Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 21 0 Brynjólfur Bjömsson vinnur í Verzluninni Brynju, og er hann einn af stofnendum Hugins, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Garðahreppi, en félagið var stofn- að i haust. — Hvernig gengur starfsemin hjá ykkur, Brynjólfur? — Hún er nú rétt að komast í gang. Við höfum haldið fund um skipulagsmál hreppsins, og var fundurinn ágætlega sóttur og urðu þar miklar umræður. Þar kom m.a. fram sú skoðun, að þing- menn Reykjaneskjördæmis hefðu ekki fylgt nægilega vel eftir því, að framkvæmdum við Hafnar- fjarðarveginn yrði hraðað. Þetta er einn fjölfarnasti vegur lands- ins og þar er nú orðið algjört vandræðaástand. — Hvað lfður kosningaundir- búningi i Garðahreppi? — Prófkjör fer fram helgina 16.—17. marz, og stefna fulltrúar unga fólksins í hreppnum að því að fá mann kjörinn f hrepps- nefnd. — Hvaða hlutverki telur þú að SUS eigi að gegna innan Sjálf- stæðisflokksins? — Að mfnu áliti á það að vera leiðbeinandi fyrir hin ýmsu aðild- arfélög og miðla upplýsingum. Finnst þér ungt fólk hafa nægi- leg áhrif á mótun stefnu flokks- ins? — Nei, ég tel það vera nauðsyn- legt að auka áhrif unga fólksins, Eins og nú er kemst það öf seint til áhrifa. — Ertu ánægður með árangur- inn af þessari ráðstefnu? — Já, að mörgu leyti. Það er ætíð fróðlegt að heyra sjónarmið fólks frá mismunandi stöðum, og ég tel, að skoðanaskipti séu alltaf mjög æskileg. — Finnst þér ástæða til að hajda svona ráðstefnur oftar en gert hefur verið? — Já, það er sjálfsagt að hafa svona ráðstefnur oftar.og taka þá fyrir málefni, sem eru efst á baugi á hverjum tíma. 0 Við snerum okkur til Svein- björns Steingrlmssonar, tækni- fræðings, en hann situr í stjórn S.U.S. fyrirNorðurland eystra.og lögðum fyrir hann fáeinar spurn- ingar. Er mikil gróska í starfsemi ungra sjálfstæðismanna fyrir norðan? Þar sem ég þekki bezt til, þ.e. á Dalvík og Ólafsfirði er fullur hug- ur i sjálfstæðismönnum að vinna vel að framgangi sjálfstæðisstefn- unnar í komandi kosningum. Á Ólafsfirði, þar sem sjálfstæðis- menn hafa haft meirihluta f lang- an tíma, er i gangi skoðanakönn- un um skipan framboðslista við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðismenn á Ölafsfirði eru ákveðnir i því að halda meirihlut anum. Hvaða hlutverki telur þú, að S.U.S. eigi að gegna? Ég tel, að það eigi að vera fé- lagsleg miðstöð ungra sjálfstæðis- manna og halda uppi sambandi milli hinna ýmsu aðildarfélaga. í öðru lagi hlýtur S.U.S. alltaf að vera stefnumótandi afl ungra sjálfstæðismanna og hafa áhrif á stefnumótun Sjálfstæðisflokksins sem heildar. Telur þú ungt fólk hafa áhrif á stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins? Milli S.U.S. og Sjálfstæðis- flokksins hefur aldrei skapazt sú andstaða, sem átt hefur sér stað í öðrum flokkum. Það þýðir þó ekki, að ungir sjálfstæðismenn hafi alltaf verið sammála öllum atriðum I stefnu flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fús að taka upp ýmis mál- efni, sem ungir menn innan hans hafa lagt áherzlu á. I því sam- bandi má nefna valddreifingu og byggðamál. Hvernig telur þú, að til hafi tekiztmeð þessa ráðstefnu? Vel. Ráðstefnan er vel undirbú- in og hefur efalaust orðið til að auka skilning manna á hlutverki S.U.S. og er nauðsynlegt að halda fleiri slfkar og þá gjarnan úti á landsbyggðinni þvi að erfitt er að sækja svona ráðstefnur nema fyr- ir þá, sem búa í næsta nágrenni Reykjavíkur. 0 Alfreð Dan Þórarinsson er úr Hafnarfirði, starfar I Bygginga- vöruverzluninni Dvergi og segist vera þar innanbúðardrengur. Hann er formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Firðin- um. — Er lifleg starfsemi hjá ykk- ur, Alfreð? — Við höfum haft þrjá fundi síðan í haust, en ég var kjörinn formaður félagsins á síðasta aðal- fundi. Annars er nú kominn í okkur kosningahugur. Eins og er höfum við fjóra bæjarfulltrúa af níu, en nú stendur til að fjölga fulltrúunum i ellefu og auðvitað dreymir okkur um að ná meiri- hlutanum. — Nú hafa farið fram talsverð- ar umræður á þessari ráðstefnu um hugmyndafræði, og hafa ýms- ir viljað halda því fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn þurfi að hafa fastmótaða hugmyndafræði. Hvert er þitt álit? — Ég er á móti þvi. Fastmótuð hugmyndafræði hlýtur að vera ófrjó þar sem aðstæður og hugs- anagangur manna er sifelldum breytingum undiropinn. Það er mikilvægara að taka til umfjöll- unar vandamál