Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 27 Minning: Sverrir Olafsson Fæddur 30. ágúst 1898. Dáinn 16. marz 1974. í dag fer fram frá Fossvogs- kirkju Utför Sverris Ólafssonar, Hæðargarði 22 hér i borg. Sverrir Ólafsson var fæddur 30. ágúst 1898 í Tjarnarkoti i Njarð- víkum. Foreidrar hans voru Ólaf- ur Nikulásson sjómaður, ættaður af Suðurnesjum, og Ingibjörg Benónýsdóttir frá Ormskoti undir Eyjafjöllum Hinrikssonar. Kona Benónýs var Sigríður Jónsdóttir bónda á Lækjarbakka í Kirkju- bæjarsókn og síðar (1839) að Drangshlíð undir Eyjafjöllum, Sverrissonar. Meðal barna Benónýs og Sigríðar í Ormskoti, auk Ingibjargar, voru Benóný lengi kaupmaður f Reykjavík og Friðrik i Gröf i Vestmannaeyjum, faðir Binna i Gröf (Benónýs Frið- rikssonar), sjógarpsins alkunna, er lézt árið 1972. ,,Því er hljóðnuð þýða raustin, hún sem fegurstu kvæðin kvað?“ Þeyr vorsins þagnar, og sveit íslenzkra söngvara og söngvina stendur hnípin og drjúpir höfðum döpur eins og þögul söngfugla- hjörð á hUmdökkum haustdegi, harmi lostin við þessa helfregn. í brjóstinu kennum við sáran trega- tón, því brostinn er gildasti góð- málmsstrengur i hörpu íslenzks söngs. Island hefur misst einn sinn beztu sona. Öll þjóðin stendur í þakkarskuld fyrir lífsstarf Róberts A. Ottóssonar. Borinn og barnfæddur i háborg mennta og visinda, Berlín, nam hann hér land ungur að árum. Gáfur hans og listrænir hæfileikar höfðu náð að þroskast við ákjósanlegustu vaxtarskilyrði í andrUmslofti listar og klassískrar menningar. Fágætir hæfileikar og miklir mannkostir hefðu getað rutt hon- um braut til mikils frama með öðrum þjóðum. Verður hefði hann verið þess að feta í fótspor lærimeistara síns, Bruno Walters, eins mikilhæfasta hljómsveitar- stjóra þessarar aldar, en fyrir til- stilli örlaganna varð það ísland, sem naut góðs af hæfileikum hans, kunnáttu og skapandi krafti. í upphafi átti starf hans hér á landi nokkru tómlæti og Ölafur og Ingibjörg, foreldrar Sverris, fluttust Ur Njarðvíkum með fjögur börn sín til Hafnar- fjarðar á fyrsta tug aldarinnar. Þar var meira um atvinnumögu- leika á hinum stærri fiskiskipum fyrir dugandi menn. SU varð líka raunin, Ölafur fékk brátt skip- rUm og þótti þar vel skipað sem hann var. Ellefta febrUar 1912 lét fiskiskipið Geir Ur höfn í Hafnar- firði með 27 manna áhöfn. Ólafur Nikulásson var einn þeirra. Það skip kom aldrei aftur, en þrettán urðu ekkjurnar og sextiu börnin föðurlaus. Tveimur árum síðar fluttist Sverrir til Reykjavíkur, unglingur að aldri, og hér átti hann heima sfðan í sextíu ár. Fyrsta sumarið var hann kaup- maður í Viðey hjá Páli Gislasyni kaupmanni, er hafði bUið þar á leigu, og var jafnframt mjólkur- póstur til bæjarins. Um haustið takmörkuðum skilningi að mæta, eins og fleiri brautryðjenda í íslenzku tónlistarlífi. En starf hans bar mikinn ávöxt, og það var gæfa hans að gleðja og hjálpa öðrum. „Wer die Musik sich erkiest, hat ein himmlisch Gut bekommen". Það sannaði dr. Róbert I lífi sínu og list, þvi að hann bar gæfu til að sameina hið bezta Ur fslenzkri arfleifð og rót- gróinni heimsmenningu með þeim hætti, að smám saman vakti tók Páll hann í verzlun sína, Kaupang, og var hann þar af- greiðslumaður í fjögur ár. Þá réðst hann til Alfreðs Rosenberg til framreiðslustarfa. Var hann á sumrin á Þingvöllum við veitinga- rekstur Rosenbergs þar en annars i bænum, i Bíókjallaranum og sið- ar á Hótel island. Nokkru fyrir 1930 varð Sverrir starfsmaður hjá Ölg. Egill Skallagrímsson og vann þar síðan samfleytt til 1960. Þó var hann við framreiðslu hjá sín- um gamla hUsbónda við einstök tækifæri svo sem á Þingvöllum 1930. Er Sverrir hætti störfum hjá Ölgerðinni, fékk hann vinnu á vegum Reykjavikurborgar. Var hann tvö ár gangavörður við Laugarnesskóla, en síðan við Vogaskóla, og hætti þar störfum 1970. Sverrir kvæntist 1942 Soffiu Kristjánsdóttur, dóttur Kristjáns H. Jónssonar ritstjóra á isafirði og konu hans Guðbjargar Bjarna- dóttur frá Vöglum Jónssonar (Reykjahlíðarætt). Börn