Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 1 ÍÞIiliTIAHiíITIK MOBGBMBLABSIiyS Körfuknattleikur: Snæfell og Þór berjast — Breiðablik fallið VEL HEPPNUÐ RAFHAHLAUP Senn líður að lokum keppn- innar í 2. deild. Þrír leikir fóru fram um sl. helgi. ÍMA kom suður og lék tvo leiki. Liðið bar sigurorð af UBK, en tapaði fyrir Haukum. í Stykkishólmi léku heimamenn gegn UMFG og sigruðu með 99 s KONUNGUR OG KEISARI. Franz Beckenbauer og Gerd Mull- er, hinir stórkostlegu líikmenn Bayern Munchen, eru enn einu sinni á góðri leið með að verða meistarar f heimalandi sínu. STANDARD Liege vann stór- sigur í helgfsku l. deildinni um síðustu helgi, liðið lék gegn botn- liðinu Beringen á heimavelli og vann 5:0. Það var mikið uin stórar tölur hjá Belgunum um sfðustu helgi, t.d. vann toppliðið Ander- lecht leik sinn gegn Beerschot með 6 mörkum gegn 2. Ander- lecht er með örugga forystu, 5 stigum meira en næsta lið. Stand- ard Liege er nú í 5. sæti deild- arinnar ásamt meisturum fyrra árs, Brugge. I Hollandi er Ajax á góðri leið með að verða meistari 4. árið í stigum gegn 64. Snæfell á aðeins tveim leikjum ólokið, hefur unnið alla sina leiki og stendur því bezt að vígi i deildinni, hefur 16 stig að loknum 8 leikjum og á eftir heimaleik gegn Haukum og leik í Reykjavfk, gegn Þör. Þórsarar eru eina liðið, sem getur náð Snæ- felli í stigum, þeir hafa 12 stig eftir 7 leiki, hafa tapað einum leik — fyrir Snæfelli. Það er því ljóst, að þegar þessi lið mætast verður barizt til sigurs í deildinni. UBK er þegar fallið í 3. deild, það á eftir tvo leiki, og þótt það vinni þá báða, nægir það ekki, það hefur enn ekki hlotið stig og leik- ur því í 3. deild að ári. gk. MJÖG mikil þátttaka verður f drengja-og unglingameistaramóti íslands í júdó, sem haldið verður í Iþróttahúsinu í Ytri-Njarðvik laugardaginn 23. marz. Þátttakendur í flokki unglinga 15, 16 og 17 ára verða 29 frá fimm félögum ogí drengjaflokki, 11, 12, röð, liðið hefur hlotið tveimur stigum meira en Feyenoord, helzti andstæðingurinn. Liðin eiga þó 8 leiki eftir svo allt getur gei-zt enn þá. Ajax vann Utrecht um síðustu helgi 5:2 og þá vann Feyenoord Spörtu 3:1. Liðið, sem mætti Fram í Evrópukeppni bikarhafa síðast- liðið haust, Basel, hefur ekki átt velgengni að fagrta í vefur. Þetta lið, sem mörg undanfarin ár hefur einokað toppinn í 1. deild- inni í Sviss, er nú rétt um miðja deild. Á toppinum nú er FC Zurich og fátt virðist geta komið i RAFHAHLAUP barnaskólanna 1 Hafnarfirði, sem fram fer á veg- um frjálsíþróttadeildar FH, fór fram sl. laugardag. Var þátttaka í hlaupinu með minna móti, enda nemendur skólanna að æfa fyrir íþróttahátfð, sem haldin var í 13 og 14 ára verða 63 keppendur frá sömu 5 júdófélögum. Yfirdómari mótsins verður landsliðsþjálfarinn Michal Vach- un, 4. dan. Mótið hefst kl. 13.00, en allir þátttakendur skulu vera mættir á keppnisstað kl. 11.20. veg fyrir, að liðið hljóti meistara- titilinn. Lazio, Juventus og Napoli berjast um ítalska meistaratitil- inn. Á Spáni getur fátt komið f veg fyrir sigur Barcelona, en með þvf liði leikur hollenzki snill- ingurinn Johann Cryuff. 