Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 17 Noregur: Sósíalistar vilja ræða öryggismálin í Norðurlandaráði uninni í samskiptum Norðurland- anna. Nefndin komst að ýmsum sameiginlegum niðurstöðum og lýsir m.a. ánægju með þróunina f þessum málum síðastliðin 20 ár. Lögð er áherzla á, að það sé undir hverju landi um sig komið hvert framhaldið verður. 1 tillögu sósíalista um að utan- rikis- og öryggismál skuli verða hluti af norrænni samvinnu er því haldið fram, að slíkt gæti hjálpað til við pólitiskar endur- bætur heima fyrir og einnig við að losa Norðurlönd við áhrifavald stórveldanna. Þeir telja, að með því geti Norðurlönd haft „mild- andi“ áhrif og minnkað spennuna milli austurs og vesturs. Meirihluti nefndarmanna lýsti sig þó algerlega andvígan þessari tillögu og minntu m.a. á, að Finn- land hefði ásínum tima gerzt aðili að Norðurlandaráði gegn því lof- orði, að það myndi ekki fjalla um öryggismál. / • • Arásin á Onnu prinsessu og Mark Philipps: 26 ára Englendingur sakað- ur um morð- og ránstilraun Mynd þessi var tekin f London f fyrrakvöld og sýnir hvítu Fordbifreiðina fyrir framan bifreiðina, sem Anna prinsessa og Mark maður hennar voru f á leiðinni til Buckingham-hallar. Ósló, 21. marz, NTB. SÓSlALISKA kosningabandalag- ið í Noregi hefur lagt til, að öryggis- og utanríkismál verði felld inn í þá málaflokka, sem fjallað er um f norrænni sam- vinnu. Þetta kemur fram í skýrslu frá stórþingsnefnd, scm bandalagið átti fulltrúa í. Meiri- hluti nefndarinnar var þó á móti þvf, að þetta yrði gert. Nefnd þessi var skipuð fyrir tveimur árum eftir umræður um norrænt samstarf í þinginu og var hún beðin að skila áliti á þró- London, 21. marz AP-NTB 26 ára atvinnulaus Englending- ur, Ian Ball að nafni, var f dag leiddur fyrir rétt f London og sakaður um morðtifræði við Iff- vörð Önnu prinsessu og tilraun til að ræna henni og eiginmanni hennar, Mark Philipps höfuðs- manni f gærkveldi. Brezka lög- reglan kannar nú, hvort fieiri kunni að hafa verið f vitorði með Ball, meðal annars vegna þess, að í Ijós kom, að hann átti grunsam- lega mikið fé á bankareikningi. Roy Jenkins, innanrfkisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað, að öryggisgæzla drottningar og fjöi- skyldu hennar verði aukin. Fjórir menn særðust í árásinni, sem gerð var um áttaleytið í gær- kveldi í strætinu The Mall, sem liggur að Buckingham höll. Voru Anna og Mark Philipps á leiðinni þangað akandi, þegar hvít bifreið af gerðinni Ford Escort ók í veg fyrir þau og neyddi þau að gang- stéttarbrúninni. Hljóp ökumaður hvítu bifreiðarinnar síðan út og mundaði vélbyssu. Eftir skothríð hans var verst leikinn lífvörður prinsessunnar, James Beaton, en einnig særðust ökumaður prinsessunnar, lögreglumaður, sem reyndi að stöðva árásarmann- inn, og blaðamaður, sem kom að- vifandi í leigubifreið og hljóp út úr henni og á vettvang, þegar skothríðin hófst. Hvorki Anna né maður hennar hlutu meiðsli og haft er eftir sjónarvottum, að Mark hafi reynt að skýla konu sinni með því að snúa baki i árás- armanninn meðan hann hamaðist á afturhurð bifreiðarinnar til að reyna að opna