þeirra eru tvö, Björg, gift Guðmundi Hervinssyni hUsasmíðameistara og Björn vélstjóri, kvæntur Sólveigu Indriðadóttur. Nokkur síðustu árin var Sverrir heilsuveill og hafði dvalizt m.a. þrívegis á Vifilsstöðum um skeið, en hresstist jafnan á ný. Fyrir nokkrum dögum fékk hann hæg- fara heilablæðingu og var fluttur á sjUkrahUs, en það varð ekki til langrar legu. Á fjórða degi lézt hann af hjartabilun, en henn- ar hafði hann kennt um skeið. Kynni okkar Sverris voru ekki löng, aðeins ein sex ár, eða frá þvi að börn okkar stofnuðu til hjU- skapar, en þau kynni voru þess háttar, að mig langar til að þakka þau er leiðir skilja. Það hef ég sannfrétt að sam- vizkusemi, heiðarleiki og trU- mennska hafi einkennt öll störf hans. Þetta kemur vel heim við kynni mín af honum, sem hófust þó ekki fyrr en starfsdagur hans var að kalla allur. Það, sem mér fannst um Sverri við fyrstu kynni, var, að hógværð og kurteisi og hlýleg hlédrægni i öllu viðmóti einkenndu fram- komu hans, og þetta sannreyndi ég. Þetta voru honum eðlislægir mannkostir. Þess vegna var gott með honum að vera. Vegna þessa þakka ég einstaklega bjarta og viðfelldna kynningu og sakna þess, að hUn er numin á brott Ur mynd dagsins. Kona hans og börn hafa mikið misst, en þau hafa líka margt að þakka og frá þeim minn- ingum, er þau eiga, stafar birtu fram á veg ókominna daga. Indriði Indriðason. almenna aðdáun og virðingu allra, sem kynntust honum. Marg- vfsleg störf dr. Róberts A. Ottós- sonar að íslenzkum tónlistarmál- um, öll unnin af frábærri alUð og vandvirkni, verða skráð stórum stöfum í sögu islenzkrar tónlistar. Hljómleikahald hans með Fil- harmonfukórnum og Sinfóníu- hljómsveit íslands var jafnan list- viðburður, sem beðið var með eftirvæntingu og minnzt með þakklátri gleði í hugum fjöl- margra aðdáenda. Viðhorf þessa mikla listamanns til tónlistar- innar einkenndist jafnan af ein- lægri ást og virðingu á viðfangs- efninu. Eins var lff hans allí laust við kröfu um eigin hag, en starf hans fullt af fórn og ást til lífsins og skapara þess. í samræmi við það markaðist stjórn hans jafnan af alvöru og reisn en fágætri hóg- værð Það mun ei ofmælt, að flestir íslenzkir tónlistarmenn af yngri kynslóðinni geti litið á dr. Róbert A. Ottósson sem lærimeistara sinn. Hann var frábær kennari, sem miðlaði þekkingu sinni af örlæti hjartans. Undirritaður er einn þeirra, sem stendur í stórri þakkarskuld við hann fyrir upp- örvandi leiðsögn fyrr á árum og langa og trygga vináttu. Stórt hjarta hans rUmaði ekki öfund. Hann gladdist af framförum nemenda sinna og hverjum áfanga lítils bróður í listinni. Með söknuði og einlægri virðingu skal allt þetta nU þakkað, er leiðir skiljast, um leið og mikilhæfri konu hans og syni eru færðar dýpstu samUðarkveðjur. Ingólfur Guðbrandsson. Sverrir Ólafsson svili mínn og áratuga gamall vinur er í dag bor- inn til hinztu hvíldar. Hann lézt eftir stutta spitalavist sl. laugar- dag. Það er dapurlegt að sjá á bak góðum vini, jafnvel þótt fyrir mætti sjá, að hverju stefndi. Hins ber að minnast, að enginn sannur vinur óskar öðrum lengra lífs, ef lífið er orðið honum þraut. Dauðinn er oft líknsamasta lausn- in. Það var í sama mund og við hjónin kynntumst, að kynni okkar Sverris hófust, en síðan er rösklega aldarfjórðungur. Við vorum svilar að tengdum, en með árunum urðum við nánir vinir og á þann vin- skap bar aldrei skugga. Var LEIKFÉLAG Hveragerðis og Leikfélag Selfoss sýna um þessar mundir leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Joehumsson, en í tilefni þjóðhátíðarársins tóku leikfélögin höndum saman um uppfærslu þessa verks. Um helg- ina. eða n.k. sunnudag munu leik- félögin sýna Skugga-Svein f Félagsheimili Kópavogs. Sýning er ákveðin í Kópavogi og verður hún á sunnudagskvöld kl. 8.30. Samstarf þessara leikfélaga á Selfossi og f Hveragerði hófst 1969 með því að félögin settu upp leikritið Skálholt eftir Kamban og Gísli Halldórsson leikstýrði verk- inu. Tókst það með ágætum og endaði með glæsilegri