1 V-Þýzkalandi er Bayern Mún- chen svo gott sem níið að bæta enn einni skrautfjöðurinni i hatt- inn. Liðið er komið með 37 stig og á eftir 8 leiki, að vísu veitir Borussia Mönchengladbach liðinu enn talsverða keppni, þó að liðið hafi hlotið 2 stigum minna. Iþróttahúsinu við Strandgötu sl. sunnudag. Keppendur voru þó talsvert á annað hundrað. Vfðistaðaskólinn sigraði nú í stúlknaflokki í fimmta skiptið f röð. Til minningar um þetta afrek gaf Axel Kristjánsson forstjóra Rafha skólanum fagra styttu. Axel færði einnig Lækjarskólan- um styttu að gjöf sem viðurkenn- ingu þess, að einn nemandi skól- ans, Anna Haraldsdóttir, hefur sigrað f einstaklingskeppninni í stúlknaflokki frá upphafi. Helztu úrslit í Rafhahlaupinu á laugardaginn urðu þessi: Stúlknaf lokkur: mfn. Anna Haraldsdóttir, L 3:54,0 Lára Halldórsdóttir, V 3:59,6 Kolbrún Ölafsdóttir, V 4:13,0 Svava Gunnarsdóttir, Ö Piltaflokkur: mfn. Gunnar Þ. Sigurðsson, ö 3:41,0 Guðm. R. Guðmundsson, Ö 3:54,5 Magnús Haraldsson, L 3:58,4 Arnljótur Arason, V Gestur f hlaupinu var Róbert McKee, sem hljóp á 3:31,0 mfn. 1 keppni milli skóla sigraði Víðistaðaskóli í stúlknaflokki, sem fyrr greinir, en Lækjarskóli sigraði í piltaflokknum. myndir: Á efri myndinni er Þorgeir Ibsen skólastjóri Lækjarskóla ásamt nemendum sfnum Magnúsi og Önnu Haraldsbörnum með verð- launagripi þá, er skólinn vann til, en á neðri myndinni tekur Hörður Zóphanfasson skólastjóri Víðistaðaskólans við verðlauna- grip skólans fyrir sigra í stúlkna- flokki úr hendi Gunnars Yngva- sonar varaformanns frjálsíþrótta- deildar f'H. Heimsmeistarar Sveit Sovétríkjanna varð heimsmeistari í skíðaskotboð- göngu, en sú keppni fór fram í Sovétríkjunum nýlega. Gengnir voru 4x7,5 km og var tími Sovét- manna 2:02:48,75 klst. Evrópuknattspyrnan: Stórsigur Standard Liege GOÐ ÞATTTAKA I JÚDÓMÓTINU TOTTENHAM EITT EFTIR 1 fyrrakvöld fóru fram nokkrir leikir í Evrópubikarkeppninni. Þá tryggði Borussia Mönchen- gladbach sér þátttökurétt í und- anúrslitum Evrópubikarkeppni bikarhafa með þvf að sigra Glentoran frá N-lrlandi 5—0. Mönchengladbach vann einnig fyrri leikinn, 2—0. Italska liðið AC Milan gerði jafntefli, 2—2, við gríska liðið Saloníki. Milan vann fyrri leik- inn, 3—0, og kemst því í undanúr- slitin. 1 Evrópubikarkeppninni meist- araliða urðu úrslit m.a. þau í fyrrakvöld, að Celtic frá Skot- landi sigraði Basel frá Sviss,4—1, og kemst því áfram á hagstæðari markatölu, en sem kunnugt er vann Basel fyrri leikinn 3—2. 1 sömu keppni vann CSKA Sofia leik sinn við Bayern Munchen, en þýzka liðið kemst þó áfram sökum stærri sigurs á heimavelli sínum. 