Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Afmæliskveðja: Pétur Jónatans- son bóndi Neðri-Engidal INN frá botni Skutulsfjarðar gengur grösugur og fallegur dalur, sem heitir Engidalur, þar er friðsælt og sumarfallegt. Nokkuð framar með ánni, sem rennur um dalinn, er jörðin Neðri-Engidalur þar sem Pétur tónatansson býr og kona hans Guðmunda Katarínusdóttir frá Arnardal. Pétur er fæddur á Efstabóli í Korpudal í Önundar- firði 5. janúar 1894, sonur Jóna- tans Jenssonar bónda þar og konu hans Kristinar Kristjánsdóttur Vorið 1908 verða þáttaskil í lífi Péturs, þá flyzt hann með foreldr- um sínum úr Önundarfirði norður í Engidal í Skutulsfirði, og hefur hann búið þar allt frá ferm- ingaraldri. Pétur í Engidal er eng- inn efnishyggjumaður, hann er léttur í máli, gamansamur og hrókur alls fagnaðar á mannfund- um. Hann dansar eins og menn á góðum aldri, er teinréttur og hef- ur ágæta rithönd, enda ritari í stjórn Búnaðarfélags Skutuls- fjarðar um margra ára skeið. Hann er friðsamur maður, óádeilinn og gestrisinn í bezta lagi. Okkur, sem höfum verið nágrannar Péturs í 30 ár, og í samstarfi með honum í félagsmál- um, finnst það ótrúlegt að hann hafi 80 ár að baki sér, en þó er það satt. Hann keyrir bfl sinn ennþá og hefir aldrei hlekkzt á, þó var hann nokkuð við aldur er harin tók bílþróf. Lengi fram eftir ævi var Pétur heilsulinur, þoldi illa vosbúð, sem oft var í daglegum mjólkurflutningum til ísafjarðar í misjafnri færð og veðrum. En þó tókst Pétri að rækta og byggja upp öll hús á jörðinni úr stein- steypu, svo þetta er orðið hið snotrasta býli. Við öllþessi störf á kona hans sinn stóra hlut, því hún hefir oft unnið öll bústörf sem hraustleika karlmaður. Þau hjón- in eignuðust fjórar dætur, sem allar eru löngu farnar að heiman og giftar. Elst þeirra er Kristín, búsett á ísafirði og gift Gunnari Hjartarsyni. Þau eiga einn son. — Önnur var Sólveig húsfreyja í Efri-Tungu í Skutulsfirði, gift Jó- hanni Pétrí Ragnarssyni bifvéla- virkja. Sólveig dó skyndilega haustið 1963 og var öllum harm- dauði. Þau áttu tvö börn, sem eru í föðurgarði. Þriðja er Gerður, húsfreyja í Astúni á Ingjalds- sandi, gift Ásvaldi Guðmundssyni bónda þar og kennara. Fjórða dóttirin er Katrín, gift Guðna Jó- hannessyni, þau eiga tvær dætur, og eru búsett á ísafirði. Það er óvenjulegt að bændur reki búskap um áttrætt og þar yfir, ég minnist þess ekki i mínum uppvexti. Heyöflun er að vísu langtum auðveldari nú, en aftur er hjúahald horfið, svo 'hver Verður að basla með sitt. Eg vona, að Pétur eigi eftir að búa nokkur ár enn, með sinni dugmiklu konu. Að lokum vii ég óska Pétri, konu hans og börnum allra heilla, með þökk fyrir ágæt kynni og margar gleðistundir í ljóði og lagi „Lifðu heiil“. Fagrahvammi í janúar 1974, Hjörtur Sturlaugsson. Hafnarfirðl lll sölu raðhús á góðum stað við Smyrlahraun. Falleg og vönduð eign. Gott verð og greiðsluskilmálar. Árni Grétar Finnsson hrl., Strandgötu 25, Hafnarfirði. Sími 51500. LJERID VÉLRITUN Ný námskeið eru að hefjast. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar i símum 85580 41311 og 21 71 9 Vélritunarskólinn, Suðurlandsbraut 20, Þórunn H Felixdóttir Frá FlmleikasamDandi isiands Meistaramót F.S.Í. í stigakerfi áhaldafimleika fyrir pilta og stúlkur, verður haldið í íþróttahúsi Hafnarfjarðar dagana 6—7 apríl. Keppt verður í þessum aldursflokkum: 1 2 ára og yngri. 1 3 og 14 ára. 1 5 og 16 ára. 1 7 ára og eldri. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist Fimleikasambandi fslands fyrir 28. marz. F.S.Í. Hafnarllörður - ídúð óskast Óska eftir að kaupa 2ja herb. íbúð í Hafnarfirði, helzt 1 Norðurbænum. Útb. allt að 1700 þús. kr. Uppl. í síma 51888 og 52844 (heima). JCHlllllNfS < J FASTEIGNASALA - SKIP OG VERDBRÉF 5TRANDGÖTUli HAFNARFIRÐI 3ÍMI 52680 Nyr DATSUNI20Y Bill án verksmi6jugalla Datsun- 120 Y er glæsilegur arftaki Datsun 1 200, sem dáður er af fjölda anægðra e'gen^ a- Engir verksmiðjugallar, óvenjulega lit.ð v ðhald^ Neyzlugrannur. Jvöfalt bremsukerfi, og • öryggisbremsur. Öryggisstýri. v° o rúða. Upphituð afturrúða. Rullubelti. Teppi á gólfi o.fl. 69 DIN-ha. Eyðsla 7 lítrar á100 km. — ÚtboÓ Tilboð óskast í smíði fyrsta áfanga íþrótta og félags- heimilis í Þorlákshöfn. Útboðsgögn verða afhent í skrif- stofu Ölfushrepps, gegn 5. þús. kr. skilatryggingu. Eigendanefnd. 0 KJÖRSKRÁ fyrir sveitarsjórnarkosningarnar í Seltjarnarneshreppi, sem fram eiga að fara sunnudaginn 26. maí 1974, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu Sveitarsjóra í Mýrahúsaskóla eldri, Seltjarnarnesi, frá kl. 9 —15 alla virka daga, nema laugardaga frá og með 26. marz til og með 23. apríl 1 974. Kærum út af kjörskrá skal skila til Sveitastjóra fyrir kl. 24, laugardag. 4. maí 1 974. Sveitarstjórinn í Seltjarnarneshreppi. Getlð Dér hjálpað mér? stimpilmerkjum eða öðrum slikum. Einnig óska ég eftir frímerkjum á reikningum að skjölum stimpluð Tollur. Staðgreiðsla. Öllum bréfum svarað strax. Redaktör Axel Miltander, Nordenskiöldsgatan 19, 413 09 Göteborg, Sverige. Málaskóli------------------------ 2 69 0 Lestrardeiidir undir landspróf íslenzka — stærðfræði — eðlisfræði — enska — danska. Úrvals kennarar í öllum greinum. Ath.: Þið sparið dýra einkatíma með þvi að læra hjá okkur. £ Innritun daglega. 0 Kennsla hefst 8. apríl. ______________________Halldórs KODAK Litmpdir a(rdöpm HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590 Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.