Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Alexander Kárason húsasmiður - Minning I DAG verður gerð útför Alexand- ers Kárasonar, húsasmiðs, Bugðu- læk 13 hér í borg. Hið skyndilega fráfall hans kom mér og öðrum vinum hans mjög á óvart því við höfðum bundið vonir við, að hann væri nú óðum að komast yfir hjartaáfall það, er hann hlaut fyrir tæpum tveimur árum. Hann var farinn að stunda vinnu sína á ný og leit bjartari augum fram á veginn. Með hækkandi sól virtist starfs- þráin og starfsgetan aukast og jafnframt vonir um fullan bata. En fyrirvaralaust kom kallið hinn 13. þ.m. Alexander fæddist hinn 28. september 1920 að Haga í Staðar- sveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Gísla- dóttir og Kári Magnússon bóndi í Haga, bæði komin af merkum ætt- um á Snæfellsnesi. Alexander dvaldi í föðurgarði fram um tvítugsaldur og ólst upp við öll venjuleg landbúnaðarstörf eins og börn og unglingar áttu að venjast á þessum árum. Arið 1938 fór hann í hérðasskólann að Reyk- holti og var þar í tvo vetur við hið almenna nám, en fór síðan í fram- haldsdeild þriðja árið og lagði þá aðallega stund á smíðar. Má 'segja, að þá hafi verið lagður grund- vöilur að framtíðarstarfi hans, en hann lauk síðar prófi i húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavik. Starfaði hann æ síðan að þessari iðn. Vann hann m.a. að smíði ým- issa meiriháttar skólabygginga í Reykjavík og viðar. Hjá Tómasi heitnum Vigfússyni vann hann í yfir 15 ár, en á seinni árum var hann lengst af hjá Böðvari Bjarnasyni, húsameistara. Er óhætt að fullyrða, að hann var ætíð mikils metinn af vinnu- veitendum sem vinnufélögum fyrir störf sín, reglusemi og trúnað. Alexander var mikill unnandi bókmennta og lista. Einkum hafði hann áhuga á þjóðlegum fróðleik og ljóðum. Var hann mjög vel lesinn og víða heima. Hann hafði frábært minni og því gaman og fróðlegt að heyra hann og ræða við hann um þessi efni. Féllu þá oft mörg „gullkornin“, því Alex- ander var vel orðhagur og einkar sýnt um að draga fram aðalatriði þess, er um var rætt, í fáum orð- um eða jafnvel einu hnitmiðuðu orði. Eiga vinir hans margar ógleymanlegar minningar frá slíkum samræðustundum. Alexander hafði mikla ánægju af að ferðast — skoða landið og náttúruna. Övíða leið honum bet- ur en með stöng í hönd við fagurt fjallavatn. Hann var tryggur vin- ur og félagi. Hinn 23. október 1948 kvæntíst Alexander Ingveldi Jónatans- dóttur frá Mið-Görðum í Kolbeins- staðahreppi. Var mikið jafnræði með þeim hjónum. Bæði uxu úr grasi í skjóli hinna fögru fjalla á Snæfellsnesi. Og þau áttu mörg sameiginleg áhugamál. Ingveldur bjó manni sínum aðlaðandi heim- ili, nú síðustu 16 árin að Bugðu- læk 13. Þangað voru vinir og vandamenn ávallt velkomnir. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en ófá eru þau börn, sem um lengri eða skemmri tíma dvöldu á heimili þeirra og nú minnast þeirrar hlýju og vel- vildc: sem umvafði þau meðan þau voru hjá Ingu og Alla. Ég vil nú að leiðarlokum þakka vini mínum trygga og einlæga vináttu frá fyrstu kynnum. Við hjónin þökkum hinar fjölmörgu samverustundir — þá hiýju og hjálpsemi sem þau Alexander og Ingveldur hafa ávallt sýnt okkur og börnum okkar. Við sendum Ingveldi, systkin- um hins látna og öðru venzlafólki okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Ásgeir Olafsson. Orð hrökkva skammt, þegar minnzt er látins vinar. Við miss- um mikið, er Alexander Kárason hverfur svo skyndilega á brott, en við höfum líka margt að þakka frá löngum og góðum kynnum. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir næstum þrjátíu árum, en þá vorum við báðir að hefjast handa i starfsgrein okkar. Löngum síðan Minning: Fædd 14/5 1894. Dáin 14/3 1974. SÆLIR eru hjartahreinir. Þessi orð meistarans koma mér í hug, er ég minnist Guðnýjar Haralds- dóttur. Hennar fjársjóðir voru sakleysi, hjartahlýja, trúin á guð og það góða í öllum, sem hún kynntist. Hún tók málstað allra, sem á var hallað, sérstaklega æskufólks og barna, það var hennar eðli að líta alltaf á björt- ustu hliðarnar. Guðný átti eina dóttur, og fyrir hana, ömmu og langömmubörnin, fórnaði hún öllum kröftum, af sinu takmarkalausa örlæti. Ekkert var svo erfitt, að hún legði það ekki fúslega á sig fyrir þau. Það hefði mátt segja um hana eins og einar Benediktsson segir um móður sína. hefur haldizt með okkur og fjöl- skyldum okkar góð vinátta. Skömmu eftir að við Alexander kynntumst kvæntist hann eftirlif- andi konu sinni, Ingveldi Jónatansdóttur, og bættist mér þar annar ágætur vinur, en hon- um einstakur lífsförunautur. Fjölskylda mín