1 UEFA-bikarkeppninni vann Tottenham sigur gegn þýzka lið- inu Köln, 3—0, en Tottenham hafði einnig unnið fyrri Ieikinn, 2— 1. Feyenoord frá Hollandi vann svo Chorzow frá Póllandi, 3— 1, eftir framlengingu og kemst áfram. Loks vann svo Lokomotiv frá A-Þýzkalandi enska liðið Ips- wich, 1—0, en Ipswieh hafði sigr- að með sömu markatölu í fyrri leiknum. Fór fram vítaspyrnu- keppni og þar vann Lokomotiv sigur, 4—3, og heldur því áfram í keppninni. Er því Tottenham Hot- spur eina enska liðið, sem eftir er í Evrópubikarkeppninni að þessu sinni. Helgardvöl í Hlíðarfjalli Iþróttasíðu Morgunblaðsins hefur borizt bréf frá hópi manna f Garðahreppi, sem eyddi helgi fyrir nokkru við skíðaiðkanir og útilíf í Hlíðar- fjalli. Fer hréfið hér á eftir. „Dagana 15.—17. marz dvaldist hópur áhugamanna úr Garðahreppi við útilíf og skíða- iðkanir í Hlfðarfjalli við mjög góðar aðstæður. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Úrvals eru farnar þriggja daga skfða- ferðir í skíðahótelið í Hlíðar- fjalli hvern föstudag. Þrjár lyftur eru starfræktar í Hlíðarfjalli. Stólalyfta, sem er 1000 metra löng, togbraut við Stromp, 500 m löng, og svo um 250 m togbraut við hótelið. Þegar upp í fjallið er komið er um margar skemmtilegar leið- ir að velja niður og eru þær vel troðnar og merktar. Snjó- troðarinn fer af stað snemma hvern dag og hefur lokið verki sínu áður en fyrstu skíðamenn- irnir koma í brekkurnar. Þær eru því ætíð vel troðnar að morgni hvers dags og gott skíðafæri tryggt þar — það kunna skíðamenn að meta. Ástæða er til að óska skíða- mönnum til hamingju með snjótroðarann, þar sem ljóst er, að hann gjörbreytir aðstæð- um til hins betra, sérstaklega breytir hann miklu fyrir allan almenning. Þeir, sem óska, geta fengið tilsögn hjá ágætum skíðakennurum og fullkominn skíðaútbúnaður — skíði, skór og stafir — er til leigu fyrir hótelgesti. Öll aðstaða og þjónusta í skíðahótelinu er með miklum ágætum Her- bergin eru vistleg 2ja manna herbergi, góður matur er fram- reiddur og svo er gufubað í kjallara. Við viljum láta í ljós ánægju okkar með vel heppnaða helgardvöl f Hlíðarfjalli og þakka góða þjónustu af hálfu allra starfsmanna. Við nutum útilífs, hvíldar og kyrrðar í rík- um mæli við beztu aðstæður, þess vegna höfum við þegar lagt drög að helgardvöl í Hlíðarfjalli næsta vetur. Akureyringar, við óskum ykkur til hamingju með skfða- aðstöðuna í Hlfðarfjalli. Garðahreppi 20. marz 1974. G.S.“ Islandsmót í borðtennis Islandsmeistaramótið í borð- tennis fyrir fullorðna verður haldið dagana 6. og 7. aprfl n.k. f Laugardalshöllinni. Keppt verður í öllum greinum karla og kvenna og auk þess í fyrsta sinn í öld- ungaflokki. ÞátttökutiIkynningar þurfa að hafa borizt skrifstofu Isl eða í pósthólf 864 fyrir 29. marz n.k. Þátttökugjald er kr. 300,00. Norwich vann BARATTA ensku bolnliðanna í L deild verð- ur stöðuKt harðari. t fyrrakvöld lóku tvö þessara liða innbyrðis, Norwich og Birming- ham. Leikurinn fór fram f Norwich og lauk með sigri heimaliðsins, 2—1. I>ar með hefur Norwich hlotið23stig í deildinni, einu meira en Manchester United, sem situr nú eitt á hotninum með 22 stig. United hefur reyndar leikið tveimur leikjum færra en Norwich. Birmingham hefur svo 25 stig eftir 35 leiki. IVIjög líklegt verður að tcljast, að þessi þrjú lið faili í aðra deild, þótt enn eigi örugglega niargt eftiraðgerast f harúttu þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.