituðu nöfn sín tvívegis, væru að lokum tví- — 225 orð Framhald af bls. 3. Samfylki (1) Samgerði (27) Samgildi (20) Samheildi, -kjarni (15) Samstæður (8) Samsveit (1, 15) = 2 Samsvæði Samt Samtíín 3 Samteigur,-vangur,-ver (27) Samtök (28) Samþvrpi (15) Setur(3) Skfri 4 + (6, 7) = 6 Stor (9) Skorð(13) Sókn 1 + (18) = 2 Staðarfrón (20) St aða rsve it St aðfélag 1 + (16) =2 Stifti Stjörnvist St jórnþing Storð Strjálheildi, -kjami (15) StjTund (6) 9re itaheildi, -kjarni, -umdæmi (15) Svið (5) Svíta Svæði (14) Svæðisból,-bú -byggð (27) Teigur (14) Tengiból,-bú, -byggð (27) Tún Umdæmi (19) Val (13) Valbyggð (8) Veiti (17) Vengi Ver Vé Viðheildi,-kjarni (15) Virki Þegnbyggð, -dæmi, -félag, -há, -lag, -lög, umdæmi (7) Þéttbýli (28) Þing (9) Þinghá 1+ (7) = 2 Þjöpp Þorp (28) Þrep Þýli Þyrpa Þyrpi 1 + (15) = 2 Þyrping Þyrpisheild (i). -kjarni, -umdæmi (15) Öndsjá Önn Flestar tillögur hafa borizt um þessi heiti: FYIki 16 Sambyggð 13 Byggð 10 Lén 7 Skíri 6 Amt og Há 5 hvort Sambý!i4 Samtún 4 Þrjár ti llögur eru um hvert þessara heita: Búlag ByggSarlag Eind Eining Samféiag taldar, var gerð tölvuskrá eftir heimilisföngum. Komu þá fram 549 tvíritanir. Hafa verið stimplaðar athugasemdir þar að lútandi á listana, og viðkomandi nöfn voru aðeins talin einu sinni við lokatalningu. Undirskriftir Reykvikinga, Hafnfirðinga, Kefl- víkinga, Akureyringa og Kópa- vogsbúa voru bornar saman við ibúaskrár, og síðan voru settar athugasemdir við nöfn þeirra, sem ekki höfðu náð 20 ára aldri 1. mars s.l. Voru 448 nöfn felld nið- ur við lokatalningu af þessu til- efni. Meirihluti allra nafna á listunum hefur ennfremur verið borinn saman við nafnaskrá og kannað, hvort til væru menn með þeim nöfnum, sem eru á listun- um, á þeim stöðum, sem gefnir Tvær tillögur eru um hvert þessara heita: Byggðakjör Byggðaver FJölbyggð Gildi Hóp Hverfi Lenda Sambú Samsveit Sókn Staðfélag Þinghá Þyrpi Alls erstungið upp á 225 heitum. — Sjómenn Framhald af bls. 40 Kvað hann útvegsmenn vilja semja til 15. maí 1976, en sjómenn aðeins til ársloka 1975. Ef til verk- falls kemur hjá Sjómannasam- bandinu, kemur það til fram- kvæmda hjá öllum fiskiskipaflot- anum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi, en félög á Vest- fjörðum og Austfjörðum eru ekki í Sjómannasambandinu og semja sérstaklega. Jón taldi líklegt miðað við þá hörku, sem var á síðasta samn- ingafundinum i fyrrakvöld, að frekari breytingar á samkomu- lagsatriðunum myndu kosta nokkur átök. Jón áréttaði, að sjó- menn hefðu ávallt samið til ára- móta í sinum kjarasamningum og taldi hann það hagkvæmt bæði sjómönnum og útgerðarmönnum. — Aska J. S. Framhald af bls. 17 Var það gert 28. febrúar sl. Krukkan var merkt J.S. en graf- reiturinn ómerktur. Nokkrum dögum siðar hvarf krukkan en fyrir skömmu voru fjölskyldu Smrkovskys sýndar myndir af krukkunni og tjáð, að hún hefði fundizt á snyrtiher- bergi i landamærastöðinni Ceske Velenice. — Kúrdar Framhald af bls. 1 ríkjunum en þeir séu væntanlegir heim innan nokkurra daga og muni þá taka til við að fljúga vélunum til árása á írak. Heldur þykja þessar fréttir tyrknesku fréttastofunnar ótrú- voru upp. Komu þá fram örfá fölsk nöfn, sem strikuð voru út. Nokkrir tugir manna, sem bera nöfn af erlendum uppruna, hafa skrifað á undirskriftalistana, en ekki hefur verið unnt að kanna til hlítar, hvort þeir hafi allir öðlast Islenskan rikisborgararétt. Þau gögn, sem notuð hafa verið við undirskriftasöfnunina, svo sem spjaldskrá yfir þá rúmlega 2.000 menn, sem fengu undir- skriftalista frá skrifstofum Varins lands, svo og útskriftir úr tölvu, munu verða varðveitt enn um sinn, meðan forgöngumenn undirskriftasöfnunarinnar telja nauðsynlegt að hafa þau tiltæk til að svara sanngjörnum fyrirspurn- um. 21. mars 1974. legar. Fréttastofa Miðausturlanda segir i frétt frá Bagdad, að samn- ingar séu hafnir milli stjórnarinn- ar i írak og sérlegra sendimanna Kúrda. Viðræðurnar fjalla um leiðir til að finna pólitíska lausn á deilunni. t t t — Litvinov Framhald af bls. 17 landi — og I þetta sinn skyldi Síberíuvistin honum sýnu óþægilegri en síðast, þegar hann var sendur þangað. Litvinov var dæmdur til fjög- urra ára Síberíuvistar árið 1968 eftir að hafa mótmælt innrásinni I Tékkóslóvakíu. Hann kom frá Sovétríkjunum fyrir nokkrum dögum ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu og tveimur börnum. — Kosningar Framhald af bls. 40 segir m.a.: „Umræðurnar um skattkerfisbreytinguna á þinginu hafa vakið mjög mikla athygli. Ljóst er, að á Alþingi er tæpast starfhæfur meirihluti meðan þinginu er skipt I tvær deildir . .. . þess vegna er alveg augljóst, að eðlilegustu viðbrögðin við þessari stöðu væru að rjúfa þing og boða til nýrra alþingiskosn- inga, þegar stjórnarflokkarnir hefðu náð samstöðu um að efna fyrirheitið um brottför hersins. Þar með væri stefnu ríkis- stjórnarinnar vlsað til þjóðar- innar. Væri þá ekki einungis spurt um afstöðu þjóðarinnar til skattkerfisbreytinga heldur til efnahagsmálanna I heild og her- stöðvarmálsins og annarra þeirra megin málaflokka, sem ríkis- stjórnin hefur við að glima. Áður en kosningar færu fram, væru stjórnarflokkarnir búnir að koma sér saman um framkvæmda- áætlanir og aðgerðir I öllum megin málaflokkum. .. En varð- andi skattkerfisbreytinguna og þá niðurstöðu, sem varð á Alþingi I gær i skattamálunum, er vert að vekja athygli á þvi, að niður- staðan skerðir verulega mögu- leika ríkissjóðs til þess að beita ráðstöfunum gegn þeirri miklu verðbólgu, sem nú er fyrirsjáan- leg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.