Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 40
Fékkst þú þér TROPICANA ■ i morgun ? FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 nk. mánudag Þingkosningar í maí, júní eða næsta haust? Verður Keflavíkursjónvarpið takmarkað við flugvöllinn? Q A fundi ríkisstjíírnarinnar í gærmorgun náðist samkomulag milli stjórnarflokkanna um svo- kallaðan umræðugrundvöll í varnarmálunum, sem leggja á fyrir fulltrúa Bandaríkjastjórnar á næsta viðræðufundi. Að megin- efni til byggist þessi umræðu- grundvöllur á tillögum Einars Agústssonar, sem tekið hafa veru- legum breytingum að kröfu ráð- herra Alþýðubandalagsins. Upphaflegar tillögur utanríkis- ráðherra mátti skilja á þann veg, að bandarískar flugsveitir hefðu fasta bækistöð á íslandi, en sam- kvæmt þeirri breytingartillögu sem forsætisráðherra lagði fram s.l. þriðjudag og birt var i Morgunblaðinu i gær, er nú sér- staklega tekið fram, að svo sé ekki. í nýjum tillögum, sem Einar Ágústsson lagði fram fyrir uþ.b. hálfum mánuði, var ekki lengur talað um flugsveitir Bandarikja- manna, heldur flugvélar á vegum Atlantshafsbandalagsins, en sam- kvæmt því sem Morgunblaðið hef- ur fregnað mun þessu hafa verið breytt á ný þannig, að í umræðu- grundvellinum sé nú talað um lendingarleyfi fyrir flugsveitir Bandaríkjamanna. Raðherrar Alþýðubandalagsins höfðu krafizt þess, að tillögur þessar yrðu lagðar fram sem úr- slitakostir, en á ríkisstjórnarfund- inum i gærmorgun var þeirri kröfu hafnað af ráðherrum Fram- sóknarflokksins og SFV. Á ríkisstjórnarfundinum mun einnig hafa verið tekin ákvörðun um að Keflavíkursjónvarpið yrði takmarkað við flugvöllinn þannig að það sæist ekki utan hans. í dag kl. 2 er boðaður fundur í utan- ríkismálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um þennan um- ræðugrundvöll Ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu krafizt þess, að tillögur í GÆRKVÖLDI kl. 21 hófust samningafundir hjá Hinu ís- lenzka prentarafélagiog Grafiska sveinafélaginu við atvinnurek- endur. Var fundunum ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prent- un, en ef ekki næst samkomulag við Grafiska sveinafélagið í dag, skellur á verkfall hjá þeim á mið- þessar yrðu lagðar fram sem úr- slitakostir, en á rikisstjórnarfund- inum i gærmorgun var þeirri kröfu hafnað aLráðherrum Fram- sóknarflokksins og SFV. Á ríkisstjórnarfundinum mun Framhald á bls. 39 nætti í kvöld og Hið íslenzka prentarafélag hefur boðað verk- fall n.k. miðvikudag, ef samkomu- lag næst ekki fyrir þann tima. Siðustu samningafundir þar til í gærkvöldi voru á þriðjudags- kvöld, en á milli ber í nokkrum atriðum. Stöðvast blöðin? Q Herranótt MR hefur nú sýnt söngleikinn Lísu í Undralandi þrisvar sinnum í Austurbæjar- bíói við mjög góSar und- irtektir. A myndinni sjást þrír leikaranna í feikna stuði, en næstu sýningar verða föstu- dags- laugardags- og mánudagskvöld. MIKLAR umræður fara nú fram innan stjórnarflokkanna um kosningar til Alþingis á þessu ári, en næstu reglulegu þingkosn- ingar eiga að fara fram í júní- mánuði 1975. Aukið umtal um þingrof og kosningar nú stafar af þvi, að afgreiðsla skattafrum- varpsins á Alþingi sýndi ráð- herrunum fram á, að þeir hafa ekki nægilegan þingstyrk til þess að geta stjórnað landinu. Í forystugrein annars helzta málgagns ríkisstjórnarinnar, Þjóðviljanum, í gær er fjallað er