hana. Þau hjónin höfðu í fyrstu ætlað að stiga út úr bifreiðinni en séð sig um hönd, læst sig þar inni og hniprað sig saman á gólfinu afturí. Þegar lögreglumenn dreif að úr öllum áttum, lagði árásarmaður- S- Afríka: 3 af 12 fund- ust lifandi Jóhannesarborg, S-Afrfku, 21. marz NTB I DAG fundust lifandi 3 af 12 námaverkamönnum, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag, er hrun varð f gullnámu f S-Afríku með þeim afleiðingum, að 19 manns lokuðust niðri f námunni. Fimm fundust samdægurs lifandi og tvö lfk og hefur hinna tólf sfðan verið leitað. Mennirnir þrír, sem fundust í dag, voru á 1950 metra dýpi. Þeir voru svo til ómeiddir. Björgunarstarfi er haldið áfram. inn á flótta en var handtekinn fljótlega í St. James garðinum þar skammt frá. 1 fórum hans fannst löng rugl- ingsleg orðsending til Elizabetar drottningar, þar sem krafizt var um milljón sterlingspunda lausn- argjalds fyrir Önnu og Mark. Mátti að sögn lögreglunnar merkja af orðalagi orðsendingar- innar að höfundur hennar bar engan hlýhug til drottningar. Sömuleiðis fundust í bifreiðinni hvftu þrenn handjárn, ökuskír- teini og tvö umslög, stiluð á brezk stórfyrirtæki. Eftir því sem næst verður kom- izt, að sögn AP, var hleypt af 11 skotum meðan á viðureigninni stóð. Vísbendingar fundust um vatn í Kohoutek Tel Aviv, 21. marz AP. BANDARlSK hjón, sem bæði eru stjörnufræðingar að mennt, hafa uppgötvað vatn f halastjörnu f fyrsta sinn, að þvf er frá hefur verið skýrt af hálfu háskólans f Tel Aviv. Hjón þessi, Dr. Peter Wehinger og Dr. Susan Wyckoff, eru 36 og 32 ára að aldri, búsett í Lawrence, þar sem þau stöfuðu við Kansas- háskóla. Þau komu fyrir tveimur árum til Israels sem ferðamenn en ákváðu að vera þar um kyrrt um hríð og starfa á vegum háskólans í Tel Aviv, m.a. að stjarnfræðilegum athugunum í Negev-auðninni. Síðustu mánuði hafa þau fylgzt með halastjörnunni Kohoutek og hinn 10. janúar sl. tóku þau lit- rófsmynd, sem sýndi óyggjandi fram á, að ioniserað vatn væri þar að finna. Þau telja þetta benda til þess, að vatn sé í öllum hala- stjörnum. Dr. Wyckoff sagði, að um hrið hefði verið vitað, að vatn væri að finna í andrúmslofti Mars og Venusar en þetta væri í fyrsta sinn, sem merki fyndust um vatn í halastjörnu. ferðum sinum, hvort sem er heima eða erlendis, og haldið þvi fram, að þeir, sem á annað borð ætluðu sér að koma þeim fyrir, gætu það, þrátt fyrir öryggis- gæzlu. Að því er segir í NTB-frétt, var f gærkveldi hringt til dagblaðs í Belfast á N-írlandi og sagt, að varnarsamtök kaþólskra manna þar stæðu að baki árásinni en í frétt frá AP segir, að þrátt fyrir orðróm um, að frskir þjóðernis- sinnar kynnu að eiga þarna hlut að máli, væri skoðun lögregl- unnar brezku sú, að árásin væri ekki af pólitískum toga spunnin. Öryggisgæzla fjölskyldunnar efld Ian Ball var aðeins tvær mínút- ur fyrir rétti í London í dag meðan hann var ákærður og úr- skurðaður I sjö daga varðhald. Hann sagði ekkert nema hvað hann óskaði eftir lögfræðiaðstoð. Yfirheyrslur yfir honum hefjast 28. marz n.k. Þetta er i fyrsta sinn frá því árið 1939 að árás er gerð á brezku þjóðhöfðingjafjölskylduna. Eliza- bet