leikför til Fær- eyja. I tilefni þjóðhátíðarársins þótti tilhlýðilegt að færa á svið þjóðlegt leikrit. Samvinna þess- ara félaga gaf þá tilefni til að setja á svið Skugga-Svein. Óhætt er að fullyrða að ókleift væri að það einkum skapferli Sverris, sem því réð, en glaðlegt viðmót hans fékk mig ósjálfrátt til þess að líta ávallt á bjartari hliðar lffs- ins. Hann hafði mannbætandi áhrif á umhverfi sitt. Þó var hann í eðli sínu hlédrægur og reyndi alltaf að láta sem minnst fyrir sér fara. Slík var prUðmennska hans og góðvild, sem mér verður minnisstæð. Það er rétt eins og að missa hlekk Ur styrkri keðju tveggja samrýmdra fjölskyldna að vita Sverri horfinn fyrir fullt og allt. En það myndi gleðja hann, að sama órofa tryggðin héldist eftir hans dag, eins og meðan hann var á meðal okkar. Sverrir var meðalmaður á vöxt, léttur í hreyfingum og síkát- ur, jafnt þótt nokkur veikindi steðjuðu að hin síðari árin. Gegn- um árin reyndi ég hann bæði að miklum drengskap og háttvísi, sem mér verður minisstætt um ókomin ár. Því nána sambandi, sem var á milii heimila okkar alla tíð, verður ekki með orðum lýst. En víst er um það, að við hjón og börnin okkar söknum vinar í stað. Sverrir var á 76. aldursári, þeg- ar hann lézt, og voru lffskraftar mjög á þrotum. Hann hélt þó reisn sinni og naut seinustu árin umgengni við börn sín og barna- börn, sem voru öll mjög að honum hænd. Hjá okkur, sem eftir stöndum, skilur hann eftir hugljUfar minn- ingar, sem seint fyrnist yfir. Við hjónin og börn okkar vott- um Soffiu mágkonu minni, börn- um þeirra hjóna og tengdabörn- um, samúð okkar. Krislján B. G. Jónsson. setja svona mikið verk á svið við þær aðstæður, sem sveitahreppar viðkomandi leikfélaga hafa upp á að bjóða, nema til kæmi ósér- plægni og góð samvinna allra þeirra aðila sem hlut eiga að máli. Ragnhildur Steingrímsdóttir setti leikritið á svið. Leikfélögin hyggja á ferðir víðs vegar til að sýna Skugga-Svein og m.a. er ákveðið að fara til Fær- eyja í sumar. Þeir sem leika í Skugga-Sveini eru: Halldór Hafsteinsson, Sig- ríður Karlsdóttir, Hörður S. Ósk- arsson, Axel MagnUsson, sem leik- ur Skugga-Svein, Aðalbjörg M. Jóhannsdóttir, Ester Halldórs- dóttir, Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, Ileiðdís Gunnarsdóttir, Þórir Már Þórisson, Helgi Finn- laugsson, Viðar Bjarnason, Gylfi Þ. Gislason, Guðjón H. Björnsson, Gestur Eyjólfsson, Elínborg Gunnarsdóttir og Katrín Karls- dóttir. Undirleik annast Theodor Kristjánsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Mér skilst, að Jesús segi, að það sé eitt af táknum endurkomu hans, að jarðskjálftar færist f aukana. Teljið þér, að jarð- skjálftar verði oftar nú á dögum en áður f sögunni? Kunnur jarðskjálftafræðingur hefur sagt, að jarðskjálftar, sem valdi miklu tjóni, séu tíðari nú en áður og þeir séu undanfari miklu ofboðslegri jarðskjálfta í framtíðinni. Margir meiri háttar jarðskjálftar hafa orðið síðustu 10—15 árin. Hundruð manna hafa farizt. Þúsundir minni háttar jarðhræringa hafa átt sér stað, þótt þær hafi ekki verið eins alvarlegir. I hverri viku gerist það einhvers staðar á hnettinum, að jörðin fer að titra, svo að af hlýzt töluvert tjón. Auðvitað hafa jarðskjálftar alltaf átt sér stað. En svo virðist sem þeir fari vaxandi, eftir því sem tíminn líður. Orsakir þeirra eru ,,gallar“ undir yfir- borði jarðarinnar. Orð Biblíunnar beinast í þá átt, að undirstöður þessarar jarðkúlu gefi eftir í rás tím- anna og muni að lokum eyðileggjast. Svo segir í Opnb. 6,12—16: „Mikill landskjálfti varð.. .stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina...og konungur jarðarinnar . . . segja við fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss og felið oss fyrir ásjónu hans, sem i hásætinu situr.“ Dr. Róbert A. Ottós- son — Minningarorð Or Skugga-Sveini leikfélaganna f Hveragerði og á Selfossi. Ljósmynd Ragna Hermannsdóttir, Hveragerði. Skugga-Sveinn Sunn- lendinga á flandri. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.