um stöðu stjórnarinnar á Alþingi og þar segir, að eðlilegustu við- brögð við þeirri stöðu séu að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Innan Alþýðubandalagsins munu hugmyndir um kosningar í mai- mánuði á sama tíma og sveitar- stjórnakosningar fara fram. i Framsóknarflokknum hefur ým- ist verið rætt um þingkosningar í júní eða ánæsta hausti. í forystugrein Þjóðviljans i gær Framhald á bls. 39 Sjómerai undir- búa verkfall „ÞAÐ er allt komið f strand í samningamálunum," sagði Jón Sigurðsson forseti Sjómannasam- bands tslands, þegar við höfðum samband við hann í gær og kvað hann sjómannafélögin og Sjó- mannasambandið vera að undir- búa verkfallsboðun, sem kæmi til framkvæmda um mánaðamótin eða fyrstu dagana í apríl. Jón sagði, að ekki hefði verið hægt að hnika samningstímanum, en í því fælist ágreiningurinn. Framhald á bls. 39 Sements- tonnið hækkar um 27% RIKISSTJÓRNIN hefur heim- ilað Sementsverksmiðju ríkis- ins 27% hækkun á sementi. Hækkunin kom til fram- kvæmda í fyrradag. Portlandsement, algengasta tegundin, hækkar um tæpar eitt þúsund krónur tonnið frá verksmiðjunni. Það kostaði fyrir hækkunina 3.580 krónur en kostar nú 4.560 krónur. Þetta verð er án söluskatts. Hækkunin eftir sementsteg undum er nokkuð mismun andi, t.d. hækkar hraðsemenl nokkru meira en portlands- sement. Varnarmálin: Samkomulag í ríkisstjóm um umræðugrundvöll 10% hækkun verfllags Söluskattshækkunin og nýju verð- lagsákvæðin koma þá til framkvæmda Q Með hækkun söluskattsins í 17% n.k. mánudag ganga einnig I gildi ný verðlagsákvæði, sem sam- þykkt voru fyrir nokkrum dögum. Með þessum tveimur hækkunum hækkar allt verðlag á íslandi þennan dag um 10% að meðaltali. Fjármálaráðuneytið auglýsti strax í gærmorgun, að 4% sölu- skattshækkunin skyldi koma til framkvæmda í dag, en Kaup- mannasamtökin tóku það mjög óstinnt upp þar sem kaupmenn fengju þá engan tíma til þess að reikna út nýjan söluskatt auk þess að nýju verðlagsákvæðin koma til framkvæmda um helg- ir;a. Vegna harðra mótmæla Kaupmannasamtaka Islands í þessu máli, dró ráðuneytið í land og féllst á að söluskattshækkunin tæki gildi n.k. mánudag. Kaupmannasamtökin voru í gær að senda söluskattslistana til kaupmanna og nýju verðlags- ákvæðin, sem samþykkt voru fyrir nokkrum dögum. Söluskatts- hækkunin kemur yfirleitt ekki til framkvæmda á mjólkurvörum, en á flestum öðrum landbúnaðarvör- um. Nýju verðlagsákvæðin leyfa allt frá 10—50% hækkun á álagn- ingu í smásölu, en álagningar- flokkarnir eru all margir. Vara, sem lögð hafa verið á 30% I smá- sölu og fær á sig álagmngar- flokk með 10% hækkun, hækkar þanmg í álagningu upp i 33%. Þá er einnig um að ræða7% hækkun í heildsölunni á álagning- una þar þ.e. 10% álagning heild- sala hækkar í 10,7%. Mikið var við að vera hjá Kaupmannasam- tökunum i gær þegar við höfðum samband þangað, því verið var að senda út hin ýmsu gögn vegna hækkananna. Jón Bjarnason hjá Kaupmannasamtökunum sagði, að þessar hækkanir þýddu gegnumsneytt um 10% hækkun á allri almennri vöru á Islandi, en hækkunin er mjög mismunandi. Nýju verðlagsákvæðin tóku gildi 18. marz, en það reynir ekki á þau i framkvæmd fyrr en n.k. mánu- dag. Hækkunin á vörum með lága álagningartölu verður ekki mikil, en hækkunin á vörum með háa álagningartölu verður mun meiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.