drottning og maður hennar Filippus prins héldu áfram opin- berri heimsókn sinni í Indónesiu í dag samkvæmt áætlun eftir að hafa rætt við forsætisráðherra Bretlands og Önnu prinsessu í síma. Öryggisvörður drottningar var efldur, sömuleiðis vörður við heimili önnu og Marks á landar- eign Sandhurst-herskólans, þar sem Mark er kennari — og um Charles prins, sem staddur er í Kaliforniu. Fjölskylda drottn- ingar hefur yfirleitt verið andvíg miklum öryggisráðstöfunum á Anna og Mark Philipps. Bandarískir hernaðar- ráðunautar í Kambódíu? Washington, 21. marz NTB. HAFT er eftir stjórnar- heimildum í Washington, að varnamáfanefnd öldungadeildar bandarfska þingsins hafi óskað eftir skýringum James Schles- ingers, landvarnaráðherra, varð- andi fréttir, sem borizt hafa um að bandarfskur herforingi hafi starfað óföglega sem ráðunautur stjórnarhersins f Kambódfu. Þessar heimildir herma, að John Stennis, formaður nefndar- innar, hafi að tilmælum eins öld- ungadeildarþingmanns demó- krata, Alans Cranstons, beint formlegum tilmælum til Schles- ingers um að hann gerði grein fyrir þessu máli. Það var dagblaðið „Washinton Post“, sem skýrði frá þvi, að Lawrence Ondecker höfuðsmaður hefði starfað sem ráðgjafi hersins í Kambódiu. Að sögn bandaríska utanríkisráðuneytisins hefur hann neitað því að hafa brotið gegn Iögum þeim, sem bandariska þingið samþykkti á sínum tíma um bann við ráðgjafastarfsemi bandarískra hermanna í Kam- bodíu. Cranston er sagður hafa hafið á eigin vegum rannsókn á staðhæf- ingum, sem fram hafa komið um, að á annað hundrað bandarískir herforingjar hafi á sl. ári verið i þjónustu Kambódiuhers sem hernaðarráðunautar. Átti að smygla öskunni úr landi? Prag, 21. marz AP. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum f Prag, að krukku með öskunni af jarðneskum leifum fyrrverandi forseta tékkneska þjóðþingsins, Josefs Smrkovskys, hafi verið stolið og hún sfðan fundizt f námunda við landamæri Tékkóslóvakfu og Austurrfkis. Er gizkað á, að tilraun hafi verið. gerð til að smygla henni úr landi. Þegar Smrkovsky lézt, 14. janúar sl., var þess getið i tékkneskum fjölmiðlum og eftir að lík hans hafði verið brennt, var ösku hans komið fyrir f grafreit Smrkovsky fjölskyldunnar i Olsanske kirkjugarðinum í Prag. Framhald á bls. 39 Litvinov kennarí í USA Róm, 21. marz AP SOVEZKI andófsmaðurinn Pavel Litvinov kom til Róma- borgar í dag frá Vín og mun hafa þar nokkra viðdvöl, áður en hann fer til Bandaríkjanna. Hann fékk vegabréfsáritun til Bandaríkjanna meðan hann dvaldist í Austurríki og gerir sér von um að fá stöðu sem eðlisfræðikennari vestra. Litvinov, sem er 33 ára að aldri, er sonarsonur Maxims Litvinovs sem var utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna um hríð á valdatima Stalins. Lit- vinov yngri var rekinn frá Sovétríkjunum vegna gagn- rýni sinnar á sovézk yfirvöld. Segir hann, að sér hafi verið gert Ijóst af hálfu sovézku leynilögreglunnar — KGB, þegar hann var handtekinn í desember sl., að hann yrði sendur aftur til Síberíu, ef hann ekki féllist á að fara úr Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.