minnist með þakklæti ótalinna ánægjustunda með þeim hjónurp á heimilum okkar og á ferðalögum hér heima Og erlendis. Alexander Kárason var einstak- lega góður drengur og jafnágætur félagi. Hann var léttur og þægi- legur í viðmóti, ræðinn og fundvís á hið broslega og skemmtilega. Betri vinnufélaga var ekki hægt að hugsa sér. Hann horfði jafnan framhjá göllum félaga sinna og beindi athyglinni að því bezta í hverjum manni, og nutu góð- vildar hans margir þeir, sem minna máttu sín. Alexander var dugmikill og hagur starfsmaður, Þú vóst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. Háöldruð var hún eins og vök- ull andi hússins, réttandi hlýja og huggandi hönd jafnt á nóttu sem degi. Það var aldrei spurt um laun né taldar vinnustundir, heldur glaðzt yfir að fá að fylgjast með vexti þeirra og þroska. Það veitti henni líka mikla gleði, því öll eru þau vel af guði gerð og gott fólk. Dótturbörnunum lærðist líka að meta ömmu sína og voru henni hlý og góð, er hún var farin að heilsu og kröftum. Alla tíð hélt hún glaðlyndi sfnu og gekk um létt á fæti og hnarreist krýnd sin- um gullnu hærum. Guðng Haraldsdóttir frá Tandrastöðum t Eiginmaður minn og faðir okkar, SNORRI HÖRGDAL ÓSKARSSON, Flókagötu 64, andaðist 20 marz Sigriður Eggertsdóttir, Eggert Snorrason, Þór Snorrason. t Faðir minn, GESTUR GUÐMUNDSSON, bóndi frá ReykjahlíS, andaðist að Vifilsstöðum að morgni 20. marz s.l. F.h. aðstandenda Ingimundur Gestsson. t Ástkær eiginmaður minn, t Móðir okkar og tengdamóðir, AÐALSTEINN LÁRUSSON, Gnoðarvogi 30, sem andaðist 14 þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugar- daginn 23. marz kl. 1 0 30 f.h. Kristín Magnúsdóttir, börn og systkini. KRISTRÚN EYVINDSDÓTTIR, frá Stardal, andaðist I Landakotsspítala hinn 20. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför. RAGNHEIÐAR GUOJÓNSDÓTTUR, Vífilsgötu 7 Sérstakar þakkir færi ég skyldfólki fyrir þeirra aðstoð. Sigrlður Guðjónsdóttir. KRISTJÁNS ANDRÉSSONAR, frá Djúpadal. Herdfs Sakaríasdóttir og aðrir aðstandendur. t Hjartanlega þökkum við öllum, er vottuðu okkur samúð.og vináttu við andlát og útför KRISTJÁNS ÁSGRÍMSSONAR skipstjóra, Suðurgötu 49, Siglufirði, og heiðruðu minningu hans. Guðrún Sigurðardóttir, börn, barnabörn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU SVEINSDÓTTUR, Austurbyggð 4, Akureyri. Bergur Pálsson, Guðný Bergsdóttir, Páll Bergsson, Bergur Bergsson, Þórunn Bergsdóttir, Friðrjk Steingrfmsson, Guðrún Bergsdóttir, pá|| Sigurðsson og barnabörn. en ekkert var þó fjær honum en að halda sjálfum sér fram til sam- jafnaðar við aðra. Hann hafði stál- minni og var vel lesinn og fróður um margt. Vegna hæversku hans veitti ekki af löngum tíma til að finna alla þá hæfileika, er hann bjó yfir. Alexander skapaði ásamt konu sinni fallegt og gott heimili, sem vitnar um snyrtimennsku og ráðdeild, en þau hjónin voru svo samhent, að í hugum vina sinna voru þau óaðskiljanleg. Fyrir u.þ.b. tveimur árum kenndi Alexander þess sjúkleika, sem nú hefur leitt hannáil dauða, en þann erfiða tima reyndist eiginkonan honum betur en nokkru sinni. Ég votta henni dýpstu samúð mína svo og systkinum og öðrum ættingjum. Ég kveð Alla vin minn og flyt honum þökk fyrir allt, við munum alltaf telja minninguna um hann meðal þess dýrmætasta, sem okkur hefur áskotnazt. Einar S. Bergþórsson. En sorgin kvaddi líka dyra hjá henni, er hún varð að sjá á bak litlum elskulegum glókolli. Lang- ömmubarni sinu, sem hún hafði annazt af svo miklum kærleik og unni svo mjög, það var stór harm- ur, sem trúin ein gaf henni styrk til að bera. Nú hefur hún flutzt á æðra tilverustig til hans Árna litla, við hlið hans var hún lögð til hinztu hvíldar. Þar hlakkaði hún til að hvíla. Ég trúi því, að nú sé Guðný umvafin kærleika guðs og ástvinanna, sem á undan voru farnir. Eg þakka henni hlýju og vináttu, og bið henni fararheilla. G.J. t Sonur okkar og bróðir, STEFÁN SKÚLASON, andaðist í Kaupmannahöfn 6 þm Jarðarförin hefur farið fram. Ingrid Sveinsson, Skúli Þórðarson, Helga Jensen, Ásdís Ásmundsdóttir, Lfney Skúladóttir, Skúli Skúlason. t Utför eiginkonu minnar og móður okkar, EMELÍU ÁSGEIRSDÓTTUR, Sólvallagötu 44. Keflavík, fer fram frá Keflavlkurkirkju, laugardaginn 23. þ m. kl. 14 Gunnar Guðnason og börn. t Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, JÓN ÞORBERG STEINDÓRSSON verður jarðsunginn kl. 2 laugar- daginn 23. marz frá Lágafells- kirkju. Bryndís Jónsdóttir, Smári Jónsson. Anna Guðjónsdóttir, Steindór Steindórsson, Ellert Steindórsson, Steindór Steindórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.