dagsins í dag og brjóta þau til mergjar. — Hverter þittálitá því fundar- formi, sem lengst af hefur verið tíðkað hér á landi sem viða annars staðar? — Ég held, að betra sé að hafa litla fundi frjálslega þannig að frjálsar umræður eigi sér stað í ríkari mæli. Það gefur auðvitað að skilja, að fast fundarform er óhjákvæmilegt þegar um stóra fundi er að ræða. 0 Bjarni Egilsson verkamaður á Sauðárkróki er gjaldkeri Vikings, félags ungra sjálfstæðismanna á Sauðárkróki. — Hvernig gengur starfið hjá ykkur á Sauðárkróki, Bjarni? — Það hefur verið heldur dauft yfir þvi, en í haust var haldið félagsmálanámskeið. Það er helzt að 'haldnir séu fundir þegar við fáum ræðumenn héðan að sunn- an. — Er kosningaundirbúningur hafinn hjá ykkur? — Já, við verðum með opið prófkjör um næstu helgi. Við sjálfstæðismenn höfum nú þrjá fulltrúa i sjö manna bæja&stjórn og stefnum nú að því að ná meiri- hlutanum. — Hvernig finnst þér að vera á svona ráðstefnu? — Mér finnst alltof langur tími fara i ræðuhöld og umræður um ræðurnar. Eg held, að það væri miklu betra að verja lengri tíma til persónulegra kynna og óform- legra viðræðna en hér hefur verið gert. Einnig vil ég taka það fram, að mér finnst alltof mikið rætt hér um hugmyndafræðileg efni, i stað þess að taka fyrir þau vandamál, sem snerta fólkið beint og þá sér- staklega fólkið í atvinnulífinu. Hins vegar eru svona ráðstefn- ur alltaf fróðlegar, og finnst mér að halda mætti nokkrar slíkar á ári hverju. 0 Bragi Michaelsson úr Kópa- vogi er húsgagnasmiður og hefur starfað sJ. 9 ár hjá Kristjáni Sig- geirssyni h.f. Bragi er formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna i Kópa- vogi. Hann er einnig ritstjóri Voga, málgagns sjálfstæðismanna i Köpavogi. Við inntum Braga eftir starf- seminni f Kópavogi, og sagði hann, að unga fólkið sýndi nú verulegan áhuga á þvi að efla starfsemina frá því sem verið hefði. — Eruð þið komin i gang með kosningaundirbúninginn? — Já, efnt var til skoðanakönn- unar vegna framboðslista nýlega, og hefur listinn nú verið birtur. Undirbúningur fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar hefst svo af full- um kraf ti eftir næstu mánaðamót. Bragi er fimmti maður á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi, og auk þess mun hann verða starfs- maður sjálfstæðisfélaganna þar UMHOftF fram yfir kosningar. Við spurðum hann hver hlutur unga fólksins væri á framboðslistanum. — Ásamt mér eru þrír aðrir fulltrúar ungs fólks á listanúm í framboði. — Hvert telur þú vera hlutverk SUS? — Fyrst og fremst það að vera tengiliður milli aðildarfélaganna, miðla upplýsingum og vera ráð- gefandi i félagsstarfinu. — Hefur ungt fólk áhrif á stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins? — Já, ég álít að svo sé, þótt ekki sé það i nógu rikum mæli. Það er auðvelt fyrir ungt fólk að koma skoðunum sínum á framfæri við flokksforystuna, og ég tel að það þyrfti að gera meira af því en nú er, þannig að það hafi frumkvæð- ið. — Hvernig finnst þér hafa tek- izt til með þessa ráðstefnu? — Eg tel að af henni hafi orðið nokkuð góður árangur, en mér finnst, að á svona ráðstefnu þyrfti að verja meiri tima til að efla persónuleg kynni þátttakend- anna. Árangurinn af slíkum kynnum er áreiðanlega ekki síðri en sá sem fæst af löngum fundar- höldum. — Að lokum, Bragi, telur þú, að ráðstefnur sem þessi eigi að vera tíðari? — Já, ég er ekki frá því. Ég tel, að stjórn SUS eigi að hafa frum- kvæði um ýmis málefni, t.d. er nú sérstök þörf á ráðstefnu um mál- efni launþega. — Skrif ungra manna um Sjálf- stæðisflokkinn Framhald af bls. 22 því ekki er fyrir að fara ágrein- ingi um stórmál eða stefnumið. Slík skrif myndu einungis sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á opinskáar uppbyggi legar umræður og' innan hans er eðli- legt svigrúm til endurmats á svo- nefndum viðurkenndum sanning- um. í öðru lagi telja menn nægi- legt að skoðanaskipti um einstök atriði fari fram á flokksfundum, þar sem flokksmenn fjalli um þau og því sé engin þörf fyrir slík skrif. Ég er ekki sammála þessu, bæði af þeim ástæðum, sem ég lýsti áðan, og enn vegna þess, að skriflegar umræður eru oftast ábyrgari og ígrundaðri en óundir- búin skoðanaskipti á fundum, þó þau hafi sina kosti. Opinská skrif kunna að veita andstæðingunum stundarhagnað en þegar til lengd ar lætur verða þau flokknum og baráttumálum hans tilgóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.